Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRIRSÖGN þessarar greinar er tilvitnun í Davíð Oddsson á forsíðu Dags um kosningaloforð flokka í apríl 1999. Í opnuviðtali lýsir forsætisráðherrann skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum og segir m.a.: „Það er gamaldags og ógeðfelld kosn- ingabarátta að halda að menn kaupi fólk til fylgilags með lof- orðaskvaldri í tölum. Ég vil að menn lýsi aðalstefnumálum sín- um, meginaðferðafræði, meg- inviðhorfum og út frá þeim geta kjósendur dregið ályktanir.“ Ótti Davíðs Formaður Sjálfstæðisflokksins virðist hafa skipt um skoðun frá því að þetta var sagt, því nú í aðdraganda kosninganna hefur hann snúið við blaðinu svo um munar og lofar milljörðum út og suður. Hvað veldur þessum breytingum? Er það örvænting um að vera að missa völdin? Getur það verið að hann óttist svo mjög þann skæða keppinaut sem kominn er fram á sjónarsviðið, Samfylk- inguna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í farabroddi, að hann grípi til loforðaskvaldursins ógeðfellda sem hálmstrás í bár- áttunni framundan? Heldur hann nú að hann ,,keypt fólk til fylgilags við með loforðaskvaldri í tölum vitnað sé í hans eigin orð? er greinilega skelfilegt að ast í augu við þá staðreynd nú skuli annar flokkur en stæðisflokkurinn mælast m ir 30% fylgi. Verði það rau kosningunum hefur það ek gerst síðan 1931 að annar ur nái þeirri stærð. Í þessu viðtali í Degi ári segir Davíð: „Þegar stjórn „Loforðaskvaldur er ó Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur „Kjósendur ættu því að gefa ríkis- stjórnarflokk- unum frí í kosn- ingunum í vor.“ HAGÞRÓUN á Íslandi hefur veriðmjög hagfelld á síðasta áratug ogmikill árangur náðst í efnahags-málum. Hagkerfið sýndi mikla að- lögunarhæfni þegar komið var í veg fyrir of- þenslu og ójafnvægi á mjög skömmum tíma, án þess að það kostaði djúpa niðursveiflu. Þetta er mat sérfræðinga OECD í skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem gefin var út í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra og sér- fræðingar forsætisráðuneytisins, kynntu meginniðurstöður skýrslunnar á frétta- mannafundi í gær. Í henni kemur m.a. fram það mat OECD að aukna aðlögunarhæfni ís- lenska hagkerfisins megi að miklu leyti rekja til breytinga í hagstjórn sem stuðlað hafi að stöðugleika í efnahagsmálum og til aukins frjálsræðis. Framundan er prófraun fyrir efnahagsstefnuna Í skýrslu OECD er lögð áhersla á að vegna hugsanlegra þensluáhrifa af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum sé mikilvægt að beita jafnt peningastefnunni og fjármálum hins op- inbera til mótvægis. Árangurinn muni ráðast af samspili fjármála- og peningastefnunnar. Segir í skýrslunni að þetta verði prófraun fyr- ir þá efnahagsstefnu sem fylgt hafi verið síð- ustu misseri. Fjallað er um nýlegar ákvarðanir um aukn- ar framkvæmdir til að slá á tímabundinn slaka í hagkerfinu og telja sérfræðingar OECD þessar framkvæmdir réttlætanlegar en teflt sé á tæpasta vað. Taka þeir fram að svo virðist sem svigrúmið hafi verið nýtt til fullnustu, sérstaklega þegar litið sé til þess að áhrif þessara framkvæmda geti skarast við stóriðjuframkvæmdirnar. Spurður um þetta segir Davíð að sérfræð- ingar OECD hafi fyrst og fremst áhyggjur af tímalengd framkvæmdanna. „Áður fyrr gátu menn rokið í framkvæmdir með tiltölulega skömmum fyrirvara en nú eru reglurnar orðnar miklu þrengri, þannig að bæði þurfa sveitarfélögin meiri tíma af skipulagslegum ástæðum til að veita framkvæmdaleyfi o.þ.h. og síðan er umhverfismat á nánast hverri ein- ustu framkvæmd sem einhverju nemur og það getur tekið langan tíma. Þó að við ákveðum að setja svona mikla peninga í þess- ar framkvæmdir þá gerist þetta allt svo hægt vegna þessa ferils. Nú er þetta allt miklu flóknara en áður, sem ég held að sé kannski að mörgu leyti til bóta, en það þýðir að þessir peningar lenda að töluverðu leyti á seinni hluta tímabilsins og þeir óttast að það geti skarast við uppsveifluna vegna virkjanafram- kvæmdanna,“ segir Davíð. Í umfjöllun um ríkisfjármál og skatta er á það bent að skatthlutföll hafi verið lækkuð á fyrirtæki og einstaklinga og er lagt til í skýrslunni að jaðarskatthlutföll einstaklinga verði lækkuð enn frekar þar sem slíkt hefði jákvæð áhrif á framboð vinnuafls auk þess sem slíkar skattalækkanir gætu virkað sem hemill á útgjöld hins opinbera. Davíð lýsti ánægju með þessa tillögu sér- fræðinga OECD á fréttamannafundinum í gær. „Það hefur verið vitnað í skýrslur OECD um að skattar hafi ekki lækkað hér á landi en það virðist hafa farið fram hjá OECD sjálfu. Í annan stað þá telja þeir að lækkun skatta geti virkað vel við þær aðstæður sem við erum að fara inn í,“ sagði Davíð. Halda ber áfram einkavæðingu í fjarskipta- og orkugeiranum Tekið er fram að einkavæðing ríkisstofn- ana og fyrirtækja hafi tekist mjög vel og eru stjórnvöld hvött til að sofna ekki á verðinum varðandi frekari einkavæðingu. Er sérstak- lega bent á fjarskipta- og orkugeirann í því sambandi. „Einkavæðingu í fjarskiptageiran- um ber ekki að draga lengur,“ segir í skýrsl- unni og þar er einnig mælt með að hraðað verði einkavæðingu í raforkugeiranum. Telja skýrsluhöfundar að umbóta sé enn þörf á húsnæðismarkaði og mikilvægt sé að auka enn frjálsræði í landbúnaði, sem muni skila neytendum verulegum kjarabótum. Í skýrsl- unni er íhlutun hins opinbera á húsnæðis- markaði sögð óhagkvæm. Byggðastefnan er gagnrýnd fyrir að vera ekki nægilega gagnsæ og landbúnaðarstefnan er sögð óhagkvæm. Þá telja skýrsluhöfundar mikilvægt að fiskistofnar verði byggðir upp og treysta mætti enn frekar fjármálastefnu hins opin- bera til að koma í veg fyrir útgjaldaaukningu við meðferð fjárlaga. Stjórnvöldum er hrósað fyrir að stuðla að nýtingu endurnýjanlegrar orku en jafnframt leggja s stuðst v ingu í fr þær fram náttúrus Að m traustum ilvægt a og einnig inbera (r lega læg hafi þar gjöldum er til í sk auknum Þá be mætti op til lengri við of mi M Einnig verði að menntak fámennu skólagjö að Íslen verja hlu lags- og ar útgja þessara til menn nýta bet flokka. Gunna efnahags íslenskt sérfræði efnahags angur ef stefna hi sé af sjá markmið S Gert e til skam ilanna ta miklar s úr vexti ráð fyrir frá líður hagvexti OECD birtir skýrslu um stöðu efn Leggja til lægri skatta á einstaklinga Davíð O Íslenska hagkerfið sýndi mikla aðlögunarhæfni er komið var í veg fyrir ofþenslu á skömmum tíma. Framundan er mjög vanda- söm hagstjórn vegna mikilla stóriðjuframkvæmda að mati sér- fræðinga OECD í nýútkominni skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Lagt er til að skattar einstaklinga verði lækkaðir til að auka framboð vinnuafls og sem hemill á útgjöld hins opinbera. PRÓFRAUN FRAMUNDAN Skýrsla OECD um íslenskt efna-hagslíf er athyglisverð lesning íljósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað um efnahagsstjórnun að und- anförnu. Í skýrslunni segir að staða ís- lensks efnahagslífs hafi batnað til muna á síðastliðnum áratug. Á síðustu árum hafi tekist að vinna efnahagslífið upp úr slaka eftir ofþenslutímabil á undraverð- um tíma án þess að það hafi leitt til kreppu. Á næstu árum sé hins vegar von á nýju þensluskeiði, ekki síst vegna fyr- irhugaðra virkjunar- og álversfram- kvæmda. Mikilvægt sé að brugðist verði við því með markvissum hætti til að koma í veg fyrir þenslu og hallarekstur. Ekki síst verði að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum meðan framkvæmdirnar standa yfir og tekur OECD fram að sér- staklega sé mikilvægt að opinberum framkvæmdum verði haldið í skefjum. Þá verði mikilvægt að stjórn peninga- mála byggist á festu til að koma í veg fyrir verðbólgu. Það er forvitnilegt að sjá hvað það er sem OECD telur að mætti betur fara. Sérstaklega er bent á að mikilvægt sé að aðgerðir til að draga úr misvægi milli byggðasvæða verði gegnsæjar. Þá dragi húsnæðiskerfið fjármagn frá framleiðni- hvetjandi fyrirtækjastarfsemi í of mikl- um mæli. Auka eigi frjálsræði enn frekar til að ýta undir samkeppni á vöru- markaði. Ekki eigi að draga lengur einkavæðingu á fjarskiptamarkaði. Auk- ið frjálsræði í viðskiptum með land- búnaðarafurðir myndi hafa í för með sér verulega kjarabót fyrir neytendur. Hóf- legir fiskveiðikvótar leiði til hraðari vaxtar nytjastofna og afkastagetu stofn- anna. Mat OECD er sem sagt að vel hafi tek- ist til við stjórnun efnahagsmála undan- farin ár þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Aukið sjálfstæði seðlabanka hafi gefist vel og aukið frjálsræði á fjölmörgum sviðum hafi verið af hinu góða. Hins veg- ar er ekki sjálfgefið að þessi árangur muni haldast. Í hita kosningabaráttunnar er mikil- vægt að það gleymist ekki að auðvelt er að glutra niður hinum mikla árangri síð- ustu ára á skömmum tíma. Ef ekki verð- ur haldið skynsamlega á málum við stjórnun efnahagsmála gæti skrefið reynst styttra en margir halda yfir í nýtt tímabil óðaverðbólgu og óráðsíðu. Það er ljóst að hið opinbera verður að halda að sér höndum á næstu árum vegna hinna miklu framkvæmda sem framundan eru. OECD mælir raunar sérstaklega með skattalegum aðgerðum til að slá á þensluáhrif. Til dæmis nefnir stofnunin í skýrslunni að lækkun jaðarskatta myndi draga úr þrýstingi á aukin ríkisútgjöld. Þá leggur OECD ríka áherslu á bættan rekstur opinberra stofnana, aukið að- hald við afgreiðslu fjárlaga og að dregið verði úr aukafjárveitingum. Þetta er raunveruleiki sem stjórn- málaflokkarnir standa frammi fyrir. Þeir flokkar sem telja mikilvægt að auka umsvif ríkisins verða að svara því hvern- ig þeir ætli að láta slíkt ganga upp í þeim raunveruleika sem við blasir. Hver er bættari ef „góðu málin“ gera það að verkum að stjórn efnahagsmála fer úr böndunum og verðbólgan æðir af stað? Hvaða áhrif myndi slíkt hafa á kaupmátt í landinu, ekki síst þeirra sem minnst hafa á milli handanna? Hvaða áhrif myndi það hafa á verðtryggð lán lands- manna? Leiðin sem OECD bendir á er leið aukins frjálsræðis á fjölmörgum sviðum. Stjórnmálaflokkarnir verða að svara því hvar þeir standa. FJÖLMIÐLAKANNANIR OG FRÍDREIFING Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var ífyrrakvöld rætt við Friðrik Ey- steinsson, formann Samtaka auglýs- enda, sem hélt því þar fram að það færð- ist í vöxt að „ákveðnir fjölmiðlar grípi til ákveðinna aðgerða til að skekkja niður- stöður útbreiðslukannana og brjóti þannig gegn samkomulagi milli miðl- anna og auglýsenda“, svo vitnað sé í frétt RÚV. Í fréttinni sagði Friðrik Eysteinsson síðan orðrétt: „Við vissum að í síðustu könnun, til dæmis að þá var frí dreifing á Morgunblaðinu sem nam 6,5% þannig að það er, fæst út hærri lestrartala heldur en er í venjulegri viku.“ Í tilefni af þessum ummælum er rétt að rekja stuttlega hvernig þetta mál horfir við frá sjónarhóli Morgunblaðs- ins. Því er ekki til að dreifa að blaðið hefji stórfellda fría dreifingu í þeim vikum, sem fjölmiðlakannanir eru gerðar, til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður þeirra. Mörg undanfarin ár hefur blaðið staðið tvisvar á ári fyrir átaki í söfnun áskrif- enda – eins og öll áskriftarblöð um allan heim gera. Tilteknum markhópi er þá sent tilboð um að fá ókeypis kynningar- áskrift að blaðinu í einn mánuð. Ein- göngu þeir, sem svara tilboðinu og þiggja kynningaráskriftina, fá blaðið sent. Reynslan hefur sýnt að þeir mánuðir, sem eru vænlegastir til árangurs í þess- um efnum, eru janúar, febrúar og marz og september, október og nóvember. Þannig er áskriftarátak í gangi meira og minna hálft árið. Fjölmiðlakannanir eru nú gerðar sex sinnum á ári. Eins og gefur að skilja af framansögðu er því vika, þar sem áskriftarátak er í gangi, alveg jafn „venjuleg“ og vika, þar sem ekkert áskriftarátak er í gangi. Þannig var gerð könnun í febrúar, þar sem áskriftarátak átti sér stað. Þessa dagana er verið að gera aðra könnun, en Morgunblaðið er ekki með átak í söfnun áskrifenda. Ætlast formaður Samtaka auglýs- enda til þess að fjölmiðlar, sem fé- lagsmenn hans auglýsa í, stundi engar aðgerðir til að auka útbreiðslu sína? Varla. Það væru ekki þeirra hagsmunir. Kemur það honum á óvart að Morgun- blaðið bjóði fólki kynningaráskrift í því skyni? Tæplega, enda hefur það verið gert árum saman með svipuðum hætti. Nú þegar þessar athugasemdir eru komnar fram af hálfu Samtaka auglýs- enda, hljóta menn hins vegar að velta því fyrir sér hvort ástæða sé til þess í fjölmiðlakönnunum að halda áfram að bera saman lestur á blöðum, sem eru seld og lestur blaða, sem dreift er ókeypis. Friðrik Eysteinsson telur aug- ljóslega að ekki eigi að taka blöð, sem áskrifendur fá ókeypis, með í reikning- inn í niðurstöðum fjölmiðlakannana um lestur á dagblöðum. Er þá hægt að taka lestur dagblaðs, sem dreift er frítt og prentað í því upplagi, sem hentar hverju sinni, og bera hann saman við lestur á dagblaði sem áskrifendur kaupa? Þá er rétt að minna á, að upplagseft- irlit Verzlunarráðsins fylgist reglulega með þróun upplags Morgunblaðsins og hefur gert árum saman. Upplýsingar um þær upplagstölur birtast reglulega í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.