Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Norræni listaskólinn í Karleby, Finnlandi er sjálfstæður, tveggja ára listaskóli. Aðalfög eru teikning, málun og listfræði. Kennsla fer einnig fram í myndbandalist, skúlptúr, grafík, ljósmyndun og innsetningum. Skipulag kennslu við skólann er ein- stakt, en tveir fastráðnir kennarar eru í hlutastarfi við skólann og síðan eru fengnir gestakennarar frá Norðurlöndunum og ýmsum Evrópulöndum. Kennt er á sænsku, einnig nokkuð á ensku og finnsku. Eftir námið í Norræna listaskólanum hefur stærsti hluti nemendanna fengið inn- göngu í listaháskóla. Umsóknir, á sérstökum eyðublöðum, þurfa að berast okkur í síðasta lagi 15. maí. Verk til mats verða að berast skólanum fyrir 22. maí. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ er haldið í skólanum 19.—30. maí 2003. Námskeiðið er ekki skylda, en er mjög gagnleg kynning fyrir þá, sem sækja um skólavist. Umsóknareyðublöð, kynningarbæklingar og upplýsingar fást hjá: NORDISKA KONSTSKOLAN, Borgmästaregatan 32, FIN 67 100 Karleby, Finnlandi. Sími 00 358 6 822 0906, fax 00 358 6 831 7421, netfang: info@nordiskakonstskolan.org www.nordiskakonstskolan.org BANDARÍSKI fiðluleikarinn Josh- ua Bell er einleikari kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Þótt Bell sé ekki nema tæp- lega þrjátíu og fimm ára gamall, hefur hann verið í sviðsljósinu sem einn fremsti fiðluleikari heims í meira en tuttugu ár. Leikur hans þykir einstakur, ekki bara hvað tæknilega afburði snertir – Bell þykir líka framúrskarandi túlk- andi. Jón Ásgeirsson, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, hafði einmitt orð á því hve frábær túlkandi Bell væri, þegar hann kom hingað síðast, liðlega tvítugur, og lék fiðlukonsert eftir Prokofijev með Sinfóníuhljómsveitinni. Joshua Bell man vel eftir þeirri heimsókn sinni hingað. „Já, ég man vel eftir tónleikunum, og það er sérkennilegt, vegna þess að mér finnst ég vera svo ungur, en það virðist samt óralangt síðan. Þetta var 1989. Í þeim skilningi finnst mér ég vera gamall. En það var rosagaman, mér líkaði strax svo vel við hljómsveitina, og allir hér voru svo almennilegir. Svo var far- ið með mig að skoða landið, hveri og fossa, og landið hafði mikil áhrif á mig. Það er gaman að vera kom- inn aftur, og ekki síst að það skuli vera sami góði hljómsveitarstjóri nú og þá, Petri Sakari.“ Búinn að þekkja konsertinn lengi Joshua Bell segist vera búinn að þekkja fiðlukonsert Brahms sem hann spilar í kvöld svo lengi sem hann man eftir sér. „Ég spilaði konsertinn fyrst þegar ég var fimmtán ára, og ólst upp við að hlusta á Jascha Heifetz spila hann á plötu heima. Þessi konsert og reyndar líka Beethovenkonsertinn eru verk sem ég hef lifað með lengi. Ég samdi sjálfur kadensu fyrir Brahmskonsertinn og spila hana á tónleikunum í kvöld.“ Þegar blaðamaður spyr hvað þurfi til, til að vekja til lífs aftur og aftur meistaraverk sem svo margir þekkja, og svo margir spila, segist hann ekki líta svo á að hann þurfi stöðugt að vera að finna upp á nýjungum í hvert sinn. „Þetta er stórkostlegt verk, og verður aldrei gamalt í huga mín- um. Í það minnsta get ég ekki ímyndað mér að ég eigi nokkurn tíma eftir að fá leiða á því. Það fyllir mig andagift í hvert sinn sem ég leik það, og ég held að það geti hreinlega verið hættulegt að hugsa of mikið um það hve margir hafa spilað það og hve oft það heyrist. Í það minnsta er viðhorf mitt það að vera ekki að gera eitthvað nýtt með þann tilgang einan í huga. Ég vona þó að verkið hljómi nýtt og ferskt fyrir áheyrendur í hvert sinn sem ég spila það. En ég reyni aldrei að gera svoleiðis hluti bara til að hafa verkið öðruvísi en síð- ast. Mér finnst túlkunin þurfa að koma eðlilega og náttúrulega frá mér í hvert sinn og ég reyni að vera verkinu eins trúr og ég get.“ Bell segir þó að hver atlaga að verkinu sé annarri ólík þrátt fyrir allt, og bara það að spila það á nýju Stradivariusfiðluna er allt önnur reynsla en að spila það á gömlu fiðlurnar hans. „Ég hef ekki spilað konsertinn svo oft áður á þessa fiðlu, sem ég er búinn að eiga í eitt og hálft ár, og hljóð- heimur hennar er svolítið öðru vísi en annnara fiðlna sem ég hef leikið á. Svo spilar hljómsveitin auðvitað stóran þátt í þessu og hljómsveit- arstjórinn, – engar tvær hljóm- sveitir eru eins og engir tveir tón- leikar eins. Það er svo margt sem gerir hvert augnablik í tónlistinni einstaka upplifun, og það er alltaf rými fyrir það óvænta, og mér þykir gaman að taka áhættu.“ Nýja fiðlan hans Joshua Bell er einstakur kjörgripur með merka og skemmtilega sögu. Þetta er Stradivarius-fiðla frá 1713. Hann lék reyndar líka á Stradivariusfiðlu þegar hann kom hingað síðast, og er búinn að eiga enn annan Strad í millitíðinni. Einn allra besti Stradinn „Ég keypti þessa fiðlu, sem gengur undir nafninu Huberman Stradinn fyrir einu og hálfu ári. Hún dregur viðurnefnið af fiðlu- leikaranum fræga Huberman sem átti hana á fyrri hluta síðustu ald- ar. Ég held að þetta sé einn allra besti Stradinn sem til er. En svo gerðist það einhvern tíma á fjórða áratugnum að fiðlunni var stolið frá honum í sjálfri Carnegie Hall, þegar hann leit af henni eitt augnablik. Hljóðfærið var týnt í 50 ár, þannig að hann sá það aldrei aftur. En svo kom á daginn að það var kaffihúsafiðlari nokkur sem hafði komist yfir hljóðfærið og spilað á það allan þennan tíma á kaffihúsinu án þess að segja nokkrum manni að hann væri með svona gimstein í höndunum. En þegar hann lá banaleguna sagði hann konunni sinni frá því að fiðl- an hans væri stolin og bað hana að koma henni í réttar hendur eftir dauða sinn. Eftir það keypti Nor- bert Brainin í Amadeus-kvart- ettinum hljóðfærið, og einhvern tíma fékk ég að taka í það þegar við vorum að spila saman kamm- ermúsík. Ég féll alveg fyrir þessari frábæru fiðlu og ég man að Nor- bert sagði, – þú eignast þetta hljóðfæri kannski einhvern tíma, en ég hló bara og fannst það fjar- stæðukenndur möguleiki. Svo var það fyrir tveimur árum að ég fór í búð að kaupa mér strengi í fiðluna mína. Afgreiðslumaðurinn vatt sér að mér og spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að kaupa líka Huberman Stradinn. Ég varð al- veg orðlaus, en eftir eina mínútu var ég orðinn alveg ákveðinn og sagði: Ég verð að eignast þessa fiðlu. Það tókst.“ Bell segist ekki vita hvort kaffi- húsafiðlarinn hafi spilað vel eða ekki, en þegar fiðlan skilaði sér loksins frá ekkjunni, var hún nán- ast svört af skít. Hann hafði ekki þorað að fara með hana að láta hreinsa hana eða gera við hana á nokkurn hátt af ótta við að upp um stuldinn kæmist. „Það tók fiðlu- smiði níu mánuði að hreinsa fiðl- una og koma henni aftur í gott horf, en þvílíkt hljóðfæri!“ Þess má geta að fiðlunni hafði einu sinni áð- ur verið stolið frá Huberman, og í dag er hún metin á 400 milljónir króna. En önnur verk á tónleikum kvöldsins, sem hefjast að vanda kl. 19.30, eru Macbeth eftir Richard Strauss og 5. sinfónía Beethovens. „Fyllir mig andagift í hvert sinn sem ég leik hann,“ segir Joshua Bell um fiðlukonsert Brahms, sem hann leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Spilar Brahms á stolinn Stradivarius Fiðluleikarinn heims- þekkti Joshua Bell leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld. Bergþóra Jónsdóttir hitti hann að máli. . begga@mbl.is TÓMAS Ingi Olrich, menntamála- ráðherra, og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, undirrituðu á dögunum samning milli menntamálaráðu- neytisins og safnsins um verulegan fjárstyrk sem safninu verður veitt- ur á næstu þremur árum. Um er að ræða styrk að upphæð 35 milljónir króna. Jafnframt tilkynnti mennta- málaráðherra við þetta tækifæri að safnaráð, sem skipað er af mennta- málaráðuneytinu, hefði tilnefnt safnið sem fulltrúa Íslands í keppni um hin evrópsku safnaverðlaun 2003. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskt safn tekur þátt í þessari sam- keppni, en verðlaunin sem nefnast „The European Museum Award“ hafa verið veitt í um 25 ár söfnum víðsvegar í álfunni sem þótt hafa at- hyglisverðust hverju sinni. Dóm- nefnd vegna verðlaunanna mun heimsækja safnið á komandi sumri. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar, safnstjóra, og Hafþórs Rósmunds- sonar, formanns stjórnar safnsins, er þetta gífurlega mikilvæg viður- kenning fyrir safnið auk þess sem fjárstyrkurinn veitir safninu mögu- leika á að stækka enn frekar og horfa fram á veginn. „Þessu má líkja við að við séum komnir í meist- aradeildina,“ sagði Örlygur m.a. í ávarpi sínu. Fyrsta verkefnið sem styrkurinn verður nýttur í er bygg- ing bátasafns sem er þegar hafin, en vonir standa til að verði lokið á komandi sumri. Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á undanförnum ár- um, m.a. frá ferðamálaráði, Ný- sköpunarsjóði og Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra. Síldarminjasafnið keppir um evrópsku safnaverðlaunin Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórs Tómas Ingi Olrich og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri undirrita samninginn. Siglufirði. Morgunblaðið. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands, Flugleiðir og írska fyrirtækið In- flight Audio undirrituðu í gær samning um spilun og kynningu á efni Sinfóníuhljómsveitarinnar í vélum Flugleiða um allan heim. Damian Fannin eigandi Inflight Audio, Sigurður Helgason, for- stjóri Icelandair og Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar, skrifuðu undir samninginn í Háskólabíói. Inflight Audios hefur séð um tónlist um borð í vélum Flugleiða í mörg ár en þeir sjá einnig um tón- list fyrir 70 stærstu flugfélög í heiminum. Damian Fannin, eig- andi Inflight Audio sagði í gær að hann stefndi á að koma tónlist Sin- fóníuhljómsveitarinnar á framfæri til þessara fyrirtækja sem fyrst. „Sinfóníuhljómsveit Íslands hef- ur verið í stöðugri framþróun og er eitt af helstu flaggskipum ís- lenskrar tónlistarmenningar,“ segir Sváfnir Sigurðsson, kynning- arfulltrúi Sinfóníunnar. „Samn- ingur þessi er mikill áfangi fyrir sveitina enda tugir milljóna nýrra áheyrenda. Sinfóníuhljómsveitin fær sína eigin rás um borð í vélum Flugleiða og verður skipt um tón- list á tveggja mánaða fresti. Efnið verður sérvalið af tónleikastjóra Sinfóníunnar. Einnig verður sér- stök myndbandskynning um sveit- ina spiluð um borð og fjallað verð- ur um efnið í tímaritinu Atlantica.“ „Samvinna Inflight Audios og Icelandair er enn einn liður hjá Flugleiðum í því að kynna áfram af krafti öflugt tónlistar- og menn- ingarlíf á Íslandi en Flugleiðir standa fyrir tónlistarhátíðinni Ice- landAirWaves og styrkir Íslensku tónlistarverðlaunin,“ segir Áslaug Einarsdóttir hjá upplýsingadeild Flugleiða, „og það er von allra sem standa að samningnum að þetta verði lyftistöng fyrir útflutn- ing á íslenskri tónlist.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari afhenti að lokinni undirritun samnings Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, geisladisk með því efni sem spilað verður um borð í vélum Flugleiða um allan heim á næstu misserum. Sinfónían á flugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.