Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 11 AFMÆLISTILBOÐ: Dotte bolur................................................ 490,- Mingus singlet .......................................... 490,- Cut tank bolur........................................... 790,- Marina blússa ........................................... 790,- Vella ls bolur ............................................. 790,- Mingus ls bolur ......................................... 790,- Ocean bolur .............................................. 790,- Ellis bolur .................................................. 790,- Gitta skyrta ............................................... 990,- Parrot bolur ...............................................990,- Verdi skyrta .............................................. 990,- Verdi 3/4 skyrta ........................................ 990,- Mose bolur................................................ 990,- Cinema 3/4 ............................................... 990,- Boom peysa ............................................. 990,- Thailand buxur....................................... 1.490,- Frieze ls bolur .........................................1.490,- Kur jakkapeysa .......................................1.490,- Sne gallapils ...........................................1.790,- Brenda peysa..........................................1.790,- Africa jakki ..............................................1.990,- Blue gallabuxur.......................................1.990,- Auto delta gallabuxur .............................2.990,- Kringlunni, Smáralind og Laugavegi Navy peysur + String buxur sett .......................................................... 1.490,- Fruit peysur + Intense buxur sett ......................................................... 1.490,- Bister buxur + Spot síðerma bolir ........................................................ 1.990,- Xara buxur + Golf síðerma bolir sett .................................................... 1.990,- Wrap buxur + Billy jakkapeysur sett .................................................... 2.990,- Calibra buxur + Fiat síðerma bolir sett................................................. 2.990,- Snor skyrtur......................................................................... 990,- Base peysur ..................................................................... 1.490,- Metalic langermabolir....................................................... 1.490,- Garn langermabolir .......................................................... 1.490,- Entro langermabolir.......................................................... 1.490,- Print canvas buxur ........................................................... 2.990,- Miles 98 gallabuxur .......................................................... 3.990,- Joseph flauelsbuxur ......................................................... 4.490,- Atlas bolur ........................................... 490,- Promotion bolur .................................. 790,- Washed bolur ...................................... 790,- Fitteen bolur ........................................ 790,- Lock o-peysa ...................................... 990,- Jamica buxur.................................... 1.490,- Jaffa tunic......................................... 1.490,- Dicon buxur...................................... 1.490,- Terra v-peysa ................................... 1.990,- Poem jakkapeysa............................. 1.990,- Kringlunni og Smáralind Kringlunni og Smáralind Smáralind 10 ÁRA Cut bolur 790,- ÞEIR sem opnuðu Tungufljót í Vest- ur-Skaftafellssýslu á þriðjudag veiddu til hádegis í gær og drógu alls 34 sjóbirtinga. Þetta voru allt vænir fiskar, frá 4 pundum upp í áætluð 16 pund. Þórarinn Sveinsson, sem fór fyrir veiðimönnum, sagði að mesta furðu hefði vakið að fiskur tók best þegar kaldast var um miðjan daginn. „Þetta voru stórir og fallegir fiskar og komu vel undan vetri. Þeir stærstu voru um 90 cm langir og við áætluðum þá um eða jafnvel yfir 16 pund, en til að hafa vaðið fyrir neðan okkur skráð- um við þá aðeins 15 pund, enda var þeim sleppt og því ekki vegnir. Það er aðeins fluguveiði í Fljótinu og öllu sleppt í vorveiði og við vorum að fá mest með sökkendum og á appelsínu- gulan Nobbler, Flæðarmús og Heimasætu í stærðum 6 og 8,“ sagði Þórarinn. Aflann fengu þeir nær eingöngu við Syðri-Hólma og á Flögubakka, eða þar sem Eldvatn mætir Tungufljóti. Alls voru um 40 birtingar dregnir úr Vatnamótunum á þriðjudaginn og í gær var enn prýðisveiði. Fréttist af fiskum þar allt að 12 pund. Þá urðu veiddir fiskar alls rúmlega 40 í Tungulæk og í gær voru menn enn að fá ’ann þar. Á báðum stöðum er rétt eins og í Tungufljóti, aðeins veitt á flugu og öll- um fiski sem ekki laskast illa sleppt. Morgunblaðið/Golli Veiði er hafin í Vífilsstaðavatni og hafa menn aðeins sett í bleikjur þar. Mok í Tungufljóti ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Rannsókn á meintu sam- ráði tryggingafélaganna Niðurstaðna að vænta í haust NIÐURSTÖÐU rannsóknar Sam- keppnisstofnunar á meintu ólöglegu samráði tryggingafélaganna er að vænta í sumar eða haust, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðu- manns samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, en rannsóknin hefur ver- ið í gangi í nokkur ár. Forsaga málsins er sú að Sam- keppnisstofnun lagði hald á gögn hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga og Íslenskri endurtryggingu hf. haustið 1997 í kjölfar þess að stofn- uninni bárust vísbendingar um ólög- mætt samráð félaganna. Síðan hefur málið verið í rannsókn. Frumrann- sókn lauk síðla árs 2001 og var nið- urstaðan send tryggingarfélögunum til umsagnar í kjölfarið. Umsagnir þeirra bárust síðastliðið haust og er nú unnið að því að ganga frá lokanið- urstöðu í málinu. „Við vonumst til að endanleg nið- urstaða liggi fyrir í síðasta lagi í haust,“ sagði Guðmundur Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. Rannsóknin nær til allra trygg- ingafélaganna sem aðild eiga að Sam- bandi íslenskra tryggingafélaga. Auk þess sendi Félag íslenskra bif- reiðaeigenda kvörtun til Samkeppn- isstofnunar í júní 1999 vegna breyt- inga á iðgjöldum tryggingafélaganna árið 1996 þegar FÍB-tryggingar tóku til starfa. Gekk hún út á það að trygg- ingafélögin hefðu með ólögmætum hætti niðurgreitt bifreiðatryggingar í krafti markaðsráðandi stöðu sinnar til að ryðja samkeppnisaðila af mark- aðnum. Kvörtunin var tekin með í rannsókn Samkeppnisstofnunar, að sögn Guðmundar. Atkvæði greidd um sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps SAMSTARFSNEFND um samein- ingu Búðahrepps og Stöðvarhrepps hefur ákveðið að leggja til að íbúar þessara sveitarfélaga greiði atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfé- lag. Hafa sveitarstjórnir beggja sveit- arfélaga fallist á að atkvæðagreiðslan fari fram laugardaginn 10. maí nk., samhliða kosningum til Alþingis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er þegar hafin. Unnt er að greiða at- kvæði utan kjörfundar hjá sýslu- mönnum um allt land. Erlendis fer at- kvæðagreiðsla fram á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá al- þjóðastofnunum, kjörræðismönnum eða á öðrum stöðum samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytis. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer þannig fram að þeir kjósendur sem eru hlynntir sameiningu sveitar- félaganna tveggja skrifa „já“ á kjör- seðilinn en þeir sem eru mótfallnir sameiningu skrifa „nei“. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Norrænir biskupar funda í Reykjavík HÖFUÐBISKUPAR Norður- landanna halda samráðsfund í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 3. apríl. Slíkir samráðsfundir eru haldn- ir árlega og á dagskrá eru ýmis mál er lúta að störfum lútersku kirknanna á Norðurlöndum. Fundinn sitja: Jukka Paarma, erki- biskup finnsku kirkjunnar, K.G. Hammar, erkibiskup sænsku kirkj- unnar, Finn Wagle, biskup í Niðarósi, frá norsku kirkjunni, Erik Norman Svendsen, biskup í Kaupmannahöfn, frá dönsku kirkjunni og Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands. Fundurinn verður haldinn á Bisk- upsstofu og hefst klukkan 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.