Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 45 gamalkunna hugtak „ríkiseign“, þjóð- in getur ekki átt neitt saman og hefur aldrei getað öðruvísi en að það sé ís- lenska ríkið sem eigi þá eign. Þjóðin getur ekki átt eitt eða neitt öðruvísi en að það sé ríkið sem á það, þannig er það, þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það alltaf. Því er það ótrúlega fáránleg umræða sem vaðið hefur uppi í fjölmiðlum síðasta áratug að fiskurinn í sjónum sé „sam- eign þjóðarinnar“ og eigi því ekki að vera úthlutað fáeinum aðilum gefins. Það að við berjumst fyrir því að auð- lindirnar séu „sameign þjóðarinnar“ þýðir að við erum að berjast fyrir því að auðlindin, fiskurinn í sjónum, sé eign ríkisins og þar af leiðandi á færi stjórnmálamanna okkar að úthluta eins og þeim sýnist. Sýnist okkur það tryggja réttlæti, hefur framkvæmda- valdið – handhafi ríkisvaldsins – reynst okkur svo sérlega vel í úthlut- un á slíku valdi? Viljum við með öðr- um orðum „ríkisvæða“ sjávarútveg- inn, þannig að það sé á valdi misviturra stjórnmálamanna að út- hluta honum eftir þörfum? Ég veit ekki með ykkur en ég veit með mig. Ég er stolt af Samherja, ég er stolt af Granda og ég er stolt af Þormóði ramma. Ég er stolt af því að þessi ís- lensku sjávarútvegsfyrirtæki hafa náð þeim árangri sem þau hafa náð, ég er stolt af því að þau eru svo sterk sem raun ber vitni. Ég hef sem ís- lenskur þegn ekki þjáðst vegna þeirra, ég hef miklu fremur fengið að njóta ávaxtanna af rekstri þeirra. Þessi fyrirtæki eru ekkert öðruvísi í mínum augum en Össur, Bakkavör og Baugur, þau eru alþjóðleg fyrir- tæki sem hafa barist fyrir þeirri stöðu sem þau eru í í dag og þau hafa sýnt að þau hafa þekkingu og færni sem er eftirsóknarverð á erlendum mörkuð- um. Á sama tíma og ég segi þetta veit ég vel að það er fullt af einstaklingum út um alla firði landsins sem telja sig beitta „óréttlæti“. Á móti spyr ég, síð- an hvenær er eitthvert „réttlæti“ í því að takmarka ótakmarkaðar auðlind- ir? Það hefur alltaf verið og hlýtur alltaf að vera „óþægilegt“ að tak- marka eitthvað sem áður hefur verið litið á sem ótakmarkað. Við getum tekið vatnið okkar sem dæmi. Við berum enga virðingu fyrir hreinu köldu vatni. Við erum vön því að geta gengið að því alla daga, alltaf og það sem meira er – okkur finnst það sjálf- sagt. En það er það ekki. Það vitum við ef grannt er skoðað. Það er hreint ekki sjálfsagt í þessum heimi að ganga að hreinu og köldu vatni úr krananum alla daga, það er lúxus, lúxus sem við erum aðnjótandi en meirihluti heimsins er ekki. Ef þessi auðlind væri takmörkuð er ég hrædd um að við gengjum af göflunum, en hvernig væri hægt að tryggja „rétt- mæta skiptingu“ þessarar auðlindar? Ég kasta fram þessari spurningu en ég svara henni ekki, læt ykkur það eftir. Ég bið ykkur einungis að hug- leiða þetta samhengi, að hugleiða þetta áróðursstríð sem farið hefur fram á síðum Morgunblaðsins dag eftir dag, ár eftir ár í heilan áratug. Það er áreiðanlega margt athugavert við kvótakerfið, áreiðanlega margt sem þarf lagfæringar við, en það er áreiðanlega ekki það að íslenska ríkið þurfi umfram allt að eiga þessa auð- lind. Þá fyrst þyrftum við Íslending- ar, íslenska þjóðin, að hafa áhyggjur af því hvernig með hana er farið! Ég ætla ekki að láta eins og mér sé skemmt, því það er mér ekki. Ég skal játa hér að mér líður illa, raunar mjög illa af þeirri tilhugsun einni saman að sá hræðilega ólýðræðislegi maður sem hér hefur verið við stjórnvölinn fái að halda áfram að stjórna þessu landi. Síðast í morgun þegar ég var á leið í vinnuna og hlustaði á ræðu hans á landsfundi flokksins tók hjarta mitt aukaslag, af þeirri hugsun einni sam- an að þurfa að sætta mig við sama ástand næstu fjögur ár og ég hef þurft að sætta mig við síðustu 12 ár. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Kannski verð ég að flýja land, kannski er það eina lausnin. Það er vont að búa í landi þar sem þú hefur það á tilfinningunni að þú megir ekki hafa skoðanir, að þú megir ekki tala hátt um þær, að til þess sé ætlast að þú sért þæg og bugtir þig og beygir fyrir þeim skoðunum sem þú mátt hafa! En það er nákvæmlega þannig sem forsætisráðherra vor hefur hald- ið á umræðunni. Hann hagaði sér þannig sem borgarstjóri á sínum tíma, hann lét af þeirri hegðun sinni í upphafi stjórnarferils síns sem for- sætisráðherra, sennilega vegna þess að hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að vinna sér fylgi. En í seinni tíð, á þessu kjörtímabili, hefur gamli karakterinn komið í ljós, hann er sá sem valdið hefur og hann sýnir það leynt og ljóst og það skulu sko all- ir hafa verra af sem leyfa sér að gagn- rýna hann. Guð hjálpi íslensku þjóð- inni ef hún kýs þennan valdhafa yfir sig aftur, eitt kjörtímabilið enn. En kannski hefur hún engan annan kost, eða hvað? Höfundur hefur starfað við sjávarútveg og alþjóðaviðskipti. Heilbrigt og glansandi The Lifestyle company KRINGLUNNI Kynning í Lyf og heilsu Kringlunni í dag, fimmtudag, og á morgun. Sérfræðingur Kanebo kynnir það nýjasta fyrir hárið. Freistandi tilboð. INTERNATIONAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.