Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur vel búnir spurningum. Lágmarksvirðing felst í því að leita álits þeirra sem málin varða. UNGLINGAR koma gjarn-an auga á mótsagnir sembirtast í uppeldinu ogsamfélaginu. Ungt fólk verður bæði sjálfráða og lögráða 18 ára en það má ekki fara í Ríkið og kaupa sér rauðvín til að hafa með matnum. Það er augljós mótsögn sem erfitt er að skilja til botns, og eitthvað sem er virkilega þess virði að glíma við. Nemendur í 10. bekk í Réttar- holtsskóla í Reykjavík ákváðu með Óðni Pétri Vigfússyni, kennara sín- um í þjóðfélagsfræði, að gefa um- ræðunni alvarlegan blæ með því að halda málþing um efnið. Málþing um réttindi og skyldur unglinga var haldið í skólanum sl. mánudag. Málþing trekkir, því sal- urinn fylltist til að hlýða á 10 nem- endur flytja mál sitt fyrir hönd hópa sem höfðu undirbúið málið. Völdum gestum var boðið að hlýða á og bregðast við, það voru: Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, Stefán Jón Hafstein, formað- ur fræðsluráðs í Reykjavík, Björn Bjarnason, fyrrv. menntamálaráð- herra og borgarfulltrúi, og Haraldur Finnsson, skólastjóri skólans. Vondur þrýstingur foreldra Eftir píanóleik Ragnheiðar Þor- grímsdóttur hóf Einar Óskarsson mál sitt á því að fjalla um sam- ræmdu prófin. Hann sagði það vilja brenna við að foreldrar þrýstu á börnin sín að taka öll samræmdu prófin, bæði þau sem eru skylda og þau sem eru val. Þannig yrðu nem- endurnir betur búnir til að taka ákvarðanir um framhaldið og hefðu ekki lokað neinum dyrum. Á málþinginu kom fram að sam- ræmdu prófin væru eins konar inn- tökupróf í framhaldsskólana, en deildir þeirra krefðust mismunandi samræmdra prófa. Nemendur þurfa því fljótlega í 10. bekk og í sumum tilfellum í 8. bekk að ákveða hvað þeir ætli að gera eftir skylduna: Hvaða dyrum beri að halda opnum, og hvaða dyrum sé í lagi að loka? Ef nemandi velur hins vegar að taka engin samræmd próf í 10. bekk eða fellur í þeim getur hann farið á al- menna braut í framhaldsskólum. Velja of ung? Einar ráðlagði foreldrum að kynna sér málin betur, því inntöku- skilyrði framhaldsskóla væru ekki eins mikil og margir héldu. Einnig gæti vinnuálag nemenda í skólanum orðið of mikið í 10. bekk, jafnvel far- ið yfir 40 stunda vinnuviku eins og hjá fullorðnum. Þá ætti enn eftir að sinna íþróttunum og tónlistinni eða öðrum áhugamálum. Einar vildi vekja fundamenn til umhugsunar um samræmdu prófin, t.a.m. þyrftu þeir sem ætla í þau öll að taka sex próf á tíu dögum úr 3 ára námsefni. Hann velti einnig upp nokkrum öðrum hlutum, m.a. þess- ari hugmynd að börn velji sér braut í lífinu í grunnskóla. Hann sagði að kynslóð foreldra hans hefði t.d. ekki þurft að velja sér slíka braut fyrr en um miðbik menntaskólaáranna eða þá bara eftir útskrift. Þetta er góður punktur. Hvaðan kemur þessi hugmynd um sérhæf- ingu strax í grunnskóla? Er hún fengin úr atvinnulífinu? Eða frá óháðum akademískum mennta- mönnum? „Samræmdu prófin eru ekki allt sem þau virðast vera,“ sagði Einar að lokum. Fatlaðir í auglýsingar! Þórður Guðmundur Her- mannsson rakti nokkra þætti í er- indi sínu, t.d. jafnrétti, kynþáttahat- ur, ímyndir og auglýsingar. Reglur um útivistartíma barna og unglinga geta hindrað ákveðin áhugamál að mati Þórðar. En börn á aldrinum 13–16 ára mega ekki vera á al- mannafæri eftir kl. 22 frá 1. sept til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum. Hann sagði að margir ættu sér uppáhaldshljómsveit og vildu fara á hljómleika með þeim, en mættu það ef til vill ekki ef spilað væri til kl. 23. Auglýsingar voru honum (og hópnum sem hann flutti mál sitt fyr- ir) einnig íhugunarefni og þær ímyndir sem haldið væri t.d. að ung- lingsstúlkum. Britney Spears og Christina Aguilera væru sennilega svolítið einhæfar: stór brjóst, gat í naflanum, áberandi rass o.s.frv. Hann spurði hvers vegna svona fáar týpur birtust í auglýsingum. Hvers vegna eru ekki líka offitusjúklingar og þroskaheftir í auglýsingum hjá t.d. Sautján? Strákar þurfa aðra skólun Þórhildur Vala Þorgilsdóttir flutti stutta hugleiðingu um þá tilhneig- ingu að láta skutla sér og að taka aldrei strætó. Hún ræddi almenn- ingssamgöngur og gjaldskrána, og var niðurstaða hennar að lækka bæri gjöld, því það ylli meiri notkun og strætóbílstjórarnir yrðu glaðari. „Hvað gæti verið betra?“ spurði hún. Viktor Alex Ragnarsson kom inn á vonlaus skólahúsgögn, þar sem nemendur sætu frá 1. bekk til 10. bekkjar við borð og stóla sem stækkuðu ekki með þeim. Það væri afleitt. Strákar í skóla var annað um- ræðuefni hjá honum. „Skólinn í dag er leiðinlegur, strákar fá ekki að njóta sín,“ sagði hann og vísaði í lærðar greinar um að strákar þyrftu öðruvísu skólun en stúlkur. Einnig kvartaði hann yfir skorti á karl- mannlegum fyrirmyndum og sagði að þeir ætluðu ekki að verða „blíð- lyndir þjónustuaðilar“ eins og það var orðað í einhverri grein, þar sem jafnframt stóð að flokka mætti stráka í tvo flokka: mjúku og blíðu týpurnar og skaðræðisgripina. Mótsagnir aldurs og réttinda Eyjólfur Óli Eyjólfsson fjallaði um ósamræmið í lögum sem kveða á um lögræði og áfengiskaup. „Hvar er samhengið og réttlætið?“ spurði hann. Lögráða maður má kjósa, gifta sig, eignast barn, vinna, kaupa, eyða, taka lán, en hann má ekki koma við í Ríkinu að loknum vinnu- Þórður fjallaði um auglýsingar í erindi sínu, sem sýna of fáar týpur fólks. Sjálfræði unglinga eða hálfræði Unglingar hafa komið auga á mótsagnir í réttindum sínum Fólk má giftast átján ára og taka lán en ekki kaupa bjór með matnum Unglingar/ Málþing um réttindi og skyldur unglinga var haldið í Rétt- arholtsskóla. Gunnar Hersveinn sat þingið og festi skarpar athuga- semdir á blað um mótsagnir í lögum og reglum sem varða ungt fólk. MENNTUN 38 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ru aðeins þau stríð sem háð eru í beinni sjónvarpsútsend- ingu raunveruleg? Eru átök sem háð eru utan sjónarsviðs fjölmiðlanna – utan við vitundarheim flestra á Vesturlöndum – ekki raunveruleg, því enginn veit af þeim? Það er ekki út í hött að spyrja svona því nú hefur um tveggja vikna skeið verið háð stríð í Írak, nánast í beinni útsendingu, þannig að það hefur ekki farið framhjá neinum. Á sama tíma – eins og The Economist bendir á sl. föstudag – hefur geisað borgarastríð í Lýð- veldinu Kongó (sem vonandi sér nú fyrir endann á); þar hafa hugs- anlega fallið í valinn 3,5 milljónir manna síðan 1998. Hver fylgist með því? Wesley Clark, fyrr- verandi yfir- maður herafla NATO í Evrópu, gerir hlutverk fjölmiðlanna í nú- tímahernaði að umtalsefni í bók sem hann hefur skrifað: Waging Modern War. Bosnia, Kosovo and the Future of Combat (2001). Seg- ir hann þar að ráða hafi mátt af Kosovo-stríðinu 1999 að í framtíð- inni yrðu hernaðarleiðtogar að una því að mun betur verði fylgst með framgangi stríða í gegnum fjöl- miðlana. Eiga ummæli Clarks mæta vel við þá gagnrýni sem gætt hefur á hernaðaráætlanir Bandaríkja- stjórnar í Írak, eftir að ljóst varð að skjótur sigur myndi ekki vinn- ast á Íraksher. Óraunhæfar vænt- ingar eru e.t.v. óhjákvæmilegur fylgifiskur nútímastríðanna, sem háð eru í beinni útsendingu. Clark segir í bók sinni: „Huga verður sérstaklega að þætti fjöl- miðlanna í átökum framtíðar. Ef um er að ræða sérstakar aðgerðir, sem standa stutt og eru litlar að umfangi, þá er hugsanlega hægt að halda þeim leyndum ef vel er að málum staðið. En þegar um er að ræða langvinnar hernaðaraðgerðir þá skiptir sköpum að tryggja stuðning almennings. Slíkan stuðning er aðeins hægt að tryggja ef menn sætta sig við þær hömlur sem skoðanir almennings setja að- gerðunum, rétt eins og átti við um aðgerðirnar í Kosovo.“ Hvað þetta varðar þá er eins og ráðamenn í Bandaríkjunum hafi tekið Clark á orðinu í undirbúningi fyrir átökin í Írak. Í öllu falli er að þeirra frumkvæði komin ný vídd í fréttamennsku af vígvellinum með svokallaðri „bólfestublaða- mennsku“ [e. embedded journ- alists]. Þetta felur í sér að frétta- menn séu sem límdir á tilteknar herdeildir, njóti verndar þeirra, jafnframt sem greint er sér- staklega frá atburðum er viðkom- andi herdeild lendir í. Hér verða orð kanadíska fræði- mannsins Michaels Ignatieffs minnisstæð en hann segir á einum stað í snjallri bók sinni, Virtual War. Kosovo and Beyond (2000): „Þegar stríð er orðið að íþrótta- viðburði [e. spectator sport] eru fjölmiðlarnir sá vettvangur átakanna sem mestu skiptir.“ Nefnir Ignatieff sem dæmi að ef vilji Bandaríkjamanna til að taka þátt í friðargæslu í Sómalíu gat orðið að engu við sýningu sjón- varpsmynda þar sem lík eins bandarísks hermanns var dregið um götur Mogadishu, þá skipti sköpum að koma í veg fyrir að slík- ar myndir komist í sjónvarpið (kannski var Clark að vísa til þessa atburðar í tilvitnuðum texta hér að ofan, aðgerðin í Mogadishu átti jú að vera „lítil“ og „leynileg“). Fjölmiðlarnir eru því meginvett- vangur nútímastríðanna, þessara „sýndarstríða“. Efast einhver um þetta, sem undanfarna daga hefur fylgst með fréttum af stríðinu í Írak? Það er allavega ljóst að þessa dagana heyja Írakar og Bandaríkjamenn hatrammt áróð- ursstríð, samhliða átökunum á víg- vellinum sjálfum. Báðir aðilar vilja vinna almenning í löndum heims á sitt band. Ignatieff er að því leyti til sam- mála Clark að ekki sé hægt að heyja nútímastríð án þess að huga að návist fjölmiðlanna (t.d. hegði menn sér öðruvísi á vígvellinum með myndavél nálæga, en ef hún væri víðs fjarri). Ráðamenn geti ekki sent her sinn til bardaga í fjarlægu landi nema almenningur styðji þá ákvörðun; það muni al- menningur hins vegar ekki gera til lengdar ef myndir taka að berast af hrikalegum drápum á óbreytt- um borgurum, eða myndum af því hvar nágranninn úr næsta húsi (sbr. myndir af fimm bandarískum stríðsföngum sem íraska sjón- varpið sýndi fyrir rúmri viku) er auðmýktur eða drepinn. Almennt talað vekur umfjöllun Ignatieffs í Virtual War um „sýnd- arstríð“ nútímans mann til um- hugsunar um breytinguna sem varð með beinum útsendingum CNN frá Persaflóastríðinu 1991: þannig hafa útsendingar af stríð- inu í Kosovo og nú aftur í Írak vak- ið þessa tilfinningu um að verið sé að fylgjast með tölvuleik – eða íþróttakappleik. Beinar útsend- ingar af loftárásum bandamanna á Bagdad virka þannig oft býsna óraunverulegar; a.m.k. í þeim skilningi að áhorfandinn sér aðeins blossana í fjarlægð, hann sér sjaldnast áhrif sprengnanna á þá sem fá þær í hausinn. Við sjáum sjaldnast dauðann sjálfan, sem auðvitað er óumflýj- anlegur á jörðu niðri. Það er dauð- inn sem gerir stríð raunverulegt, eins og Ignatieff bendir réttilega á. Þess vegna er stríð fyrir okkur, sem sitjum heima í stofu, nánast óraunverulegt – hluti af sjónvarps- neyslunni – sprengjurnar eru ekki að falla á okkur. Klínískar lýsingar herfræðinga CNN (Wesley Clark er nú í hópi þeirra) á tilteknum orrustum í Írak auka enn á þessa ónæmis- tilfinningu. Líka þegar íslenskir stjórnmálamenn eru teknir að kýta þannig um málið í Silfri Egils að halda mætti að um hvert annað íslenskt dægurmál væri að ræða. Allt er þetta til marks um það lykilhlutverk sem fjölmiðlar leika í „nútímaátökum“. Til góðs eða ills? Dæmi hver fyrir sig. Sýndar- stríð og önnur stríð Þegar stríð er orðið að íþróttaviðburði [e. spectator sport] eru fjölmiðlarnir sá vettvangur átakanna sem mestu skiptir. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Michael Ignatieff, 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.