Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 28
LANDIÐ 28 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT upplýsingum á heimasíðu Austur-Héraðs, egils- stadir.is, sýna nýjar rannsóknir á vatnsbólum þéttbýlisins á Egils- stöðum að þau eru mun öruggari en haldið hefur verið fram til þessa. Vatnið í þeim er grunnvatn ættað úr nálægu fjalllendi en ekki vatn sem meðal annars á uppruna sinn í Eyvindará, eins og hingað til hefur verið talið. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar voru þegar flóðin í Lagarfljóti stóðu sem hæst fyrri hluta vetrar. Neysluvatn fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum er unnið úr ríflega 10 metra djúpum borholum á Egilsstaðanesi, sem er tangi á ármótum Lagarfljóts og Ey- vindarár. Auk ferskvatnsnáms er ýmis önnur starfsemi á Nesinu og er Egilsstaðaflugvöllur þar mest áberandi, en þar hefur einnig verið stundað malarnám. Að öðru leyti er Nesið að verulegu leyti ræktarland. Vegna þessara umsvifa hafa ýmsir haft uppi efasemdir um að vatns- bólin væru nægilega örugg gagn- vart mengun, þrátt fyrir að neyslu- vatnsnám þarna hafi verið áfallalaust. Til þessa hafa verið dregnar þær ályktanir að grunn- vatnsstreymi til vatnsbólanna væri í megindráttum frá Eyvindará. Af hálfu Heilbrigðiseftirlits Austur- lands hefur samt verið áhugi á að taka sýni til efnagreininga við óvenjulegar aðstæður, sem hugs- anlega gætu orsakað efnamengun í vatnsbólunum, eða sýnt fram á grunnvatnsstreymi að þeim frá Lagarfljóti. Þetta tækifæri bauðst í stórflóðum í Lagarfljóti fyrri hluta vetrar og þegar seinna flóðið var í hámarki 2. desember sl. tók starfs- maður Heilbrigðiseftirlits Austur- lands vatnssýni úr vatnsbólunum annarsvegar og Lagarfljóti hinsveg- ar. Á heimasíðu Austur-Héraðs segir enn fremur, að við efnagreiningu hjá rannsóknasviði Orkustofnunar hafi komið í ljós að sýnið úr Lag- arfljóti líkist á engan hátt vatni í vatnsbólunum og miðað við sýni frá fyrri árum varð engin marktæk breyting á vatni í þeim meðan á flóðunum stóð. Þessar rannsóknir leiddu í ljós að efnasamsetning vatnsins í vatnsbólum Egilsstaða bendir til uppruna í grunnvatni frá hálendi en síður úr árvatni eins og í Lagarfljóti eða Eyvindará. Orku- stofnun segir meðal annars í skýrslu sinni að á grundvelli þess- ara upplýsinga teljist vatn í vatns- bólum Egilsstaða að mestu leyti vera grunnvatn ættað úr nálægu fjalllendi og sjáist ekki merki um árvatn í því. Vatnsbólin verji sig vel þó að stórflóð komi í aðliggjandi vatnsföll og þau hafi ekki orðið fyr- ir áhrifum af vatni úr Lagarfljóti í flóðunum í desember. Þessar rann- sóknir séu því afar hagstæðar vatnsbólunum og neysluvatn úr þeim hafi tiltölulega stöðuga efna- samsetningu, vatnið hafi mun meiri grunnvatnseinkenni en ætlað var og áhrifa vatns úr Lagarfljóti gæti ekki. Þessar niðurstöður hafa vakið athygli víðar, því þær voru kynntar fyrir forsvarsmönnum samstarfs- verkefnis Háskóla Íslands, Háskól- ans á Akureyri og Orkustofnunar um vatnsauðlindir Íslands. Þeim þótti áhugavert að safnað yrði frek- ari sýnum úr vatnsbólunum og nærliggjandi ám og lindum til yf- irgripsmikillar efnagreiningar. Því má vera að enn frekari rannsóknir fari fram á neysluvatni úr vatns- bólum Egilsstaða sem, samkvæmt nýjustu rannsóknum, er tært og hreint grunnvatn komið úr iðrum jarðar. Nýjar rannsóknir sýna að Eyvindará og Lagarfljót hafa ekki áhrif á vatnsbúskap Vatnsból Egils- staðabúa betri en talið var Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðir LEIKHÓPUR Hafralækjarskóla sýndi um helgina Heilagan Bene- dikt, en svo nefnist harmrænn gam- anleikur eftir sr. Þorgrím Daníels- son, sóknarprest á Grenjaðarstað. Margt fólk var á sýningunni enda gætti töluverðrar forvitni þar sem um alveg nýtt leikverk er að ræða. Það var sr. Þorgrímur sjálfur sem leikstýrði verkinu með aðstoð Ró- berts Blöndals Gíslasonar, en nítján nemendur völdu það að taka þátt í þessu samstarfsverkefni sókn- arprests og skólans. Sr. Þorgrímur byggir verk sitt á fornri helgisögn um heilagan Bene- dikt frá Núrsíu en hann var uppi um og eftir 500 e.Kr. og var þekktastur fyrir að stofna reglu Benediktus- armunka sem hafði gífurleg áhrif á alla vestanverða Evrópu á miðöld- um. Nokkur klaustur á Íslandi munu hafa starfað eftir þessari reglu og enn í dag er fjöldi klaustra kenndur við heilagan Benedikt en eftir hann liggur reglurit um munkaklaustur sem sr. Þorgrímur studdist við þeg- ar hann samdi verkið. Þá var einnig stuðst við ævisögukafla sem talið er að Gregor mikli hafi sett saman. Leikritið gerist í klaustri einu þar sem ábótinn er látinn og er heilagur Benedikt fenginn til þess með nokkrum fortölum að gerast ábóti hjá eftirlifandi munkum en þeir höfðu ákveðið að fá utanaðkomandi ábóta til að vera andlit klaustursins út á við. Við komu heilags Benedikts breyttist daglegt líf í klaustrinu mikið því hann var ekki alveg venju- legur ábóti og úr spannst heilmikil atburðarás. Með helstu hlutverk fóru m.a. Halldóra Kristín Bjarnadóttir sem lék heilagan Benedikt, Brandur Þorgrímsson sem lék Príor, æðsta valdamann klaustursins, Slepjus frænda Príorsins lék Arnfríður Her- mannsdóttir, brytann lék Elvar Rún- arsson og Svala Hrönn Sveinsdóttir lék Jón hinn heiðarlega munk. Sögumaður var Íris Arngrímsdóttir sem jafnframt var hvíslari. Mikil vinna var lögð í búninga og margir urðu til þess að leggja hönd á plóginn til þess að sýning þessi yrði að veruleika. Í lok sýningar fengu höfundurinn og þessir ungu leikarar skólans mikið klapp enda ekki annað að sjá en að allir hefðu skemmt sér feikilega vel. Heilagur Benedikt í Hafralækjarskóla Morgunblaðið/Atli Vigfússon Halldóra Kristín Bjarnadóttir og Svala Hrönn Sveinsdóttir í leikritinu. Laxamýri NÆSTKOMANDI laugardag, 5. apríl, verður haldið íbúaþing hér í Hveragerði. Unnið er að því að radd- ir sem flestra bæjarbúa heyrist. Börnum í bænum er boðið að taka þátt í þinginu og koma með sínar skoðanir á því sem bærinn hefur upp á að bjóða og hvað það er sem þeim þykir að vanti í bænum þeirra. Krakkarnir sem eru í 5. bekk í vetur fengu þrjár spurningar til að vinna úr. Spurningarnar eru: Hvað er gott við að búa í Hveragerði?, hverju þarf að breyta? og í þriðja lagi hvað myndi ég gera ef ég mætti ráða? Margar skemmtilegar hugmyndir komu frá krökkunum og var gaman að fylgjast með einum hópnum þeg- ar hann reyndi að finna skýringar á því hvers vegna þeim þættu allir svo skemmtilegir í Hvergerði. Rödd krakkanna fær að heyrast og mun fulltrúi þeirra koma á íbúaþingið og skýra frá niðurstöðum þeirra. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sóley, Íris, Ívar, Laufey, Jóhann og Jenný undirbúa sig fyrir íbúaþingið. Íbúaþing í Hveragerði Hveragerði FERÐAMÁLADEILD Hólaskóla og atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar standa sameiginlega að málþingi á Hólum um nýjungar í ferðaþjónustu mánudaginn 7. apríl. Að málþingi loknu er opið hús hjá Ferðaþjónustunni á Hólum en ætl- unin er að ferðaþjónustuaðilar í Skagafirði muni á næstu vikum kynna starfsemi sína fyrir íbúum Skagafjarðar. Ferðaþjónusta í Skagafirði er stöðugt að sækja í sig veðrið og mikil uppbygging hefur átt sér stað innan afþreyingargeirans undanfarin ár. Sífellt verður þó að leita leiða til þess að finna ný tækifæri sem geta styrkt stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu. Á málþinginu verða ný sóknarfæri á sviði ferðaþjónustu kynnt til sögunn- ar en einnig verður kynnt nýleg rannsókn Hagfræðistofnunar á margfeldisáhrifum ferðaþjónustu í Skagafirði. Öflug kynningarstarfsemi er mik- ilvægur þáttur í starfsemi flestra ferðaþjónustufyrirtækja og liður í þeirri kynningu er að heimamenn hafi glögga vitneskju um hvað ferða- þjónustan á þeirra svæði hefur upp á að bjóða, segir í fréttatilkynningu. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á opið hús hjá ferðaþjónustufyr- irtækjum. Ferðamálafulltrúi Skaga- fjarðar heldur utan um skipulagn- ingu á opnu húsi ferðaþjónustunnar en verkefnið er unnið í samstarfi ferðamálafulltrúa, ferðamáladeildar Hólaskóla og atvinnu- og ferðamála- nefndar Skagafjarðar. Ferðaþjónusta að sækja í sig veðrið Skagafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.