Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Daníels-dóttir hjúkrunar- fræðingur fæddist á Akranesi 6. mars 1937. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnu- dagsins 30. mars síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Daníel Vigfússon, f. 16.11. 1903, d. 11.5. 1964, og Sigrún Sigurðardótt- ir, f. 2.10. 1907, d. 23.5. 1942. Systkini Sigrúnar eru Gróa, f. 2.1. 1929, Guðrún, f. 5.1. 1930, Anna, f. 1.8. 1931, d. 3.6. 1999, Hrefna, f. 16.4. 1933, Sigurð- ur, f. 16.11. 1934, Halldóra, f. 18.5. 1939, og Margeir Rúnar, f. 20.12. 1943. Börn Sigrúnar eru: Þröstur E. Guðmundsson, f. 12.5. 1963, Eð- varð Dan Eðvarðsson, f. 12.6. 1965, og Víðir Sigrúnarson, f. 17.7. 1968. Sigrúnu fæddist óskírð dóttir 16.5. 1958. Hún lést skömmu eftir fæð- ingu. Sigrún nam hjúkr- unarfræði við Hjúkr- unarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í nóvember 1960. Frá 1960 starfaði Sigrún, með hléum vegna barneigna, sem hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild á sjúkrahúsinu á Akra- nesi og seinna um nokkurra ára skeið á deild A6 á Borgar- spítalanum í Reykjavík. Síðustu ár starfsævinnar starfaði Sigrún á öldrunardeild á sjúkrahúsi Akra- ness, til ársins 1993. Auk þess starfaði Sigrún um skamma hríð sem kennari í heilbrigðisfræðum við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Útför Sigrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Ég mun alltaf minnast þín með þakklæti og hlýju. Ein af mínum elstu minningum um þig er frá því ég var á fjórða ári og þú varst að baða mig. Við vorum að ræða saman um lífið og tilveruna og ég sagði þér að ég ætlaði að verða læknir af því að þú varst hjúkrunar- kona. Ég ætlaði alltaf að lækna þig þegar þú yrðir veik og þannig koma í veg fyrir að þú myndir nokkurn tím- ann deyja. Ég var mjög ánægður með þessa hugkvæmni mína. Þá var lífið svo einfalt og svo gott. Það var ekki auðvelt að ala ein upp þrjá stráka, misóstýriláta og erfiða á köflum. Lífið með sinn hverfulleika var oft og tíðum óbilgjarnt og fór ekki alltaf um þig þeim blíðuhöndum sem þú gerðir gagnvart okkur. Ég hef margoft fengið að heyra hversu góður hjúkrunarfræðingur þú varst og það voru margar sög- urnar um sjúklinga sem ekki vildu láta neina aðra en þig sinna sér og menn neituðu jafnvel að láta sprauta sig þangað til þú varst mætt á vakt- ina. Ég veit að þér þótti það mest gefandi í starfi þínu að sitja yfir deyj- andi og jafnvel eftir að þú lést af störfum var það þitt hlutverk að sitja yfir deyjandi ættingjum og vinum. Ég get gert mér það í hugarlund hversu gott það hefur verið að njóta aðhlynningar þinnar á síðustu augnablikum ævinnar, það hefur ver- ið eins og að vera með sjálfa Florence Nightingale við dánarbeðinn, eins falleg og þú varst. Mér þykir það sárast að þú náðir ekki að sjá litla strákinn okkar Lauf- eyjar sem við eigum von á nú á næstu dögum. Ég veit að þú hlakkaðir mik- ið til að sjá hann og varst búin að kaupa ýmislegt fallegt handa honum og varst, þrátt fyrir veikindi þín, byrjuð að prjóna á hann barnaföt. Ég mun segja honum frá þér og segja honum að á himnum sé fallegur eng- ill sem vaki yfir honum og gæti hans. Þakka þér fyrir allt, mamma mín. Víðir. Þegar ég kveð Sigrúnu, tengda- móður mína, er mér efst í huga þakk- læti fyrir hlýjan hug hennar í garð okkar Víðis og barnsins sem við eig- um von á núna í aprílmánuði. Ég veit að hún hlakkaði mikið til að fá barna- barnið í heimsókn og þrátt fyrir erfið veikindi var hún byrjuð að prjóna hlýtt teppi handa barninu. Ég fékk sjálf marga mjúka pakka með hlýjum flíkum frá Sigrúnu sem ennþá ylja mér og oftar en ekki gott í gogginn þegar við Víðir heimsóttum hana á Akranesi. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hvíldu í friði, elsku Sigrún. Laufey Ásgrímsdóttir. Mig langar að minnast Rúnu, móð- ursystur minnar, með örfáum orðum. Hún var besta frænka, falleg, glöð, blíð og alltaf stutt í húmorinn. Ljós- bleiki liturinn sem fylgdi henni í öllu. Púðurdósin, Engelbert Humperdink og Tom Jones vekja alltaf upp góðar minningar um bestu frænku. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhj. Vilhjálmsson.) Elsku Þröstur, Eddi og Víðir. Sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Rúna Björk. Nú kveð ég góða vinkonu mína og nágranna. Hún Sigrún er nú farin og kemur ekki aftur. Mér finnst það svo skrýtið, þar sem mér fannst að hún ætti mörg ár til viðbótar þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið. Ég fór með myndir til hennar sem ég hafði verið að sækja í framköllun. Og það fannst henni gaman að skoða. Henni fannst Patrekur vera orðinn svo stór þar sem hún var búin að vera allaveg- ana tvo mánuði á Reykjalundi og ekkert búin að sjá hann. Við sátum og spjölluðum og borðuðum súkku- laði þangað til Patrekur vaknaði og þá kvaddi ég hana í síðasta sinn. Við Sigrún kynntumst í fyrra, þeg- ar hún bankaði upp á hjá mér og bað mig að sækja fyrir sig póstinn og svo fékk ég lykil að póstkassanum hjá henni og sótti hann nánast á hverjum degi. Henni þótti voða gott að spjalla þar sem hún komst ekkert út. Hún talaði mikið um Víði og hvað hann væri duglegur í læknisfræðinni og væri að verða pabbi í apríl. Við Unnar reyndum að stilla fyrir hana sjónvarpið því að myndin var græn-gul og sjónvarpið eiginlega eina afþreyingin fyrir hana. Svo fékk hún óvæntan glaðning og keypti sér bara nýtt sjónvarp sem hún var rosa- lega ánægð með. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Við Unnar Örn og Patrekur Orri kveðjum hér yndislega konu með gott hjarta. Hafðu það nú sem allra best. Og við biðjum guð að vernda litla ófædda ömmubarnið þitt og fjöl- skyldu. Þín vinkona, Ragnheiður. SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARKÚSÍNA GUÐNADÓTTIR hárgreiðslumeistari, sem lést föstudaginn 28. mars, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Helena Alma Ragnarsdóttir, Jón Ingvar Ragnarsson, Sigurður Egill Ragnarsson, Bryndís S. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐBJÖRG ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Einarslóni, síðast til heimilis á Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 4. apríl kl. 14. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkra- húsið í Keflavík. Þórheiður Kristjánsdóttir, Sigurður Sævar Matthíasson, Janina Matthíasson, Hafdís Matthíasdóttir, Sigbjörn Ingimundarson, Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Shane Seaword, Matthías Sigbjörnsson, Pétur Ingi Sigbjörnsson og ástvinir. INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR sem lést föstudaginn 28. mars, verður jarð- sungin frá Reykhólakirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Ingibjörg stofnaði á sínum tíma Styrktarsjóð aldraðra. Sjóðurinn er í vörslu Landssam- bands eldri borgara og eru þeir, sem vildu minnast hennar, beðnir að láta hann njóta þess, á reikning hjá Búnaðarbanka Íslands nr. 301-13-300693, kt. 600989-4059. Fyrir hönd vina og ættingja, Ásgrímur Gunnarsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGGÝ HELGA JÓHANNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. apríl kl. 10.30. Tómas Jónsson, Sandra Róberts, Helgi Björnsson, Margrét Tómasdóttir, Arnar Jósefsson, Sigríður Tómasdóttir, Guðjón Sverrisson, Jóhann Tómasson, Sigurlaug Sæmundsdóttir, Helga Tómasdóttir, Ingvi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 5. apríl kl. 14.00. Níels Friðbjarnarson, Ólöf M. Ólafsdóttir, Jón Torfi Snæbjörnsson, Guðrún Þ. Níelsdóttir, Sigurður K. Harðarson, Friðbjörn Níelsson, Soffía Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, HELGU HÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Holtsgötu 19, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Þórný Magnúsdóttir, Hörður Jónsson. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Ég kveð þig, kæri Jón læknir, með óendanlegu þakklæti í huga. Í mín- um huga varst þú einstakur maður JÓN KRISTJÁN JÓHANNSSON ✝ Jón Kristján Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 11. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 21. mars. og frábær læknir og á ég líf mitt þér að þakka. Kæri Jón, þú varst vin- ur vina þinna og það er besta fólkið. Öllum þeim sem þótti vænt um hann sendi ég samúðar- kveðjur með bæn um styrk og huggun. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ingibjörg Danivalsdóttir og fjölskylda. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.