Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 27 Nýja slökkvibifreiðin leysir af hólmi rúmlega 40 ára gamlan Bed- ford-slökkvibíl. Annar bílakostur slökkviliðsins er Mercedes Benz- slökkvibíll árgerð 1967, dælubíll af gerðinni Volvo árgerð 1982 og tækja- og þjónustubifreið af gerð- inni Ford Econoliner árgerð 1989. Að sögn Ólafs Benediktssonar slökkviliðsstjóra er slökkvilið Bol- ungarvíkur skipað 24 áhugasöm- um einstaklingum. Sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ráðast í kaup á þessari bifreið væri ánægjuleg við- NÝ og fullkomin slökkvibifreið var afhent slökkviliði Bolungarvíkur um sl. helgi. Bifreiðin sem er af gerðinni Man er flutt inn af MT- bílum á Ólafsfirði sem hanna og smíða yfirbygginguna. Á bílnum er 4.000 lítra vatnstankur og 150 lítra froðutankur. Vatnsdælan er af gerðinni Cinkler sem annað getur 3.600 lítrum á mínútu. Yfirbygg- ing bílsins er úr trefjaplasti og áli og öllum búnaði og tólum sem til staðar þurfa að vera í svona bif- reið mjög haganlega komið fyrir. Sigurjón Magnússon fram- kvæmdastjóri MT-bíla afhenti Soffíu Vagnsdóttur starfandi for- seta bæjarstjórnar Bolungarvíkur lykilinn að bifreiðinni sem síðan afhenti Ólafi Benediktssyni slökkviliðsstjóra hann. Áður hafði séra Agnes Sigurðardóttir sókn- arprestur í Bolungarvík blessað bifreiðina. urkenning á því að öryggi íbúanna væri m.a undir því komið að mann- skapurinn þyrfti að hafa góð tæki þegar eldur yrði laus. Að sögn Sigurjóns Magnússonar framkvæmdastjóra MT-bíla hefur fyrirtækið sérhæft sig í því að byggja yfir og koma fyrir búnaði í slökkvibíla. Fyrirtækið hefur þeg- ar smíðað yfir slökkvibíla fyrir slökkvilið í Grundarfirði, á Akra- nesi og á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fyrirtækið smíðað tvo bíla fyrir Færeyinga. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Sigurjón, Soffía og Ólafur við nýjan og glæsilegan slökkvibílinn. Mikil breyt- ing með nýrri slökkvibifreið Bolungarvík DAGVISTUNARMÁL á Egilsstöð- um eru mjög til umræðu í sveitarfé- laginu um þessar mundir, þar sem erfitt hefur verið að fá dagmæður fyrir lítil börn og brýn þörf virðist vera fyrir nýjan leikskóla. Yngsta deild leikskólans Tjarnarlands er í leiguhúsnæði í kjallara Fosshótels Valaskjálfar og átta börn, sem hefja nú leikskólanám, byrja í leikskóla nágrannasveitarfélagsins Fella- hrepps. Þá hækkuðu leikskólagjöld á Austur-Héraði hinn 1. febrúar sl. um 8% ásamt fæði. Foreldrafélag leikskólans á Egils- stöðum gerði vegna hækkunarinnar lauslega úttekt á kostnaði foreldra varðandi leikskólagjöld í samanburði við nágrannasveitarfélögin Fellabæ og Fjarðabyggð. Í fundargerð for- eldrafélagsins kemur fram að á 11 mánaða tímabili munar yfir 45 þús- und krónum á hæstu og lægstu gjöldunum. Fyrir utan að leikskóla- gjöldin sjálf eru hærri vekur það verulega undrun, segir í fundargerð- inni, að fæðisgjald er mun hærra hjá Austur-Héraði en hjá Fellahreppi og Fjarðabyggð. Einnig er bent á að verulegur munur sé á þeim afsláttarreglum sem gilda fyrir börn einstæðra for- eldra, sem og þá foreldra sem eru með fleiri en eitt barn í vistun á milli sveitarfélaga. Foreldrafélagið segir að miðað við lágmarkslaun gæti verkamaður þurft að vinna í upp undir einn mánuð til að borga þann mismun sem er á leikskólagjöldum á Austur-Héraði og í Fjarðabyggð. Helga Guðmundsdóttir, forstöðu- maður fræðslu- og menningarráðs Austur-Héraðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki sé ljóst hvort verið er að bera saman nákvæmlega sömu hluti og á meðan það lægi ekki fyrir væri erfitt að tjá sig um eig- inlegan samanburð á kostnaði. „Við hækkuðum okkar leikskóla- gjöld um 8% segir Helga,“ sem er samt minna en hækkun á landinu al- mennt um síðustu áramót. Við höfum verið frekar dýr af því að við erum með hátt hlutfall af fagmenntuðu starfsfólki. Gjaldskráin er einföld og ekki verið að láta borga neinn tíma utan hennar, eins og víða er. Markmið okkar hefur verið að matargjöldin standi einvörðungu undir hráefniskostnaði og við hækk- uðum þau núna. Það kann vel að vera að það hafi verið umfram þörf og þá verða þau að sjálfsögðu lækkuð aft- ur.“ Nýr leikskóli gæti opnað fyrstu tvær deildirnar í haust. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að byggja nýjan leikskóla á Egilsstöð- um sem gæti hýst allar aldursdeildir. Dagvistarmál í forgang Í bókun bæjarstjórnar Austur- Héraðs frá 5. mars sl. segir m.a. að „… bæjarstjórn taki undir nauðsyn þess að auka þurfi leikskólarými á Austur-Héraði á næstu árum. Aust- ur-Hérað annar í dag eftirspurn sem var eftir leikskólaplássum fyrir ald- urshópinn 2-6 ára eftir að samningur var gerður við Fellahrepp um átta barnaígildispláss á leikskólanum á Hádegishöfða. Stefna bæjarstjórnar er að setja dagvistarmál í forgang, m.a. vegna væntanlegrar fólksfjölgunar í sveit- arfélaginu á komandi árum. Þá er jafnframt bókað að unnin verði hag- kvæmnis- og kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs leikskóla, svo að hægt sé að koma verkefninu á fram- kvæmdastig. „Þörfin er nú þegar fyrir hendi og við erum ekki í neinum vafa um að hún mun verða vaxandi,“ segir Helga Guðmundsdóttir. „Nú er unn- ið að þarfagreiningu og hagkvæmni- úttekt og við erum m.a. að reyna að leggja mat á hvað borgar sig að byggja stóran leikskóla. Við mynd- um vilja sjá nýjan leikskóla með að- minnsta kosti tvær deildir nú í haust, en ákvörðun um hvort af byggingu hans verður á að taka fyrir á fyrri fundi bæjarstjórnar í maí nk.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Leikskólinn Tjarnarland á Egilsstöðum. Foreldrafélag leikskólans gagn- rýnir hækkun á leikskólagjöldum hinn 1. febrúar síðastliðinn. Mikill munur á leikskóla- gjöldum Egilsstaðir sveitarfélögum á Austurlandi og er vonast til að gera megi samstarfssamning við þau og ríkið hið fyrsta. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefjast handa um byggingu annars áfanga Menntaskólans á Egilsstöðum og byrja framkvæmdir væntanlega næsta haust. Ný viðbygging er áformuð austan við núverandi kennsluálmu skólans og er henni ætlað að hýsa kennslu- og starfsmannaaðstöðu. Stækkunin nú er miðuð við nem- endafjölda skólans eins og er, en í samhengi við líklega fólksfjölgun á svæðinu er einnig hugsað fyrir frekari stækkun í framtíðinni. Framundan er kynning á byggingaráformunum hjá Byggt við Menntaskól- ann á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Til stendur að ráðast í annan áfanga byggingar Menntaskólans á Egilsstöðum næsta haust. Egilsstaðir Alltaf á þriðjudögum FRAMSÓKNARFLOKKURINN vinna - vöxtur - velferð Fundaferð Framsóknarflokksins 2003 til aukinnar velferðar Leggjum áfram leiðina FIMMTUDAGUR 3. APRÍL Reykjanesbær kl. 20:30 – Framsóknarhúsið Hafnargötu 62 Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason, Helga Sigrún Harðardóttir. Fundarstjóri: Drífa Jóna Sigfúsdóttir. Seyðisfjörður kl. 20:30 – Íþróttamiðstöðin, fundarsalur Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir. Fundarstjóri: Þorvaldur Jóhannsson. Grenivík kl. 20:30 – Grenivíkurskóli Valgerður Sverrisdóttir, Birkir J. Jónsson. Hafnarfjörður kl. 20:30 – Turninn Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon, Egill Arnar Sigurþórsson. Fundarstjóri: Una María Óskarsdóttir. Reykjavík kl. 20:30 – Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut 34 Halldór Ásgrímsson, Jónína Bjartmarz, Árni Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson. Fundarstjóri: Gestur Kr. Gestsson.   !"!#$% "&'!(&!   )*+#$ "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.