Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 59 HANNA Kjartansdóttir, fyrirliði KR, sagði lið sitt hafa misst damp- inn. „Það var sérstaklega sárt að tapa því við höfðum fyrri hálfleik- inn í okkar höndum. Það getur ver- ið að þessi blessaða breidd sem okk- ur skortir hafi haft áhrif en and- lega hliðin brást líka. Við vorum rosalega ákveðnar í fyrri hálfleik og ef við mætum svoleiðis til leiks er ekkert lið sem getur stöðvað okkur en við verðum þá líka að vera það allan leikinn. Þær náðu að halda aftur af Jessicu Stormsky hjá okkur og hún náði sér engan veg- inn á strik. Þær hafa oft haldið í við hana áður þó hún hafi skilað stig- unum eins og hún á að gera en hún átti ekki góðan dag í dag, þá ekki endilega af því að Keflavík hafi leikið góða vörn heldur að hún átti ekki góðan dag. Það hefur líka háð okkur að allt liðið á aldrei góðan dag, það er alltaf einhver einn sem stendur upp úr og þannig vinnur ekkert lið,“ sagði Hanna og telur að reynslan, sem liðið hefur fengið í vetur, muni skila sér. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel miðað við þau áföll sem við höfum orðið fyrir. Við misstum fjóra landsliðmenn frá í fyrra og stelpurnar, sem eru að spila núna voru vanar að spila sex til sjö mínútur en eru allt í einu farnar að spila tuttugu til þrjátíu mínútur. Þær þurfa að venjast því en það gerist ekki á einni nóttu og við komum því sterkar til leiks næsta ár, reynslunni ríkari.“ Andlega hliðin brást ÁKVÖRÐUN um keppnisleyfi í efstu deild karla í knattspyrnu í sum- ar var ekki tekin á fundi leyfisráðs KSÍ á þriðjudag, eins og til stóð. Henni var frestað þar sem Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki formlega samþykkt leyf- ishandbók KSÍ en fyrstu leyfishand- bækur knattspyrnusambanda í álf- unni verða samþykktar í þessum mánuði. Næsti fundur leyfisráðsins verður 8. apríl en ekki liggur fyrir hvort samþykktin verði þá komin frá UEFA. Eins og fram hefur komið hafa bæði KA og Fylkir átt í erfiðleikum með að uppfylla kröfur um mann- virki, sem tilskildar eru til að félög fái keppnisleyfi í efstu deild í sumar. Frá fyrstu mínútu lögðu Keflavík-urstúlkur mikla áherslu á að loka fyrir sendingar inn á KR-inginn Jessicu Stormsky undir körfuna og einnig varna henni að taka fráköst í vörninni. Það gekk vel en þær sáu ekki fyrir að Hanna Kjartansdóttir myndi þá láta til sín taka. Hún skoraði hverja körfuna á fætur annarri og dró vagninn fyrir KR ásamt Hildi Sigurðardóttur. Það var helst Sonia Ortega, sem hélt Keflvíkingum gangandi í sókninni þótt allir hafi lagst á árarnar en KR náði samt 20:12 forystu þegar átta mínútur voru liðnar af fyrsta þriðj- ungi. Þá slökuðu gestirnir á klónni í nokkrar mínútur svo að Keflavík náði eins stigs forystu en með góðri baráttu náði KR aftur að snúa tafl- inu við. Það kostaði hins vegar mikla baráttu og Hildi þrjár villur svo að hún var tekin af leikvelli til að nota í átökin síðar. Fjarvera hennar hafði slæm áhrif á KR, liðið missti móðinn þótt þeim hafi tekist með herkjum að halda sér inni í leiknum. Snemma í þriðja leikhluta fóru leiðir að skiljast og í rúmar níu mín- útur tókst KR aðeins að skora 3 stig gegn góðri vörn Keflvíkinga, sem þó skoruðu fimmtán á sama tíma og staðan orðin 58:45. Helsta ástæðan var að Keflavík náði að skipta ört inn á reynslumeiri leikmönnum og í fjórða leikhluta jókst bilið enn frek- ar. Þegar Jessica fór síðan út af með 5 villur sjö mínútum fyrir leikslok brá fyrir uppgjöf í mörgum leik- mönnum KR, sem hömuðust á vell- inum en skiluðu liðinu ekki miklu. „Við ætluðum að nýta okkar mesta styrkleika, breiddina, og gerðum það mjög vel,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leik- maður Keflavíkur, eftir leikinn. „Við vissum vel að þær myndu ekki leyfa okkur að vinna þrjá leiki í röð en líka að ef við myndum spila að okkar hætti og halda áfram að hlaupa endalaust myndum við stinga þær af því við erum í betri æfingu og getum spilað á fleiri leikmönnum. Jessica er ekki í góðri æfingu svo við stung- um hana af og hún var búin að vera í síðari hálfleik. Allir sem komu inn á hjá okkur spiluðu vel og skiluðu sínu. Við sýndum hvernig yfirburði við höfum haft í vetur – töpuðum reyndar þremur leikjum á vondum tíma en unnum þrjá titla svo að ég er rosalega sátt. Við höfum ekki unnið bikarinn á heimavelli í um áratug og langaði því virkilega að vinna núna. Það þurfti því ekki mikið til að herða á liðinu og allir voru tilbúnir.“ Hún átti góðan leik ásamt Erlu Þor- steinsdóttur sem var einnig dugleg við að gæta Jessicu og tók 12 frá- köst. Birna Valgarðsdóttir tók níu fráköst en Sonja 8 og gaf 7 stoðsend- ingar. Hanna og Hildur báru KR-liðið uppi. Hanna var stigahæst og tók 4 fráköst en Hildur sex. Guðrún Sig- urðardóttir átti góðan sprett með 11 fráköst en Jessica tók sex. Morgunblaðið/Árni Torfason Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, gat ekki leynt gleði sinni en þessi frá- bæri leikmaður átti stóran þátt í 10. meistaratitli Keflavíkurliðsins frá upphafi. Keflavík vann bik- arinn í tíunda sinn ÞAÐ reyndist KR-stúlkum um megn að standast stöðuga pressu og mikinn sigurvilja Keflvíkinga þegar þriðji úrslitaleikur liðanna fór fram í Keflavík í gærkvöldi. Gestunum tókst með ærinni fyrirhöfn að halda jöfnum leik fram að hálfleik en sprungu þá á limminu og Keflavíkurstúlkur sigldu af öryggi fram úr til 82:61-sigurs og tíunda Íslandsmeistaratitils. Stefán Stefánsson skrifar ÞAÐ var fátt um varnir þegar Magdeburg tapaði fyrir Nordhorn á útivelli í þýsku Bundesligunni í handknattleik í gærkvöld. 75 mörk litu dagsins ljós en lokatölur urðu 40:35, Nordhorn í vil en staðan í hálfleik var 22:13. Þýski landsliðsmaðurinn Stefan Kretzschmar var markahæstur í liði Magdeburg með 10 mörk og þeir Ólafur Stefánsson og Nenand Perunicic skoruðu 6 mörk hver. Sigfús Sigurðsson náði hins vegar ekki að skora fyrir Magdeburg. Hjá Nordhorn var Jan Filip atkvæða- mestur með 10 mörk. Lemgo er efst í deildinni með 48 stig og á titilinn næsta vísan, Flens- borg er í öðru sæti með 42 stig, Magdeburg í því þriðja með 37 stig og Essen í fjórða með 36 stig. Nord- horn kemur svo í fimmta sætinu með 31 stig. Magdeburg tapaði í 75 marka leik Ólafur Stefánsson LYFJAEFTIRLITSNEFND Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, tók alls 119 lyfjapróf á síðasta ári í 17 íþróttagreinum, þar af eru sextán greinanna innan ÍSÍ. Af þeim voru 70 tekin í keppni en 49 utan keppni. Alls reyndust fjögur sýnanna vera jákvæð, þ.e. innihalda efni sem eru á bannlista í íþróttum. Þetta er mesti fjöldi jákvæðra sýna sem greinst hefur á einu ári hér á landi, en þrjú sýnanna voru tekin fyrir aðila sem ekki eru innan vébanda ÍSÍ, það er í hreysti. Eina já- kvæða sýnið sem fannst hjá íþróttamanni innan ÍSÍ var í knattspyrnu. Öllum málum var vísað áfram til Lyfjaráðs ÍSÍ sem flutti málið fyrir dómstólum ÍSÍ þar sem við- komandi íþróttamenn voru dæmdir til refsingar sam- kvæmt lögum ÍSÍ og Al- þjóðaólympíunefndarinnar, IOC. Lyfjaprófum hér á landi hefur fjölgað meira en tvö- falt frá árinu 1996 þegar þau voru 50. Síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og hefur aðeins einu sinni verið tekin fleiri lyfjapróf hér landi en á síðasta ári, það var árið 2000 og skýrist m.a. af því að mjög strangt eftirlit var með öllum þátttakendum Íslands á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Sydney það ár. Kostnaður á lyfjaprófi um 30 þús. kr. Kostnaður við hvert lyfja- próf hleypur á bilinu 30–35 þúsund krónur og því má áætla að lyfjapróf síðasta árs hafi kostað um 4 milljónir króna. Af því leggur ríkis- sjóður fram um eina milljón króna til prófanna en að öðru leyti stendur ÍSÍ straum af kostnaðinum. Flest lyfjaprófin voru tek- in í knattspyrnu, 28. Þar á eftir kom handknattleikur þar sem 18 lyfjapróf voru tekin, 16 sinnum voru körfu- knattleiksmenn teknir í lyfjapróf, þrettán sinnum voru frjálsíþróttamenn kall- aðir til og tíu sinnum sund- menn, svo dæmi sé tekið af þeim íþróttagreinum sem í flest lyfjaprófin fóru. Aldrei fleiri fallið á lyfjaprófi Ákvörðun um keppnis- leyfi frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.