Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES
26 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MYNDLISTARKONAN Sossa hef-
ur heldur betur slegið í gegn hjá
frístundamálurum í Reykjanesbæ.
Hún kennir um þessar mundir
spaðanotkun á málunarnámskeiði
hjá Félagi myndlistarmanna í
Reykjanesbæ og fór aðsóknin fram
úr björtustu vonum.
Nemendur Sossu eru hátt í þrjá-
tíu en nemendafjöldi á námskeiðum
hjá félaginu hafa fram að þessu
verið frá 12 upp í 20. Það má því
segja að Sossa hafi slegið aðsókn-
armet.
Þess má geta að nemendur eru
allir úr röðum kvenna.
Myndin var tekin þegar Sossa
sýndi nokkrum nemenda sinna
hvernig beita á spaðanum.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Svona á að beita spaðanum
Reykjanesbær
FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í
bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsa sig
í meginatriðum mótfallna tillögum
um skipulagsbreytingar á Þjónustu-
miðstöð Reykjanesbæjar. Kom það
fram í bókun þeirra á bæjarstjórn-
arfundi í vikunni. Bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins taldi vinnu-
brögð meirihlutans í málinu slæleg.
Viðar Már Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri umhverfis- og tækni-
sviðs Reykjanesbæjar, hefur lagt
fram tillögur um breytingar á Þjón-
ustumiðstöð Reykjanesbæjar. Þær
fela meðal annars í sér að sjö starfs-
menn áhaldahússins flytjast með
verkefnum til verktaka og að mið-
stöðin flytjist í minna húsnæði.
Í svörum Árna Sigfússonar bæjar-
stjóra við nokkrum spurningum
Samfylkingarinnar kom meðal ann-
ars fram að áætlað er að breytingar á
húsnæði Reykjanesbæjar á Fitjum
sem Þjónustumiðstöðin fær til afnota
kosti um 8 milljónir en að áætlað sölu-
verðmæti núverandi húsnæðis mið-
stöðvarinnar í Keflavík er 90 til 110
milljónir.
Endurskoðað eftir þrjú ár
Fram hefur komið að leitað verður
til Íslenskra aðalverktaka um upp-
byggingu þjónustu á svokölluðu þjón-
ustuborði í nýrri Þjónustumiðstöð
Reykjanesbæjar. Fram kom hjá
Árna að áformað er að nýta þjónustu-
borð Aðalverktaka á nóttunni og um
helgar en reka eigið þjónustuborð á
daginn. Fyrirkomulagið verði endur-
skoðað eftir þrjú ár, þegar komin
verði verksaga og reynsla og þá verði
grundvöllur fyrir útboði þjónustunn-
ar ef áhugi verði á því.
Verið er að endurskoða samninga
við verktaka um ýmis verk og ákveða
hvaða verk verða boðin út að nýju.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
létu bóka að þeir væru í meginatrið-
um mótfallnir tillögum að breyting-
um á Þjónustumiðstöð Reykja-
nesbæjar. Gagnrýna þeir að ekki
standi til að viðhafa útboð eða leita á
annan hátt eftir því hvort aðrir verk-
takar hafi áhuga á að koma í þau verk
sem nú sé verið að færa að fullu til
verktakafyrirtækja. Meðal annars
sem þeir nefna er að óljóst sé hvaða
verktakar það verði sem eigi að sinna
bráðaútköllum frá þjónustuborði Ís-
lenskra aðalverktaka, hvort það séu
þeir sem sinna slíkum útköllum á
Keflavíkurflugvelli eða verktakar
sem starfa í Reykjanesbæ.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, lýsti í
upphafi fundarins vonbrigðum sínum
með það sem hann nefndi í bókun
slæleg vinnubrögð meirihluta sjálf-
stæðismanna vegna skipulagsbreyt-
inganna, sérstaklega að starfsmönn-
um áhaldahússins hafi verið sagt upp
störfum áður en málið var kynnt og
rætt í bæjarráði og bæjarstjórn.
Tillögur um fækkun starfa í Þjónustumiðstöð til umræðu
Samfylkingin á móti
skipulagsbreytingum
Reykjanesbær
SKÓGRÆKTAR- og landgræðslu-
félagið Skógfell í Vogum hefur
eignast 15 hektara svæði á Háa-
bjalla. Í gömlum skógarlundi sem
þar er hafa mælst hæstu tré á Suð-
urnesjum.
Háibjallinn er hamrabelti við
Snorrastaðatjarnir í Vatnsleysu-
strandarhreppi og er svæðið á nátt-
úruminjaskrá. Árið 1948 gáfu land-
eigendur í Vogum Félagi
Suðurnesjamanna í Reykjavík 15
hektara svæði þar til að rækta
skóg. Var trjám plantað og hefur
vaxið upp gróskumikill skógur. Þar
eru hæstu tré sem mælst hafa á
Suðurnesjum, voru um 13 metra þá
þegar mælt var 1998.
Starfsemi félagsins er aflögð fyr-
ir mörgum árum og fyrir milli-
göngu Skógræktarfélags Íslands
var boðað til fundar í félaginu og
samþykkt að afhenda það Skógfelli
í Vogum til skógræktar og útivist-
ar.
Oktavía J. Ragnarsdóttir, for-
maður Skógfells, segir að Háibjall-
inn sé mjög gott svæði til ræktunar
og mikilvægt fyrir skógræktarfélag
að eiga sjálft land til að planta í
trjám. Þá sé þarna áhugavert úti-
vistarsvæði.
Gera áætlun um
landgræðsluskóga
Skógfell er ungt skógræktar-
félag, ekki orðið fimm ára, en marg-
ir félagsmenn eru virkir í starfinu.
Félagið hefur haft til afnota 10
hektara svæði við Grænhól, ofan
við Brunnastaðahverfi, og þar hef-
ur verið plantað trjám á hverju ári.
Félagsmenn hafa einnig unnið að
annars konar landgræðslu, borið
hefur verið á og sáð í moldarflög og
hirt um eldri trjáreiti í hreppnum.
Oktavía segir að félagið sé að
gera áætlun um plöntun land-
græðsluskóga og hafi nú fleiri
möguleika til notkunar þeirra
plantna sem því fylgi en áður.
Skógfell eignast skóg-
ræktar- og útivistarsvæði
Vatnsleysuströnd
Stærstu tré á Suðurnesjum eru í
þessum gamla lundi á Háabjalla.
SKÓLAÁRIÐ í Menntaskólanum
á Akureyri verður ekki fært til að
sinni, en nokkrar umræður hafa
orðið um að færa það til samræm-
is við starfstíma annarra fram-
haldsskóla. Samkvæmt reglugerð
um starfstíma framhaldsskóla er
gert ráð fyrir að upphaf og lok
skólastarfs hvert ár sé á tíma-
bilinu frá 22. ágúst til 31. maí.
Menntaskólinn á Akureyri hefur
að jafnaði verið settur um miðjan
september og skólaslit á þjóðhá-
tíðardaginn, 17. júní.
Kostnaður við breytingar á
skólaárinu er um 15 milljónir
króna að því er fram kemur á
heimasíðu MA. Tryggvi Gíslason
skólameistari sendi nemendum,
kennurum og starfsfólki bréf í
gær þar sem fram kemur að við-
ræður og bréfaskipti við mennta-
málaráðuneytið hafi leitt í ljós að
ráðuneytið geti ekki tekist á hend-
ur þann kostnað á þessu ári. Hins
vegar er gefið vilyrði fyrir fjár-
veitingu á næsta ári verði það
samþykkt og afgreitt á fjárlögum
alþingis. Skólaárið í MA verður
því óbreytt um sinn.
Menntaskólinn á Akureyri
Skólaárið
breytist ekki
„ÞETTA eru allt góðar myndir og
nokkrar frábærar,“ sagði Þor-
steinn Pétursson, lögreglumaður á
Akureyri, við opnum myndasýn-
ingar barna á Glerártorgi. Þar
sýna um 250 nemendur í þriðja
bekk í öllum grunnskólum bæj-
arins myndir sínar, sem unnar
voru eftir heimsókn Þorsteins, sem
ræddi við börnin um lög og reglur.
Tvær stúlkur úr Giljaskóla,
Sandra Ýrr Markúsdóttir og
Bjarney Bjarnadóttir, opnuðu sýn-
inguna formlega með því að klippa
á lögregluborða.
Markmiðið með heimsókn lög-
reglunnar var að ræða um reglur
sem verða að gilda í skólanum, á
heimilinu, í leik og íþróttum, á
ferðalögum og annars staðar.
Einnig var rætt um hvað gerist ef
slíkum reglum er framfylgt og
eins ef þeim er ekki framfylgt.
Þetta er þriðja árið sem nemendur
3. bekkjar vinna teikningar sem
þessar og áherslan að þessu sinni
lögð á að sýna hvernig farið er
eftir reglum. Sýningin verður opin
í um vikutíma og að henni lokinni
verður einum nemenda úr bekk
veitt viðurkenning fyrir athyglis-
verðustu teikninguna. Auk mynd-
anna var sett upp fræðsluefni fyrir
bæði börn og fullorðna.
Morgunblaðið/Kristján
Sýningin var formlega opnuð með því að klippt var á borða frá lögregl-
unni. F.v. Daníela, Laufey Elma, Sandra Ýrr, Bjarney, Sædís og Kara Lind.
Myndasýning barna
opnuð á Glerártorgi
AKUREYRI
Nú stendur yfir á Kaffi Karólínu í
Kaupvangsstræti ljóðasýning úr
ljóðabókum Jóhanns Árelíuzar
skálds úr Eyrarvegi 35. Yfirskrift
sýningarinnar er: Birtan lætur
hendur standa fram úr ermum. Jó-
hann hefur gefið út fjórar ljóðabæk-
ur; blátt áfram, söngleikur fyrir
fiska, Tehús ágústmánans og Par
avion. Guðmundur Oddur prófessor
í grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands sá um uppsetningu ljóðasýn-
ingarinnar. Hún stendur fram undir
páska og er opin á afgreiðslutíma
kaffihússins.
Í DAG
Kanadíski sagnaþulurinn Ruth
Christie sem er nú á Íslandi á veg-
um Þjóðræknisfélaga Íslands og
Norður-Ameríku verður á Akureyri
á morgun, föstudaginn 4.
apríl, en hún fjallar þar m.a. um
menningu frumbyggja Kanada og
samskipti þeirra við íslensku land-
nemana.
Hún verður í Verkmenntaskólanum
kl. 15 til 16 og ræðir þar um íslensku
landnemana sem sóttu góð ráð til
forfeðra hennar og nutu aðstoðar
þeirra við að aðlagast lífi í nýju landi.
Þá verður hún á Punktinum frá kl.
17 til 18 og fjallar um fatnað frum-
byggja, skartgripi, sögur og siði sem
liggja þar að baki, auk þess sem
Ruth sýnir fingravefnað og perlu-
saum.
Um kvöldið, frá kl. 20 til 21, verður
Ruth í Deiglunni og beitir þar
sagnaaðferðum kanadísku frum-
byggjanna og segir sögur úr þeirra
menningarheimi. Laufáshópurinn,
Gilfélagið, Punkturinn og Verk-
menntaskólinn á Akureyri sjá um
þessar dagskrár.
Á MORGUN
Á BARÁTTUFUNDI samtaka her-
stöðvaandstæðinga á Norðurlandi sem
haldin var á Kaffi Akureyri, sunnudag-
inn 30. mars 2003 undir fyrirsögninni
„Stöðvum stríðsglæpina. Mótmælum
árásarstríði og aðild Íslands“ var eft-
irfarandi ályktun samþykkt:
„Fundurinn mótmælir árásarstríði
Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra á
Írak. Fundurinn krefst þess að ríkis-
stjórn Íslands hætti stuðningi við árás-
ina en taki þess í stað undir alþjóðlega
kröfu um að árásarherinn verði kall-
aður heim.“
Íraksstríði mótmælt