Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ OFBELDI er sorglega ríkt í eðli margra manna, enda er maðurinn vafalaust grimmasta skepna jarðar- innar þótt sagt sé (með réttu eða röngu) að hann sé jafnframt hin full- komnasta – ef fullkomnun skyldi kalla! Beiting ofbeldis, í einni eða annarri mynd, er og hefur verið al- þekkt úrræði misindismanna til að ná fram vilja sínum með því að deyða, meiða eða niðurlægja aðra menn í margvíslegum tilgangi. Svo hefur það verið fyrr og síðar og um heim allan – í samskiptum milli manna af sömu þjóð jafnt sem þjóða í millum. Ofbeldið er ýmist nakið eða hjúpað reifum, stundum fagurlitum, sem ætlað er að dylja það, en oft þarf þá lítið áreiti til að bryddi á brandi þeim, sem undir hjúpnum býr. Íslendingar – örþjóð á hjara heims – hafa ekki farið varhluta af þessari birtingarmynd hins illa í mannheimi. Þess þekkjum við dæmin, mörg og dapurleg, úr sögu okkar, þótt á góð- um stundum viljum við stæra okkur af því að vera friðelskandi og friðsöm þjóð. Ofbeldismenn ganga um á með- al okkar, sumir prúðbúnir og villa á sér heimildir. Aðrir eru skuggalegri ásýndum og bera fremur með sér hrottaskapinn. Þjóðfélagið líður undan þeim öllum. Lausaganga of- beldismanna er löngu viðurkennd samfélagsmeinsemd, sem ekki hefur reynst unnt að stemma stigu við nema í takmörkuðum mæli. Þegar ein kynslóð ofbeldismanna hnígur í valinn tekur önnur við! Ofbeldi má sýna með ýmsum hætti. Það getur hvort heldur sem er verið líkamlegt eða andlegt, en oftar en ekki fléttast þessir þættir þó sam- an, enda verður ekki skilið milli lík- ama og sálar í þessu efni. Andlegu ofbeldi (oft í dularklæð- um) er beitt með ýmsum hætti í þjóð- málabaráttunni og í viðskiptum og dæmi um líkamlegt jafnt sem and- legt ofbeldi má – allt eftir atvikum – finna á víðum vettvangi, bæði á göt- um úti, á vinnustöðum og innan múra heimilanna. Ofbeldið skilur eftir sig sár, sem oft gróa seint eða aldrei, og ör, sem þolendurnir bera ekki alltaf utan á líkama sínum held- ur búa í sálinni. Skemmdirnar, sem ofbeldið veldur á þolendum, birtast m.a. stundum í því, að þeir fara sjálf- ir að grípa til ofbeldis í vanmætti sín- um, ofbeldis, sem getur allt eins bitn- að á saklausum. Ofbeldismanninum má líkja við rotinn ávöxt, sem skemmir út frá sér. Þá er alkunna, að oft heggur sá, er hlífa skyldi. Iðu- lega er örðugt að varast þá höndina, sem meiðir en græðir ekki, særir en bætir ekki – höndina, sem deyðir. Ein af höfuðskyldum samfélagsins er að vinna gegn ofbeldi með öllum tiltækum og lögmætum ráðum. Þjóð- félagið má aldrei láta undan ofbeld- ismönnum, gefast upp í baráttunni gegn hinu illa. Enda þótt varast beri oftrú á mátt laga og reglna – hvers konar regluverks – á þessu sviði sem öðrum má heldur ekki vanmeta hann. Ofbeldismenn eru ekki hafnir yfir landslög og skylda réttarríkis felst m.a. í því að koma lögum yfir þá. Þar reynir, svo að um munar, á lög- lærða menn, hæfni þeirra og færni – á „lagasverðið bjart“. Góðir lögfræð- ingar eru ómetanlegir í baráttunni fyrir aukinni siðvæðingu og útrým- ingu ofbeldis. Menntun þeirra á, ef vel er, að reynast þeim besta vopnið í þeirri baráttu. Því má samfélagið síst af öllu víkja sér undan þeirri skyldu að hlúa vel að þróun og við- gangi þeirrar lagamenntunar, sem háskólar landsins bjóða nú fram – og munu gera í framtíðinni. En hlut- verk háskólanna í baráttunni gegn ofbeldi í samfélagi okkar er þó mun víðtækara en snýr að lagakennslunni einni saman. Efling ýmssa annarra fræðigreina, ekki síst á sviði fé- lagsvísinda í víðri merkingu, stefnir m.a. að hliðstæðu markmiði, og reyndar má hið sama segja um alla þá menntun, sem íslensku háskól- arnir veita, sökum mannbætandi áhrifa hennar. „Menntun gegn of- beldi“ mætti verða eitt af vígorðum háskólanna á komandi árum. Ofbeldi Eftir Pál Sigurðsson Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. „Ofbeldið skilur eftir sig sár.“ ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar að verja rúmum 6 milljörðum króna til flýtingar á op- inberum framkvæmdum, leggur þungt lóð á vogarskálarnar í barátt- unni gegn atvinnuleysinu. Atvinnuleysið á landinu hefur auk- ist hraðar en búist var við og sýnt er að sú þróun geti haldið áfram verði ekki gripið til samstilltra aðgerða, at- vinnuleysi á landsvísu er u.þ.b. 4,1% og er ungt fólk á aldrinum 20–30 ára þar fjölmennasti hópurinn. Konur eru líka stór hópur og vekur það athygli að í Mosfellsbæ er 59,1% atvinnu- lausra konur, en í febrúar voru 115 at- vinnulausir í bæjarfélaginu okkar u.þ.b. 14% aukning frá því í janúar og 114% aukning frá því í febrúar 2002. Ljóst er að nokkuð bil hefur mynd- ast milli síðustu uppsveiflu og fyrir- hugaðra framkvæmda við virkjanir og álver, því er nauðsynlegt að allir sem vettlingi geta valdið berjist geng atvinnuleysisvofunni sem herjar nú tímabundið á landsmenn. B-listinn hefur reynt að hvetja meirihlutann til dáða í þessum málum en stefnuleysið í atvinnumálum D-listans virðist algert samanber að- gerðir og bókanir þeirra. Í janúar sl. tókust fullrúar B- og D-listans á um atvinnuástandið í Mos- fellsbæ og bókaði D-listinn þá eftir- farandi: „Bæjarfulltrúar D-listans taka undir áhyggjur B-listans um at- vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar hefur sú gjörð meirihlut- ans að leggja niður starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa og að leggja niður Atvinnuþróunarsjóð ekkert með aukningu atvinnuleysis í Mosfellsbæ að gera. Meirihluti D-listans hefur þegar kynnt deiliskipulag glæsilegs at- vinnusvæðis í miðbæ Mosfellsbæjar sem án efa stuðlar að aukinni atvinnu- uppbyggingu.“ Svo mörg voru þau orð. Að þessu sögðu má telja víst að D-listinn hafi gert ráð fyrir hraðri uppbyggingu í framhaldi af deili- skipulagi atvinnusvæðisins. Nú þykir hins vegar ljóst að fyrirhugaðar fram- kvæmdir munu frestast, jafnvel til langs tíma. Á sama tíma og nágrannasveitar- félögin sjá ástæðu til að flýta fram- kvæmdum auk þess að leggja viðbót- arfjármagn til framkvæmda sem draga mætti úr auknu atvinnuleysi þá virðist stefna meirihlutans í Mos- fellsbæ vera sú helst í atvinnumálum að deiliskipuleggja lóðir undir at- vinnuhúsnæði. Það er ljóst öllum þeim sem til þekkja að það er ekki skortur á atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu. Þó gott geti verið að hafa tilbúnar lóðir fyrir næstu upp- sveiflu þá er það ekki lausn dagsins í dag. Meirihlutinn ætti frekar að fara að fordæmi nágrannasveitarfélag- anna og flýta verklegum fram- kvæmdum og skapa þannig störf sem nýttust þeim sem nú eru atvinnulaus- ir. Með flýtingu verklegra fram- kvæmda nú sparar bæjarfélagið þeg- ar til lengri tíma er litið enda munu framvæmdir á Austurlandi taka til sín samkvæmt spá u.þ.b. 1.200 manns 2004, 2.400 manns 2005 og á sjötta þúsund manns 2006. Ljóst er að mið- að við þessa spá verður það afar óhag- kvæmt að fara í miklar framkvæmdir á sama tíma. Daufleg framtíðarsýn og stefnu- leysi meirihlutans m.a. í atvinnu- og ferðamálum valda framsóknarmönn- um í Mosfellbæ áhyggjum. Fráfar- andi meirihluti lagði metnað sinn í sterka þætti í uppbyggingu atvinnu- lífs sem nú hafa verið rifnir niður t.d. með uppsögn atvinnu- og ferðamála- fulltrúa og með því að leggja niður At- vinnuþróunarsjóð. Vaxandi atvinnuleysi er staðreynd sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar getur ekki látið fram hjá sér fara án þess að grípa til aðgerða. Stefnuleysi D-listans í Mosfellsbæ í atvinnumálum Eftir Martein Magnússon „Með flýt- ingu verk- legra fram- kvæmda nú sparar bæj- arfélagið þegar til lengri tíma er litið.“ Höfundur er markaðsstjóri og vara- bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. ÓLJÓST arðsemismat Kára- hnjúkavirkjunar og slæm afkoma sjávarútvegs vekja athygli. Svo virð- ist sem þessar helstu náttúruauðlind- ir Íslands, fiskurinn og vatnsaflið, séu ekki sú gullnáma sem af er látið. Lítið hefur heyrst af háum arðgreiðslum Landsvirkjunar til eigenda sinna þótt megnið af raforkunni sé nú selt hæsta verði til erlendrar stóriðju, og ekki batna lífskjör í sjávarbyggðum. Þar fara þau versnandi og sjávarútvegur allur greiðir þrisvar sinnum minni tekjuskatt en álverið í Straumsvík. Í þessum efnum eru Íslendingar þó ekki sér á báti. Sú þjóð sem ræður yf- ir helmingi allrar olíu í heiminum, Sádi-Arabía, býr t.d. við svipuð lífs- kjör og Mexíkó. Það eru nefnilega ekki auðlindir sem gera þjóðir ríkar, miklu frekar verk- og tæknimenntað fólk. Góð dæmi um það eru Þýskaland og Japan. Þessar þjóðir búa ekki yfir miklum náttúruauðlindum og voru í rústum eftir seinni heimsstyrjöld. Þær bjuggu aftur á móti yfir fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem gerðu þeim kleift að komast í hóp auð- ugustu þjóða á skömmum tíma. Alþjóðavæðingin gerir það að verk- um að það verður sífellt mikilvægara að við högum okkar málum rétt. Sam- keppni milli þjóða mun harðna og það er mikilvægt að við staðsetjum okkur rétt í þeirri samkeppni. Ein leið sem bent hefur verið á er að byggja upp fjármálaumsýslu hér- lendis, önnur að einblína á frumfram- leiðslu. Erfitt er að sjá að við getum verið alþjóðlega samkeppnishæf í fjármálaumsýslu þar sem nútímaleg fjármálaumsýsla er enn að slíta barnsskónum hérlendis og lítil reynsla fyrir hendi samanborið við önnur lönd. Í frumframleiðslu værum við svo í annarri deild að keppa við þjóðir eins og Venesúela um lífskjör. Við eigum þvert á móti að stuðla að framþróun á þeim sviðum sem við getum náð langt í, t.d. sjávarútvegi. Þar eru Íslendingar ennþá framar- Eftir Guðmund Örn Jónsson „Ef framþró- un á að verða í sjáv- arútvegi verður að virkja kraft fólksins …“ Auðlindir, menntun og velmegun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.