Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 19
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 19 VORI‹ BIRTIST Í ÓTAL MYNDUM debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 08 62 04 /2 00 3 Persónulegur stílisti Ókeypis persónuleg þjónusta án nokkurra skuldbindinga. Ráðgjöf um val á brjóstahöldurum Um 70% kvenna nota ranga stærð brjóstahaldara. Fagfólk okkar ráðleggur þér um rétt val, ókeypis og án skuldbindinga. Snyrtistofa Kanebo Himmnesk upplifun. Tryggðarkort í snyrtivörudeild Glæsilegir kaupaukar. Gjafainnpökkun Gjöfinni þinni pakkað inn í glæsilegar umbúðir. brjóstahaldari 2.590 kr. nærbuxur 990 kr. toppur 8.900 kr. buxur 7.500 kr. húfa 1.090 kr. bolur 2.190 kr. buxur frá 2.890 kr.blússa 2.190 kr. 3ja mán. - 3ja ára herraskyrtur í úrvali TYRKIR hyggjast senda eftirlits- menn úr hernum til olíuborgarinnar Kirkuk í Norður-Írak en Tyrkir heimta að hersveitir Kúrda leggi hana ekki undir sig til frambúðar. Abdullah Gul utanríkisráðherra sagði að þetta væri gert í samræmi við samning sem hann hefði gert við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Gul hafði í gær eftir Powell og Massoud Barz- ani, einum öflugasta leiðtoga íraskra Kúrda, að bandarískir fallhlífaher- menn væru á leiðinni til Kirkuk og myndu kúrdísku hermennirnir fljót- lega yfirgefa hana. Er Gul var spurður hvort sent yrði tyrkneskt herlið til borgarinnar sagði hann engin áform uppi um það. „Við skulum vera bjartsýn en til eru áætl- anir um viðbrögð við hverju því sem gerast kann,“ sagði hann. Kúrdar héldu inn í Kirkuk snemma í gærmorgun ásamt nokkrum banda- rískum sérsveitarmönnum. Fullyrt er að með innrásinni hafi Kúrdar brotið samninga sem þeir hafi gert við Bandaríkjamenn um að fara sér hægt þótt stjórn Saddams Husseins hryndi. Leiðtogar Kúrda segja að sendir hafi verið með leynd Kúrda- hermenn inn í borgina fyrir nokkru og hafi þeir síðan hafið uppreisn sem síðan hafi fengið aðstoð hermanna í Peshmerga-sveitum Kúrda. Innrásarliðið mætti nær engri mótspyrnu af hálfa íraskra hermanna sem virðast flestir hafa flúið eða fleygt frá sér vopnunum og farið úr einkennisklæðum sínum. Sums stað- ar heyrðist strjál skothríð í gær en ekki var ljóst hvort þar var um að ræða átök við íraska hermenn. Rétt utan við borgina gengu hópar íraskra hermanna í herklæðum en vopnlausir fram hjá sveitum Bandaríkjamanna og Kúrda, sumir Írakarnir hrópuðu: „Húrra Bandaríkin og Bretland!“ Bandarískir sérsveitarmenn hafa undanfarnar vikur starfað með Kúrd- um að því að hrekja Íraksher frá norðursvæðunum. Einnig hafa þeir leiðbeint með fjarskiptum sprengju- flugvélum bandamanna er hafa víða lamað baráttuþrek Íraka. Bush ákaft hylltur Þúsundir óbreyttra borgara úr röðum Kúrda í grenndinni héldu á eftir kúrdíska herliðinu inn í borgina í gær og var ákaft fagnað á götunum. Veifað var fánum tveggja helstu sam- taka Kúrda, felldar myndastyttur af Saddam og rifnar niður myndir af leiðtoganum. Sums staðar réðst fólk inn í stjórnarskrifstofur og rændi þar öllu og ruplaði. George W. Bush Bandaríkjaforseti var ákaft hylltur og einnig sérsveit- armennirnir bandarísku. Þótt Banda- ríkjamenn hafi lengi lagt hart að leið- togum Kúrda að reyna ekki að taka borgina sögðu sjónvarpsfréttamenn að sumir sérsveitarmennirnir hefðu ekki getað stillt sig um að taka þátt í fögnuði Kúrda. Athygli vakti að fólk úr röðum arabískra Íraka og þjóð- arbroti Túrkmena, sem eru alls nokk- ur hundruð þúsund í norðurhluta Íraks, tók í mörgum tilfellum þátt í fögnuðinum yfir falli stjórnar Sadd- ams en Túrkmenar hafa löngum deilt við Kúrda um landsvæði. Tyrkir segj- ast ætla að gæta hagsmuna Túrkm- enanna en þeir tala tungu sem skyld er tyrknesku. Viðkvæmt fyrir Tyrki Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði aðspurður að ljóst væri að málið væri allt mjög við- kvæmt. Tyrkir óttast mjög að ef Kúrdar fái að leggja undir sig olíu- borgirnar Kirkuk og Mósul geti farið svo að íraskir Kúrdar stofni algerlega sjálfstætt ríki. Aðrir segja að Tyrkir hafi líka augastað á olíulindunum sem eru flestar í grennd við Kirkuk en einnig við Mósul. Kirkuk hefur öldum saman verið ein helsta borg íraskra Kúrda en fyrir nokkrum árum lét Saddam Hussein reka þá flesta burt og arabíska Íraka setjast þar að í staðinn. Um 12 milljónir Kúrda búa í Tyrk- landi og þar hefur lengi verið öflug sjálfstæðishreyfing og hópar upp- reisnarmanna hafa barist gegn tyrk- neskum hermönnum. Er tyrkneski herinn með mörg þúsund manna lið á landamærum Tyrklands og Íraks og hefur öðru hverju á síðari árum ráðist yfir landamærin til að elta uppi skæruliða sem þangað hafa flúið. Reuters Kúrdar fagna í Kirkuk í gær eftir að hafa lagt borgina undir sig án teljandi mótspyrnu. Nokkrir bandarískir hermenn voru í fylgd með Kúrdunum. Hersveitir Kúrda ráðast inn í Kirkuk Nær engin mótspyrna af hálfu Íraka en Tyrkir áhyggjufullir Istanbúl, Kirkuk. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.