Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 41 ✝ Unnur Ingi-mundardóttir fæddist í Byrgisvík á Ströndum 6. ágúst 1927. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness hinn 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- mundur Jón Guð- mundsson frá Byrg- isvík, f. 13. okt. 1895, d. 23. jan. 1983, og Svanfríður Guð- mundsdóttir, f. 16. maí 1902, d. 20. okt. 1994. Systkini Unnar eru Sigríður Svava, f. 1923, Álfheiður, f. 1926, d. 1988, Sigmundur, f. 1929, d. 1994, Jónas Högni, f. 1931, d. 1991, Hulda, f. 1932, Olgeir Söbeck, f. 1934, Sig- ríður, f. 1936, Erla, f. 1937 og Olga, f. 1942. 2. maí 1954 giftist Unnur eft- irlifandi eiginmanni sínum Sig- maki Matthildur Níelsdóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 6) Hrafnhildur, f. 1957, maki Jóhann Ágústsson og eiga þau tvö börn og tvö barna- börn. 7) Ingþór, f. 1960, maki Svala Benediktsdóttir og eiga þau fjögur börn. 8) Jenný, f. 1961, maki Búi Vífilsson og eiga þau þrjú börn. Unnur ólst upp á Ströndum og fluttist með eiginmanni sínum á Akranes árið 1956 þar sem hún bjó til dánardags. Hún var hús- móðir á stóru heimili þar sem oft var mjög gestkvæmt, auk þess sem hún starfaði við fiskvinnslu í Haferninum. Unnur var fjölskyldu sinni stoð og stytta alla tíð og má segja að hún hafi helgað líf sitt eiginmanni sínum, börnum og afkomendum þeirra. Útför Unnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. urði Halldórssyni verkamanni í Sem- entsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi. Sig- urður er fæddur á Geirmundarstöðum í Strandasýslu 8. maí 1921. Foreldrar hans voru Halldór S. Sig- urðsson og Sigur- björg Bjarnadóttir. Börn Unnar og Sig- urðar eru: 1) Halldór, f. 1945, maki Jóna Þorkelsdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Guð- munda, f. 1949, maki Haraldur Haraldsson og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 3) Ásta, f. 1951, maki Kristján Gunn- arsson og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Ómar, f. 1953, maki Sigríður Þorgilsdóttir og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 5) Svanur, f. 1955, Elsku mamma mín. Mamma og amma með stórum staf eins og við segjum svo oft þegar við viljum leggja áherslu á eitthvað. Mamma, svo hæversk, hlédræg og líka svo dugleg að í dag hefðir þú eflaust verið talin ofvirk miðað við afköstin þegar þú varst upp á þitt besta. Að fá að alast upp inni í mýri, á Vesturgötunni, í svona stórum systkinahópi þar sem að auki var mjög gestkvæmt, þar sem öll mann- leg gildi voru ofar öllu, eru nátt- úrulega forréttindi sem við búum öll að. Elsku mamma mín, þú varst orð- in þreytt, hver hefði líka ekki verið það sem hefði þolað slíkt álag bara við að draga andann; þó að hug- urinn væri skýr og þú eldklár bjó líkaminn ekki yfir sama styrk. Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa sýnt ykkur pabba um- hyggju og hlýju nú síðustu árin og hafa verið ykkur stoð og stytta í veikindum þínum, Ebbu, Olla og Dúddu, systrum þínum, starfsfólki Sjúkrahúss Akraness, sjúkraflutn- ingamönnunum sem þú sagðir svo almennilega, og umfram allt öllu starfsfólkinu á Höfða. Takk fyrir allt. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér. Og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttunni er svip- irnir fara á stjá (Megas.) Elsku mamma mín, við söknum þín öll. Góða nótt. Þess óskar þín dóttir Hrafnhildur. Elsku mamma mín, ég kveð þig með söknuð í hjarta, þú sem varst búin að vera svo mikið veik og þráð- ir hvíldina þá er alltaf erfitt að kveðja. Við vorum átta systkinin og alltaf nóg að gera hjá þér við að fæða og klæða okkur. Það var alltaf gott að leita til þín. Ég var svo mik- ill mömmustrákur og þótti gott að kúra hjá þér. Ég man þegar ég kom heim í hádeginu þá kallaði ég: Mamma, hvaða grautur er? Og á daginn þegar ég og félagar mínir vorum að leika úti og það nálgaðist kaffi vildu allir koma heim til mín því það var alltaf nýbakað hjá þér. Elsku mamma, ég veit að amma, afi og systkini þín taka vel á móti þér. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur Ingþór. Elsku amma. Sú stund er runnin upp að við þurfum að kveðja þig í hinsta sinn. Í minningu okkar er smágerð kona en með stórt hjarta. Þú og afi voruð einstaklega gjafmild og þegar við komum í heimsókn sáuð þið allt- af til þess að við fengjum eitthvað með kaffinu eða að borða. Sérstak- lega minnumst við hrossakjötsins góða sem við fengum á Króka- túninu. Við vorum ánægð og stolt að þú fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að gera og hvattir okkur áfram. Takk fyrir allar góðu stundirnar, minningarnar, hið einstaka minni þitt og hrósið. Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir, og allt var svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. – Ég gat ekki sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð, sem var myndað án hljóms, nú greinist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. (Freymóður Jóh.) Unnur Heiða og Þorkell. Elsku amma mín. Það er svo margs að minnast um þig amma mín. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er matur, en það var það sem þú lagðir svo mikla áherslu á, að allir skyldu borða vel. Ég skil eiginlega ekki enn hvernig þú nenntir að stappa ofan í mig soðinni ýsu mörgum sinnum í viku því ann- að eins magn hefur sennilega aldrei sést fara ofan í eitt barn. Eins var alltaf gaman þegar það var siginn fiskur og selspik áður en Högni og Simmi dóu en þá var sko hátíð. Ég man að þú sagðir við mig þegar ég gekk með Eyþór Atla að ég yrði að muna að borða fyrir tvo, en senni- lega hef ég eitthvað misskilið það eða allavega spurðir þú mig á fæð- ingardeildinni hvort að ég væri komin af stað aftur. Það var ótrúlega gaman að fá að vera svona mikið hjá ykkur, spila við þig og afa, hlusta á öll íslensku lögin bæði á plötum og sem þú söngst fyrir mig, sem ég svo grenj- aði yfir og þá varst þú tilbúin að hugga mig. Þegar þú fórst úr bæn- um sem gerðist ekki oft. Þá var ég alveg ómöguleg nema ég fengi að fara með sem þú reyndar lést eftir mér ef það var mögulegt. Heimili ykkar afa var frá því að ég man eftir mér fullt af gestum og ekki líkaði mér það illa, endalaus félagsskapur, samt sagðir þú stundum hvar er þessi og hinn, það hefur bara enginn látið sjá sig þó að húsið hafi jafnvel verið fullt allan daginn. Þú varst ekki í vafa um hvernig þú vildir hafa hlutina og hver gerði þá, ég gat nú stundum hrist hausinn yfir því en nú finnst mér það bara gera minn- inguna sterkari. Þrátt fyrir stóran barnahóp innan fjölskyldunnar sem þú fylgdist mjög vel með varðst þú líka að fylgjast með vinkonum mín- um og þeirra fjölskyldum. Þær komu líka oft með til ykkar og þá var stokkið á þær til að reyna að troða í þær mat en þá var ekki leyfi- legt að segja nei. Það var alveg yndislegt að fá að vera hjá þér síðustu klukkustund- irnar. Ég vona að þér líði vel núna, elsku amma, og ég bið guð að gefa afa styrk á þessum erfiðu tímum. Bless, amma mín. Þín Berglind. Elsku amma. Mikið er erfitt að sætta sig við að þú sért dáin, þú sem varst svo stór hluti af okkar lífi. Þótt mikil veikindi hafi hrjáð þig síðustu árin, var maður í raun aldrei búinn að undirbúa sig fyrir að svona gæti farið. Þetta passar ekki alveg, þú varst alltaf vön að jafna þig, þú varst alltaf svo sterk að maður gat ekki annað en dáðst að þrautseigju þinni. En svo fór sem fór og sannar það að hinir sterku deyja líka. Á stundum sem þessum skjóta upp kollinum ógrynni af minning- um, minningum sem voru geymdar en ekki gleymdar. Minningum af ömmunni sem lét okkur aldrei leið- ast. Þú varst aldrei nein venjuleg amma, þú varst svo mikill félagi okkar og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Þú varst alltaf svo jákvæð og skemmtileg að okkur fannst við aldrei vera fyrir þér, það varst alltaf þú sem stakkst uppá að koma að spila, fela hlut, spila bobb eða bara kúra og hlusta á tónlist, mikið gat manni liðið vel hjá þér, elsku amma. Ekki er nú hægt að minnast þín án þess að matur komi við sögu, þér fannst alltaf svo gott að borða en samt varstu alltaf svo grönn og flott. Við eigum aldrei eftir að gleyma þeim óteljandi skemmtilegu máltíð- um sem við áttum saman í gegnum tíðina, fyrst þar sem að þú eldaðir fyrir okkur og seinna þar sem við elduðum fyrir þig og afa. Kleinu- baksturinn kemur líka sterkur fram í hugann þar sem við krakkarnir vorum í aðalhlutverki við snúning- inn. Þú varst alltaf svo þolinmóð og hvetjandi og stolt af öllu sem við gerðum. Elsku amma, mikið höldum við að það eigi eftir að verða einmanalegt hjá honum afa Sigga núna. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig og afi var alltaf svo góður við þig og óþreytandi við að gera allt sem hann gat fyrir þig. Þið voruð skemmtileg hjón, afi með sinn frá- bæra húmor og þú svona ung í anda og hress. Elsku amma, þær minningar sem við eigum um þig munu alltaf varð- veitast í hjörtum okkar og við trú- um því einlægt að þú haldir áfram að vaka yfir okkur og vera stolt af okkur. Við elskum þig og söknum þín. Guðbjörg Unnur Kristjánsdóttir, Haukur Kristjánsson. UNNUR INGIMUNDARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Unni Ingimundardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku afi minn, í dag er eitt ár síðan þú lést og mig langar að skrifa kveðju til þín. Afi, þú varst svo góð- ur, þú ert líka besti afi minn. Mér þykir líka svo vænt um þig. Þú varst rosalega góður, þú varst líka alltaf svo hress. Ég elska þig líka svo of- boðslega mikið. Þú varst besti afi í heimi. VIGNIR H. BENEDIKTSSON ✝ Vignir H. Bene-diktsson fæddist í Reykjavík 1. sept- ember 1947. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. apríl 2002 og var út- för hans gerð frá Hallgrímskirkju 19. apríl. Afi, ég man þegar ég var lítil þá horfðum við alltaf saman á þegar poppið var að poppast í örbylgjuofninum. Svo þegar það var tilbúið þá hljóp ég fram í sófa og þú komst með poppið til mín. Stundum feng- um við okkur ís eða hnetur og súkku- laðirúsínur sem við borðuðum svo saman. Elsku afi minn, ég sakna þín svo rosalega mikið, ég vildi óska að þú værir ennþá hjá okkur en ég veit að þú ert núna stór engill með fallega vængi á himnum hjá guði. Ástarkveðja. Afastelpan þín, Sandra Dís Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.