Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HólmfríðurHólmgeirsdóttir fæddist á Grund í Eyjafirði 3. nóvem- ber 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerð- ur Magnúsdóttir hús- freyja, f. 16. júlí 1891, d. 13. október 1949, og Hólmgeir Þorsteinsson bóndi og fræðimaður, f. 3. desember 1884, d. 27. september 1973. Systur Hólm- fríðar: Guðrún Margrét, f. 2. nóv- ember 1915, d. 1983, Steingerður, f. 14. mars 1920, og Kristjana, f. 29. október 1924. Hólmfríður giftist Níelsi Krüg- er, f. 26. júní 1926, skipasmið frá Skálum á Langanesi, 23. apríl 1953. Foreldrar hans voru Konkordía Jóhannesdóttir og Har- aldur Krüger. Börn Hólmfríðar: 1) syni, Jai og Owen, búsett í Ástr- alíu. b) Níels Hólm, f. 10. janúar 1976, kvæntur Bonnie Bigler, bú- sett í Bandaríkjunum. c) Magnús Múli, f. 31. maí 1987. 3) Haraldur, f. 11. júní 1958, búsettur á Akureyri, maki: Bryndís Benjamínsdóttir, f. 5. apríl 1959. Börn Haraldar: a) Þorsteinn Ingi, f. 23. febrúar 1977. b) Daney Björk, f. 3. apríl 1981, gift Guðna Gunnarssyni, f. 11. ágúst 1972. c) Harpa, f. 24. september 1984. d) Arnar, f. 4. febrúar 1990. 4) Þorsteinn, f. 1. september 1960, búsettur á Húsavík, kvæntur Guð- rúnu Heiðu Kristjánsdóttur, f. 13. janúar 1968. Börn: a) Katrín Þóra, f. 27. apríl 1988. b) Helena Rán, f. 26. júní 1995. c) Nikulás Þór, f. 14. ágúst 2000. Hólmfríður fluttist þriggja ára að Hrafnagili en var búsett á Ak- ureyri frá 1938. Eftir gagnfræða- próf starfaði hún í Hljóðfærahús- inu og síðan í ýmsum matvöru- verslunum KEA, m.a. sem deildarstjóri. Með húsmóðurstörf- um og barnauppeldi vann hún hlutastörf í vefnaðarvörudeild KEA og síðustu árin sem heilsan leyfði vann hún í Bókabúð Jónasar. Útför Hólmfríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Auður Stefánsdóttir (Sörenssonar frá Húsavík), f. 28. mars 1946, búsett á Akur- eyri, maki 1: Sæmund- ur Guðvinsson, f. 6. júní 1945. Þau skildu. Börn: a) Stefán Þór, f. 8. september 1962, kvæntur Björgu Sig- urvinsdóttur og eiga þau tvö börn, Auði og Sindra. b) Valur, f. 3. febrúar 1968, í sam- búð með Hafdísi G. Pálsdóttur og eiga þau tvö börn, Andra Yrkil og Snædísi Ylvu. Maki 2: Herbert B. Jónsson, f. 13. desem- ber 1936. Barn þeirra er Hermann, f. 4. maí 1975, kvæntur Freygerði Sigursveinsdóttur og eiga þau eitt barn, Hönnu Karin. 2) Kristjana, f. 17. febrúar 1954, búsett í Stokk- hólmi, maki: Sigurður Pálmi Rand- versson, f. 5. ágúst 1953. Börn: a) Rannveig, f. 10. desember 1971, gift Peter Kocyan og eiga þau tvo Kleinurnar voru afbragð, vöffl- urnar sömuleiðis svo ekki sé minnst á lummurnar. Ég naut þess að bragða á slíku góðgæti hjá ömmu og lét hana óspart heyra það. Eitt sinn leit hún kankvís á mig og sagði að ég gæti hrósað henni fyrir baksturinn þegar ég skrifaði minningargrein um hana. Taldi ég það af og frá, einkum vegna þess að ekki yrði nein þörf fyrir minningargrein um hana næstu árin auk þess sem mér þætti heldur snautlegt að minnast hennar fyrir svo hversdagsleg verk. Þetta var fyrir um það bil einu ári. Það er alkunna að ömmur baka, prjóna, lesa og spjalla og hjá þeim finna afkomendurnir hlýju og skjól. Má vera að þetta sé hversdagslegt en mætti allt eins kalla kraftaverk. Á hlykkjóttum hraðbrautum nú- tímans er ekki sjálfgefið að finna slíkt skjól, slíka kærleiksuppsprettu. Mitt er lánið að hafa notið kærleik- ans í ríkum mæli, bæði verið heim- ilisfastur og tíður gestur hjá ömmu og afa í Byggðavegi undanfarna fjóra áratugi. Fyrir allt það góða at- læti get ég seint fullþakkað. Nú má vera að amma hafi verið að gera að gamni sínu þegar hún talaði um væntanlega minningargrein. Hún varð ekki höll úr heimi þótt sjúkdómar væru sífellt að gera henni skráveifu og taka sinn toll af líkamlegu þreki. Lífsgleðin og vilj- inn fleyttu henni lengra en nokkur raunvísindi geta skýrt, enda hrista læknar höfuðið þegar rifjaðar eru upp allar bráðainnlagnirnar og banalegurnar undangengin ár. Allt- af sneri amma á læknavísindin og fór heim aftur, furðanlega rólfær. Ekki þó núna. Kallið er komið. Hún hefur fengið annað heimili. Hún Hólmfríður amma mín var glöð og gamansöm, snarpgreind, fróð og vel lesin. Hún var tilfinn- ingarík, kvik og ör og í henni bjó ótrúlegur kraftur. Hún var mikil fé- lagsvera og hrókur alls fagnaðar. Lengi væri hægt lýsa kostum henn- ar og rifja upp yndislegar minningar en það gerir maður með sjálfum sér og sínum nánustu á sorgarstundu. Jafnframt getur maður glaðst yfir því að hún skyldi þó fá að lifa þetta lengi. Það er kraftarverk miðað við það sem á undan hafði gengið. Amma fékk að kynnast nýjum barnabörnum og barnabarnabörn- um og umvefja þau ást og hlýju. Fyrir það var hún afar þakklát. Og það var dýrmætt fyrir þau að fá að kynnast ömmu, njóta alúðar hennar og gleði og alls þess sem hún gaf af sér. Þetta eru ómetanlegar minning- ar. Ég kveð ömmu með þakklæti og virðingu. Megi hún hvíla í friði. Stefán Þór. Þegar ég kom í heiminn fyrir tutt- ugu árum afrekaði ég að vera fyrsta barn foreldra minna, fyrsta ömmu- barnið og gera Hólmfríði Hólm- geirsdóttur að langömmu. Fyrstu níu ár ævi minnar var ég áfram einkabarn og sem gerði það að verk- um að ég kynntist langömmu minni betur en flestir sem eru svo heppnir að fá að eiga langömmur og -afa. Venjulega kallaði ég langömmu bara ömmu, því að sum barnabörnin eru á mínum aldri og yngri. Langamma var jafn mikil amma mín og hinna barnabarnanna. Minnis- stæðar eru mér þær ferðir sem við Harpa fórum í Byggðaveginn til að heimsækja ömmu og afa. Lang- ömmu þótti gaman að fá heimsóknir og okkur þótti gaman að koma. Langamma var alltaf miðpunktur athyglinnar þar sem hún kom, hún hafði gaman af því að segja frá og lag á því að koma með skemmtilegar frásagnir. Ég veit satt að segja ekki hvernig fjölskylduboðin eiga eftir að verða hér eftir, það er ekki hægt að fylla upp í það skarð sem hún skildi eftir. Því miður var langamma ekki heil heilsu og síðustu ár þurfti hún oft að leggjast inn á sjúkrahús. Það hlýtur að hafa verið erfið raun fyrir svo félagslynda manneskju en hún gafst aldrei upp. Þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið í janúar sagði hún mér að læknirinn hefði sagt að hún hefði fleiri líf en kötturinn. Og það hafði hún svo sannarlega og því var svo erfitt að trúa því að hún væri dáin. Fyrir nokkrum árum tók ég viðtal við langömmu um æsku hennar fyrir skólaverkefni. Hún sagði mér frá ýmsu og það skein í gegn að hún var mikill prakkari, dugleg og gáfuð. Sumt af því sem hún sagði kom mér á óvart því það minnti mig á sjálfa mig. Ég hafði mjög gaman af þessu og var með skemmtilegasta viðtalið af öllum í bekknum. Það kom mér ekki á óvart því það eru ekki margir sem geta sagt að þeim finnist langamma sín skemmtileg. Það er erfitt að trúa því að hér eft- ir komi engin langamma á móti mér þegar ég kem í Byggðaveg. Ég beygði mig niður um þá 25 cm sem skildu okkur að og hún faðmaði mig og bauð mig velkomna svo hlýjan og væntumþykjan streymdu á móti mér. Við sem þekktum ömmu höfum öll misst mikið. Ég hugga mig við það að amma þjáist ekki lengur. Ég hefði viljað fá að hafa hana hjá mér miklu lengur en ég er þakklát fyrir þau tuttugu ár sem ég þekkti hana og allar minningarnar sem ég á. Þitt langömmubarn Auður. Hún var Hólla frænka. Við héld- um að ekkert gæti bugað hana. Hún var ótrúleg. Lífsgleði hennar var einstök. Yngsta dóttir Valgerðar og Hólm- geirs frá Hrafnagili hefur kvatt. Við gleðjumst yfir að þrautum hennar er lokið, en við munum sakna hennar. Þegar náinn ættingi kveður lítur maður gjarnan yfir farinn veg. Systurnar frá Hrafnagili, mæður okkar, glæsilegar, greindar, einstak- ar eiginkonur og mæður, aldar upp á myndarbýlinu Hrafnagili í Eyjafirði, af þeim hjónum, Valgerði Magnús- dóttur og Hólmgeiri Þorsteinssyni. Þegar afi og amma brugðu búi fluttist fjölskyldan til Akureyrar í nýreist hús að Munkaþverárstræti 23. Í þessu húsi fjölskyldunnar ól- umst við upp fyrstu árin okkar. Þeg- ar börnunum fjölgaði byggðu þrjár þeirra sér hús í nágrenninu, svo ná- lægt að sá á milli. Samgangur heim- ilanna var mikill enda systurnar mjög samrýndar og hittust nær dag- lega. Við þessi nánu fjölskyldutengsl ólumst við upp, sem systkini. Minnumst við með ánægju af- mæla, jólaboða, áramóta, ferða í sumarbústaðinn á Hrafnagili og allra annarra samverustunda. Tvær þeirra hafa kvatt, elsta syst- irin, Guðrún, lést fyrir 20 árum. Hólmfríður, sem við kveðjum nú, var glaðleg og snaggaraleg kona. Hún hafði einkar gaman af því að umgangast fólk, mjög skrafhreifin og ófeimin, svo stundum þótti fjöl- skyldunni nóg um. Á seinni árum átti hún oft við veikindi að stríða og nokkrum sinn- um var henni vart hugað líf, en alltaf reis hún upp full af krafti og gleði yf- ir því lífi sem Guð hafði gefið henni. Að lokum varð hún að láta undan og í faðmi dætra sinna sofnaði hún. Elsku Níels, Auður, Kristjana, Haraldur, Þorsteinn og fjölskyldur, þið voruð fjársjóður Hóllu frænku. Hún var hreykin af ykkur. Barna- börnin og litlu barnabarnabörnin voru augasteinar hennar. Þið gáfuð henni svo mikið, þess vegna var lífið svona dásamlegt og alltaf tilhlökkun fyrir nýjum degi. Við samhryggjumst ykkur og einnig systrunum, Steingerði og Kristíönu. Sjáumst síðar, Hólla frænka. Þínar systradætur, Valgerður Elín, Gerður, Þórhildur, Þorgerður og Valgerður. Ég kveð Hólmfríði Hólmgeirs- dóttur, fyrrverandi tengdamóður mína, með virðingu og þökk. Frá því við Auður dóttir hennar fórum að draga okkur saman á unglingsaldri var Hólmfríður okkur stoð og stytta sem og sonum okkar eftir að þeir fæddust. Sama má segja um Níels eiginmann hennar. Eftir að hjóna- bandi okkar Auðar lauk og ég flutti suður strjáluðust fundir okkar Hólmfríðar, en alltaf þegar við hitt- umst lagði frá henni sömu hlýjuna. Hólmfríður var kona lágvaxin en létt á fæti og kvik í hreyfingum, glaðleg og ræðin, vel heima á mörgum svið- um og hafði yndi af mannlegum samskiptum. Mér fannst hún lík Hólmgeiri föður sínum í útliti og háttum. Hólmfríður varð fyrir heilsubresti fyrir einum og hálfum áratug eða svo og átti oft í erfiðu veikindastríði. Hún reis uppúr hverri banalegunni á fætur annarri og segir það sína sögu um þann dugnað og þá seiglu sem einkenndi hana. En öll lútum við í lægra haldi fyrir dauðanum að lokum. Það er bjart yfir minningu Hólmfríðar Hólmgeirsdóttur. Öllum aðstand- endum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sæmundur Guðvinsson. HÓLMFRÍÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR Móðir okkar, KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Ysta-Felli, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík sunnudaginn 6. apríl, verður jarðsung- in frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, börnin. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR söngkona, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 14. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minning- arsjóð Söngskólans í Reykjavík: 101-05-265646, kt. 570474-0739 eða í síma 552 7366. Páll Þorsteinsson, Einar Ólafur Pálsson, Katrín Guðjónsdóttir, Eggert Pálsson, Salvör Nordal Valur Pálsson. Laura Marie Stephenson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, SIGURGEIR GÍSLASON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Börn hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjóð til styrktar hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Grétar Kristjánsson, Hildur Jóhannsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Már Þorvaldsson, Gísli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sæbóli, Aðalvík, sem lést föstudaginn 4. apríl, verður jarðsung- in frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Sveinn Þráinn Jóhannesson, Edda M. Hjaltested, Ingólfur Waage, Ingibjörg Finnbogadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Finnbjörn Guðmundsson, Hanna Guðmundsdóttir, Chris Monrad og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.