Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 1
TYRKIR sögðust í gær hafa fengið loforð af hálfu Bandaríkjamanna um að hermenn úr liði íraskra Kúrda, sem lögðu olíuborgina Kirkuk undir sig í gærmorgun, myndu hverfa þaðan á brott. Tyrkir hafa áður hót- að því að senda her inn í Norður-Írak ef Kúrdar leggi Kirkuk og borgina Mosul und- ir sig. Kirkuk er frá fornu fari borg Kúrda en Saddam Hussein Íraksforseti rak fyrir nokkrum árum flesta þeirra burt og lét arabíska Íraka setjast þar að í stað þeirra. Krefjast Kúrdar þess nú að fá aftur heimili sín. Stjórnvöld í Ankara óttast að nái Kúrdar undir sig áðurnefndum tveim olíuborgum muni þeir stofna sjálfstætt Kúrdaríki sem gæti vel átt efnahagslega framtíð fyrir sér vegna olíulindanna. Það gæti ýtt undir von- ir Kúrda í Tyrklandi um að fá sjálfstæði og jafnvel sameinast nýja Kúrdaríkinu. Kúrdar í Tyrklandi hafa lengi verið kúg- aður minnihluti. Eru þeir taldir vera um 12 milljónir og búa flestir í suðausturhluta landsins. Svæði þeirra liggja að Kúrdahér- uðum í Írak. Uppreisnarhreyfing vinstri- sinna úr röðum Kúrda í Tyrklandi barðist áratugum saman gegn tyrkneska hernum en ótryggt vopnahlé náðist er leiðtogi þeirra var handsamaður. Reuters Íbúar Kirkuk veifa fána Kúrda og fagna falli Íraksstjórnar á stalli, þar sem áður stóð stytta af Saddam Hussein. Reynt að róa Tyrki Kúrdar heita að hverfa með her sinn frá Kirkuk Ankara, Kirkuk. AFP. STJÓRNLEYSI ríkti í Bagdad í gær þegar þúsundir borgarbúa streymdu inn í miðborgina, létu greipar sópa um opinberar bygg- ingar og kveiktu í nokkrum þeirra. Vopnaðar sveitir stuðningsmanna Saddams Husseins veittu banda- rískum hersveitum harða mót- spyrnu í nokkrum hverfa borgar- innar með árásum úr launsátri og að minnsta kosti fjórir hermenn særðust alvarlega í fyrstu sjálfs- morðsárásinni í borginni. Her- sveitir Bandaríkjamanna og Kúrda héldu í gærkvöldi inn í borgina Mosul í Norður-Írak og bandarísk- ir fallhlífahermenn fóru til olíu- borgarinnar Kirkuk. Fyrr um dag- inn réðust hersveitir Kúrda inn í Kirkuk og mættu þar nær engri mótspyrnu, en leiðtogar Kúrda sögðu að þær myndu fara frá borg- inni um leið og bandarísku her- sveitirnar kæmu þangað. Fréttaritari AFP sagði að glundroði ríkti í Bagdad og kveikt hefði verið í fimm ráðuneytisbygg- ingum. Íbúar borgarinnar tóku allt sem þeir gátu borið úr opinberum byggingum í miðborginni og létu meðal annars greipar sópa um heimili, sjúkrahús, þýska sendiráð- ið og franska menningarmiðstöð. „Það eina góða sem gerst hefur í borginni er að Saddam er horfinn, allt hitt er slæmt,“ sagði hótelstjóri í Bagdad. „Hér eru engin matvæli, ekkert vatn og allir eru óttaslegn- ir.“ Íbúarnir virtust bæði hræðast bandarísku hermennina og íraska stuðningsmenn Saddams sem börðust við innrásarliðið með hjálp araba frá grannríkjunum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að hernaðurinn hefði valdið miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara og Bandaríkjamönnum bæri skylda til að koma á lögum og reglu í borginni. Til harðra átaka kom nálægt mosku í norðanverðri borginni þegar bandarískir hermenn voru sendir að henni vegna gruns um að leiðtogar stjórnar Saddams væru þar á fundi. Enginn íraskur leið- togi fannst í moskunni. Hersveitir Íraka flúðu Hersveitir Kúrda hafa náð nær 300 þorpum á sitt vald og réðust í gær inn í Kirkuk eftir nær látlaus- ar loftárásir bandamanna á borg- ina. Kúrdarnir fóru að dæmi íbúa í Bagdad og rifu niður stóra styttu af Saddam Hussein. Múgur í Kirk- uk hóf rán og gripdeildir, réðst meðal annars inn í Pepsi-verk- smiðju sem sögð er í eigu sonar Saddams, Udays. Talið er að her- sveitir Íraka, sem áttu að verja borgina, hafi flúið í áttina að höf- uðvígi Baath-flokksins, Tikrit, heimaborg Saddams. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði seint í gærkvöldi að bandarískar og kúrdískar hersveitir hefðu farið inn í borgina Mosul eftir að her- sveitir Íraka hefðu fengið tækifæri til að leggja niður vopn og gefast upp. Rumsfeld sagði að íbúar borg- arinnar hefðu fagnað innrásarlið- inu. Stjórnleysi og skæðir bardagar í Bagdad AP Bandarískur hermaður reynir að halda aftur af æstum mannfjölda við banka í Bagdad í gær. Hermennirnir fóru inn í bankann og opnuðu þar peningaskáp, sem fólkið vildi komast í, en hann reyndist þá vera galtómur. JACQUES Chirac, forseti Frakklands, lýsti í gær fögnuði sínum yfir falli „einræðisstjórnar Saddams Husseins“ í Írak. Í yfirlýsingu lét Chirac í ljós von um að átökunum í landinu lyki sem fyrst. „Eins fljótt og hægt er, eftir að búið er að treysta ör- yggi í landinu, verða Írakar að ná aftur, með því lög- mæti sem Sameinuðu þjóðirnar geta veitt þeim, full- komnu sjálfstæði á svæði þar sem stöðugleiki hefur verið efldur,“ sagði Chirac.“ Frakkar voru í fararbroddi þeirra þjóða sem reyndu að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Krefjast Frakkar þess nú að SÞ gegni lykilhlut- verki í endurreisn landsins. Ljóst er að sumir áhrifa- menn í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta vilja að samtökin komi þar sem minnst við sögu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The Los Angeles Times, sem birtist í gær, að Bandaríkjamenn myndu reyna að fá öryggis- ráð SÞ til að samþykkja ályktanir um stuðning við verðandi bráðabirgðastjórn í Írak, leyfi til olíusölu og mannúðarhjálp. En bandamenn myndu áskilja sér „leiðandi hlutverk“ í stjórninni þótt SÞ myndu gegna mikilvægu hlutverki. Ekki kæmi til greina að fela ör- yggisráðinu stjórnina þegar átökum lyki. Chirac fagnar falli Saddams París, Washington. AFP. VERÐ hráolíu lækkaði í New York í gær um nær 5% og er það mesta olíuverðlækkun sem orðið hefur á einum degi frá því að stríðið í Írak hófst. Hráolíuverðið í New York lækkaði um 1,39 dollara á fatið, eða 4,8%. Verð Brent-hráolíu úr Norðursjó lækkaði um 82 sent í London. Fréttir um að hersveitir Kúrda og bandarískir sérsveitarmenn hefðu náð olíuborginni Kirkuk á sitt vald stuðluðu að verðlækk- uninni. Þóttu þær minnka líkurnar á því að olíumannvirki yrðu skemmd eða kveikt í olíulindum. Einnig var haft eftir ráðgjafa Tommys Franks hershöfðingja, yf- irmanns herafla bandamanna við Persaflóa, að hægt yrði vinna allt að 800.000 föt á dag af olíu í Suð- ur-Írak innan fjögurra mánaða. Olíuverð snarlækkar STOFNAÐ 1913 99. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Tala fallinna gæti skipt tugþúsundum  „Hrædd við að okkar eigið fólk ráðist á okkur“ 16/20 Bandarískar hersveitir halda til borganna Kirkuk og Mosul í Norður-Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.