Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Arctica kemur og fer á morgun. Árni Friðriksson kemur á morgun. Mánafoss og Hanseduo fara á morg- un. Hafnarfjarðarhöfn: Vasiliy Zaytsev og Vitjaz farar í dag. Gemini fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17, kl. 10 helgistund, fóta- aðgerð, kl. 13–16 spilað í sal, kl. 13.30 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 göngu- hópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids, bingó og almenn spilamennska. Korpúlfar, Grafarvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á föstudög- um kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 13.30 og brids kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silf- ursmíði, kl. 9. 15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 bingó. bingó birtist eft- irfarana daga: í apríl: 11–25. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Allir velkomn- ir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. leikfimi og 10 fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Lang- holtsóknar. Tertubasar verður í safnaðarheim- ili Langholtskirkju laugardaginn 12. apríl og hefst klukkan 14. Þar verður mikið úrval af heimabökuðum tert- um og kökum. Ágóðinn rennur óskiptur til mál- efna kirkjunnar. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Í dag er föstudagur 11. apríl, 101. dagur ársins 2003, Leonisdagur. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Rómv. 15, 7.) Í Morgunpósti VG áheimasíðu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs gat að líta þennan pistil um seinustu helgi: „Mogginn fer áfram hamförum í heil- ögu stríði sínu gegn vinstrimönnum og öðrum ófrjálshyggjumönnum. Í Reykjavíkurbréfi sínu þann 5. apríl segir mbl.: „Það blasir auðvitað við að lækkun skatta, ekki sízt tekjuskatts og virð- isaukaskatts á nauðsynja- vöru, myndi gagnast tekjulægstu hópum sam- félagsins einna bezt.“     Morgunpósturinn held-ur því fram að lækkun skatta – sé um flata aðgerð að ræða – gagnist tekjulægstu hóp- unum einna verst. Á þessu verður að hamra og við megum ekki falla í þá gryfju að halda að 4% skattalækkun gagnist tekjulágum betur en tekjuháum. Þetta snýst um krónur og aura – ekki prósentur. Gleymum því ekki að ef Sjálfstæð- isflokkurinn stjórnar hér áfram (með Samfylkingu eða Framsóknarflokkn- um) fær Sigurður í Kaup- þingi 8 milljónir kr. í kjarabót en Guðrún í Hagkaup 36.000 kr. Það er því mjög erfitt að sjá hvernig skattalækk- unartillögur Sjálfstæð- isflokksins koma Guð- rúnu best.     Morgunblaðið tekurlíka þátt í hræðslu- áróðrinum gegn vinstri- stjórn, og í Reykjavík- urbréfinu er brýnt fyrir okkur, að þrátt fyrir að ASÍ og aðrir vilji vel, verði að passa að fórna ekki „stöðugleikanum“. Stöðugleiki þessi gagnast hátekjufólki og risafyr- irtækjum best en aðrir mega éta það sem úti frýs. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafnar slíkum stöðugleika og mun koma honum fyrir kattarnef við fyrsta hent- ugleika – fái flokkurinn tækifæri til þess.“     Höfundur Morgun-póstsins gleymir að fjalla um það að lækkun virðisaukaskatts á lífs- nauðsynjum mun vænt- anlega gagnast þeim tekjulægstu bezt, þar sem sennilegt er að mun hærra hlutfall neyzlu þeirra sé í því skattþrepi en hjá hinum tekjuhærri. Tekjuskattslækkun – jafnvel þótt hún sé flöt prósentulækkun – er líka líklegri til að gagnast þeim, sem minna hafa en aðrar skattabreytingar, vegna þess að stærri hluti tekna þeirra ber tekjuskatt en þeirra, sem meira hafa og hafa t.d. fjármagnstekjur.     En athyglisverðast ípistlinum er auðvitað kosningaloforð Vinstri- grænna um að koma stöðugleikanum fyrir kattarnef, komist þeir til valda. Það þarf þá ekki að spyrja frekar að því hvernig flokkurinn hyggst haga efnahags- stefnunni. STAKSTEINAR Stöðugleikanum komið fyrir kattarnef Víkverji skrifar... ÞAÐ fer oft talsverður tími í að út-skýra fyrir útlendingum að mið- borg Reykjavíkur hafi ekki orðið fyr- ir loftárásum í stríðinu, heldur sé það skipulagsyfirvöldum borgarinnar að kenna hvernig hún lítur út. Skort- urinn á heildarsvip og virðingu fyrir byggingarsögunni er svo hróplegur að eina leiðin út úr ógöngunum er að segja sem svo að sundurleitnin og fjölbreytileikinn í byggingarstíl, stærð og gerð húsa sé það sem geri miðborgina sjarmerandi. x x x VÍKVERJA varð hugsað heim íKvosina þegar hann las í Svenska Dagbladet að „fegurðarráðið“ í Stokkhólmi hefði lagzt eindregið gegn áformum um byggingu nýs ráð- stefnuhótels í hjarta Stokkhólms, steinsnar frá ráðhúsi borgarinnar. Fegurðarráðið heitir fullu nafni Ráð- ið til verndar fegurð Stokkhólms. Það var stofnað árið 1919 og á að stuðla að verndun „listrænnar eða menningar- sögulegrar borgarmyndar“ Stokk- hólms. Ráðið segir m.a. skoðanir sín- ar á ýmiss konar byggingar- og skipulagsáformum, en það er ein- göngu umsagnaraðili og getur ekki látið stöðva neinar framkvæmdir. x x x UM NÝJA hótelið segir fegurð-arráðið að byggingin sé of há og verði í óforskammaðri samkeppni við Ráðhúsið um athygli, bæði hvað varð- ar stærð og lit. Sérfræðingarnir í ráðinu kalla áformin „brot gegn virð- ingu fyrir táknrænu gildi Ráðhúss- ins.“ Ráðið telur aukinheldur að húsið sé almennt of stórt og auk þess sé út- færslan á framhlið þess bjánaleg, það líkist einna helzt ofvöxnu tveggja hæða húsi. Niðurstaða Fegurð- arráðsins er að nýja ráðstefnuhótelið sé einfaldlega of ljótt, miðað við fyr- irliggjandi teikningar. x x x MIKIÐ vildi Víkverji að menntreystu sér stundum til þess að segja einfaldlega að áformaðar ný- byggingar í Reykjavík séu ljótar. Mótmæli við nýbyggingum snúast iðulega um að þær skyggi á sólina, séu of háar, breiðar, standi á lóð sem átti að vera útivistarsvæði o.s.frv. – en sjaldnast er byggingu húsa mót- mælt á þeirri forsendu að þau séu ljót eða að þau skeri sig úr borgarmynd- inni. Um það verður þó varla deilt að mikið af því, sem hefur verið byggt í Reykjavík, ekki sízt í miðbænum, er mjög ljótt, eða að minnsta kosti í svo hróplegu ósamræmi við það, sem fyr- ir er, að það ætti að rífa það aftur. Víkverji er ekki frá því að Reykjavík hefði gott af að hafa fegurðarráð. Morgunblaðið/Jim Smart Ætli fegurðarráðið hefði samþykkt þetta? Í KYNNINGU á þætti á Stöð 2 heyrði ég Jóhannes í Bónus segja að hann væri líklega fæddur „náttúru- krati“. Ég hrökk við. Ástæðan er sú að þau ár sem ég bjó á Seltjarnar- nesi var ég félagi í Sjálf- stæðisfélagi Seltirninga. Jóhannes í Bónus var hluta af þessum tíma formaður félagsins og stóð sig með prýði. Ég minnist meðal annars að þegar Sjálfstæð- isflokkurinn á Nesinu vígði félagsheimili sitt árið 1986 var Jóhannes formaður fé- lagsins. Ég hefi hins vegar verið að velta því fyrir mér hvort það sé ekki býsna óvenjulegt að „náttúru- kratar“ séu formenn í sjálfstæðisfélögum? Að vísu sagði meistarinn mikli: „Í húsi föður míns eru margar vistarverur“ – Jóhannes er hinsvegar dæmigerður fyrir hinn sanna sjálfstæðismann, já, og kjarna stefnu Sjálf- stæðisflokksins, þ.e. að ef einstaklingurinn fær að starfa, sýna dugnað sinn í verki, óbundinn kreddum vinstri manna, þá getur einstaklingurinn lyft grett- istökum. Heiður fyrrverandi for- manni Sjálfstæðisfélags Seltirninga! Sveinn Karlsson. Hvað er að gerast hjá Dagvist? HVAÐ er að gerast hjá Dagvist barna í Reykjavík? Ég hef notað gæsluvöllinn við Arnarbakka mikið und- anfarin ár vegna þess að þetta er völlur sem börnin mín hafa óskað eftir að fara á (bý í Fellahverfi sjálf). Ég fór þangað í morgun og þurfti að kaupa miða sem ég hafði keypt síðast á 2.500 kr., 25 stk. Þegar ég ætlaði að borga var mér sagt að það væri búið að hækka verðið um heilar 2.500 – þá var mér nú brugðið – 100% hækkun sem hafði tekið gildi um áramót. En þegar mér var sagt að það ætti að fara að loka vellinum við Arnarbakka þá var ég nú ekki ánægð vegna þess að þarna starfa alveg frábærar konur og hafa þær sumar verið þarna í tugi ára. Þær taka alltaf vel á móti börnunum og ef börnin vilja ekki leyfa foreldrunum að fara, þá er bara komið með spennandi verkefni handa börnunum sem þau vilja að sjálfsögðu takast á við. Þetta er besti gæsluvöll- ur sem ég hef sett börnin mín á. Vinsamlega lokið ekki vellinum við Arnarbakka. Kveðja, Erna Pálmey. Skattalækkun í krónum talið? ER ekki kominn tími til að hætta þessum gamla leik með prósenturnar og byrja að reikna í krónum? Ef ekki er þetta bara blekking að bjóða þjóðinni eitthvað í prósentu á launin. Það munar því minna sem laun- in eru lægri en þeir auðug- ustu njóta margfalt. Af hverju ekki segja þetta upphátt! Það er alltaf verið að leika svona leiki. Guðrún. Góður matur ÉG var með fermingar- veislu nýlega og var með mat frá Kínahofinu í veisl- unni. Var maturinn frábær og eins var þjónustan mjög góð. Mæli ég með þessum stað. Sigríður Magnúsdóttir. Dýrahald Hver á köttinn? ÞESSI köttur er farinn að halda til í Melahvarfi við Elliðavatn. Hann er frekar lítill, svartur og hvítur, og ólarlaus. Ef einhver kann- ast við hann þá vinsamlega hafið samband í síma 862 5153. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Jóhannes náttúrukrati? Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 hreyfa, 4 dúsks, 7 í vondu skapi, 8 slæmt hey, 9 bólstur, 11 ástundun, 13 klettanef, 14 hárug, 15 nöldur, 17 veinaði, 20 mann, 22 æla, 23 sam- þykkir, 24 blómið, 25 hreinan. LÓÐRÉTT 1 vísi frá, 2 vitlaus, 3 for- ar, 4 hár, 5 rotin, 6 óms, 10 veslast upp, 12 reið, 13 fönn, 15 sonur, 16 blekk- ingar, 18 hænur, 19 sam- viskubit, 20 fornafn, 21 ófríð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 nemandinn, 8 lagið, 9 múgur, 10 nem, 11 kjaga, 13 ausan, 15 fress, 18 slota, 21 kút, 22 lærðu, 23 afana, 24 dandalast. Lóðrétt: 2 eggja, 3 auðna, 4 dimma, 5 naggs, 6 flak, 7 æran, 12 gæs, 14 ull, 15 fold, 16 eyrna, 17 Skuld, 18 stall, 19 okans, 20 aðal. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.