Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á STOFNFUNDI Samfylkingarinnar haustið 1999 var sjávarútvegsstefna hins nýja flokks samþykkt með lófataki. Í stefnuskrá kosningabandalagsins hafði verið að finna ákvæði um fyrningu afla- heimilda, en þarna var komin stefna sem var úthugsuð, heildstæð og í góðu sam- ræmi við bæði réttlætiskennd flokks- manna og ábendingar fjölmargra hag- fræðinga. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að auðlindagjöld væru greidd fyrir aðgang að takmörkuðum sameiginlegum auðlindum. Við stefnu- mótunina var einkum tekið á þeim þætti sem mestri óánægju hefur valdið sem er forsendur og aðferð við úthlutun kvótans. Ókeypis úthlutun kvóta á grundvelli reynslu fyrir 20 árum sem gefur útgerð- araðilum leyfi til að veiða, selja eða leigja kvótann er ekki sanngjörn. Linnulausri óánægju hafa stjórnvöld mætt með handahófskenndum aðgerðum. Lögunum um stjórn fiskveiða hefur verið breytt a.m.k. tvisvar á ári og kvóti verið fluttur með handafli milli aðila. Það hefur þó hvergi dugað. Það er bullandi óánægja og tvö stjórnmálaöfl sem nú bjóða fram eru fyrst og fremst að bregðast við því órétt- læti í kerfinu sem fólkið skynjar. Aðhyllast leið Samfylkingarinnar Þegar til kastanna kemur þarf að semja um framgang og útfærslu fisk- veiðistefnunnar. Það er því þægilegt að sjá að sífellt fleiri, bæði ný og eldri stjórn- málaöfl og málsmetandi einstaklingar, eru að verða sammála okkur í Samfylk- ingunni um að það þurfi með ákveðnum hætti að breyta úthlutunarkerfinu. Meiri sátt er forsenda meiri festu í starfsumhverfi sjávarútvegsins. Með út- boði á veiðiheimildum sem allir eigi jafn- an aðgang að, eiga útgerðir að geta fengið samninga um veiðiheimildir til nokkurra ára. Þannig skapast forsendur fyrir meiri stöðugleika en núgildandi kerfi býður uppá. Lögð áhersla á það í stefnu Sam- fylkingarinnar að þó að menn geti fest sér veiðiheimildir til margra ára þá greiða þeir fyrir þær jafnharðan og þeir nýta þær með gjalddögum þrisvar á ári. Nú er staðan þannig úthlutað til ein kerfinu hanga óánægju og þr Hæstiréttur h þingi geti, hve með hæfilegum Samfylkingi mikilvægi fisk endur gætu af vera með eigin beitt sér að þv afla um fiskma sátt sjómanna sem harðvítug snúist um á un stefna er vænl sátt, hún er he aðskerfi allt fr aflans. Hún ge áhuga og getu inni. Ábyrg stefna – lykill að „Það mun ekki nást viðunan sátt í sjávarútvegi fyrr en Samfylkingin leiðir það mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt hvað hann getur.“ Eftir Svanfríði Jónasdóttur BÖRN eru helsta auðlind hvers þjóð- félags, í þeim býr framtíðin. Málefni barna hafa ekki komist upp úr loforða- bunka ríkisstjórnarinnar á þessu kjör- tímabili og á því ætlar ekki að verða nein breyting nú. Þessu viljum við snúa við, það er tími til kominn að við hugsum um grunninn, okkur öllum til góða. Öll börn eru einstök. Þau fæðast inn í mismunandi fjölskyldur, fá mismunandi uppeldi og þroskast á sérstakan hátt. Þegar kemur að skólagöngu barnsins sést að skólakerfið er mjög vanbúið til að taka á móti fjölbreyttri flóru barna. Reiknað er með að þau eigi öll að geta lært að reikna, lesa og skrifa eins og skot. Þau börn sem finna að þau eiga í erfiðleikum með þessar grunngreinar missa oft vonina og þeim fer að líða illa í skólanum. Í rannsókn sem kallast „Börnin í borginni“ kom fram að 19% drengja í 8. bekk líður sjaldan eða aldrei vel inni í kennslustundum. Þeir einfald- lega ná ekki að höndla námsefnið. Fé- lagsleg aðstoð kemur í of mörgum til- fellum allt of seint til skjalanna, börnum er kastað á milli ólíkra stofnana og eng- inn vill taka ábyrgðina og leysa vanda viðkomandi. Upplifun barnsins verður sú að engum sé hægt að treysta og öll kerfi bregðist. Þau verða fyrir vonbrigðum, fyllast kvíða og gefast upp á að leita eftir hjálp. Árið 2001 voru 824 ofbeldistilvik til- kynnt til lögreglu á Íslandi. Af þeim var 21% sem átti sér stað inni á heimili eða í nágrenni þess. Heimilisofbeldi er 12 sinnum algengara í fátækum fjöl- skyldum. Þarna hafa peningaáhyggjur foreldra greinilega áhrif. Barn sem verð- ur vitni að eða er beitt ofbeldi, eða verð- ur fyrir vanrækslu af öðru tagi, er í mik- illi hættu hvað þroska snertir. Það heldur sig frekar til baka félagslega og fær síður að dafna. Kröfur okkar til samfélagsins eru miklar. Það þykir orðið sjálfsagt að for- eldrar kosti bö tómstundastar Félagsstarf af uppeldis- og vera afþreying stundastarf er sér heldur er f ilvægt fyrir an linga. Þórólfur Þór gert rannsókn barna og ungli legs heilbrigði eru að því meir íþróttir, þeim m þeir þjáist af k sálrænum van nemenda í 9. b kvíða 38% með vera í lélegri þ Börnin eiga að fá forgan „En íþrótta- og tómstundasta er ekki bara gagnlegt í sjálfu heldur er félagsstarf ekki síð mikilvægt fyrir andlega heils barna og unglinga.“ Eftir Þóreyju Eddu Elísdóttur NÚ síðustu vikurnar hafa landsmenn ekki farið varhluta af auglýsingaflóði Framsóknarflokksins. Megnið af auglýs- ingunum er innihaldsrýrt, en innan um má þó annað veifið glitta í gullkorn. Ég ætla sérstaklega að vekja athygli á grein sem er að finna í nýjasta Framherja á bls. 3, sem er kynningarrit framsóknarmanna í Norðvesturkjördæminu. Höfundur greinarinnar er Kristinn H. Gunnarsson, sem er þingmaður og frambjóðandi Framsóknarflokksins. Í greininni tíundar hann nokkra helstu galla kvótakerfisins og telur hann þá vera að: 1. Kvótakerfið hafi leitt til óréttláts og nánast skatt- frjálsrar eignamyndunar. 2. Kvótakerfið hafi leitt til samþjöppunar veiðiheimilda sem hafi leitt til byggðaröskunar. 3. Kvótakerfið komi nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi. Ég get tekið undir að mestu leyti grein- argóða gagnrýni þingmannsins á kvóta- kerfið en finnst að þingmaðurinn hafi gleymt að nefna allra veigamesta galla kvótakerfisins. Hann tel ég án nokkurs efa vera að kerfið hefur algerlega brugð- ist því hlutverki sínu að auka afrakstur þorskveiða, en öll gögn sýna að umtals- vert minna er veitt af þorski nú en fyrir daga kvótakerfisins. Skýrslur Hafrann- sóknastofnunar gefa ótvírætt til kynna að þorskstofninn sé minni en fyrir daga kerfisins. Formaður Framsóknarflokksins verndari kvótakerfisins Þingmaður Framsóknarflokksins gleymir ennfremur alveg að minnast á að það er Framsóknarflokkurinn ásamt hin- um kvótaflokknum Sjálfstæðisflokknum sem á mestu sök á hvernig málum er hátt- að í þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Formaður Framsókn- arflokksins Halldór Ásgrímsson hefur löngum verið nefndur guðfaðir kerfisins, en hann hefur verið mikill fylgismaður og verndari kvótakerfisins og hefur lengi lagst gegn bre sem leikið hefu Formaður Fra raun forðast a óstjórnina og r umræðu um m stjórnmálaum jafnvel um hug sambandinu o Ég tel að þa gagnrýni þing sem að hann v stefna Framsó útvegsmálum byggðaröskun Þess ber að Framsóknarfl urkjördæminu mikill fylgism og þeim sem v Sjálfsgagnrýni Framsó „…kerfið hefur algerlega bru hlutverki sínu að auka afrak veiða, en öll gögn sýna að um minna er veitt af þorski nú e kvótakerfisins.“ Eftir Sigurjón Þórðarson AFHENDING STJÓRNARSKRÁR Tvö dönsk herskip köstuðu akker-um í Reykjavík í lok júlí árið 1874.Um borð var Kristján IX. Dana- konungur, sem kominn var til að vera viðstaddur hátíðahöld í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar og afhenda Íslendingum „stjórnarskrá um hin sér- staklegu málefni Íslands“, sem hann hafði staðfest í janúar sama ár. Stjórn- arskráin hafði verið baráttumál um nokkurt skeið, en frumvarp til stjórnar- skrár hafði hlotið harkalega meðferð á danska Þjóðþinginu sjö árum áður og dagað þar uppi. Árið 1873 samþykkti Al- þingi stjórnarskrárfrumvarp þar sem gerðar voru gagngerar kröfur varðandi sambandið við Dani. Þar sem flestir töldu að konungur myndi hafna þessum kröfum fylgdi eftirfarandi ósk: „Að ef hans hátign konunginum eigi þóknist að staðfesta stjórnarskrá þessa, eins og hún liggur fyrir, að hann þá allramildilegast gefi Íslandi að ári komanda stjórnar- skrá, er veiti alþingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og að öðru leyti sé löguð eptir ofannefndu frumvarpi sem framast má verða.“ Kristján ákvað að verða við þessari beiðni. Var vísað í stöðulögin og sagt að Ísland hefði út af fyrir sig löggjöf og stjórn sérmála á „þann hátt, að lög- gjafarvaldið er hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum“. Þegar rætt var um ávarp til konungs á þjóðhátíðinni á Þingvöllum þótti sjálf- sagt að þakka honum að sýna Íslending- um þann sóma að koma hingað, en hins vegar var deilt um það hvort minnast ætti á stjórnarskrána. Eins og fram kemur í Öldinni okkar „töldu sumir rétt- ast að minnast hennar alls ekki, því að bæði hefði hún svo marga galla að hún væri lítilla þakka verð, og þar að auk hefðu landsmenn svo mikið orðið að berj- ast fyrir henni, að varla mætti hana gjöf kalla. Öðrum þótti það ókurteisi við kon- ung, að láta ógetið þess verks hans, að gefa oss löggjafarvald og fjárráð.“ Í fyrradag var Íslendingum afhent stjórnarskráin á nýjan leik. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, afhenti þá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra stjórnarskrána við hátíð- lega athöfn. Eins og fram kom í máli Davíðs Oddssonar við athöfnina á stjórn- arskráin 100 ára flökkusögu að baki. Stjórnarskráin kom fyrst til Íslands árið 1904 þegar Stjórnarráð Íslands var stofnað, en 1874 var sjálft skjalið ekki af- hent eins og margir telja. Henni var skil- að aftur árið 1928 og það er fyrst núna að hún er aftur komin til Íslands. Þótt ekki hafi verið jafn langt gengið í stjórnarskránni, sem Kristján IX. af- henti 1874, og margir Íslendingar hefðu viljað var engu að síður stigið mikilvægt skref í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga með henni. Þá var stjórnarskráin síður en svo afturhaldssamt skjal í þeim atrið- um, sem lutu að almennum réttindum borgaranna. Í henni voru tryggð ýmis al- menn mannréttindi, þar á meðal at- vinnu-, prent-, funda-, félaga- og trú- frelsi, og einnig friðhelgi heimilis og eignaréttar. Mörg þessara atriða er að finna lítið breytt í núgildandi stjórnar- skrá. Stjórnarskráin frá 1874 var mik- ilvægt skref í sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga og afhending hennar í Þjóð- menningarhúsinu ber vitni því trausta sambandi, sem ríkir milli Dana og Ís- lendinga. SAGA OG SAMFÉLAG Í SJÓNVARPI Síðastliðinn þriðjudag birtist hér íblaðinu auglýsing með áskorun ým- issa félagasamtaka, þ.á m. Bandalags ís- lenskra listamanna, BÍL, þar sem vakin er athygli á því hversu lítið vægi leikið íslenskt sjónvarpsefni hefur í íslensku sjónvarpi. Tekið er fram að með „leiknu sjónvarpsefni [sé] átt við heildstæð verk sem framleidd eru fyrir sjónvarp, stak- ar myndir eða þáttaraðir, ekki skemmti- efni eða kvikmyndir“. Þótt eflaust megi deila um hvað standi undir nafni sem „leikið íslenskt sjónvarpsefni“ dylst engum sem fylgist með sjónvarpi hér á landi að íslenskt efni er ákaflega lítið brot af því sem á boðstólum er, þótt eng- inn skortur sé á afþreyingarefni á ensku sem hefur þó litla sem enga skírskotun í séríslenskan veruleika. Í auglýsingunni er sú skoðun jafnframt sett fram að „þótt leikið sjónvarpsefni kosti pen- inga“ þá sé það skoðun viðkomandi sam- taka „að íslenska þjóðin hafi ekki efni á þeirri menningarlegu fátækt sem ríkir á þessu sviði“. Þau samtök sem að þessari staðhæf- ingu standa hafa mikið til síns máls. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa íslenskra sjónvarpsáhorfenda að drjúgur hluti þess efnis sem sýndur er í sjónvarpi endurspegli sögu þeirra og samfélag, þjóðtungu og menningu. Svo er ekki eins og málum er háttað í dag. Þó vissu- lega hafi áhugaverð verk ratað á skjái landsmanna í gegnum tíðina; ágætar heimildarmyndir, leiknir þættir og fróð- leikur af ýmsu tagi, fer enn fjarri að mikilsverðum viðburðum og straum- hvörfum í sögu lands og þjóðar hafi ver- ið gerð skil með áþekkum hætti og tíðk- ast t.d. hjá nágrannaþjóðum okkar. Þótt töluvert hafi verið gefið út af bókum af sagnfræðilegum toga um helstu átaka- mál tuttugustu aldar á Íslandi á und- anförnum árum, er ljóst að þær ná aldr- ei til alls almennings á sama hátt og vandað leikið sjónvarpsefni er allir hafa aðgang að. Slíkt efni er einstaklega vel til þess fallið að skerpa vitund lands- manna fyrir þróun íslensks samfélags og þeirrar arfleifðar er mótar samtím- ann. Um frumsamið leikið sjónvarpsefni virðist gegna sama máli, ekki virðist vera lögð nægilega mikil áhersla á að sýna vandaða þætti og sjónvarpsmyndir er spretta úr íslenskum veruleika og endurspegla íslenskan reynsluheim. Áhorfskannanir leiða þó í ljós að slíkt efni nýtur jafnan fádæma vinsælda meðal sjónvarpsáhorfenda. Allt frá því að Menningarsjóður út- varpsstöðva var lagður niður, hefur ver- ið erfitt að finna fjármagn til fram- leiðslu leikins sjónvarpsefnis. Með nýrri reglugerð um Kvikmyndasjóð er nú starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má gera ráð fyrir að hægara verði um vik, því hlutverk sjóðsins er að veita fé til leikins sjónvarpsefnis, auk leikinna kvikmynda, heimilda- og stutt- mynda. Það er því vonandi að opinberir aðilar taki þeirri áskorun sem þeim var birt í fyrrgreindri auglýsingu og að lögð verði aukin áhersla á fjárframlög til framleiðslu vandaðs leikins efnis fyrir sjónvarp í nánustu framtíð. Slíkt væri ekki einungis tímabær tilbreyting frá alltof einsleitu erlendu skemmtiefni heldur jafnframt mikilvægur liður í að styrkja innviði íslenskrar menningar og listsköpunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.