Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Mikil vonbrigði í höfuðborgum arabaríkja, fögnuður í Bagdad“ ARABÍSKA DAGBLAÐIÐ ASHARQ AL-AWSAT                             ! "# !$ %& $!! " '$ ( ) ! !  ! *+,(  -   !  $ ! $.     / 0    " %&&'()*+(,  *-, . %//,0%/ ,*1  " 4 !"  " 56   !   7. 8. 9! .         .   6 5    1    ; 5   . 6    og arabar frá grannríkjunum hafa farið til Íraks til að gera sjálfs- morðsárásir á innrásarliðið. Fyrr um daginn urðu miklar sprengingar nálægt forsetahöll við Tígris-fljót, norðan við miðborgina, og svo virtist sem vopnaðir stuðn- ingsmenn Saddams hefðu skotið sprengjum á bandaríska hermenn sem höfðu náð höllinni og nálægum byggingum á sitt vald. Hörð átök geisuðu á svæðinu í sjö klukku- stundir og þau sýndu að því fer fjarri að stríðinu í Írak sé lokið. Einn bandarískur hermaður féll og 22 aðrir særðust. Norðvesturhluti Bagdad að mestu á valdi Íraka Vopnaðir Írakar í borgaralegum klæðnaði, þeirra á meðal liðsmenn svokallaðra Píslarvottasveita Sadd- ams, réðust á bandaríska hermenn úr launsátri víða í Bagdad. Borgin er víðfeðm, með yfir fimm milljónir íbúa, og talið er að erfitt verði fyrir innrásarliðið að ná henni allri á sitt vald. Fréttamaður AFP sagði að Írak- arnir hefðu hafið árásirnar í nokkr- um íbúðarhverfum Bagdad klukkan tvö í fyrrinótt að staðartíma, klukk- an tíu í fyrrakvöld að íslenskum tíma. Þeir hefðu falið sig á bak við runna, í byggingum og bílum, á hús- AÐ MINNSTA kosti fjórir banda- rískir hermenn særðust alvarlega í gær þegar sjálfsmorðsárás var gerð á varðstöð innrásarliðsins í miðborg Bagdad. Fyrr um daginn urðu bandarískir hermenn fyrir hörðum árásum vopnaðra stuðningsmanna Saddams Husseins á afmörkuðum svæðum í Bagdad þegar innrásarlið- ið reyndi að styrkja stöðu sína í írösku höfuðborginni. Sjálfmorðsárásin var gerð klukk- an 19.30 að staðartíma, 15.30 að ís- lenskum, sunnan við fátækrahverfi sem nefnast Saddam-borg. Banda- ríski höfuðsmaðurinn Joe Plenzler sagði að samkvæmt fyrstu fréttum hefði maður gengið að varðstöðinni með sprengjur innan klæða og sprengt þær. Ekki var ljóst hvort óbreyttir borgarar hefðu látið lífið. Er þetta fyrsta sjálfsmorðsárásin í Bagdad og sú þriðja í Írak frá því að stríðið hófst. Þrír bandarískir hermenn biðu bana í sjálfsmorðs- árás tveggja íraskra kvenna í vest- anverðu landinu fyrir viku og mað- ur, sem þóttist vera leigubílstjóri, varð fjórum hermönnum að bana í slíkri árás við vegartálma norðan við Najaf 29. mars. Stjórn Saddams Husseins hafði hótað slíkum árásum þökum og undir brúm og ráðist á hermenn með rifflum og sprengjum. Hermt var að bandarísku hermenn- irnir hefðu skotið af fallbyssum skriðdreka á Írakana. Talið var að meginhluti norðvest- anverðrar borgarinnar væri á valdi vopnaðra hópa Íraka. Göturnar voru mannlausar, allar verslanir lokaðar og engar bandarískar hersveitir voru í borgarhlutanum nema á ein- um gatnamótum. Saddams leitað Bandarískir hermenn voru sendir að mosku í norðurhluta Bagdad þar sem talið var að Saddam Hussein og samstarfsmenn hans væru á fundi. Talsmaður bandarísku herstjórnar- innar sagði að skotið hefði verið á hermennina úr moskunni. Hermennirnir fóru frá moskunni að fyrrnefndri forsetahöll og síðan að heimili leiðtoga Baath-flokksins til að leita að írösku leiðtogunum. Bandaríski majórinn Rod Leg- owski sagði að hermennirnir hefðu verið sendir á svæðið eftir að herinn hefði fengið ábendingu um að Sadd- am Hussein kynni að vera í bygg- ingunum með nánum samstarfs- mönnum sínum. „Ég get ekki staðfest að hann hafi verið þarna,“ sagði Legowski. „Þessir staðir hafa verulegt hern- aðargildi og aðgerðin var árangurs- rík.“ Sjónarvottar sögðu að fimm Írak- ar hefðu beðið bana og sex særst í skotbardaga nálægt moskunni. Bandaríski undirofurstinn Fred Perdilla sagði að „arabískir málalið- ar“, þeirra á meðal nokkrir Sýrlend- ingar, hefðu barist með Írökunum. Að sögn bandarískra herforingja voru 22 menn teknir til fanga í kjall- ara moskunnar, þeirra á meðal nokkrir Egyptar. Moskan mun ekki hafa skemmst í átökunum. Tugir líka á götunum Tugir líka, meðal annars barna, og brunnir bílar voru á götum í suð- vesturhluta borgarinnar, í hverfi sem nefnist Al-Dora. Sjálfboðaliðar grófu líkin sem voru farin að rotna. Bandarískur herforingi á staðnum sagði að liðsmenn Píslarvottasveita Saddams hefðu orðið fólkinu að bana þegar þeir hefðu gert árás á lest bandarískra herbíla. Sjónar- vottar sögðu hins vegar að banda- rískir hermenn hefðu skotið á bíla óbreyttra borgara sem þeir hefðu talið vera vopnaða og ætla að gera árás. Bandarískar árásarþyrlur aðstoð- uðu hermenn sem börðust við Íraka á þremur svæðum í grennd við mið- borgina. Írakar veita enn harða mótspyrnu í Bagdad Fjórir bandarískir hermenn særast í sjálfsmorðsárás  Stuðnings- menn Saddams gera árásir úr launsátri víða í höfuðborginni Bagdad. AP, AFP. Reuters Bandarískir herbílar og brynvagnar aka framhjá brennandi íröskum skrið- dreka við útjaðar Bagdad-borgar eftir bardaga í gær. TVEIR íraskir klerkar voru myrt- ir í gær í Najaf, hinni helgu borg shíta. Var annar þeirra, Abdul Majid al-Khoei, einn kunnasti, íraski útlaginn, sem snúið hefur heim aftur. Al-Khoei var háttsettur shíta- klerkur og sonur Ayatollah Abd- ul-Qassim al-Khoei, andlegs leið- toga shíta í uppreisninni gegn Saddam Hussein 1991. Hinn klerkurinn, sem var myrtur, var Haider al-Kadar en hann var mjög óvinsæll vegna samstarfs síns við Saddam-stjórnina. Vitni segja, að mennirnir hafi hist í Mosku Alis, einum mesta helgidómi shíta, en þar hafi fylg- ismenn enn eins klerksins gert hróp að al-Kadar. Sagt er, að þá hafi al-Khoei tekið fram skamm- byssu og ber sögum ekki saman um hvort hann hafi skotið upp í loftið eða á mannsöfnuðinn. Þessu lauk með því, að fjöldi manna réðst gegn klerkunum tveimur og hjó þá til bana með hnífum og sverðum. Raunar hafði CNN-sjónvarpið það eftir vini al- Khoeis, að á hann hefði verið skot- ið inni í moskunni og hann síðan dreginn út og höggvinn. Al-Khoei og aðrir útlagar, sem komið hafa til Íraks á síðustu dög- um, voru að reyna að koma á lög- um og reglu í Najaf en bandarísk- ir hermenn ráða borginni nema sjálfri moskunni. Þar hefur hópur manna trúr Saddam-stjórninni hafst við en al-Khoei var að reyna að fá þá til að hafa sig burt gegn því, að þeir fengju að fara frjálsir ferða sinna. Hafði hann einnig hvatt til samstarfs við Banda- ríkjamenn og sagt er, að þeir hafi flutt hann til landsins. Voru vangaveltur um, að hann ætti að vera einn af tengiliðum þeirra meðal shíta. Háttsettur shíta- klerkur myrtur Reuters Abdul Majid al-Khoei með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í október 2001. Blair átti þá fund með æðstu mönnum múslíma í London og ræddi þá meðal annars við al-Khoei, sem var þar í útlegð. Najaf. AP. Var talinn lík- legur tengiliður við bandaríska herliðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.