Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 53
DAMON Johnson hefur alltaf leikið til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn er hann hefur verið í herbúðum Keflvíkinga og sagði
hann að sjálfstraustið hjá honum væri alltaf í lagi þegar hann væri
með þessum leikmönnum sem skipa liðið.
„Við fórum á flug eftir að við töpuðum á útivelli gegn ÍR í átta
liða úrslitum. Eftir það var allt annað andrúmsloft á æfingum og
eftir æfingar. Það eru ekki margir sem hafa séð okkur æfa en þar
gengur ýmislegt á og ég fann það að við höfðum fengið þann neista
sem myndi tryggja okkur sigurinn á Íslandsmótinu,“ sagði John-
son og bætti því við að margir hefðu haldið að hann væri að grínast
þegar hann sagði að Keflavík myndi vinna einvígið 3:0 gegn Grind-
vík. „Ég vissi þetta allan tímann. Edmund Saunders breytti miklu
fyrir okkur og hann hefur breyst mikið frá því að hann kom fyrst
til okkar. Ég er virkilega ánægður með hans framlag og hvernig
hann tók á sínum málum frá fyrsta degi. Þar að auki er hann mjög
góður leikmaður,“ sagði Johnson og bætti því við að liðsandinn í
Keflavík væri það sem skipti mestu máli. „KR er með góða leik-
menn en ekki neina liðsheild – slíkt er ekki vænlegt til árangurs.“
Johnson var ekki viss um hvar hann léki á næstu leiktíð en hug-
ur hans stefnir á meginland Evrópu. „Ég mun velta ýmsum mögu-
leikum fyrir mér á næstunni og vonandi fæ ég að leika með lands-
liðinu á Möltu,“ sagði Johnson og hljóp inn í búningsklefa liðsins til
þess að baða Sigurð Ingimundarson þjálfara liðsins að hætti form-
úluökumanna.
„Var aldrei að grínast“
„NIÐURSTAÐAN er geysileg vonbrigði fyrir okkur,“ sagði hinn
leikreyndi Guðmundur Bragason, leikmaður Grindvíkinga, er
hann hlustaði á sigursöngva Íslandsmeistaraliðs Keflvíkinga á
eigin heimavelli.
„Við lögðum okkur fram og reyndum að gera það sem við gát-
um en því er ekki að leyna að Keflavík er með tvo öfluga leikmenn
sem við áttum í vandræðum með í öllum þremur leikjunum,“ sagði
Guðmundur og átti þar við Edmund Saunders og Damon Johnson.
Spurður um framhaldið hjá sér var Guðmundur var um sig og
sagðist vera hundsvekktur og það gæti haft áhrif á hvort hann
mætti til leiks á ný með Grindvíkingum á næstu leiktíð. „Ég á
frekar von á því að þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir
Grindavík og í úrvalsdeild. Þetta er mjög gaman en tímafrekt.
Það er samt betra að bíða með að tilkynna liðinu um það en eins
og mér líður núna á ekki von á að ég haldi áfram.“ sagði Guð-
mundur.
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvíkinga, sagði Keflavík-
urliðið einfaldlega hafa verið betra liðið að þessu sinni. „Við náð-
um okkur ekki á strik í úrlitakeppninni. Áttum í strögli með Ham-
ar og rétt mörðum Tindastól. Ég veit ekki hvað veldur því og ætla
ekki að dvelja lengi með hugann við þessi úrslit. Það er ekkert
annað í stöðunni en að mæta ferskur til leiks næsta haust með það
eitt að markmiði að ná þessum titli af Keflvíkingum,“ sagði Páll
Axel.
„Geysileg vonbrigði“
FÓLK
HELGI Kolviðsson og félagar í
Kärnten drógust gegn Mattersburg
í undanúrslitum austurrísku bikar-
keppninnar í knattspyrnu. Matters-
burg, sem er efst í 1. deild og nær
öruggt með sæti í úrvalsdeild að ári,
sló Grazer AK út úr keppninni í
fyrrakvöld með 1:0 sigri.
CONVERSANO, lið Guðmundar
Hrafnkelssonar landsliðsmarkvarð-
ar í handknattleik, komst í fyrra-
kvöld í undanúrslit í ítölsku 1. deild-
inni, þegar það lagði Bologna, 26:24,
í Bologna. Þetta var annar sigur
Conversano á Bologna í 8-liða úrslit-
um, hinn fyrri innsiglaði liðið á
heimavelli sl. sunnudag, 34:24. Guð-
mundur Hrafnkelsson lék ekki með
Conversano í leiknum í gær. Í und-
anúrslitum sem hefjast 26. apríl leik-
ur Conversano við Merano.
HAFSTEINN Ægir Geirsson,
siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði,
hélt utan í gær en hann mun taka
þátt í sterku siglingamóti í Andorra
á Ítalíu um helgina. Þá mun Haf-
steinn Ægir keppa í öðru sterku
móti sem haldið er í Hourtin í Frakk-
landi um páskana. Hafsteinn tekur
þátt í báðum mótunum á vegum Sigl-
ingasambands Íslands og keppir á
Laser einmenningsseglbáti.
MICHAEL Jordan segir að honum
standi ýmislegt til boða þegar keppn-
istímabilinu í NBA-deildinni lýkur
en Jordan mun ekki leika með Wash-
ington Wizards á næsta keppnis-
tímabili. Jordan seldi hlut sinn í Wiz-
ards til þess að geta leikið með liðinu
og segir hann við bandaríska fjöl-
miðla að hann eigi eftir að ræða við
Abe Pollin aðaleiganda Wizards um
framtíð sína hjá félaginu.
JORDAN hefur verið nefndur til
sögunnar sem framkvæmdastjóri
Chicago Bulls en fjölskylda hans býr
í Chicago. Að auki hafa aðilar sem
vilja endurreisa NBA lið í Charlotte
fá Jordan til þess að stýra málum þar
á bæ. Charlotte Hornets, sem var til
staðar í borginni, var flutt til New
Orleans.
FRANSKI landsliðsmaðurinn
David Trezeguet verður líklega ekki
meira með liði sínu Juventus en hann
er meiddur á öxl. Læknar ítalska
liðsins ætla að gefa sér þrjár vikur
áður en gerð verður aðgerð á
Trezeguet.
HEIMSMEISTARAKEPPNI
kvennalandsliða í knattspyrnu er í
uppnámi vegna bráðalungnabólgu-
faraldurs í Asíu, SARS, en keppnin á
að fara fram í Kína í september.
Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, hefur ákveðið að fresta því að
draga í riðla fyrir HM en athöfnin
átti að fara fram í Kína 24. maí nk.
Talsmenn FIFA segja að ekki verði
ákveðið hvar og hvenær dregið verð-
ur í riðlana fyrr en ástandið í Asíu
verður betra.
Þórsarar gengu hnípnir af vellieftir frækilega baráttu en þeir
hafa staðið fyrir sínu í vetur. ÍR
marði sigur á seiglu
og meiri breidd og
kemst því í fjórð-
ungsúrslit án odda-
leiks. Tæpt varð það
hins vegar, afar tæpt.
Fyrri hálfleikur var jafn og
þokkalega leikinn. Bæði liðin léku
hreyfanlega 6-0 vörn. Þór komst í
11:9 en þá hrökk allt í baklás og ÍR
skoraði fjögur mörk í röð og staðan í
leikhéi 12:14. Þórsarar drógu gest-
ina uppi í seinni hálfleik og komust
yfir í 18:17 en þá var Ólafur Sig-
urjónsson loks settur inn á, auk þess
sem hvíld Einars Hólmgeirssonar á
bekknum var lokið. Óhætt er að
segja að Ólafur hafi dregið vagninn
fyrir ÍR en hann skoraði 5 af síðustu
8 mörkum liðsins. Lokamínúturnar
voru æsispennandi. Þórsarar jöfn-
uðu, 25:25, og fengu boltann aftur
þegar 15 sekúndur voru eftir en
misstu af gullnu tækifæri.
Í fyrri framlengingunni náði ÍR
tveggja marka forskoti en Þór jafn-
aði á síðustu mínútu seinni hlutans.
Staðan 28:28. Enn var því gripið til
framlengingar og aftur náði ÍR
tveggja marka forskoti. Staðan var
32:32 þegar 40 sek. voru eftir og það
var loks Einar Hólmgeirsson sem
þrumaði knettinum í netið rétt fyrir
lokaflautið. Breiðhyltingar trylltust
af fögnuði, eftir því sem þrek leyfði.
Einar og Ólafur voru bestu menn
ÍR í leiknum ásamt Hallgrími Jón-
assyni í markinu. Hallgrímur varði
22 skot og m.a. víti frá Goran Gusic í
stöðunni 24:24 þegar tæpar 2 mín-
útur voru eftir. Vörn ÍR var líka
mjög sterk og menn fastir fyrir án
þess að vera grófir. Reyndar þurftu
dómaranir að flauta afar mikið og
dæmdu alls 19 víti í leiknum.
Hjá Þór var Hörður Flóki Ólafs-
son í ham í markinu og varði 22
skot, þar af 2 víti. Árni Sigtryggs-
son, skyttan unga, og hinn vannýtti
hornamaður, Halldór Oddsson, voru
bestir í sókninni. Páll Gíslason stóð
sig vel en Goran Gusic og Aigars
Lazdins fundu ekki taktinn að þessu
sinni og munar um minna.
Morgunblaðið/Kristján
Ólafur Sigurjónsson ÍR-ingur stingur sér í gegnum vörn Þórs og skorar eitt sex marka sinna í
leiknum í gærkvöldi án þess að varnarmenn Þórs fái rönd við reist.
$%&'()
*%+ !()
$,$+--./$+-
(
0$
0)1
2
3
4
"
5
"
6
7
8
4
6
2
9
0
02
4
)!
;
2'
0;
*+
48
48
83
4"
.
.
$ /
//&
07
00
;
))
;
2'
04
*,
:#
85
45
44
Tvíframlengdur barn-
ingur fyrir norðan
SPENNAN í leik Þórs og ÍR var
nánast óbærileg og ljóst að
norðanmenn ætluðu ekki að
gefast upp þótt þeir ættu við
ramman reip að draga. Gestirnir
voru nánast alltaf á undan en
Þórsarar jöfnuðu í 25:25 áður
en flautað var til leiksloka. Þeim
tókst einnig að draga ÍR-inga
uppi í framlengingu og staðan
þá 28:28. Það var síðan í lok
seinni framlengingar að Einari
Hólmgeirssyni tókst að skora
markið sem fleytti ÍR áfram í
undanúrslitin en lokatölur urðu
32:33 eftir magnþrungna við-
ureign sem stóð í tvo og hálfan
tíma.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
„ÉG ætla að byrja á því að óska
Keflvíkingum til hamingju með Ís-
landsmeistaratitilinn og þeir nýttu
sér þau tækifæri sem þeim gáfust í
vetur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars-
son, þjálfari Grindvíkinga, eftir að
lið hans hafði tapað þriðja leiknum
í röð í úrslitum um Íslandsmeist-
aratitilinn.
„Keflvíkingar eru einfaldlega
með tvo mjög sterka leikmenn sem
við áttum í erfiðleikum með en þeir
voru ekki að gera neitt ólöglegt
þegar þeir fengu Edmund Saund-
ers til liðsins. Að mínu mati hafa
þeir verið í vörn vegna þess máls
en þeir ættu frekar að vera stoltir
þar sem þeir nýttu sér aðeins
möguleika sem önnur lið hafa gert
á undanförnum árum. Ég hefði
gjarnan viljað hafa tvo leikmenn á
borð við Darrell Lewis í mínu liði.“
Friðrik bætti því við að þriðji
leikurinn hefði verið þeirra besti
leikur í úrslitarimmunni og aðeins
hársbreidd hefði skort til þess að
lið hans hefði náð að sigra. „Við
reyndum ýmislegt til þess að
reyna að stöðva þá en það tókst því
miður ekki. Ég mun samt sem áð-
ur ekki leggja árar í bát og veit að
strákarnir eru staðráðnir í að gera
betur á næsta ári,“ sagði Friðrik
Ingi Rúnarsson og bjóst við því að
velja marga leikmenn úr Íslands-
meistaraliðinu í landsliðið fyrir
Smáþjóðaleikana á Möltu í byrjun
júní.
„Vorum hárs-
breidd frá sigri“
GUNNAR Einarsson er í nýju hlutverki í liði Keflvík-
inga í vetur þar sem hann leikur mun meira undir körf-
unni og kljáist meira við stærri leikmenn en áður. „Ég
kann vel við hasarinn undir körfunni. Mér er ætlað
þetta hlutverk þar sem það er best fyrir liðið en ég
neita því ekki að mig langar mest að vera í hlutverki
skotbakvarðar,“ sagði Gunnar og taldi Keflavíkurliðið
vera það besta sem hann hefur leikið með. „Þessi vetur
hefur verið eftirminnilegur. Það var smásápuópera eða
Dallas í kringum brotthvarf Kevins Grandbergs en að
öðru leyti hefur þessi vetur gengið eins og í sögu,“
sagði Gunnar.
Bandaríkjamaðurinn Edmund Saunders breytti
miklu fyrir Keflavíkurliðið í upphafi árs og nýttist hann
liðinu afar vel. Saunders vildi þakka Keflvíkingum það
traust sem þeir sýndu honum í upphafi árs. „Ég þurfti
að fá tækifæri á ný eftir misjafnt gengi og það er búið
að vera mjög gaman að leika í þessu liði. Gæðin eru
mun meiri en ég átti von á og leikirnir í úrslitakeppn-
inni hafa verið erfiðir en skemmtilegir. Við náðum að
nýta okkar styrk undir körfunni sem og fyrir utan. Ég
er aðeins hluti af mjög góðu liði,“ sagði Saunders.
„Kann vel við hasar-
inn undir körfunni“