Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Garðbæingar
„Opið hús“ laugardaginn 12.
apríl með frambjóðendum Suð-
vesturkjördæmis, þeim Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur og
Bjarna Benediktssyni milli kl.
11.00 og 12.00 á Garðatorgi 7.
Þau börn, sem koma með foreldrum
sínum, fá blátt páskaegg.
Vöfflur og kaffi.
VERUM BLÁTT - ÁFRAM
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ.
KENNSLA
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið,
einnig atvinnuleysistryggingasjóður
Vinnuvélanámskeið
verður haldið í Þarabakka 3,
109 Reykjavík (Mjódd)
Námskeiðið byrjar 22. apríl 2003 kl. 18:00.
Kynningarverð 39.900.
Upplýsingar og innritun í síma 894 2737.
Kolding - Danmörku
Academy of Multimedia Design
Að kunna skil á samskiptum
í hinum nýja miðli
Fjölmiðlunarhönnuður
• Tveggja ára alhliða nám í:
Grafískri hönnun
Viðmótshönnun
Samskiptarannsóknum
Verkefnastjórnun og viðskiptahagfræði
• Kennsla á ensku
• Stuðningur við erlenda nemendur:
Ráðgjöf
Húsnæði og fæði
Félagslíf
• Kolding er staðsett miðsvæðis í Danmörku.
Þar er ávallt mikið um að vera á sviði
menningar og mennta.
• Nemendur frá Norðurlöndunum þurfa ekki
að greiða skólagjöld. Námið heyrir undir
opinbera danska menntakerfið.
• Kennsla hefst 25. ágúst 2003.
Mætið á upplýsingafund í Reykjavík
föstudaginn 9. maí kl. 12-14 á Radisson SAS
Saga Hótel, við Hagatorg, 107 Reykjavík,
salur A. Tilkynnið þátttöku í tölvupósti til
jsk@ceukolding.dk.
Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni
www.multimediedesigner.com eða hjá
Jens Skov í síma +45 793 20100.
Einnig er hægt að senda tölvupóst til jsk@ceukolding.dk
Sk
ov
va
ng
en
28
-
60
00
K
ol
di
ng
-
N
et
fa
ng
:c
eu
ko
ld
in
g@
ce
uk
ol
di
ng
.d
k
- en del af Erhvervsakademi Syd
BÁTAR SKIP
Til sölu
Ferðamálasjóður auglýsir til sölu skipið Lagar-
fljótsorminn nr. 2380, 160 brl. fljótaskip ætlað
til ferðaþjónustu. Skipið er smíðað í Moskvu
árið 1992. Mesta lengd er 38,5 m, breidd 5,05
m og rista 1,07 m. Skipið er knúið tveimur 150
ha „skriðdrekavélum". Skipið var keypt í Sví-
þjóð og hóf siglingar á Lagarfljóti 20. júní 1999.
Það tekur 220 manns og gengur 12 mílur.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Ferðamála-
sjóði, Borgartúni 21 í Reykjavík, eða
í síma 540 7510.
Ferðamálasjóður.
TILKYNNINGAR
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um breytingu
á deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að
endurskoðuðu og breyttu deiliskipulagi í
Reykjavík.
Keilufell, viðlagasjóðshús, endur-
skoðað deiliskipulag.
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi reits
sem afmarkast af, Austurbergi, Gerðubergi,
Norðurfelli og grænu svæði til austurs. Tillagan
gerir m.a. ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall
verði 0,35-0,50, mismunandi eftir aðstæðum á
lóðum og er gert nánar grein fyrir því í
greinargerð og skilmálum. Gera skal ráð fyrir
einu viðbótar bílastæði innan hverrar lóðar við
stækkun húsa þannig að þau verði 3 á hverri
fullbyggðri lóð. Minniháttar útlitsbreytingar
verða leyfðar, t.d. hvað varðar glugga og þak-
skegg. Lagst er gegn því að klæðningu húsa
verði breytt.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir að leyfðar verði út-
byggingar á austur- (ekki á öllum húsa-
gerðum), suður- vestur- og norðurhliðum húsa
og bílgeymslur við vesturhlið. Leyfilegt verði
að samtengja bílgeymslur og íbúðarhús þar
sem aðstæður leyfa. Girðingar umhverfis lóðir
eru leyfðar innan almennra marka byggingar-
reglugerða og skulu taka mið af klæðningu
húsa varðandi áferð og útlit. Nánar vísast í
uppdrætti, greinargerð og skilmála.
Sóleyjarrimi/Smárarimi, (Landsíma-
lóð), breyting á deiliskipulagi.
Tillagan að breytingu á deiliskipulagi svæðis
sem skipulagi var frestað á þegar heildar
skipulag svæðisins var samþykkt. Tillagan
gerir m.a. ráð fyrir 3-6 hæða fjölbýlishúsum,
og í stað fjölbýlishúss á suðausturhluta lóðar-
innar verði hægt að reisa hjúkrunarheimili.
Þjónustumiðstöð skal tengjast við fjölbýlis-
húsin nyrst á lóðinni. Einnig gerir tillagan ráð
fyrir, syðst á reitnum, einu raðhúsi með níu
íbúðum, tveggja hæða með innbyggðri bíla-
geymslu og skulu þau vera innan þeirra marka
sem skilmálar segja til um. Heildarfjöldi íbúða
á svæðinu getur orðið allt að 310 íbúðir.
Neðanjarðar bílageymslur verða við fjölbýlis-
húsin fyrir um 180 stæði ef eingöngu eru íbúðir
á svæðinu en 202 ef stæði ef hjúkrunarheimili
verður byggt í stað syðsta fjölbýlishússins.
Nánar vísast í tillögur, uppdrætti og skilmála.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, virka daga kl. 10:00 –
16:15 og fimmtudaga til kl. 18:00, frá 11.04
2003 til 23.05. 2003. Eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Kynningargögn er einnig að
finna á heimasíðu skipulags- og byggingar-
sviðs, skipbygg.is. Ábendingum og athuga-
semdum við tillögurnar skal skila skriflega til
Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu-
lagsfulltrúa) eigi síðar en 23.05. 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 11. apríl 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Auglýsing
Aðalskipulag Grímsness-
og Grafningshrepps 2002—2014
Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps
samþykkti á fundi sínum 24. september sl. að
óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar á aðal-
skipulagi Grímsness- og Grafningshrepps
2002—2014 til staðfestingar umhverfisráð-
herra, sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 m.s.br.
Aðalskipulagstillagan var auglýst samkvæmt
17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga á
tímabilinu 25. júní 2002 til 23. júlí 2002. Frestur
til að skila inn athugasemdum var til 6. ágúst
2002. Alls bárust athugasemdir frá 13 aðilum.
Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar
og sent þeim, er gerðu athugasemdir, umsögn
sína.
Vegna athugasemdanna voru gerðar lítilsháttar
breytingar á skipulagstillögunni, m.a. var
iðnaðarsvæði í landi Hallkelshóla bætt inn og
afmörkun svæða fyrir frístundabyggð breytt
á nokkrum stöðum, s.s. í landi Galtar, Öndverð-
arness I, Sólheima, Ölfusvatns og Hagavatns.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun,
sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lok-
aafgreiðslu tillögunnar. Þeir, sem óska nánari
upplýsinga um tillöguna og niðurstöður sveit-
arstjórnar, geta snúið sér til skrifstofu Grímsn-
ess- og Grafningshrepps.
Sveitarstjóri.
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur
í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur
þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um
leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í
jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og
starfa í Hafnarfirði.
Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi
fyrir "Velli 2. áfangi" Hafnarfirði
Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu umhverfis- og
tæknisviðs, Strandgötu 8-10, þriðju hæð, frá 11. apríl
2003-10. maí 2003. Nánari upplýsingar eru veittar á
bæjarskipulagi.
Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og skal
þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði,
eigi síðar en 26. maí 2003. Þeir, sem ekki gera at-
hugasemd, teljast samþykkir .
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum
þann 1. apríl 2003 að auglýsa til kynningar tillögu
að deiliskipulagi fyrir „Velli 2. áfanga“ í Hafnarfirði í
samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 m.s.br.
Auglýsing um endurskoðun á deiliskipulagi fyrir
„Suðaustur-Hvaleyrarholt“ í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum
þann 1. apríl 2003 að auglýsa til kynningar endur-
skoðun á núgildandi deiliskipulagi fyrir „Suðaustur-
Hvaleyrarholt“ í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr.
26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
m.s.br. Endurskoðunin felur í sér, í meginatriðum, að
gera ráð fyrir garðyrkjustöð í suðurhluta hverfisins og
7 nýjum íbúðarhúsalóðum við Lindarhvamm. Auk þess
felur endurskoðunin í sér leiðréttingar á skipulagsupp-
drætti til samræmis við núverandi ástand. Samþykkt á
deiliskipulagi þessu fellir úr gildi eldra skipulag sem
samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 10. okt.
1978 og staðfest af félagsmálaráðherra 14. ágúst
1979.