Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 37 ég kveð ástkæran frænda og fóstur- bróður. Hann var fæddur í litla húsinu á Bökkunum, inni á milli fagurra fjalla, nærri því niðri í flæðarmáli, þar sem hjatrahlýjan var næg og ekkert kyn- slóðabil var til. Í því húsi fæddust flest börn þeirra Albertssystra. Þar tók á móti honum hún amma hans, Guðný, konan sem hann bar alla tíð mikla virðingu fyrir og sagði ótal sög- ur af, konan sem ól upp mörg barna- börn sín, konan sem sauð grös og að- stoðaði marga, konan með sterka persónuleikann, konan sem las mikið, konan sem hafði tíma fyrir börnin. Allt þetta og margt annað lærði Kalli af ömmu sinni, hún mótaði hann í æsku. Það var ekki úr mörgu að spila á hans uppvaxtarárum, en hann var al- inn upp hjá henni en eftir að hún lést tóku þær við móðursystur hans, þær Maggý og Dísa Alberts. Elskuleg móðir hans Jónína eign- aðist fjögur börn og voru þau að mestu leyti alin þarna upp, en Jónína var sjúklingur alla tíð, en unni börn- um sínum og barnabörnum mjög heitt. Það var gaman þegar Kalli var að rifja upp gamla tíma í húsinu og hef ég tekið saman nokkrar sögur og var meiningin að láta hann lesa yfir það með vorinu, en það verða bara aðrir að gera það að þessu sinni. Ég man þegar ég var smástelpa, en þá var Kalli unglingur og ég var eins og litla systir sem auðvitað var að þvælast fyrir unga stráknum, hvað ég leit upp til stráksins, hann var allt- af í fótbolta eða frjálsum íþróttum, í öllum félögum, svo ég tali nú ekki um leikfélagið. Hann var mikill félags- málamaður alla tíð og lagði mikið til samfélagsins í þeim málum. Það var spennandi að fylgjast með þegar Kalli var kominn með kærustu, sem hann sótti til Suðureyrar, þessa yndislegu konu Sigríði. Ekki leið á löngu að börnin kæmu, þau sem fæddust hér fyrir vestan, Friðbert, Jónína og Margrét, en eftir að þau fluttust suður komu Karl, Hörður, og Birgir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að vera barnapía hjá þeim hér vestra, enda var heimilið hjá þeim mitt annað heimili. Það urðu mikil viðbrigði fyrir okk- ur ömmu eftir að þau fluttu suður, þá var það eins og nú, erfitt að sjá eftir hluta af fjölskyldu sinni flytja burt. En tengslin rofnuðu ekki, alltaf var tryggðin fyrir hendi hjá Kalla og sambandið við ömmu sem nú er ein eftir af hans móðursystkinum mjög sterkt og hefur það alla tíð verið. Það koma ótal minningar upp í hugann frá liðnum árum, en þær ætla ég að geyma vel. Við áttum það sam- eiginlegt að vera alin upp hjá ömmum okkar í litla húsinu með góðu sálinni. Fyrir þær stundir vil ég aðeins þakka. Amma biður fyrir sérstakar kveðjur og þakklæti fyrir traustið og að halda uppi sterka þrjóska per- sónuleika ættarinnar. Bestu kveðjur frá Gunnlaugi og börnunum mínum. Hafðu þökk fyrir allt. Minningin um góðan dreng lifir. Þín Kristjana Sigurðar. Fyrir 50 árum kynntumst við Al- bert Karl Sanders. Það var í aðdrag- anda alþingiskosninganna 1953. Kosningabarátta þá eins og nú. Við vorum ungir sjálfstæðismenn hvor í sinni heimabyggð, hann á Ísafirði og ég í Hafnarfirði og störfuðum á kosn- ingaskrifstofum. Í nærri tvo mánuði vorum við í nánu sambandi og aðstoð- uðum hvor annan, því að mikið var í húfi. Við ætluðum að tryggja þing- setu frambjóðenda okkar, þeirra Kjartans J. Jóhannssonar og Ingólfs Fygenrings. Það tókst og Sjálfstæð- isflokkurinn fékk víða góða kosningu. Þegar kosningunum var lokið höfð- um við Albert Karl bundist vináttu- böndum sem styrktust eftir því sem tímar liðu og ævinlega fagnaðarfund- ir þegar við hittumst. Albert Karl var ungur valinn í for- ystusveit sjálfstæðismanna á Ísafirði, liðlega tvítugur, og í bæjarstjórn sat hann 1954 – 62. Til forystu valinn í fjölmörgum félagssamtökum þar vestra, þar á meðal Samtökum íþróttamanna enda íþróttamaður góður. Árið 1962 bregður Albert búi og flytur frá Ísafirði á syðri byggð til Njarðvíkur. Það var mikill fengur fyrir okkur sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi að fá Albert og fjölskyldu hans til liðs við okkur. Hann var fljótt kominn í hóp dugmik- illa ungra athafnamanna í Njarðvík og var valinn til forystu í Sjálfstæð- isflokknum. Hann gegndi störfum bæjarstjóra í 12 ár frá 1974–86 auk þess sem honum voru falin fjölmörg trúnaðarstörf í félagsmálum á Suð- urnesjum. Ólatur var vinur minn Al- bert að sinna störfum fyrir okkur sjálfstæðismenn sem formaður full- trúaráðs og varaformaður í kjör- dæmisráði. Það var mér afar mikill styrkur í oft erfiðum störfum að eiga minn gamla vin sem samverkamann og ráðgjafa. Hann sagði óhikað skoð- anir sínar, var hreinskiptinn, ráðholl- ur og honum mátti alltaf treysta. Þegar nú er komið að leiðarlokum og Albert Karl Sanders er kvaddur þakka ég honum samfylgdina og vin- áttu við mig og mína. Biðjum við hon- um Guðs blessunar á landi lifenda. Eiginkonu hans Sigríði og fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Það var í kringum 1955 að ég var á gangi niður Hafnarstrætið á Ísafirði með föður mínum að kvikk og hressi- legur maður vatt sér að okkur og spurði tíðinda. Þessi maður varð mér eftirminnilegur fyrir mjög skarpa andlitsdrætti. Hann talaði hratt, var með miklar skoðanir og hafði leikara- legt yfirbragð. Þetta var Alli Kalli eins og allir þekktu hann á Ísafirði. Hann vann þá hjá Ísfirðingi hf. en faðir minn var þar skipstjóri. Hann fluttist nokkrum árum seinna eins og fleiri ungir efnilegir Ís- firðingar til Njarðvíkur á vit nýrra ævintýra. Það er þannig með Vestfirðinga að það er sama hvar þeir eru, alls staðar eru þeir fyrirferðarmiklir og stoltir af uppruna sínum og standa saman. Rætur okkar beggja eru frá Ísafirði og konurnar okkar báðar frá Súg- andafirði. Það gat því ekki farið hjá því að þegar kom til tals að fjölskyld- an flyttist til Njarðvíkur árið 1990 að ég talaði við Alla Kalla og Siggu. Alli Kalli hafði leitt Njarðvíkurbæ farsæl- lega sem bæjarstjóri í áraraðir og fór ekki á milli mála hver réð þar sem hann var annars vegar. Það var ekki að því að spyrja að þau hjónin tók mér og minni fjölskyldu einstaklega vel og greiddu götu okkar eftir föng- um. Hann hafði eins og áður miklar skoðanir á málunum og lá ekki á þeim og talaði hátt. Alli Kalli var mjög póli- tískur maður og mikill sjálfstæðis- maður þó hann væri ekki alltaf sam- mála forustunni. Þegar ég var kominn á þing bað hann mig gjarnan um skilaboð til forustunnar ef leið- rétta þurfti kúrsinn. Hann var trúr sannfæringu sinni en lét þó réttlæt- iskenndina ráða þegar kom að því að velja á milli flokks og fólks. Þannig gat hann talað af mikilli virðingu um pólitíska andstæðinga. Þessi hæfi- leiki hans kom honum að miklum not- um þegar hann var fenginn til að stjórna Njarðvíkurbæ með vinstri meirihluta. Leiðir okkar lágu saman á ýmsum sviðum fyrir utan stjórn- málin en við vorum m.a. saman í Lions. Ég leitaði oft til Alla Kalla um ráð og var það ávallt auðsótt. Það er skarð fyrir skildi þegar þessi ágæti vinur er allur allt of fljótt. Hann studdi mig heilshugar í því sem ég taldi rétt að gera í sviptingum stjórn- málanna og fyrir það var ég honum mjög þakklátur. Kynni við hann gerðu mig að betri manni. Drottinn blessi minningu þessa mæta manns. Kristján Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Al- bert Karl Sanders bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ZHI LAN WANG, Hafnargötu 58, Keflavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hring- braut laugardaginn 5. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju laugardag- inn 12. apríl kl. 13.00. Jóhannes Karl Jia, Rannveig Hallvarðsdóttir, Sufen Jia, Qing Hua Tang, Jun Shu Jia, Jóhannes Valdemarsson, Rui Jia, Zhang Wei, Shu Qin Jia, Chang Jun Sui, Jens Beining Jia, Sóley Guðbjörnsdóttir, Sui Xin, Tang Yue, Wu Jin, Xi Bei Zhang, Anna Jia, Amanda Beiningsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR YNGVI KRISTINSSON frá Löndum í Vestmannaeyjum, Breiðvangi 8, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði þriðjuda- ginn 8. apríl. Guðbjörg Bergmundsdóttir, Kristinn Þórir Sigurðsson, Ásta Úlfarsdóttir, Bergmundur Helgi Sigurðsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur Elli Sigurðsson, Ólöf Helga Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON (Wilfried Hans-Günther Steinmüller), Suðurhólum 16, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Vísindasjóð Landspítala-háskólasjúkrahúss í Landsbanka Íslands, bankanr. 0139-15-372459, kt. 621101-2180. Erna Fjóla Baldvinsdóttir, Emma Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Þóra Rannveig Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Vilhjálmsdóttir, Georg Pétur Sveinbjörnsson, Steinar Ingi Vilhjálmsson, Þuríður Sigurðardóttir, Ágúst Þór Vilhjálmsson, Kristjana Adda Ingvarsdóttir, Linda Ósk Vilhjálmsdóttir, Guðlaugur Magnús Pétursson, barnabörn og langafabarn. Eiginmaður minn, KJARTAN MARKÚSSON, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á Sólvangi fimmtudaginn 10. apríl. Guðrún Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, JENNÝJAR GUÐLAUGSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Systkini og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, unnustu, móður og systur, ÖNNU MARÍU ÓLAFSDÓTTUR, Melasíðu 4, Akureyri. Það hefur verið okkur mikill styrkur að finna kærleikann sem hvarvetna hefur mætt okkur. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Haraldsson, Inga Lára Bachmann, Árni Friðriksson, Róbert S. Steindórsson, Katrín Ólafsdóttir. Hjartans þakkir fyrir alla þá vináttu og hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför okkar yndislega sonar og bróður, HAUKS BÖÐVARSSONAR, Baldursbrekku 6, Húsavík. Böðvar Bjarnason, Íris Víglundsdóttir, Bjarni Böðvarsson, Símon Böðvarsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Kristnesspítala, Eyjafirði, þriðjudaginn 8. apríl. Útförin hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Sigurjóna Jónsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson, Sigurður Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.