Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSMIÐJAN Lab Loki frum-
sýnir í dag kl. 17 barnaleiksýn-
inguna „Baulaðu nú“ í Nýlendunni,
leiklistagalleríi Lab Loka á Ný-
lendugötu 15a. Sýningin er byggð á
hugmynd Steinunnar Knútsdóttur
leikstjóra og unnin í spuna og sam-
vinnu við leikkonurnar Láru
Sveinsdóttur og Kristjönu Skúla-
dóttur. Nína Magnúsdóttir sér um
útlitshönnun. „Markmiðið með
þessari sýningu er að reyna að ná
til barna á aldrinum 3ja–8 ára og
kveikja áhuga þeirra á listum í víð-
um skilningi. Börn eru ekki fasta-
gestir á listasöfnum en með sýning-
unni viljum við hjálpa börnunum að
byrja að lesa myndverk og opna sig
fyrir þeim,“ segir Steinunn. „Leik-
listin er að mörgu leyti aðgengi-
legra listform og kunnuglegra
börnum en myndlist á söfnum og
því góð aðferð að kynna listasöfn
fyrir þeim á þennan hátt,“ segir
Steinunn ennfremur en útgangs-
punktur vinnunnar hefur að hennar
sögn verið í ímyndunarleikjum
barna og tengir sköpunargáfu
þeirra við myndlistina.
Söguþráðurinn er á þá leið að
hreingerningakonan Kristín Jós-
efína Páls kemur daglega á lista-
safnið þar sem Móna Lísa hangir í
rammanum sínum með brosið dul-
úðarfulla innanum listaverk af
mörgum toga. Kristín Jósefína er
skrautleg í meira lagi og syngur óp-
eru og veltir vöngum yfir listinni og
lífinu. Lífsgleði hennar vekur hlut-
ina í kring til lífsins og fyrr en varir
er Móna stokkin út úr rammanum
og á milli þeirra Kristínar Jósefínu
opnast heimur fantasíu þar sem allt
í umhverfinu lifnar við og hlutir,
myndir og hljóð taka á sig nýja
mynd. Hreingerningavagn kerl-
ingar verður uppspretta sögunnar
um Búkollu þar sem gúmmíhanski
breytist í spena og síðar Búkollu,
skúringamoppur standa fyrir hár-
brúska á tröllum, ramminn utan um
Mónu verður vettvangur dúkku-
leikhúss og verkin í kring sem inn-
blástur. Þær Móna Lísa og Kristín
Jósefína segja svo börnunum sög-
una af Búkollu þar sem skúr-
ingavagninn gegnir lykilhlutverki.
Að lokinni sögunni þegar Móna
þarf að hverfa aftur inn í rammann
til að sinna sínu hlutverki, tekur
Kristín Jósefína eftir því að vagn-
inn hennar hefur tekið umbreyt-
ingum, á honum trónir Búkolla og
drengurinn með steingerðum
skessunum í bakgrunni. „Þetta
hlýtur að vera orðið listaverk,“
hugsar Kristín Jósefína. Hún tekur
því af sér nafnspjaldið og skilur það
eftir á vagninum og stillir honum
upp við hlið hinna listaverkanna.
Titill hins nýja listaverks er „Bú-
kolla eftir Kristínu Jósefínu Páls.“
Sýningin tekur u.þ.b. 45 mín. í
flutningi.
„Hugmyndin er að reyna sýna
þessa sýningu á sem flestum söfn-
um á höfuðborgarsvæðinu og bjóða
leikskólum og fyrstu bekkjum
grunnskóla í leikhúsferð í „hverf-
issafnið“ sitt. Við hefjum sýningar á
Listasafni Reykjavíkur Kjarvals-
stöðum þar sem sýningar hefjast á
2. í páskum. Við munum sýna þar
um helgar í apríl og út maí og síðan
er hugmyndin að fara á milli safn-
anna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Steinunn Knútsdóttir leikstjóri að
lokum.
Morgunblaðið/Golli
Leikkonurnar Lára Sveinsdóttir og
Kristjana Skúladóttir.
Baulaðu nú, Búkolla mín
FARSAR eru vandmeðfarnir og
útheimta nákvæmni í uppsetningu,
hraða og tækni í leik. Persónusköp-
unin verður þó að eiga samhljóm í
veruleikanum svo persónurnar
verði ekki að innantómum fígúrum.
Í leikskrá með leikritinu Ef ég
væri gullfiskur segir svo um efnið:
„... fjallar um ríkan gæludýrasala
sem ætlar að stinga af um dimma
nótt með digran sjóð og nýja kær-
ustu, en óvænt heimsókn sonar
hans og lauslætisdrósar setur
óvænt strik í reikninginn. Ekki
skánar það þegar hin börnin og
tengdabörnin birtast eitt af öðru í
ýmsum erindum.“
Ef ég væri gullfiskur er merkt
leikrit í íslenskri flóru þótt ekki sé
nema fyrir það eitt að þar hefur ís-
lenskur höfundur sett saman farsa
með ágætum árangri. Kunnátta
Árna Ibsens í gerð misskilnings-
fléttu og hrókeringar með persón-
urnar í einu rými er aðdáunarverð
og saknar undirritaður þess eins að
hafa enn ekki séð þessum íslenska
farsa gerð viðunandi skil á leiksviði.
Texti Árna er bráðfyndinn á köflum
og kjarni verksins felst í þeirri ósk
aðalpersónunnar Binna, að ef hann
væri gullfiskur væri hann svo minn-
islaus að hann teldi sig vera að
hitta eiginkonuna í fyrsta skipti í
hvert sinn er hann rækist á hana.
Þar með væri öll þörf fyrir fjöl-
breytni í kvennamálum úr sögunni.
Efni þessa farsa eins og svo margra
annarra er semsagt framhjáhald.
Sýning UMF. Stafholtstungna er
brennd því marki að leikendur ráða
ekki fyllilega við verkefnið. Kostir
sýningarinnar eru þeir að persón-
urnar verða að mörgu leyti trúverð-
ugar, en talsvert skortir á leikkunn-
áttuna og fjölbreytni í tækni til að
úr verði sú samfellda og stígandi
skemmtun sem ætlast verður til.
Mest mæðir á Ásgeiri Ásgeirs-
syni í hlutverki Binna. Hann heldur
uppi góðum hraða en flaskar á fjöl-
breytni í raddbeitingu og reyndar
er það sammerkt öllum leikendum
að leika á sömu nótum frá upphafi
til enda; nokkuð skortir á áræðið til
að gæða persónurnar fleiri litum en
einum og springa þannig út í kóm-
ískum leik.
Valgerður Björnsdóttir sýndi þó
talsvert áræði í túlkun sinni á hinni
lauslátu Öldu og sló hvergi af þegar
leikurinn fór að æsast.
Þá sópaði talsvert að þeim Unni
Ágústsdóttur og Bryndísi Haralds-
dóttur í hlutverkum eiginkvenn-
anna Kollu og Stínu og Guðjón
Kjartansson átti skemmtilega takta
sem hinn húslegi Eyvi.
Gullfiskar í vandræðum
LEIKLIST
Leikdeild Umf. Stafholtstungna
Eftir Árna Ibsen. Leikstjóri Þórunn
Pálsdóttir.
Varmalandi, 27. mars 2003
EF ÉG VÆRI GULLFISKUR
Hávar Sigurjónsson
KARLAKÓRINN Fóstbræður,
undir stjórn Árna Harðarsonar hef-
ur lokið vorverkunum með tónleik-
um fyrir styrktarmeðlimi. Tónleikar
kórsins á miðvikudag í síðustui viku
í Langholtskirkju hófust á skemmti-
legri útsetningu kórstjórans á ís-
lenska þjóðlaginu Það var barn í
dalnum sem datt oní gat. Hljómur
kórsins er sérlega glæsilegur og
naut sín sérstaklega í kórverkinu
Huldur, eftir Þórarin Jónsson, sem
er stórt og viðamikið verk, er var
einstaklega vel mótað af kórstjór-
anum. Næsta verkefni er einnig eft-
ir Þórarin, smálagið Verndi þig
englar, og var það mjög fallega
flutt. Í hinu frábæra sönglagi
Heimi, eftir Sigvalda Kaldalóns,
söng Stefán H. Stefánsson einsöng
og þar fer sannarlega efnilegur
söngvari, sem á eftir að láta til sín
heyra.
Eftir undirritaðan flutti kórinn
lagið Ragnar pokamann, við texta
eftir Jónas Árnason. Einsöng í lag-
inu söng Þorsteinn Guðnason og
bæði hann og kórinn undir stjórn
Árna Harðarsonar skiluðu laginu
með miklum „bravúr“. Það sem lifði
til hlés, voru flutt amerísk lög, tvö
þjóðlög Shenandoah og Deep River,
tvö lög eftir Rodgers, Some En-
chanted Evening og Bali Hai en í
fyrra laginu söng Stefán H. Stef-
ánsson einsöng en Skúli Möller í því
seinna og lauk þessum þætti með
Ol’ man River, eftir Kern, sem
Grétar Samúelsson flutti ásamt
kórnum. Amerísku lögin eru öll
gamlir vinir og var flutningurinn í
heild góður.
Eftir hlé flutti kórinn tvö færeysk
þjóðlög í sérlega góðri raddsetningu
eftir Bjarna Restorff. Fyrra lagið,
sálmurinn Jeg vil mig Herren love,
hófst á fallega mótuðum einsöng
Stefáns H. Stefánssonar en seinna
lagið var meistaralega vel gerð út-
setning á kvæðalaginu Regin smið-
ur, sem kórinn flutti af glæsibrag,
Næstu lög voru Kung Liljekonvalje,
eftir Wikander og Domaredansen
eftir Otto Olson, er bæði voru vel
flutt. Lokaviðfangsefni tónleikanna
voru tveir þættir úr Friðþjófssögu
frækna, eftir Max Bruch, við kvæði
Tegnérs en ljóðflokkur hans naut
mikilla vinsælda hér fyrr á árum, í
þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Stefán H. Stefánsson hóf sönginn
ásamt þremur félögum en hlutverk
Friðþjófs söng Þorsteinn Guðnason
ágætlega, þó að þetta söngatriði
lægi á lægra tónsviði en Þorsteinn
hefur venjulega kynnt sig á. Kór-
þátturinn er nokkuð viðamikill, sér-
staklega í seinni þættinum og þar
naut sín mikill og þéttur hljómur
kórsins.
Karlakórinn Fóstbræður er sér-
lega vel skipaður söngmönnum og
hljómur kórsins þéttur og glæsileg-
ur, er sérstaklega naut sín í Huldur
Þórarins Jónssonar, Ragnari poka-
manni, báðum færeysku lögunum,
sérstaklega þó í kvæðalaginu um
Regin smið og í lokaþætti söngdráp-
unnar um Friðþjóf frækna, sem var
sérlega áhrifamikil í flutningi kórs-
ins undir stjórn Árna Harðarsonar.
Þéttur og glæsilegur hljómur
TÓNLIST
Langholtskirkja
Flutt voru íslensk, amerísk, og norræn
kórverk. Einsöngvarar voru Sturla Er-
lendsson, Stefán Helgi Stefánsson, Þor-
steinn Guðnason, Smári Sigurðsson,
Skúli Möller, Grétar Samúelsson og
Reynir Þormar Þórisson. Píanóleikari:
Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Stjórn-
andi: Árni Harðarson. Miðvikudagurinn 2.
apríl, 2003.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
SAMKÓR Kópavogs er myndar-
legur hópur áhugafólks sem safnast
saman einu sinni í viku til að þjóna
sönggyðjunni sjálfum sér og öðrum
til ánægju. Kórinn söng fyrst hið
vel þekkta lag Autum Leaves, síðan
Little things mean a lot eftir E.
Lindeman og Lífið hún sá í ljóma
þeim eftir Inga T. Lárusson í út-
setningu Magnúsar Ingimarssonar.
Kórinn var frekar óöruggur og hik-
andi í byrjun en náði sér svo betur
á strik. Lag Inga T. var vel flutt.
Næsta syrpa kórsins byrjaði á fal-
lega fluttri bæn, Guð Drottinn
blessi og varðveiti þig eftir P.C.
Lutkin. Kvennaraddir kórsins
sungu mjög fallega Lift thine eyes
úr óratoríunni Elia eftir Mendels-
sohn og var það eina lag kórsins
sem var sungið án undirleiks.
Negrasálminn Go down Moses söng
kórinn af mikilli innlifun og lék sér
að öllum styrkleikaskalanum, syrp-
an endaði svo á breska brúðar-
sálmnum O father all creating við
lag söngstjórans. Lagið er í gosp-
elstíl, líflegt og fjörugt og mjög vel
flutt. Síðasta innskot kórsins hófst
með madrigalanum Sing we and
chant it eftir Tomas Morley, þarna
hefði kórinn mátt vera svolítið
skarpari í áherslunum til að lífga
þetta skemmtilega lag. Drauma-
landið var næst og hér sungið við
lag eftir Julian. Lagið er sungið
einraddað með millispili sem endar
á fjórrödduðu innskoti á „A“, lagið
síðan endurtekið og endar í röddum
og einskonar söngleikjastíl sem
deila má um hvort hæfi textanum,
en laglínan sjálf er ágæt. Á eftir
þessu kom síðan syrpa úr West
Side Story, sem var mjög vel sung-
in sem og aukalag kórsins, írska
þjóðlagið Danny Boy. Kórinn
hljómar vel, misjafnlega þó, en átti
oft mjög góða spretti undir öruggri
stjórn Julian. Jónas Sen lék með
kórnum af miklu öryggi og smekk-
vísi og var undirleikurinn í góðu
hlutfalli við sönginn. Julian lék
sjálfur undir lögin sín tvö.
Samkórinn bauð til sín tveimur
gestum. Fyrst kom Kleifarkvartett-
inn skipaður Valgerði Jónsdóttur,
Hörpu Þorvaldsdóttur, Haraldi
Guðmundssyni og Þorvaldi Þor-
valdssyni. Kvartettinn var stofnað-
ur sl. haust og kom hér fram í
fyrsta sinn opinberlega. Æskuverk
Jóns Nordal, Smávinir fagrir, var
smekklega sungið, Sálmurinn Ave
verum corpus í tónsetningu Moz-
arts er alls ekki hugsaður til kvart-
ettsöngs, til þess er hann allt of
vandmeðfarinn. Þetta var sísta lag
kvertettsins og tónstaðan frekar
óörugg. Þau náðu sér síðan aftur á
strik í lagi Friðriks Jónssonar, Við
gengum tvö og besta lagið var síðan
Moon River eftir H.H. Manciny,
sem aukalag sungu þau fallega Ó,
undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson.
Kvartettinn er skipaður góðum og
fallegum röddum, en hver og einn
þarf að hlusta betur á félaga sína til
að ná góðu jafnvægi sem var alls
ekki í lagi og getur það hafa stafað
af sviðsskjálfta og stendur örugg-
lega til bóta. Seinni gesturinn var
Raddbandið, sem er hópur 10 karla,
sérlega góður og samstilltur hópur.
Fyrst sungu þeir Dýravísur Jóns
Leifs, síðan Sprengisand Kaldalóns
í bráðsmellinni útsetningu Einars
Ralf og velska þjóðlagið The Ash
Grove og enska sjómannasönginn
What shall we do with the drunken
sailor. Sem aukalag sungu þeir
norska þjóðlagið Siggi var úti eða
Påls fuge, þriggja radda fúgu í út-
setningu Sigvald Tveit. Öll lögin
voru mjög vel flutt undir öruggri
stjórn Sigrúnar.
Lífið hún sá í
ljóma þeim
TÓNLIST
Hjallakirkja
Samkór Kópavogs, stjórnandi Julian
Hewlett, undirleikari Jónas Sen, Radd-
bandafélag Reykjavíkur, stjórnandi Sig-
rún Grendal og Kleifakvartettinn. Laug-
ardagurinn 29. mars 2003 kl. 16.
KÓRSÖNGUR
Jón Ólafur Sigurðsson
RICHARD Wagner-félagið hefur
undanfarin ár boðið íslenskum tón-
listarmönnum að vera styrkþegar á
Wagner-hátíðinni í Bayreuth sem
hefst í lok júlí. Styrkurinn felst m.a. í
því að sjá 3–4 óperusýningar auk
margs konar annarrar fyrirgreiðslu.
Styrkþegi að þessu sinni er Davíð
Ólafsson bassasöngvari, sem nýverið
var fastráðinn við Íslensku óperuna,
og mun hann m.a. sjá allan Niflunga-
hringinn á sumri komanda. Styrk-
þegar hafa m.a. verið Bjarni Thor
Kristinsson, Tómas Tómasson, Jónas
Guðmundsson, Árni Heimir Ingólfs-
son og Anna M. Magnúsdóttir.
Wagner-hátíðin í Bayreuth hefur
löngum verið Mekka fyrir aðdáendur
Richards Wagners um allan heim.
Hátíðin hefst í lok júlí ár hvert og
næstu fimm vikurnar streyma píla-
grímar úr öllum heimshornum á há-
tíðina. Óperuhúsið – Festspielhaus –
tekur tæplega 2.000 manns í sæti og á
hverju kvöldi er sýnd einhver ópera
Wagners. Oftast er á hátíðinni boðið
upp á allan Niflungahringinn, sem er
fjórar óperur, og þrjár aðrar Wagn-
er-óperur. Sjötta hvert ár er hátíðin
Hringlaus og eru þá sýndar 5–6 af
öðrum óperum Wagners, allt frá Hol-
lendingnum fljúgandi til Parsifals.
Kristinn Sigmundsson og
Guðjón Óskarsson í Parsifal
Richard Wagner-félagið hefur ver-
ið starfrækt hér síðan 1995 og eru fé-
lagar um 170 talsins. Í dag fara 38 fé-
lagsmenn utan til Parísar til að sjá
uppfærslu á Parsifal í Bastillu-
óperunni á pálmasunnudag. Í tveim
af aðalhlutverkunum eru bassa-
söngvararnir Kristinn Sigmundsson
(Gurnemanz) og Guðjón Óskarsson
(Titurel).
Parsifal, síðasta ópera Wagners, er
tengd páskahátíðinni með trúarlegu
inntaki sínu og er gjarnan sett upp
um páskana. Reyndar var hún frum-
flutt í Bayreuth 1882. Wagner sjálfur
lagði blátt bann við því að óperan yrði
sýnd annar staðar en í Bayreuth.
Fyrstir til að brjóta það bann, eftir að
30 ár voru liðin frá láti tónskáldsins
voru Bandaríkjamenn, sem hafa
ávallt haft Wagner í miklum metum.
Þeir frumsýndu óperuna í Metro-
politan-óperunni 24. desember 1903.
Nú er hún sýnd úti um allt.
Að lokinni sýningu í París munu ís-
lensku söngvararnir þiggja boð hóps-
ins og snæða allir saman kvöldverð í
„Bláu lestinni“ (Train Bleu).
Daginn eftir sér hópurinn aðra óp-
erusýningu, Eugene Onegin, einnig í
Bastilluóperunni.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Davíð Ólafsson, styrkþegi Richard
Wagner-félagsins, ásamt formanni
félagsins, Selmu Guðmundsdóttur.
Wagner-félagið
styrkir Davíð Ólafsson