Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 43 ✝ Jóhann Þórðar-son fæddist á Laugalandi í Skjald- fannardal í Norður- Ísafjarðarsýslu 25. janúar 1927. Hann lést á Landspítalan- um Fossvogi 1. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Halldór Þórður Halldórsson, f. 22. nóvember 1891, d. 27. maí 1987, bóndi og oddviti á Lauga- landi og síðar Laug- arholti í Nauteyrar- hreppi, og Helga María Jónsdóttir, f. 2. febr. 1898, d. 8. apríl 1999. Systkini Jóhanns eru: Halldór, f. 19.9. 1920, d. 4.6. 1995, Ingibjörg, f. 16.3. 1922, Ólafur, f. Bjartmarz, f. 11. mars 1982, og Arnar Bjartmarz, f. 18. mars 1988. 2) Þórður, f. 27. nóv. 1961, kvæntur Olgu Oussik. Uppeldisbörn Þórðar eru Halldór Búi Jónsson, f. 26. apríl 1981, og Ylfa Lárusdóttir, f. 27. sept. 1990. Jóhann var í héraðsskólanum Reykjanesi við Djúp, lauk mið- skólaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947, stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands, 28. maí 1958. Hann var fulltrúi hjá sýslumanni í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjar- fógeta í Hafnarfirði frá 15. febr. 1959 til 31. okt. 1962, bæjarritari hjá Hafnarfjarðarbæ til 1964. Frá 1964 rak Jóhann eigin lögfræði- skrifstofu í samvinnu við Gunnar Sæmundsson hrl. Jóhann hlaut réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 1988. Útför Jóhanns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 26.4. 1924, Kristín, f. 12.10. 1928, Jón Fann- dal, f. 10.2. 1933, og Guðrún, f. 2.5. 1940. Hinn 11. janúar 1959 kvæntist Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Hall- dórsdóttur frá Ísafirði, f. 22. nóv. 1934. For- eldrar hennar voru Halldór Magnús Hall- dórsson afgreiðslu- maður á Ísafirði, f. 30. des. 1896, d. 28. jan 1972, og Þórunn Ingi- björg Björnsdóttir, f. 29. mars 1897, d. 4. feb. 1968. Börn Jóhanns og Guðrúnar eru: 1) Ingi- björg, f. 14. okt. 1959, gift Jóni F. Bjartmarz, börn þeirra eru Guðrún Tímarnir skiptast og giftan í öldum gengur, gleði og sorgir í lífi manna og þjóða. (K.I.) Blíðasti vetur í manna minnum er senn á förum. Þíð jörð, litur kominn á tún og útsprungin blóm við húsveggi. Þó brá fyrir öðru seinasta dag marsmánaðar er hríð- armóska faldi sýn út í Djúpið og fram af Snæfjallaströnd kembdi gráar éljaslæður er færðu sig yfir Æðey og nálguðust Skjaldfannadal. Að morgni skein blítt á hvítu blæjuna er breiddist yfir dalinn um nóttina en hvarf nú sem óðast fyrir hlýjum geislum aprílsólar. Á þeim andartökum kvaddi mág- ur minn, Jóhann Þórðarson frá Laugalandi. Þórður Halldórsson frá Rauða- mýri keypti Laugaland 1916 og þremur árum síðar kvæntist hann Helgu Jónsdóttur frá Hraundal. Nóg voru verkefnin fyrir ungu hjónin og börnin fæddust hvert af öðru. Þau fóru fljótt að létta undir við bústörfin. Innan við tíu ára ald- ur fóru þeir bræður með heybands- lest, oft um langan veg, eða um leið og þeir gátu hangið á hesti. Það þurfti að ná hrossum í haga, reka og sækja kýr, auk endalausra snúninga við fé. Jói varð snemma eldskarpur og fylginn sér og hafði mikinn metnað til að leysa hvert verk sem best og hraðast af hendi. Þá eiginleika ræktaði hann alla ævi og margir nutu góðs af. Þrátt fyrir þröngan efnahag lagði Jói í langskólanám. Mér var sagt að hann hefði haft hug á læknisnámi en lögfræðin varð ofan á. Þá voru engin námslán og hann vann með náminu, til dæmis í byggingavinnu á vorin strax og skóla lauk en var þó mættur heim að Laugalandi til að hjálpa fólki sínu við sauðburðinn, heyskap og haustverk. Fáeinar kindur átti hann og naut arðsins af þeim en sannarlega þurfti að halda spart á og engu eytt umfram brýn- ustu þarfir. Eftir embættispróf í lögfræði settist Jói að í Reykjavík og þá voru hann og Guðrún Halldórsdótt- ir – Systa – búin að stofna heimili en sambandið við heimahagana haggaðist ekki. Hann var foreldr- um sínum framúrskarandi góður og ræktarlegur sonur og studdi sitt gamla heimili og systkini sín þar á allan hátt. Hann kom fyrst í hug- ann ef eitthvað bjátaði á, hvort sem vantaði varahluti í ljósavél, bólu- efni í fé, legu í heyvinnutæki eða álit í lögfræðilegum efnum. Þetta átti ekki aðeins við um fjölskyldu hans í Nauteyrarhreppi heldur flesta nágranna og sveitunga og langt út fyrir þeirra raðir. Greiða- og hjálpsemi var honum svo eðl- islæg og í blóð borin að aldrei var hægt að finna annað en að þetta væri hið sjálfsagðasta mál og hljóta þó að hafa oft verið af því ærnar tafir og fyrirhöfn. Hann lét sér mjög annt um kirkjuna á Melgraseyri, en þangað á Laugaland sókn. Þar var bænhús er fauk í ofviðri 1966. Fljótlega var hafist handa um nýja byggingu. Það er ekki á neinn hallað þótt ég nefni Jóhann Þórðarson fyrst til sögu sem stuðningsmann og að- aldrifkraft verksins. Með sjálfboða- vinnu og samtakamætti sóknar- fólks og brottfluttra sveitunga og vina reis kirkja. Jói bar hag hennar mjög fyrir brjósti, sinnti fjármálum hennar og tók þátt í viðhaldi fram á síðustu ár. Fyrir það stendur söfnuður Melgraseyrarkirkju í óbættri þakkarskuld. Jói og Systa komu vestur að Djúpi á hverju sumri og þær komur voru jafn- sjálfsagðar og sumarkoman og álíka kærar. Þeir bræður Jóhann og Halldór maður minn voru mjög nánir. Jói gekk í hvert verk með heimafólki, sama hvort um var að ræða vélaviðgerðir, smíðar eða heyskap. Þar naut hann sín með ágætum og hvergi var slegið af. Myndir og minningar sem ég geymi í huga mínum eftir rúmlega 40 ára kynningu, hvar aldrei bar skugga á verða ekki raktar hér en einni eða tveimur langar mig að bregða upp. Á einstöku óþurrkasumri í kring- um 1980 stóð þannig á í ágústlok að ekkert hey var komið í hlöðu á Laugalandi. Mestallt túnið var slegið, sumt uppborið en annað flatt. Jói og Systa voru á förum suður, búin með þann tíma sem venjulegur var og auðvitað lágu fyrir verkefni og vinna í Reykjavík. En á sjálfan Höfuðdaginn birti upp með rífandi þurrki og þau hjónin frestuðu brottför um nokkra daga og hjálpuðu til við heyþurrk og hirðingu. Þá var unnið frá birtingu fram í myrkur og heyskapnum bjargað. Á árunum upp úr 1964 kól túnin svo illa að 75% þess heys sem bústofninn þarfnaðist til vetr- arfóðurs varð að koma annars stað- ar frá. Þá sló Jói tún í Laug- ardalnum þar sem Húsdýragarð- urinn eða Laugardalshöllin eru nú. Þarna var gott gras og þessu heyi var mokað lausu á vörubíl en það er mikil list að hlaða því svo vel fari. Þetta hey komst heilu og höldnu vestur að Laugalandi og hafði varla sést annað eins háfermi á bíl. Það munaði um minna og hækkaði drjúgt í hlöðunni við þetta tillag. Í öllum leitum á haustin var Jói sjálfsagður. Þá var hann léttur á svip þegar hópurinn hélt úr hlaði og jafnan tók hann að sér þær lengstu og erfiðustu, eins og að fara á fjallið milli Hraundals og Skjaldfannadals. Það er langt á milli brúna, grýtt og gróðursnautt en þó þau snöp sem kindur sækja alltaf í. Þarna þekkti Jói hvern krók og kima og hvernig féð bar sig að og smalaði af miklu harð- fengi og kappi. Veður eru misjöfn í leitum, allt frá sól og blíðu til stór- rigninga og krapahríða og gat orð- ið erfitt að koma fé heim yfir Hraundalsá en alltaf tókst þetta og heim kom leitarfólk og hestar þreyttir en sigurglaðir. Jóhann mágur minn átti góðan lífsförunaut þar sem Systa var. Hún stóð við hlið hans frá því fyrsta, félagi og vinur til seinustu stundar. Hún tók þátt í öllu með honum og þau voru svo samhent og samvalin að einstakt var. Ekki latti hún hann í greiðasemi og hjálpfýsi svo þar hallaðist ekki á. Það voru góðir dagar þegar þau komu með börnin tvö og seinna með barna- börnin sem þau umvöfðu með ást og hlýju. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð og mæli þar fyr- ir munn barna minna. Það var siður Jóa þegar hann kvaddi dalinn sinn að staldra við á hálsbrúninni og taka mynd þaðan er best sást yfir. Þannig festi hann á filmu það umhverfi er stóð hjarta hans næst. Á þessum myndum sá hann fjárslóðir fram að Austurgil- stungu, yfir Laugalandsfjall fram að Fjósabölti, Rauðanúp og Þver- dalshæð. Nær voru Víðurnar, Langholtið og bæirnir þrír, Lauga- land, Laugarholt og Laugarás sem hann átti stóran þátt í að byggja með eigin höndum, túnin, berja- lautirnar í Hálsinum og Hamrarnir ytri og fremri. Þarna ætla ég að hugsa um hann. Það er blik í aug- unum, vor og sumar er framundan og sólargangur verður æ lengri. Nú er sonur dalsins kominn heim, Guð blessi minningu hans. Ása Ketilsdóttir. Elsku afi minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur en ég hugga mig við það að nú líður þér vel á betri stað. Ég á svo ótal margar góðar minningar um þig sem ég geymi nú í huganum. Ein fyrsta minning mín með þér var þegar við tvö vorum að fara keyrandi til Stykkishólms þar sem amma og mamma voru. Þær höfðu einhverjar áhyggjur af því að ég yrði eitthvað erfið á leið- inni en þær áhyggjur þurftu þær ekki að hafa vegna þessa að við sungum saman alla leiðina og þeg- ar við komum í Stykkishólm kom ég bara syngjandi út úr bílnum. Ég man líka eftir öllum ferðalögunum um landið þar sem þú kenndir mér flest öll bæjar- og fjallsnöfn sem urðu á vegi okkar. Allar ferðirnar í sveitina þar sem þú varst alltaf til í að fara á hestbak með mér, í berja- mó eða labba upp í búið. Ég gleymi heldur ekki því þegar ég var hvað mest hjá ykkur ömmu og þú keyrð- ir mig alltaf í skólann. Okkur fannst alltaf jafn sniðugt þegar við komum að ljósunum og við gátum bara lesið pótek í staðinn fyrir apó- tek. Oft þegar það snjóaði gat ég líka fengið þig með mér út að búa til snjóhús og það voru sko flott- ustu snjóhúsin í bænum. Þegar ég var í sjö ára bekk hringdi ég í þig vegna þess að ég gat ekki fundið út hvernig ég átti að þekkja nafnorð frá öðrum orðum. Þú baðst mig að bíða aðeins en hringdir svo aftur eftir smá stund og sagðist vera bú- in að athuga þetta og kenndir mér þarna í símanum hvernig þekkja ætti nafnorð. Svona varst þú, afi minn. Alltaf gat ég hringt í þig ef ég vissi ekki eitthvað og alltaf varst þú tilbúinn að kenna mér eitthvað nýtt. Elsku afi Jói. Ég veit að Guð og englarnir taka á móti þér og ég bið þá um að vaka yfir þér þar sem ég veit að þú vakir yfir ömmu og okk- ur hinum. Við sjáumst svo aftur seinna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín afastelpa Guðrún. Það var fyrir rúmlega tuttugu árum sem kynni okkar hjóna við Jóhann Þórðarson og hans góðu konu tókust, er dóttir þeirra Ingi- björg og sonur okkar Jón Friðrik rugluðu saman reytum sínum og síðan fæddust börnin þeirra, Guð- rún og Arnar. Frá þessum kynnum til þess síðasta hafa allar samveru- stundir með þeim hjónum og fjöl- skyldunni verið nokkuð sem við getum nú yljað okkur við og erum þakklát fyrir. Að eignast slíka tengdaforeldra sem þau hjón hafa verið syni okkar er ómetanlegt, að ekki sé talað um afa- og ömmu- hlutverkið sem þau hafa sinnt af slíkri alúð, ekki með dekri einu saman heldur var alltaf verið að fræða börnin. Jóhann var greindur maður og fylgdist vel með bæði heima og heiman en hafði helst áhuga fyrir að ferðast um sitt eigið land, hann var mikill Íslendingur og Vestfirð- ingur sem hélt í heiðri vestfirskum siðum, og eyddi gjarnan stórum hluta frítíma síns vestur á Lauga- landi, á sínu bernskuheimili, og tók hann þar gjarnan til hendinni við slátt o.fl., en á Laugalandi hafa for- feður hans búið og þeirri sveit unni hann mest, og fáar ferðir voru farnar eftir að barnabörnin fædd- ust, að þau væru ekki tekin með, og hafa þau haft góðar fyrirmyndir af samveru með þeim, því þau höfðu það hugfast að sjálfs er höndin hollust, og fátt var það sem þau gerðu ekki sjálf hvað snerti heimilið. Okkur hjónum er það minnisstætt frá samverustundum okkar meðan feður okkar lifðu, hvað Jóhann lagði sig fram við að fá eldri mennina til að segja frá liðnum tímum og miðlaði hann því seinna til barnanna. Jóhann var mikill gæfumaður að eignast hana Guðrúnu, sem gengur oftar undir gælunafninu Systa fyrir lífsförunaut, það hefur hún sýnt best hin síðari ár, þegar heilsu Jó- hanns fór hnignandi. Að vera samferða slíkum hjónum sem Jóhanni og Systu fáum við seint fullþakkað. Við óskum Jóhanni Þórðarsyni góðrar ferðar heim, heim til Guðs. Börn og barnabörn hafa mikið misst, en sérstaklega þó Systa og vottum við þeim öllum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Elsa og Björn St. Bjartmarz. JÓHANN ÞÓRÐARSON Í dag kveð ég hann afa Jóa, langbesta vin sem ég hef eignast. Ég mun aldrei gleyma góðu stundunum sem við áttum saman. Gönguferðunum með honum og Ella og ferðalögunum með afa og ömmu í sveitina og um landið okk- ar. Hann afi kenndi mér mikilvægi þess að reiða sig á sína eigin dóm- greind og vera hjálpsamur við aðra. Bless, elsku afi minn, þar til við verðum saman á ný. Arnar Bjartmarz. HINSTA KVEÐJA Þó ég renni þyrna skeið þrauta sárin græðir, vissan um að lífsins leið liggur á Sigurhæðir. (Ólína Andrésdóttir.) Hinn 15. ágúst 2002 kvaddi þennan heim eftir langa starfsævi heiðurskonan Helga Björnsdóttir móðursystir mín, ljósmóðir og hús- freyja á Brunnavöllum í Suður- sveit. Aðeins sex ára gömul missti Helga föður sinn, en með fádæma dugnaði hélt Jóhanna móðir henn- ar áfram búskapnum og hélt fjöl- skyldunni saman, en börnin voru fimm að tölu, öll á barnsaldri. Þrátt fyrir að yfirvöld sveitarinnar reyndu að telja móður þeirra trú um að önnur úrræði væru betri kostur fyrir fjölskylduna, var Jó- hanna ákveðin í að halda hópnum saman. Á þeim tíma voru ekki vélar að létta bústörfin úti eða inni, svo fram eftir ævi þeirra systkina varð mannshöndin ásamt hestinum að vinna öll hin erfiðu störf. Síðan kom tækniöldin með öllum sínum breytingum, sem gerði störf fólks auðveldari bæði til sjávar og sveita. Árið 1928 varð Helga við beiðni yfirvalda í Suðursveit að fara til Reykjavíkur til að nema ljósmóð- urfræði. Hún tók við starfi ljós- móður sveitarinnar vorið 1929 og HELGA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Helga Björns-dóttir fæddist á Brunnum í Suður- sveit í Austur- Skaftafellssýslu 11. apríl 1905. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn í Hornafirði 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kálfafells- staðarkirkju 24. ágúst. gegndi því til ársins 1970. Helga var afar far- sæl í sínu starfi, og var hún ætíð fljót að búast að heiman, þeg- ar til hennar var leit- að. Hún lét hvorki veður né óbrúaðar jökulár aftra sér frá því að vitja sængur- kvenna eða sjúkra hvort sem var á nóttu eða degi. Stundum var mjótt á munum að hjálpin bærist í tæka tíð, en þá var eins og birti yfir öllum er Helga kom með sinn styrk og rósemi. Ég man ennþá hversu mikils virði Helga var okkur systurbörn- um sínum og föður okkar í veik- indum móður minnar, sem háði harða baráttu við krabbamein á besta aldri og hversu gott var þá að eiga hana að. Helga giftist Sigfúsi Jónssyni frá Snjóholti í Eiðaþinghá árið 1943 og eignuðust þau þrjú börn: Björn, vörubílstjóra, búsettan á Brunna- völlum; Sigríði Jóhönnu, deildar- stjóra á Tannlæknadeild Háskóla Íslands og Jón bónda á Brunnavöll- um. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörn fjögur. Gestrisni var Helgu í blóð borin, hún naut þess svo sannarlega að taka á móti gestum og veita af sinni eðlislægu gleði og rausnar- skap. Helga var ein af stofnendum kvenfélagsins Óskar í Suðursveit og var þar virkur og góður starfs- kraftur. Hún var gerð að heiðurs- félaga á 90 ára afmæli sínu 11. apr- íl 1995. Vonum stráð er brautin breið, birtu trúin glæðir, elskan ratar alla leið upp á Sigurhæðir. (Ólína Andrésdóttir.) Jóhanna Ólafsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.