Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hjá Póstinum er hugtakið kjörþyngd ekki til. Þungar og léttar
vörusendingar eru jafn velkomnar til dreifingar hjá okkur.
Þegar létta þarf álagið í þínu fyrirtæki skaltu leita til Póstsins.
Öryggi alla leið
Við getum
á okkur aukakílóum
bætt
Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins
í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
8
9
4
9
„ÞAÐ er bjargföst sannfæring mín
að sameining af slíkum toga, sem
sameining SH og SÍF gæti orðið,
styður við þá stefnu SH að verða
leiðtogi á völdum mörkuðum fyrir
sjávarafurðir,“ sagði Róbert Guð-
finnsson, formaður stjórnar SH, á
aðalfundi félagsins í gær.
Hann sagði ennfremur svo um
þessi mál: „Á aðalfundi SH á síð-
asta ári lýsti ég þeirri skoðun
minni að rétt væri að sameina SH
og SÍF. Í kjölfarið sendi stjórn SH
bréf til stjórnar SÍF þar sem ósk-
að var eftir viðræðum. Eftir næsta
stjórnarfund SÍF barst okkur bréf
frá stjórn SÍF um að hún teldi við-
ræður um sameiningu ekki tíma-
bærar. Í byrjun desember sl. barst
bréf frá SÍF þar sem lýst var yfir
áhuga á sameiningarviðræðum. Í
kjölfar bréfsins ákváðu stjórnir
SH og SÍF að kanna formlega
hvort forsendur væru fyrir sam-
einingu fyrirtækjanna. Ljóst þótti
að um veruleg samlegðaráhrif
væri að ræða. Þótt áherslur hvors
fyrirtækis um sig væru nokkuð
ólíkar hvað afurðir varðar var ljóst
að víða áttu fyrirtækin samleið. Á
mörgum mörkuðum myndi samein-
að fyrirtæki verða mun öflugra en
áður. Það myndi svo aftur skapa
aukin sóknarfæri til enn frekari
vaxtar. Í byrjun mars kom hins
vegar í ljós að verulegt bil var
milli hugmynda stjórna hvors fyr-
irtækis um verðmat á fyrirtækj-
unum og tóku stjórnirnar ákvörð-
un um að hætta frekari við-
ræðum.“
Róbert ræddi viljayfirlýsingu
um kaup SH á bandaríska fyr-
irtækinu OTO, stöðuna á mörk-
uðunum og starfsemi SH.
Mikil tækifæri
„SH leggur áherslu á að vaxa út
frá forsendum sem hver markaður
fyrir sig skapar. Fyrirtæki sam-
stæðunnar þjóna viðskiptavinum
sínum með það vöruúrval sem þeir
þurfa á að halda og þau nýta þau
tækifæri sem finnast. SH leggur
áherslu á að eflast á núverandi
mörkuðum með aukinni þjónustu
og dýpri markaðssókn en forðast
að dreifa sér um of hvort heldur
landfræðilega eða á ólíkum mörk-
uðum. Sameiningar fyrirtækja og
stækkun rekstrareininga á smá-
sölumarkaði annars vegar og veit-
ingaþjónustu hins vegar hefur leitt
til verulega aukins innkaupastyrks
viðskiptavinanna. Aukinn inn-
kaupastyrkur þeirra kallar á
sterkari sölu- og markaðsfyrirtæki
sem geta veitt víðtækari lausnir á
sviði sjávarfurða. SH telur að mik-
il tækifæri felist í eflingu og
stækkun fyrirtækisins með sam-
vinnu, sameiningum eða uppkaup-
um á fyrirtækjum í skyldum
rekstri á þeim mörkuðum sem
áherslan liggur,“ sagði Róbert.
Loks ræddi hann um nánustu
framtíðarhorfur:
Neyslan flyst
inn á heimilin
„Horfur um efnahagsástand á
mörkuðum þeim sem SH starfar á
eru í raun ekki uppörvandi um
þessar mundir. Þá má fastlega
gera ráð fyrir að afdrifaríkir at-
burðir eins og stríðið í Írak setji
strik í reikninginn. Draga mun úr
ferðalögum fólks og samdráttar
má vænta í veitingaþjónustu.
Neysla fólks flyst þá meira inn á
heimilin. Áherslur SH á aukna
hlutdeild í smásölu munu vega á
móti samdrætti í veitingaþjónustu.
Áætlanir fyrirtækisins gera ráð
fyrir því að hagnaður nemi yfir
hálfum milljarði á þessu ári og er
þar ekki gert ráð fyrir söluhagnaði
af fastafjármunum eins og raun
varð á sl. ári.
SH hefur búið vel í haginn fyrir
komandi tíma. Fyrirtæki samstæð-
unnar mynda mjög góðan grunn til
að byggja á. SH hefur þannig alla
burði til að verða leiðandi fyrir-
tæki á sviði framleiðslu, sölu og
markaðssetningar sjávarafurða.
Fyrirtækið hefur sett stefnuna á
vöxt og vill vaxa bæði innan frá og
með sameiningum og kaupum á
öðrum félögum. Til marks um það
eru kaup á sjávarréttafyrirtækjum
austanhafs og vestan. Breytingar
sem orðið hafa á eignarhaldi SH
að undanförnu eru táknrænar fyrir
þá trú sem fjárfestar hafa á fram-
tíðarmöguleikum SH og þeirri
stefnu sem mótuð hefur verið við
rekstur félagsins.“
SH leggur áherslu
á aukna hlut-
deild í smásölu
Á mörgum mörkuðum myndi sameinað fyrirtæki
SH og SÍF verða mun öflugra en áður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, flytur erindi sitt á aðalfundi fé-
lagsins. Við borðið sitja Pétur Guðmundarson fundarstjóri, Gunnar Svav-
arsson, forstjóri SH, og Árni Geir Pálsson fundarritari.
RÓBERT Guðfinnsson var endur-
kjörinn formaður stjórnar SH á
fundi hennar að loknum aðalfundi í
gær. Fækkað var í stjórn félagsins
úr 9 í 7 og úr stjórninni hurfu Andri
Teitsson, Brynjólfur Bjarnason,
Kristján G. Jóakimsson, Ólafur Mar-
teinsson og Þorsteinn Vilhelmsson.
Nýir menn í stjórnina voru þeir
Baldur Guðnason, Þórður Már Jó-
hannsson og Haraldur Sturlaugs-
son. Auk þeirra og Róberts voru
þau Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, Guðbrandur Sigurðsson
og Rakel Olsen kjörin í stjórnina.
Aðalfundurinn samþykkti að
breyta erlendu nafni félagsins í Ice-
landic Group, samþykkti að greiða
15% arð, og heimild til kaupa félags-
ins á eigin hlutum. Þá var horfið frá
því að kjósa formann stjórnar sér-
staklega en auk þess voru sam-
þykktar ýmsar smávægilegar breyt-
ingar á samþykktum félagsins.
Róbert
formaður
stjórnar
SAMANLÖGÐ velta dótturfyrir-
tækja SH í Bretlandi fór í fyrra í
fyrsta sinn fram úr veltu Cold-
water í Bandaríkjunum. Bæði
löndin voru hvort um sig með um
28% af heildarsölu samstæðunnar.
Heildarsalan á síðasta ári nam 54,5
milljörðum króna og dróst saman
um 1%, vegna gengisbreytinga, en
í erlendri mynt jókst salan um 3%.
Þetta kom fram í erindi Gunn-
ars Svavarssonar, forstjóra SH á
aðalfundinum í gær.
Árið áður var hlutdeild Banda-
ríkjanna 31% og Bretlands 27%.
„Hér koma nokkrir þættir til sög-
unnar. Nokkur aukning varð í
hefðbundinni starfsemi í Bretlandi
en að auki gætti áhrifa frá kæli-
vörufyrirtækinu frá miðjum júlí.
Þá hafði veiking Bandaríkjadals
gagnvart pundi sitt að segja.
Fjórðungur sölu samstæðunnar
var til meginlands Evrópu og þar
af um helmingur á vegum Ice-
landic Iberica á Spáni. Annað er
selt af Icelandic fyrirtækjunum í
Þýzkalandi og Frakklandi.
Icelandic Japan var með 15%
sölunnar. Frá Tókýó er selt til
Japan, Kína, Tævan og annarra
landa í Asíu stýrt. Salan hefur á
undanförnum árum gengið mjög
vel og er Icelandic Japan með af-
gerandi stöðu á markaði fyrir
vörur sem frá Íslandi koma,“ sagði
Gunnar Svavarsson.
Óvissa á mörkuðunum
Hann fjallaði síðan um rekstr-
arumhverfið og þróun markaða á
síðasta ári: „Það eru gömul og ný
sannindi að öll þurfum við að
borða. En margir þættir geta haft
áhrif á neyzlumynstur okkar.
Þannig getur bágt efnahagsástand
og óöryggi valdið því að neytendur
halda sig frekar heima við en að
borða á veitingastöðum. Af þess-
um sökum óx sala á matvörum víða
í verzlunum, en að sama skapi
dróst sala á veitingastöðum sam-
an. SH hefur um nokkurt skeið
stefnt að því að efla þann þáttinn
sem að smásölunni snýr og dreifa
þannig áhættunni sem skapast
vegna sveiflna á markaði.
Staða Coldwater fyrirtækisins í
Bretlandi gagnvart smásölukeðj-
um er mjög sterk og er stærstur
hluti sölunnar til þeirra. Á árinu
hefur víða orðið merkjanlegur ár-
angur af sókn í smásölu og nú er
tæpur helmingur af sölu í Frakk-
landi og Þýzkalandi til smásölu-
keðja og jafnframt hefur orðið
aukning á Spáni og í Bandaríkj-
unum.
Á árinu var haldið áfram að afla
fanga víðar, breikka vörulínur og
þróa nýjar afurðir. Á veitinga-
markaði hefur fyrirtækið lagt
áherzlu á sölu afurða undir Ice-
landic-vörumerkinu, og hefur það
náð sterkri stöðu á mörkuðum,
sérstaklega í Bandaríkjunum.
Efnahagsástand í Evrópu hefur
einkennzt af óvissu á árinu. Upp-
taka evrunnar í upphafi ársins
hafði þau áhrif um álfuna að neyt-
endur urðu tortryggnir í garð veit-
ingahúsa, sem sum hver nýttu sér
gjaldmiðilsbreytinguna til að
hækka verð. Þetta leiddi almennt
til verulegs samdráttar í sölu á
veitingamarkaði á árinu þótt ekki
hafi það bitnað mikið á SH,“ sagði
Gunnar Svavarsson.
Meira selt til
Bretlands en
Bandaríkjanna