Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPTAKA svokallaðrar fyrningar- leiðar á kvóta sjávarútvegsfyrir- tækja myndi leiða til þess að sjávar- útvegurinn ætti sér enga framtíð sem sjálfstætt rekin atvinnugrein og fyrirtækin myndu verða gjald- þrota, misfljótt eftir útfærslu. Eirík- ur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar- Fiskaness hf. í Grindavík, byggir þetta álit sitt á útreikningum á áhrifum fyrningarleiðar á nokkur af helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Á aðalfundi Þorbjarnar-Fiska- ness hf. í gær fögnuðu stjórnendur og hluthafar besta rekstrarárangri í sögu félagsins. Hagnaður síðasta árs, eftir skatta, var rúmur millj- arður, sem er 22,5% af tekjum. Gengishagnaður af skuldum félags- ins ræður þar mestu um. „Niður- staða ársins í heild er félaginu mjög hagstæð. Hagnaður hefur aldrei verið meiri, framlegð rekstrar og veltufé frá rekstri með því besta sem gerist, í hlutfalli við tekjur, og ávöxtun eigin fjár var mjög góð,“ sagði Eiríkur Tómasson forstjóri í skýrslu sinni til aðalfundarins. Fundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 17% arð af nafnverði hlutafjár en á síðasta ári var greidd- ur út 8% arður. Hins vegar kom fram hjá for- stjóranum að horfur í rekstri fyrir áriði 2003 væru lakari en var í upp- hafi síðasta árs. Nefndi hann styrk- ingu krónunnar og veikingu mark- aða fyrir afurðir félagsins. Þó er reiknað með að reksturinn skili hagnaði á árinu. Fyrning er þjóðnýting Eiríkur fjallaði mikið um um- hverfi sjávarútvegsins og gagnrýndi harðlega hugmyndir sem eru uppi um breytingar á kvótakerfinu. Nefndi hann tillögur frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að byrja að reyna sóknarmark á ný, með sér- stakri ívilnun dagróðrabáta sem róa með línu. Einnig gagnrýndi hann úthlutun byggðakvóta. Eiríkur gagnrýndi harkalega hugmyndir Samtaka iðnaðarins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um upptöku svokallaðrar fyrningarleiðar kvóta og birti út- reikninga sína á áhrifum hennar á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. „Rökin hjá flutningsmönnum þess- arar aðferðar eru alltaf þau sömu [...] af því að einhver hefur selt veiðiheimildir þá skuli refsa þeim sem eftir eru og keyptu af þeim sem seldu, með því að skattleggja þá eða svipta þá veiðiheimildum á skipuleg- an hátt og selja frá ríkinu á ný. Það á að hengja bakara fyrir smið, enn einu sinni. Þetta er þjóðnýting eins og tíðkaðist í einræðisríkjum sósíal- ismans.“ Í útreikningum sínum á áhrifum fyrningarleiðar tekur Eiríkur með- alútkomu rekstrar fjögurra stórra sjávarútvegsfyrirtækja undanfarin þrjú ár, sem hann segir að hafi ver- ið mjög góð ár, og miðar við að fyr- irtækin kaupi alltaf þá aflahlutdeild sem þau væru svipt árlega, á verði sem er heldur lægra en var um síð- ustu áramót. Við þetta kemur í ljós, að hans mati, að sjávarútvegurinn á sér enga framtíð, sem sjálfstætt rekin atvinnugrein, verði þessari að- ferð beitt. Framlegð rekstrar verð- ur í flestum tilvikum neikvæð og að- ferðin leiðir mishratt til gjaldþrots fyrirtækjanna, eftir því hvort miðað er við 5, 10 eða 20% fyrningu á ári. „Það er alger nauðsyn að sjávar- útvegur fái að búa við stöðugleika í pólitísku umhverfi, nógu mikill er óstöðugleikinn sem búa verður við hvað varðar gengisskráningu, og einnig á atvinnugreinin í harðri samkeppni á markaði með vörur sínar. Eilífar umræður um að breyta þurfi starfsumhverfinu, taka atvinnuréttinn af þeim sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi [...] taka athygli starfsmanna og stjórn- enda í sjávarútvegi frá því sem ætti að vera aðalatriðið, sem er upp- bygging fyrirtækjanna, að tryggja starfsöryggi starfsmanna og sam- keppnin um sölu afurðanna á er- lendum mörkuðum,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Tómasson vill að útvegurinn búi við stöðugleika í pólitísku umhverfi Fyrningarleið myndi gera fyrirtækin gjaldþrota Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda, og Tómas Þorvaldsson, sem lengi stýrði Þorbirni hf., ræða saman við upphaf aðalfundarins í gær. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eiríkur Tómasson flytur aðalfundi Þorbjarnar-Fiskaness hf. skýrslu. Grindavík NÁNARA samstarf Þorbjarnar- Fiskaness og Granda myndi styrkja fyrirtækin til að takast á við framtíðina, segir Eiríkur Tóm- asson forstjóri Þorbjarnar- Fiskaness hf. Á aðalfundi félagsins í gær mættu fulltrúar Granda hf. í fyrsta skipti sem stórir hluthafar. Þeir komu inn í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum með kaupum á 24% eignarhlut og er Grandi nú stærsti einstaki hluthafinn. Þór- arinn Þ. Jónsson stjórnarformaður rakti þær miklu breytingar sem orðið hafa á hluthafahópnum og bauð Grandamenn velkomna. Á fundinum tók Kristján Lofts- son, stjórnarmaður í Granda, sæti í stjórn Þorbjarnar-Fiskaness í stað Stefáns Kristjánssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Áfram eru í stjórn Þórarinn Þ. Jónsson formaður, Gunnar Tóm- asson varaformaður, Árni Magn- ússon og Ólafur Rögnvaldsson. Eiríkur Tómasson forstjóri sagði í skýrslu til fundarins að í kjölfar eignaraðildar Granda hefði tekist ágætis samstarf milli fyr- irtækjanna. Þannig hefðu þau átt viðskipti með hráefni til vinnslu í vetur, báðum til hagsbóta. „Hverju fram vindur um nánara og meira samstarf verður tíminn að leiða í ljós, en ég minni á að það hefur verið stefna eigenda Þorbjarnar-Fiskaness að stækka frekar [...] og við höfum verið reiðubúnir að skoða samstarf og jafnvel sameiningu, ef það horfir til styrkingar starfsemi félagsins hér í Grindavík og á Suðurnesjum, og jafnvel víðar, því að stækkandi fyrirtæki í sjávarútvegi eru í auknum mæli með starfsemi á mörgum stöðum á landinu. Það er ekkert launungarmál að nánara samstarf Þorbjarnar-Fiskaness og Granda myndi færa eigendum þessara félaga mun sterkara fyr- irtæki til að takast á við framtíð- ina saman, en til þess þarf að ná samkomulagi um mörg megin- atriði, og má segja að ekki hafi reynt á það ennþá, en mjög góður andi er í samskiptum stjórnenda félaganna,“ sagði Eiríkur. Nánara sam- starf myndi styrkja fyrirtækin HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur fallist á hugmyndir lækna hjá Heilsugæslunni í Reykjavík um að veita tímabundna læknisþjónustu við heilsugæslustöðvar á Suðurnesj- um. Ráðuneytið hafnar þó hug- myndum sem verið hafa uppi um að stjórnun og rekstur heilsugæslu- stöðvanna verði færð undir Heilsu- gæsluna í Reykjavík. Í bréfi til Heilsugæslunnar í Reykjavík fellst Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á tillögur heilsugæslulækna í Reykjavík um tímabundna þjónustu þeirra við heilsugæslu á Suðurnesjum en eins og kunnugt er hafa ekki fengist heimilislæknar til starfa eftir að læknarnir þar sögðu upp störfum á síðasta ári. Ráðherra setur þó þau skilyrði fyrir samþykki sínu að ein- ungis verði um læknisþjónustu að ræða en ekki þjónustu annarra heil- brigðisstarfsmanna og að um verði að ræða verktakasamning milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilsugæslunnar. Einnig að eftirlit, samhæfing og yfirstjórn þjónust- unnar verði á hendi þriggja manna ráðs sem skipað verði fulltrúa ráðu- neytisins, forstjóra Heilsugæslunn- ar í Reykjavík og framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Með þessum skilyrðum hafnar ráðherra skilyrðum lækna um breytta stjórnun og rekstur heilsu- gæslunnar á Suðurnesjum. Í sam- tali við Morgunblaðið tekur ráð- herra fram að framkvæmdastjóri og annað starfsfólk Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja njóti fulls trausts ráðuneytisins. Hafnar skilyrðum lækna Keflavík FYRSTA ferð ársins með hvala- skoðunarskipinu Moby Dick var farin frá Keflavík í fyrradag. Ferðin heppnaðist vel, farþeg- arnir sáu hvali og höfrunga. Að sögn Helgu Ingimundar- dóttur sem gerir út Moby Dick er hvalurinn venjulega kominn í Garðsjó í lok mars eða byrjun apr- íl og hefjast hvalaskoðunarferð- irnar venjulega í fyrrihluta apríl- mánaðar. Í fyrstu ferðinni ár var hópur Breta sem var í dagsferð hér á landi og franskir skóla- krakkar. Helga segir að ferðin hafi heppnast vel. Mikið líf væri í Garðsjó, mikið súlukast væri til sannindamerkis um það. Enda sáu gestirnir í ferðinni bæði hval og höfrunga, meðal annars langreyði. Að sögn Helgu eru bókanir í hvalaskoðunina svipaðar og und- anfarin ár, en þó sérstaklega góð- ar fyrir fyrri hluta sumarsins. Farþegar í fyrstu hvalaskoðunarferð ársins ganga um borð í Moby Dick. Hvalir og höfrungar sáust í fyrstu ferð KeflavíkBERGUR Örn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr formaður Nem- endafélags Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Úrslit í kjörinu hafa verið kynnt á vef NFS. Nýja stjórnin tekur við 15. júlí. Með Bergi í stjórn verða: Sigrún Lilja Gunnarsdóttir varaformaður, Jóhann Már Smárason gjaldkeri, Gunnar Skjöldur Baldursson ritari, Ari Ólafsson formaður skemmti- nefndar og Brynjar Ólafsson for- maður íþróttaráðs. Ný stjórn NFS Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.