Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
ér leiðast svo eld-
húsverkin að það
hálfa væri miklu
meira en nóg.
Reyndar leiðast
mér öll störf sem lúta að hann-
yrðum og heimilinu. Nema að
horfa á sjónvarp og hlusta á tónlist
(heimilis„störf“ nútímans). Að
vaska upp, brjóta saman þvott,
skúra, þurrka af, elda mat og allt
þetta sem maður verður að gera
en drepleiðist veldur mér gæsahúð
og yfirliði (eða svona hérumbil!).
Mér finnst líka ótrúlega leiðinlegt
að sauma,
kann ekki að
prjóna eða
klippa beint,
umpotta
blómum,
föndra, baka
smákökur, leggja rétt á borð eða
strauja. Ástæðan fyrir því að ég
kann ekki hitt og þetta sem við-
kemur þessum ágætu störfum er
einfaldlega áhugaleysi. Algjört
áhugaleysi. En það skrítna er að
þrátt fyrir að óteljandi kynsystur
mínar og jafnöldrur um gjörvalla
heimsbyggðina taki sjálfsagt í
sama streng, þ.e. að þeim leiðist
heimilisstörf, finnst mér alltaf í og
með að fólk telji þetta tímabundið
ástand og áhugaleysi, að með ár-
unum lærum við ungu konurnar að
sinna heimilisstörfum og hann-
yrðum af miklum sóma og af
áhuga sem á sér engin takmörk.
Hér kemur frétt fyrir ykkur: Það
mun ekki gerast! Ekki í mínu til-
felli í það minnsta! Ég er ekkert að
grínast þegar ég segi að heim-
ilisstörf fari í mínar fínustu taugar.
Ég sinni þeim eins og öllu því sem
ég þarf að sinna, en mig svíður sárt
að þurfa að eyða í það tíma og til að
gera störfin bærileg verð ég að
hafa tónlist í botni eða væna ölkrús
innan seilingar.
Ég er því traustur aðdáandi
1944-rétta og frú Betty Crocker er
tíður gestur á mínu heimili. Ég
myndi ekki hika við að fá mér hús-
hjálp ef ég hefði fleiri krónur á
milli handanna. Ég myndi ráða
manneskju ævilangt og gera við
hana alhreingerningasamning svo
ég aldrei þyrfti að lyfta tusku meir.
En þar sem þetta er enn ekki
orðið að veruleika neyðist ég til að
þrífa sjálf. Og baka. Já, ég veit,
ömurlegt, en þetta er bara eitt af
því sem fylgir því að halda t.d.
barnaafmæli. Fyrir mörgum árum
datt ég niður á einfalda uppskrift
að brauði (gerlaust – ferlega snið-
ugt). Allt ætlaði um koll að keyra í
fjölskyldunni þegar spurðist út að
heimabakað bakkelsi yrði á boð-
stólum í afmælinu. Fjölskyldan
mætti spennt og stoltið skein úr
hverju andliti. „Sko þig! Þetta
gastu!“ Svo var brauðið auðvitað
dásamað í bak og fyrir eins og það
væri eitthvað drottningarhunang!
En þetta var bara venjulegt brauð!
Þegar mágur minn fór að falast
eftir uppskriftinni var mér allri
lokið. Heldur fólk virkilega að
ástæðan fyrir því að ég baki ekki
oftar sé sú að ég geti það ekki?
Heldur fólk að það sé eitthvað
kraftaverk að blanda saman sykri
og hveiti og einhverju öðru (sem
ég man ekki í augnablikinu) og fá
út brauð? Ég er viss um að brauðið
mitt þykir mun merkilegra en ef
ég tæki upp á því að ganga á vatni!
Svo er það blessaður prjóna-
skapurinn. Þegar ég segi mörgum
konum að ég prjóni ekki liggur við
að þær klappi mér á kollinn og
segi: „Þú stingur þig ekkert, litla
mín.“ Bíddu, er það virkilega trú
kvenna að kynsystur þeirra geti
ómögulega haft þá skýringu að
þær prjóni ekki, einfaldlega af því
að þær vilja það ekki? Hafa bara
nákvæmlega ekkert gaman af því?
Og fyrirgefið, er eitthvað at-
hugavert við það?
Ég get hengt upp ljós, skipt um
öryggi og klær, mundað borvélina
mína hægri vinstri, losað stíflur,
sagað, neglt og skipt um dekk.
Mér finnst það meira að segja
gaman. Ég þarf alla vega ekki að
hafa ilmsalt við höndina svo ég falli
ekki í yfirlið úr leiðindum.
Ég hef oft talað við konur um
prjónaskap. Næstum jafnoft hef
ég líka geispað yfir slíkum sam-
ræðum. Ef þú hefur ekki áhuga á
áhrifum salmíaks á vatnaplöntur í
Norður-Svíþjóð er erfitt að gera
sér upp slíkan. Mér finnst aðdáun-
arvert að sumar konur hafi áhuga
á heimilisstörfum og hannyrðum.
Ástæðan er sú að líkt með salmíak-
ið og vatnaplönturnar, þá finnst
mér gott að einhverjir sinni því
sem myndi hreinlega ganga af mér
dauðri úr leiðindum. Þá er auðvit-
að mjög gott að áhugamál okkar
mannfólksins eru mismunandi.
Að prjóna er þarft verk og sum-
ir segja róandi. Það er iðn sem er
gömul og göfug og sjálfsagt at-
vinnuskapandi, eykur nýsköpun í
mynstrum og útfærslum og svo
mætti áfram telja. Margar vinkon-
ur mínar eru ferlega flinkar að
prjóna og gefa mér prjónaða hluti
sem mér þykir vænt um. Að efla
kunnáttu í smákökubakstri er enn-
fremur nauðsynlegt. Það eykur
fjölbreytileikann hjá Kexsmiðj-
unni og Fróni fyrir jólin. Að sauma
segir sig sjálft að er afar nauðsyn-
legt. En þarf mér endilega að finn-
ast þetta skemmtilegt? Á það
kannski að vera mitt æðsta tak-
mark í lífinu að geta talið lykkjur á
prjóni, hvar á að fella út og hversu
lengi deig á að hefa sig áður en það
er sett í ofninn? Er áhugi fyrir
hannyrðum konum í blóð borinn?
Nah, held ekki.
Sonur minn segir (stoltur) að ég
kunni ekki að sauma og sumir
gætu haldið það. En hér kemur
leiðrétting: Ég GET alveg saumað.
Ég bara einfaldlega nenni því ekki,
hef ekki löngun til þess og finnst
það leiðinlegt. Við þá sem halda að
þetta segi í ég í varnarskyni til að
breiða yfir vankunnáttu mína í
heimilisstörfum hef ég aðeins
þetta að segja: Hafið þið bragðar
ofursvala bananabrauðið mitt? Ég
gekk á vatni sama dag og ég bak-
aði það en mamma man ekki eftir
því. Hún hefur hins vegar sagt öll-
um frá deginum góða þegar dótt-
irin bakaði brauðið.
Kanntu
brauð að
baka?
Allt ætlaði um koll að keyra í fjölskyld-
unni þegar spurðist út að heimabakað
bakkelsi yrði á boðstólum í afmælinu.
Fjölskyldan mætti spennt og stoltið
skein úr hverju andliti. Hún bakaði!
VIÐHORF
Eftir Sunnu Ósk
Logadóttur
sunna@mbl.is
✝ Albert KarlSanders fæddist
á Ísafirði 20. mars
1929. Hann varð
bráðkvaddur að
morgni 3. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Karl Sand-
ers stýrimaður frá
Noregi og Jónína Al-
bertsdóttir húsmóðir
á Ísafirði. Hálfsystk-
ini Alberts sam-
mæðra eru Kristján
Lyngmó, Guðný
Anna Jónasdóttir og
Margrét Kristín Jón-
asdóttir. Albert ólst að mestu upp
hjá móður sinni og ömmu, Magneu
Guðnýju Magnúsdóttur, í Alberts-
húsi í Sundstræti 33 á Ísafirði.
Einnig ólst hann að nokkru leyti
upp hjá móðursystur sinni, Mar-
gréti, og eiginmanni hennar, Ólafi
Gunnarssyni.
Albert kvæntist 9. janúar 1955
Sigríði Friðbertsdóttur frá Suður-
eyri. Foreldrar hennar voru Jóna
Magnúsdóttir og Friðbert G. Guð-
mundsson. Börn Alberts og Sigríð-
ar eru: 1) Friðbert, f. 2. júní 1954,
fulltrúi á Keflavíkurflugvelli, maki
Linda María Runólfsdóttir. Þeirra
börn eru Runólfur Þór, Anna María
og Sigríður Eva. 2) Jónína, f. 23.
desember 1955, starfsmannastjóri
hjá Eimskip, maki Þorbergur
Karlsson. Sonur Jónínu er Albert
Haukur Ólafsson og synir Þorbergs
eru Magnús Þór og Karl Ágúst. 3)
Margrét Ólöf, f. 13. október 1959,
framkvæmdastjóri hjá Deloitte &
Touche, maki Sigurður Guðnason.
varabæjarfulltrúi á Ísafirði 1954–
1962, formaður Sjálfstæðisfélags-
ins á Ísafirði, fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Njarðvík um árabil og
varaformaður kjördæmisráðs sjálf-
stæðisfélaganna á Reykjanesi. Al-
bert átti sæti í stjórn Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs og var for-
maður Heilsugæslustöðvar Suður-
nesja um árabil. Hann tók þátt í
stofnun Hitaveitu Suðurnesja og
átti sæti í stjórn fyrirtækisins og
var formaður stjórnar um skeið.
Hann átti einnig sæti í stjórnum
fjölmargra annarra stofnana á Suð-
urnesjum og var formaður þeirra
um skeið og eru helstar nefndar
stjórnir Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Dvalarheimilis aldr-
aðra á Suðurnesjum, Landssam-
bands sjúkrahúsa, Brunavarna
Suðurnesja, Landshafnar Keflavík-
ur og Njarðvíkur.
Á yngri árum tók Albert þátt í
skátastarfi og stundaði íþróttir, að-
allega knattspyrnu en einnig frjáls-
ar íþróttir og skíði. Hann var mjög
virkur í starfi íþróttahreyfingar-
innar og var m.a. formaður Skíða-
ráðs Ísafjarðar og knattspyrnu-
félagsins Harðar. Hann þjálfaði
knattpyrnumenn á Suðurnesjum í
nokkur ár. Knattspyrnusamband
Íslands heiðraði hann fyrir störf í
þágu íþróttarinnar.
Hann tók virkan þátt í starfi leik-
félaga bæði á Ísafirði og í Keflavík
og lék í mörgum leikritum. Albert
starfaði í fjölmörgum félögum á
Suðurnesjum og má þar nefna
Lionsklúbb Njarðvíkur og Odd-
fellow-regluna. Hann var formaður
Rafiðnaðarfélags Suðurnesja og
fulltrúi þess við stofnun Rafiðnað-
arsambands Íslands og sat í stjórn
sambandsins um árabil.
Útför Alberts Karls verður gerð
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þeirra börn eru Albert
Karl og Sigríður. Dótt-
ir Sigurðar er Sylvía
Rós. 4) Karl, f. 24.
ágúst 1962, slökkvi-
liðsmaður á Keflavík-
urflugvelli. Fyrrver-
andi eiginkona Karls
er Nicolette Prince.
Sonur þeirra er Frið-
bert Karl og dætur
Nicolette, Latoya, Fab-
iola og Queene. 5)
Hörður, f. 16. septem-
ber 1964, rafverktaki á
Keflavíkurflugvelli,
maki Sonja Her-
mannsdóttir. Þeirra börn eru Bryn-
dís Dögg og Hermann Ingi. Dóttir
Sonju og uppeldisdóttir Harðar er
Margrét Lára. 6) Birgir, f. 13. jan-
úar 1967, verslunarmaður á Akur-
eyri. Sambýliskona Rakel Ósk
Þórðardóttir.
Albert lauk gagnfræðaprófi og
síðar sveinsprófi í rafvirkjun árið
1951. Hann vann við rafvirkjun á
Ísafirði í nokkur ár en síðar var
hann gjaldkeri hjá Togarafélaginu
á sama stað um tíu ára skeið. Árið
1962 fluttu Albert og Sigríður með
fjölskylduna til Njarðvíkur og þar
starfaði hann fyrst við skrifstofu-
störf og síðar við rafvirkjun á
Keflavíkurflugvelli. Hann var bæj-
arstjóri í Njarðvík frá 1974 til 1986
og veitustjóri hjá varnarliðinu frá
þeim tíma til ársins 1999.
Albert Karl var frá ungaaldri
sjálfstæðismaður og starfaði mikið
innan Sjálfstæðisflokksins. Hann
gegndi mörgum trúnaðarstöfum
fyrir flokkinn og var meðal annars
Það er sárt til þess að hugsa að
hann Alli Kalli sé farinn frá okkur.
Hann sem alltaf var svo léttur í
skapi og hress. Þó hann hafi verið
hjartveikur í mörg ár lét hann aldrei
á því bera að hann gæti ekki gert alla
hluti og kvartaði aldrei yfir neinu svo
Sigga varð að fylgjast vel með hon-
um.
Þegar ég kom fyrst inn í fjölskyldu
Alla Kalla var alltaf mikið fjör á
Hraunsveginum, þar sem börnin
voru mörg og þau sem voru flutt að
heiman dugleg að koma í heimsókn.
Það var til siðs þar á heimilinu að
húsmóðirin bakaði á sunnudögum og
allir mættu í sunnudagskaffi og fór
þá fram mikil þjóðfélagsumræða sem
gekk að sjálfsögðu mikið út á pólitík
enda hafði Alli Kalli starfað mikið á
þeim vettvangi alla tíð. Þetta voru
skemmtilegir tímar og fékk maður
mikinn fróðleik frá Alla Kalla sem
líka var vel lesin um allt mögulegt.
Oft var þó hlegið að því innan fjöl-
skyldunnar að þegar einhver kenndi
sér meins einhvers staðar þá fór hann
í læknahlutverkið og ráðlagði hvað
best væri að gera. Hann vissi til
dæmis allt um fæðingar enda hafði
hann verið viðstaddur þegar flest
hans börn fæddust og oft fékk maður
á tilfinninguna þegar hann var að
segja frá að hann hafi verið þar í ljós-
móðurhlutverki.
Alli Kalli var áhugaleikari hér áður
og var talinn mjög góður. Hann varð
fljótt þekktur hér á Suðurnesjum fyr-
ir leikarastörfin og fékk ég að heyra
það frá eldra fólki fyrst eftir að ég
byrjaði að slá mér upp með syni hans,
að þetta hlyti að vera ágætur strákur
fyrst hann væri sonur svo skemmti-
legs manns eins og Alli Kalli var.
Á sínum yngri árum starfaði Alli
Kalli mikið í félagsmálum en það má
segja að í seinni tíð hafi hann helgað
sig meira fjölskyldunni en hann var
mjög áhugasamur um hag allra
barna sinna og barnabarna. Barna-
börnin höfðu gaman af því að koma til
hans og segja frá afrekum sínum því
þau fengu alltaf mikið hrós og upp-
örvun frá honum.
Ég bið Guð að fylgja Alla Kalla
hinn hinsta veg og styðja Siggu
tengdamóður mína í sorg sinni.
Linda M. Runólfsdóttir.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég minnast Alberts Karls Sanders,
mikils sómamanns, sem nú er fallinn
frá. Um leið og ég kveð hann hinsta
sinni vil ég þakka honum fyrir hversu
vel hann tók á móti mér er ég kom í
fjölskyldu hans fyrir nokkrum árum.
Þegar ég hóf að venja komur mín-
ar á heimili þeirra hjóna, Alberts
Karls og Sigríðar, varð mér fljótt
ljóst að þar var mikilvægt athvarf
stórfjölskyldunnar. Þar fengu barna-
börnin hvatningu frá afa sínum hvort
sem var í íþróttum, tónlist eða skóla-
göngu. Börn hans leituðu einnig ráð-
gjafar hjá honum í margvíslegum
málum. Hann var ráðagóður og
reyndi ávallt að leggja áherslu á já-
kvæðar hliðar hvers máls. Mér eru þó
eftirminnilegastar þær stundir er Al-
bert Karl stóð fyrir umræðu um þjóð-
félagsmál á heimilinu, einkum stjórn-
mál. Þar var hann á heimavelli og réð
ríkjum í hornsófanum á Hraunsvegi
19. Hann hafði kennt börnum sínum
að hafa sjálfstæðar skoðanir og því
gat umræða orðið æði snörp svo
ókunnugum þótti nóg um. Það kallaði
hann að tala saman á vestfirska vísu.
Slíkar umræður áttu að sjálfsögðu
engan eftirmála og aldrei kom nokk-
ur sár frá slíkri orrahríð.
Albert Karl var gæddur mikilli frá-
sagnarlist þar sem eðlislæg kímni
hans og leiklistarhæfileikar fengu
notið sín. Hann var fljótur að sjá
spaugilegar hliðar hversdagslegra
atburða og gæða þá nýju lífi. Þetta
átti ekki síst við atburði þar sem hann
átti sjálfur hlut að máli. Þá kunni
hann óteljandi sögur frá Vestfjörðum
og ég mun sakna þess að fá ekki leng-
ur notið frásagnarlistar hans.
Á yngri árum stundaði Albert Karl
leiklist með góðum árangri. Nú hefur
hann yfirgefið leiksvið hins jarð-
bundna lífs. Hann hefur svarað
ótímabæru kalli æðri máttarvalda
um ný hlutverk í öðrum heimum. Eft-
ir stöndum við ráðvillt, uns við áttum
okkur á því, að enginn kemur í hlut-
verk hans. Skarð hans verður ekki
fyllt og lífið tekur nýja stefnu. Sökn-
uður fyllir hjörtu okkar en minning
um mikinn heiðursmann lifir.
Þorbergur.
Mig langar í fáeinum orðum að
kveðja þig, kæri vinur. Okkar fyrstu
kynni voru fyrir 18 árum þegar ég og
Magga dóttir þín fórum að rugla
saman reytum. Strax urðum við mikl-
ir vinir og styrktist sú vinátta með
hverju árinu. Þú sást alltaf það já-
kvæða í lífinu og áttir mjög auðvelt
með að efla hjá fólki sjálfstraust og
naut ég góðs af því.
Ég lít á það sem forréttindi að hafa
fengið að ganga með þér hluta af lífs-
leiðinni, allar jákvæðu minningarnar
og skemmtilegu samræðurnar sem
við áttum saman geymi ég í hjarta
mínu. Þú varst Ísfirðingur, það fór
ekki framhjá neinum sem kynntist
þér, og varst stoltur af því. Þú skilur
eftir þig stórt skarð sem verður vand-
fyllt, við sem eftir stöndum munum
halda áfram með lífsmottó þitt að
leiðarljósi, að vera jákvæður í lífinu.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir þeim
sem eiga um sárt að binda, sérstak-
lega tengdamömmu. Þú veist að við
verðum alltaf til staðar fyrir þig.
Ég kveð þig að sinni, kæri vinur,
sannarlega ríkari eftir að hafa kynnst
þér.
Þinn tengdasonur,
Sigurður Guðnason.
Elsku afi, hvað það er skrýtið að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Við huggum okkur þó við það
að þú sért kominn til Guðs og getir
áfram fylgst með okkur. Minningarn-
ar um þig eru margar en þó þótti okk-
ur vænst um að segja þér frá þegar
okkur gekk vel í einhverju, því þú
tókst þátt í því af áhuga og hrósaðir
okkur vel fyrir.
Okkur fannst líka gaman að hlusta
á þig spila á mandólín og fá að syngja
Guttavísur og önnur lög þar sem þú
spilaðir undir.
Flest okkar nutu við þess líka þeg-
ar við vorum lítil að koma alltaf á
Hraunsveginn á jóladag og þá var
dansað í kring um jólatréð og sungnir
jólasöngvar.
Elsku afi, við munum sakna þín
mikið og biðjum Guð að hugsa vel um
þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
barnabörn.
„Í faðmi fjalla blárra þar freyðir
aldan köld“ er upphafsstef Ísafjarð-
arsöngsins og passar það vel þegar
ALBERT KARL
SANDERS