Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er spakt, nærgætið og háttvíst. Það kýs ekki að vera mið- depill athygli en innlegg þess skiptir alltaf miklu máli. Það fer létt með að axla ábyrgð og það er góður sáttasemjari. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í samskiptum við börn og ástvini þína og ræddu ekki um fjármál. Óraunhæfar væntingar valda vonbrigðum og pirringi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst þú þurfa að bjarga einhverjum í dag. Gæti átt við foreldri eða skyldmenni. Nauð- synlegt er að vera góðgjarn en láttu ekki hafa þig að ginning- arfífli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þrætur við fólk á bak við tjöldin valda þér hugarangri í dag, samræður þínar við aðra verða eins og tvö skip sem mætast í myrkri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki rétti dagurinn til að ræða um peninga eða lána ein- hverjum, eða taka að láni. Væntingar fólks almennt, þínar líka, eru of miklar í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Löngun þín til að rétta ein- hverjum hjálparhönd gæti dregið dilk á eftir sér. Ásetn- ingur þinn er góður en þú getur ekki verið öllum allt, sýndu raunsæi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við vinnufélaga eru ekki nógu góð í dag, annað hvort ertu rangtúlkaður eða stórlega misskilin(n). Það þýðir þó ekki að þú hafir haft rangt fyrir þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Misskilningur milli þín og vina þinna eða elskenda er líklegur í dag og tilfinningar fólks má auðveldlega særa um þessar mundir, allir eru viðkvæmir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er auðvelt að láta hugfallast í dag, og jafnvel að líða minni máttar. Láttu samt ekki hug- fallast því annars gæti gott tækifæri farið forgörðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt ekki ræða alvarleg málefni við vini og félaga í dag, alltént ekki er varða tilfinningar fólks, því það er auðvelt að mis- skilja meiningar manna nú. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að gæta þín á því að spilla ekki börnum í dag þótt freistingar stefni í þá veru. Þú vilt sýna örlæti en gerðu það ekki heimskulega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu á léttu nótunum við sam- starfsmenn í dag, ekki ræða al- varleg málefni. Það á líka við um samband þitt við fjölskyld- una. Fólk er viðkvæmt um þess- ar mundir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu áherslu á að vera skýr- mælt(ur) við aðra í dag, notaðu innsæið, það mun reynast vel. Ef þú ert ekki viss er hins vegar betra að þegja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA ERLA, GÓÐA ERLA Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð. Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 O-O 9. Bc4 Rd7 10. O-O-O Rb6 11. Bb3 Ra5 12. Dd3 Bd7 13. Kb1 Hc8 14. g4 Rac4 15. h4 Re5 16. De2 a5 17. h5 a4 Staðan kom upp á Dos Her- manas- mótinu sem lauk fyrir skömmu á Spáni. Alexei Shirov (2723) hafði hvítt gegn Sergei Tivj- akov (2635). 18. hxg6! axb3 svartur yrði mát eftir 18... hxg6 19. Dh2 He8 20. Dh7+ Kf8 21. Bh6. Í framhaldinu reyn- ast færi hvíts of mikil fyrir manninn. 19. gxh7+ Kh8 20. cxb3 e6 21. f4 Rc6 22. Rdb5 d5 23. Df2 Ra8 24. Bc5 Re7 25. f5 f6 26. exd5 e5 27. Rd6 Hc7 28. Rde4 Hc8 29. d6 Rc6 30. Rd5 Hf7 31. g5 Rd4 32. Bxd4 exd4 33. gxf6 Bxf6 34. Rexf6 Hxf6 35. Dxd4 Bxf5+ 36. Ka1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. apr- íl, er sextugur Arnar Björg- vinsson, Skúlagötu 68, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. apr- íl, ganga tugirnir 5 í garð hjá Þórhildi Ólafsdóttur á Hrauni. Þórhildur mun ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Sigurðssyni, taka á móti ættingum, vinum og samstarfsmönnum á liðnum árum, í Hafinu bláa við ósa Ölfusár frá kl. 19–21. FYRST þegar tölvan tók við hendinni að dreifa spil- um keppnismanna komst sá kvittur á kreik að tölvu- gjöfin væri óeðlilega villt – alltof mikið væri af skipt- ingarspilum og blönkum kóngum. Stærðfræðilega sinnaðir spilarar sýndu fram á það með tölulegum rökum að tölvugjöfin væri réttari en handgjöfin, en reynsluboltarnir stóðu fastir á sínu og sögðu tölv- una kolvitlausa. Þessi deila er 30 ára gömul og minnir um margt á ágreining sjó- manna og fiskifræðinga um stærð þorskstofnsins. Í bridsheiminum hafa fræð- ingarnir orðið ofan á og núorðið heyrist sjaldan kvartað undan tölvugjöf- inni, en þó var undantekn- ing þar á eftir fimmtu um- ferð Íslandsmótsins í Borgarnesi. Þá var eins og tölvan trylltist. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K ♥ D1093 ♦ G98642 ♣52 Vestur Austur ♠ 93 ♠ G1084 ♥ KG54 ♥ 8762 ♦ D1075 ♦ ÁK3 ♣863 ♣D7 Suður ♠ ÁD7652 ♥ Á ♦ – ♣ÁKG1094 Þetta er eitt af ævintýr- um 5. umferðarinnar. Hin- ir heppnu suðurspilarar áttu erfitt með að velja opnunarsögn. Sumir Standard-spilarar þorðu ekki annað en vekja á al- kröfu, tveimur laufum, en aðrir kustu að byrja ró- lega á einum spaða. Hætt- an við spaðaopnunina er auðvitað sú að makker passi, en í þessu tilfelli á hann rétt nóg til að kreista fram svar á grandi. Og hvað á suður þá að gera? Sumir höfðu kerfið til að krefja, en hin- ir létu einfaldlega vaða í sex lauf! Norðri var nokk- uð brugðið, en hann lum- aði þó á einu góðu spili – spaðakóngnum. Sjö lauf vinnast með því að stinga einn spaða í borði, en ekk- ert par spilaði sjö. 24 pör spiluðu hálfslemmu í laufi eða spaða, 13 pör létu geimið duga, en 3 pör stönsuðu í bút, nánar til- tekið í einum spaða! Þarf að taka það fram – að suð- ur opnaði á einum spaða og var skilinn þar eftir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. apr- íl, verður fimmtugur Þórður Kristjánsson, skólastjóri í Seljaskóla, Bræðraborg- arstíg 12, Reykjavík. Þórð- ur og eiginkona hans, Ásta Einarsdóttir, ætla að verja afmælisdeginum í Portúgal. MEÐ MORGUNKAFFINU Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Sími 588 4422 – www.hm.is Toppur Margir litir St. 32/34- 48/50 Kr. 860
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.