Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Litlum matvöruverslunum hefur fækkað mikið á und- anförnum árum og nú er svo komið að þær eru innan við 20 á höfuðborgarsvæðinu. Ópera og tónlistarhús Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að það sé for- gangsatriði að fá úr því skorið hvort Óperan fái inni í fyrirhuguðu tónlistarhúsi. Skapari furðufugla Rowan Atkinson kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki fyndinn, en er það nú samt. Nú leikur hann skrumskælingu af Bond á hvíta tjaldinu. Kaupmaðurinn á horninu á sunnudaginn EKKI SAMIÐ STRAX Ekki var gengið endanlega frá samkomulagi EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB á samningafundi í Brussel í gær- morgun vegna óvæntra mótmæla Ír- lands og Póllands. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segist þó viss um að ekkert geti komið í veg fyrir að samningum verði lokið. Stjórnleysi í Bagdad Stjórnleysi ríkti í Bagdad í gær og til átaka kom í nokkrum hverfum írösku borgarinnar milli banda- rískra hersveita og vopnaðra stuðn- ingsmanna Saddams Husseins. Þús- undir manna streymdu inn í miðborgina, kveiktu í opinberum byggingum og létu greipar sópa um heimili, sjúkrahús, sendiráð og fleiri byggingar. Bandarískar og kúrd- ískar hersveitir réðust inn í borgina Mosul í Norður-Írak í gærkvöldi og áður höfðu hersveitir Kúrda náð olíuborginni Kirkuk á sitt vald. SH sterkara í Bretlandi Samanlögð velta dótturfyrirtækja SH í Bretlandi fór í fyrra í fyrsta sinn fram úr veltu Coldwater í Bandaríkjunum, en bæði löndin voru hvort um sig með um 28% af heild- arsölu samstæðunnar, sem nam 54,5 milljörðum króna. Fjöldi barna of þungur Tæplega fjórðungur 9 ára barna í Reykjavík telst of þungur og af þeim eru 5,5% sem teljast eiga við offitu- vandamál að stríða. Börnum sem teljast of feit hefur fjölgað um 13% á fjórum árum og vandinn á fyrst og fremst rætur að rekja til hreyfing- arleysis. Keflavík Íslandsmeistari Keflavík vann Grindavík 102:97 í gærkvöldi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik karla í sjötta sinn, en fjögur ár eru síðan Keflavík varð síðast Ís- landsmeistari í karlaflokki. Kvenna- lið félagsins varð einnig Íslands- meistari með glæsibrag fyrir skömmu. F Ö S T U D A G U R 1 1 . A P R Í L 2 0 0 3 B L A Ð B  3 TVÍBURAMÆÐUR OG 6 UPPRENNANDI BOLTADÍSIR/2  MYNDAR- LEG KLÆÐI/2  HÚS MEÐ STÓRT HJARTA/4  KROSSFERÐ GEGN SMEKKLEYSU/6  AÐ SAUMA PÁSKAEGG/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  K ONUR í hvítum kjólum hafa vakið athygli vegfarenda á göngum Landspítalans að und- anförnu. Þær sjást helst á hátíðisdögum, hinum svo- nefndu rauðum dögum, og ekki er ofmælt að þær sinni þá störfum sín- um af meiri reisn en endranær. Þarna eru á ferðinni hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar á gæsludeild A2 og göngudeild háls-, nef og eyrna, en þær vilja með kjólunum gera sér dagamun á hátíð- isdögum og gleðja um leið samstarfsmenn, sjúklinga og gesti. „Þetta eru í raun hjúkkukjólar, svipað og í gamla daga, en bara miklu fallegri,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á A2. „Þeir eru aðsniðnir með klauf og mjög sætir – þeir vöktu að minnsta kosti gífurlega athygli þegar við mættum í þeim um jólin.“ Þorgerður segir hjúkrunarkon- urnar á A2 hafa fengið hugmynd- ina frá starfssystrum sínum á fyrr- nefndri göngudeild háls- nef og eyrna. „Þær byrjuðu á þessu en að vísu vinna þær ekki á stórhátíðum – göngudeildin er aðeins opin á virk- um dögum. En þær klæddust kjól- unum meðal annars á föstudögum í desember og vöktu lukku.“ Starfsfólkið á A2 fer meira um og út af deild sinni en starfsfólk göngudeildarinnar og hafa því kjól- ar þeirra að sögn vakið víðtækari athygli. „Sjúklingunum finnst þetta huggulegt og aðstandendurnir hafa einnig tekið þessu mjög vel,“ segir Þorgerður. Kjólarnir eru pantaðir eftir lista frá heildversluninni Hexa í Kópavogi og greiddu konurnar fyrir þá úr eigin vasa – enda spari- kjólar hjúkrunarfræðinga ekki á fjárlögum! „Það eru eingöngu konur í þessum hópi. Að vísu er ungur maður hjá okkur á deildinni núna, sjúkraliði, hann var ekki byrjaður um jólin og slapp því fyrir horn,“ segir Þor- gerður og hlær. Hún segir kjólana næst verða tekna fram um páska í því skyni að laða fram hátíðleika innan veggja sjúkrahússins. Ef gustar um gangana klæðast kon- urnar að auki látlausum, einlitum flíspeysum sem fara fallega við kjólana. „Þetta lífgar óneitanlega upp á. Venjulega erum við í hefðbundnum buxum og jakka. Örfáar okkar hafa tekið í notkun nýju litina, bleika og græna, og svo er slysadeildin í bláum búningum. En þorri starfs- fólksins er í þessum vanabundnu, hvítu göllum. Þeir eru kannski ekki beint smart og það var í raun kveikjan að þessu með kjólana. Okkur fannst við ekki nógu flott- ar,“ segir Þorgerður sem sjálf var á vakt á jóladag í nýja kjólnum. Hún bætir við brosandi að hátíðarklæðin kalli vissulega á hátíðlegri vinnu- brögð, en þegar nauðsyn krefji komi búningarnir að sjálfsögðu ekki í veg fyrir skyldur starfsins gagnvart sjúklingum og samstarfs- fólki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þrjár af stelpunum á deild A2 í sparikjólunum: Elín Bára Birkisdóttir sjúkraliði, Sólveig Traustadóttir Wiium sjúkraliði og Þorgerður Þráins- dóttir hjúkrunarfræðingur. Sparikjólar ekki á fjárlögum Hvítir kjólar á rauðum dögum Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12/14 Minningar 36/43 Erlent 16/21 Staksteinar 54 Höfuðborgin 22 Bréf 48/49 Akureyri 23 Dagbók 50/51 Suðurnes 24 Íþróttir 52/55 Landið 25 Leikhús 56 Listir 26/38 Fólk 58/61 Menntun 29 Bíó 58/61 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 30/31 Veður 63 * * * RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt endanlegar tillögur Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra um að stór- auka geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Eru tillögurnar afrakst- ur starfshóps sem skipaður var af forstjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og gerði ráðherra tvær tillagnanna strax að sínum. Annars vegar verður unglinga- deild BUGL (Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans) stækkuð með 6–8 viðbótarrýmum og hins vegar gerðar breytingar á vinnufyrirkomu- lagi göngudeildar þannig að hún geti betur sinnt börnum og unglingum með geðraskanir, utan sjúkrahúss- ins. Mikilvægur áfangi Jón Kristjánsson segir við Morg- unblaðið að tillögurnar séu nánari út- færsla á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 11. mars sl. um málefni BUGL. Hann segir mikilvægan áfanga hafa náðst og að tillögurnar muni skipta miklu fyrir starfsemi deildarinnar og spítalans. Brugðist sé með markviss- um hætti við vanda sem hafi verið að aukast undanfarin ár og tillögurnar hafi verið lagðar fram í góðu sam- starfi við stjórnendur BUGL og spít- alans. Það hafi verið mat starfshóps- ins, undir stjórn Eydísar Svein- bjarnardóttur, sviðsstjóra geðsviðs, að þessar aðgerðir dugi til að mæta vandanum sem hafi verið til staðar við umönnun ungmenna með geð- raskanir. Forgangsmál Málið var lagt fyrir ríkisstjórnar- fund í vikunni og hefur verið til skoð- unar síðan. Í tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu segir að með samþykktinni sé geðheilbrigðisþjón- usta við börn og unglinga sett sem forgangsmál á þessu sviði. Áætlaður stofnkostnaður við stækkun ung- lingadeildar BUGL er um 45 millj- ónir króna. Rekstrarkostnaður vegna aukinnar þjónustu er á ársgrundvelli um 55 milljónir króna en hefjist reksturinn í september, sem stefnt er að, er rekstrarkostnaður ársins um 20 milljónir. Reiknað er með að göngudeildin fái annað húsnæði í ná- grenni við BUGL eða nærri geðsviði sjúkrahússins. Segir ráðuneytið auk- inn kostnað verða af þessu sem ekki sé hægt að segja til um að svo stöddu. Breytingar á vinnufyrirkomulagi göngudeildar BUGL varða börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Er þar horft til góðrar reynslu af til- raunaverkefni um þjónustu barna- lækna á þremur heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Verkefnið er talið kosta árlega um 8 milljónir. Annar meginþáttur í þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir er aukin þjónusta við börn og ungmenni í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að þetta viðfangsefni verði tilraunaverkefni fyrst í stað. Heildarkostnaður á meðan svo er gæti verið um 5 milljónir á ári, að mati heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að miðað við gefnar forsendur verði kostnaður vegna aukinnar geðheil- brigðisþjónustu við börn og unglinga rúmar 70 milljónir króna í ár og um 76 milljónir á næsta ári, eða alls um 150 milljónir á næstu 20 mánuðum. Víðtæk samstaða er sögð um tillög- urnar innan Landspítalans, en meðal þeirra sem lögðu þær til eru stjórn- endur BUGL, geðsviðs og barnasviðs spítalans. Til samræmis við fyrri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hefur heilbrigðis- ráðherra lagt drög að stjórnsýslu- endurskoðun á starfsemi BUGL. Niðurstöður þeirrar skoðunar verða nýttar til að skipuleggja starfsemi deildarinnar með það í huga að tryggja skynsamlega nýtingu mannafla og freista þess að skapa meiri frið um starfsemina en verið hefur um nokkurt skeið, að því er segir í tilkynningunni. Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga Ríkisstjórnin sam- þykkir aukin framlög SJÚKRABIFREIÐ í forgangsakstri með sjúkling innanborðs lenti í hörðum árekstri við fólksbifreið á Bústaðabrú síðdegis í gær. Flytja varð ökumenn beggja bifreiða á slysadeild með sjúkrabifreið, en sjúklingurinn var fluttur á Land- spítalann með annarri sjúkrabifreið og hlaut hann ekki teljandi meiðsli. Tildrög slyssins voru þau að sjúkrabifreiðinni var ekið vestur Bústaðaveg þegar hún lenti í árekstrinum og kastaðist á nálæg- an umferðarvita. Í sjúkrabifreið- inni var auk sjúklingsins og öku- manns einn sjúkraflutningamaður, en í fólksbifreiðinni var ökumaður og farþegi hans. Loka varð Bústaðavegi í um klukkustund á meðan björgunarlið vann á vettvangi. Morgunblaðið/Júlíus Björgunarlið á vettvangi á Bústaðabrú í gær þegar sjúkrabifreið frá Grindavík og fólksbifreið skullu saman. Sjúkrabifreið í forgangs- akstri í hörð- um árekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.