Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 2

Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Litlum matvöruverslunum hefur fækkað mikið á und- anförnum árum og nú er svo komið að þær eru innan við 20 á höfuðborgarsvæðinu. Ópera og tónlistarhús Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að það sé for- gangsatriði að fá úr því skorið hvort Óperan fái inni í fyrirhuguðu tónlistarhúsi. Skapari furðufugla Rowan Atkinson kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki fyndinn, en er það nú samt. Nú leikur hann skrumskælingu af Bond á hvíta tjaldinu. Kaupmaðurinn á horninu á sunnudaginn EKKI SAMIÐ STRAX Ekki var gengið endanlega frá samkomulagi EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB á samningafundi í Brussel í gær- morgun vegna óvæntra mótmæla Ír- lands og Póllands. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segist þó viss um að ekkert geti komið í veg fyrir að samningum verði lokið. Stjórnleysi í Bagdad Stjórnleysi ríkti í Bagdad í gær og til átaka kom í nokkrum hverfum írösku borgarinnar milli banda- rískra hersveita og vopnaðra stuðn- ingsmanna Saddams Husseins. Þús- undir manna streymdu inn í miðborgina, kveiktu í opinberum byggingum og létu greipar sópa um heimili, sjúkrahús, sendiráð og fleiri byggingar. Bandarískar og kúrd- ískar hersveitir réðust inn í borgina Mosul í Norður-Írak í gærkvöldi og áður höfðu hersveitir Kúrda náð olíuborginni Kirkuk á sitt vald. SH sterkara í Bretlandi Samanlögð velta dótturfyrirtækja SH í Bretlandi fór í fyrra í fyrsta sinn fram úr veltu Coldwater í Bandaríkjunum, en bæði löndin voru hvort um sig með um 28% af heild- arsölu samstæðunnar, sem nam 54,5 milljörðum króna. Fjöldi barna of þungur Tæplega fjórðungur 9 ára barna í Reykjavík telst of þungur og af þeim eru 5,5% sem teljast eiga við offitu- vandamál að stríða. Börnum sem teljast of feit hefur fjölgað um 13% á fjórum árum og vandinn á fyrst og fremst rætur að rekja til hreyfing- arleysis. Keflavík Íslandsmeistari Keflavík vann Grindavík 102:97 í gærkvöldi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik karla í sjötta sinn, en fjögur ár eru síðan Keflavík varð síðast Ís- landsmeistari í karlaflokki. Kvenna- lið félagsins varð einnig Íslands- meistari með glæsibrag fyrir skömmu. F Ö S T U D A G U R 1 1 . A P R Í L 2 0 0 3 B L A Ð B  3 TVÍBURAMÆÐUR OG 6 UPPRENNANDI BOLTADÍSIR/2  MYNDAR- LEG KLÆÐI/2  HÚS MEÐ STÓRT HJARTA/4  KROSSFERÐ GEGN SMEKKLEYSU/6  AÐ SAUMA PÁSKAEGG/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  K ONUR í hvítum kjólum hafa vakið athygli vegfarenda á göngum Landspítalans að und- anförnu. Þær sjást helst á hátíðisdögum, hinum svo- nefndu rauðum dögum, og ekki er ofmælt að þær sinni þá störfum sín- um af meiri reisn en endranær. Þarna eru á ferðinni hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar á gæsludeild A2 og göngudeild háls-, nef og eyrna, en þær vilja með kjólunum gera sér dagamun á hátíð- isdögum og gleðja um leið samstarfsmenn, sjúklinga og gesti. „Þetta eru í raun hjúkkukjólar, svipað og í gamla daga, en bara miklu fallegri,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á A2. „Þeir eru aðsniðnir með klauf og mjög sætir – þeir vöktu að minnsta kosti gífurlega athygli þegar við mættum í þeim um jólin.“ Þorgerður segir hjúkrunarkon- urnar á A2 hafa fengið hugmynd- ina frá starfssystrum sínum á fyrr- nefndri göngudeild háls- nef og eyrna. „Þær byrjuðu á þessu en að vísu vinna þær ekki á stórhátíðum – göngudeildin er aðeins opin á virk- um dögum. En þær klæddust kjól- unum meðal annars á föstudögum í desember og vöktu lukku.“ Starfsfólkið á A2 fer meira um og út af deild sinni en starfsfólk göngudeildarinnar og hafa því kjól- ar þeirra að sögn vakið víðtækari athygli. „Sjúklingunum finnst þetta huggulegt og aðstandendurnir hafa einnig tekið þessu mjög vel,“ segir Þorgerður. Kjólarnir eru pantaðir eftir lista frá heildversluninni Hexa í Kópavogi og greiddu konurnar fyrir þá úr eigin vasa – enda spari- kjólar hjúkrunarfræðinga ekki á fjárlögum! „Það eru eingöngu konur í þessum hópi. Að vísu er ungur maður hjá okkur á deildinni núna, sjúkraliði, hann var ekki byrjaður um jólin og slapp því fyrir horn,“ segir Þor- gerður og hlær. Hún segir kjólana næst verða tekna fram um páska í því skyni að laða fram hátíðleika innan veggja sjúkrahússins. Ef gustar um gangana klæðast kon- urnar að auki látlausum, einlitum flíspeysum sem fara fallega við kjólana. „Þetta lífgar óneitanlega upp á. Venjulega erum við í hefðbundnum buxum og jakka. Örfáar okkar hafa tekið í notkun nýju litina, bleika og græna, og svo er slysadeildin í bláum búningum. En þorri starfs- fólksins er í þessum vanabundnu, hvítu göllum. Þeir eru kannski ekki beint smart og það var í raun kveikjan að þessu með kjólana. Okkur fannst við ekki nógu flott- ar,“ segir Þorgerður sem sjálf var á vakt á jóladag í nýja kjólnum. Hún bætir við brosandi að hátíðarklæðin kalli vissulega á hátíðlegri vinnu- brögð, en þegar nauðsyn krefji komi búningarnir að sjálfsögðu ekki í veg fyrir skyldur starfsins gagnvart sjúklingum og samstarfs- fólki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þrjár af stelpunum á deild A2 í sparikjólunum: Elín Bára Birkisdóttir sjúkraliði, Sólveig Traustadóttir Wiium sjúkraliði og Þorgerður Þráins- dóttir hjúkrunarfræðingur. Sparikjólar ekki á fjárlögum Hvítir kjólar á rauðum dögum Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12/14 Minningar 36/43 Erlent 16/21 Staksteinar 54 Höfuðborgin 22 Bréf 48/49 Akureyri 23 Dagbók 50/51 Suðurnes 24 Íþróttir 52/55 Landið 25 Leikhús 56 Listir 26/38 Fólk 58/61 Menntun 29 Bíó 58/61 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 30/31 Veður 63 * * * RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt endanlegar tillögur Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra um að stór- auka geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Eru tillögurnar afrakst- ur starfshóps sem skipaður var af forstjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og gerði ráðherra tvær tillagnanna strax að sínum. Annars vegar verður unglinga- deild BUGL (Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans) stækkuð með 6–8 viðbótarrýmum og hins vegar gerðar breytingar á vinnufyrirkomu- lagi göngudeildar þannig að hún geti betur sinnt börnum og unglingum með geðraskanir, utan sjúkrahúss- ins. Mikilvægur áfangi Jón Kristjánsson segir við Morg- unblaðið að tillögurnar séu nánari út- færsla á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 11. mars sl. um málefni BUGL. Hann segir mikilvægan áfanga hafa náðst og að tillögurnar muni skipta miklu fyrir starfsemi deildarinnar og spítalans. Brugðist sé með markviss- um hætti við vanda sem hafi verið að aukast undanfarin ár og tillögurnar hafi verið lagðar fram í góðu sam- starfi við stjórnendur BUGL og spít- alans. Það hafi verið mat starfshóps- ins, undir stjórn Eydísar Svein- bjarnardóttur, sviðsstjóra geðsviðs, að þessar aðgerðir dugi til að mæta vandanum sem hafi verið til staðar við umönnun ungmenna með geð- raskanir. Forgangsmál Málið var lagt fyrir ríkisstjórnar- fund í vikunni og hefur verið til skoð- unar síðan. Í tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu segir að með samþykktinni sé geðheilbrigðisþjón- usta við börn og unglinga sett sem forgangsmál á þessu sviði. Áætlaður stofnkostnaður við stækkun ung- lingadeildar BUGL er um 45 millj- ónir króna. Rekstrarkostnaður vegna aukinnar þjónustu er á ársgrundvelli um 55 milljónir króna en hefjist reksturinn í september, sem stefnt er að, er rekstrarkostnaður ársins um 20 milljónir. Reiknað er með að göngudeildin fái annað húsnæði í ná- grenni við BUGL eða nærri geðsviði sjúkrahússins. Segir ráðuneytið auk- inn kostnað verða af þessu sem ekki sé hægt að segja til um að svo stöddu. Breytingar á vinnufyrirkomulagi göngudeildar BUGL varða börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Er þar horft til góðrar reynslu af til- raunaverkefni um þjónustu barna- lækna á þremur heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Verkefnið er talið kosta árlega um 8 milljónir. Annar meginþáttur í þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir er aukin þjónusta við börn og ungmenni í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að þetta viðfangsefni verði tilraunaverkefni fyrst í stað. Heildarkostnaður á meðan svo er gæti verið um 5 milljónir á ári, að mati heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að miðað við gefnar forsendur verði kostnaður vegna aukinnar geðheil- brigðisþjónustu við börn og unglinga rúmar 70 milljónir króna í ár og um 76 milljónir á næsta ári, eða alls um 150 milljónir á næstu 20 mánuðum. Víðtæk samstaða er sögð um tillög- urnar innan Landspítalans, en meðal þeirra sem lögðu þær til eru stjórn- endur BUGL, geðsviðs og barnasviðs spítalans. Til samræmis við fyrri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hefur heilbrigðis- ráðherra lagt drög að stjórnsýslu- endurskoðun á starfsemi BUGL. Niðurstöður þeirrar skoðunar verða nýttar til að skipuleggja starfsemi deildarinnar með það í huga að tryggja skynsamlega nýtingu mannafla og freista þess að skapa meiri frið um starfsemina en verið hefur um nokkurt skeið, að því er segir í tilkynningunni. Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga Ríkisstjórnin sam- þykkir aukin framlög SJÚKRABIFREIÐ í forgangsakstri með sjúkling innanborðs lenti í hörðum árekstri við fólksbifreið á Bústaðabrú síðdegis í gær. Flytja varð ökumenn beggja bifreiða á slysadeild með sjúkrabifreið, en sjúklingurinn var fluttur á Land- spítalann með annarri sjúkrabifreið og hlaut hann ekki teljandi meiðsli. Tildrög slyssins voru þau að sjúkrabifreiðinni var ekið vestur Bústaðaveg þegar hún lenti í árekstrinum og kastaðist á nálæg- an umferðarvita. Í sjúkrabifreið- inni var auk sjúklingsins og öku- manns einn sjúkraflutningamaður, en í fólksbifreiðinni var ökumaður og farþegi hans. Loka varð Bústaðavegi í um klukkustund á meðan björgunarlið vann á vettvangi. Morgunblaðið/Júlíus Björgunarlið á vettvangi á Bústaðabrú í gær þegar sjúkrabifreið frá Grindavík og fólksbifreið skullu saman. Sjúkrabifreið í forgangs- akstri í hörð- um árekstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.