Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 29
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 29 SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM KATRÍN Jakobsdóttir íslensku- fræðingur flutti erindið „Fokk þú og þitt krú. Er þjóðlegt að rappa?“ á umræðufundi Hollvinafélags- ins. Hún beindi sjónum að rapp- inu og benti á að áhyggjur af ís- lenskri tungu virtust nánast jafngamlar þjóð- inni enda væri manninum eðl- islægt að hafa stöðugar áhyggjur af því að missa það sem hann ætti. Katrín sagði m.a.: „Öll óttumst við að deyja og missa lífið; nýbak- aðir foreldrar læðast iðulega inn til barna sinna og hlusta eftir því hvort þau andi enn. Og eignirnar þurfa ekki einu sinni að vera svo verðmætar. Þegar maður kaupir glænýjan bíl stendur maður sig að því að gjóa augunum reglulega út um gluggann til að gá hvort hann sé ekki enn á planinu. Og eins er það með tunguna. Þegar Íslend- ingar áttuðu sig á því að tungumál þeirra var ekki lengur hluti af sam- norrænu máli heldur sérstakt og einstakt fyrir þessa litlu eyju byrj- uðu áhyggjurnar og enn höfum við þær.“ Hún sagði að á 18. öld hefði Eggert Ólafsson lýst áhyggjum sín- um í kvæðinu Sótt og dauði ís- lenskunnar“, hinnar afgömlu móð- ur vorrar, í tveimur kvæðum framsett en þar má finna þetta er- indi: Fengi eg ærlegt íslenskt mál, eins tilreitt og súpukál, vösk eg mundi verða í stað, væri eg ekki dauð um það, forlög banna, feigðin ef að fer mér að. Og áhyggjurnar héldu áfram, sagði Katrín. „Þegar fyrsta hefti Fjölnis kom út 1835 var fyrsta greinin í blaðinu eftir Tómas Sæ- mundsson og þar var meðal ann- ars rætt um mikilvægi íslenskrar tungu.“ Engin þjóð verður fyrri til en hún talar mál út af fyrir sig, og deyi mál- in, deyja líka þjóðirnar eða verða að annarri þjóð; en það ber aldrei við nema bágindi og eymd séu komin á undan. Því hróðugri sem Íslendingar mega vera að tala ein- hvurja elstu tungu í öllum vest- urhluta Norðurálfu er ásamt bók- menntum Íslendinga og fornsögu þeirra er undirstaða þeirra þjóð- heiðurs … Og enn hugsa Íslendingar um tunguna „Í rappheiminum reka menn öflugan áróður fyrir því að kveða rímur á íslensku þó að þriðja hvert orð sé kannski enska. Ís- lenskan er ekki lengur bara tungu- mál heldur menningarheimur og þar gildir líka að rappa um íslensk umfjöllunarefni, íslenskan veru- leika og íslensk vandamál. Aðeins þannig er hægt að kíp it ríl,“ sagði Katrín og nefndi dæmi frá XXX Rottweilerhundum: Við erum topp: Ég er orðinn svo þreyttur á ís- lenskum enskurappandi mönnum, það er kominn tími til að þú sjáir að þú átt aldrei eftir að verða fræg- ur í útlöndum, þú talar um bíf en þú gætir ekki einu sinni battlað Greifana, þú ert eins og þú sért með psoriasis því þú getur aldrei meikað það, þú feikar það, eins og Wu-Tang bolir í Jónas á milli, og þegar þú rappar þá get ég bara hugsað um að takturinn fer til spill- is, ég tryllist. Að þið haldið að það sé nóg að rappa um „kíp it ríl“, tón- list er um hæfileika, en ekki enskuslettur, lífs- og fatastíl! Er þjóðlegt að rappa? Katrín EF ÞAÐ má læra að verðaíslenskur, hvað felst í þvínámi? Að tala íslensku, ogkunna helstu samskipta- reglur, siði og venjur. Það þarf ekki að vera margt til að vera íslenskur, t.d. ekki að vera fæddur hér eða eiga forfeður, eða vera norrænn í útliti. Áherslan á mikilvægustu þættina er mismunandi. Vigdís Finnbogadóttir sagði, á umræðufundi Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla Íslands í vikunni, að það að vera Íslendingur væri að vera alþjóðlegur. Hún nefndi einnig að hafa metnað fyrir land og þjóð og að tungumálið væri límið sem héldi öllu saman. Blaðamaður fór á málþingið, hlust- aði á nokkur erindi og umræður og lagði höfuðið í bleyti. Framsögumenn voru Ólafur Ragnarsson, formaður Hollvinafélagsins. Guðmundur Hálf- dánarson, prófessor í sagnfræði við HÍ, Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur, Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Fundarstjóri var Ingi Bogi Bogason, cand. mag. Í umræðunum kom m.a. fram það viðhorf að einstakling geti skort öll dæmigerð einkenni þess að vera ís- lenskur, en samt talið sig vera ekta Íslending. Þetta gerist t.d. hjá Íslend- ingum sem búa erlendis lengi. Þeir tileinka sér öll einkenni, venjur og hugsun þjóðarinnar sem þeir búa með, en telja „Íslendinginn“ vera kjarnann í sál sinni. Umræðan um hvað það sé að vera Íslendingur er því nokkuð flókin og þarf að gera greinarmun á hugtökum. Það er t.d. sitthvað að vera íslenskur og að vera Íslendingur. Toshiki Toma hefur bent á að„Íslendingar borði SS pylsur“ samkvæmt auglýsingum, en það geti múslimar á Íslandi ekki gert vegna þess að þeim er bannað í trúar- reglum sínum að borða svínakjöt, og skiptir bragðið þá engu máli. Toma leggur áherslu á spurn- inguna: „Hver er ég og hverju tilheyri ég?“ Innflytjendur ættu að geta fyrr eða síðar svarað spurningunni svona: „Ég er íslenskur og tilheyri íslensku samfélagi.“ Innflytjendur hafa aftur á móti ef til vill enga þörf til að segja: „Ég er Íslendingur“, þeir hafa miklu meiri áhuga á að vera áfram Kínverji, Bandaríkjamaður eða Indverji, ná- kvæmlega eins og Íslendingur sem býr í Danmörku; hann getur verið danskur í hugsun og hegðun, en vill ekki vera Dani. Toshiki sagði að hon- um væri sama hvort hann væri kall- aður t.d. japanskur íslenskur maður. Hann vill fyrst og fremst skilgreina sig sem manneskju og ekki láta rík- isfang spila of stóra rullu í sjálfs- myndinni. Skilgreiningar valda aðskilnaði Toshiki Toma sagði m.a. á fundin- um frá framtíðarsýn sinni, hann var- aði við aðskilnaðarstefnunni sem fæl- ist í skilgreiningum á þjóðum og sagði: „Næstu hundrað ár verða, að mínu mati, að byggjast frekar á hugmynd hvítasunnunnar. Það er dagurinn þegar fólk byrjar að tala og heyra mörg ókunnug tungumál í Nýja testamentinu. Þar er það táknað sem andstæða aðskilnaðarhugmyndar. Það er hugmynd um blöndun og gagnkvæma aðlögun og von um upp- byggingu jákvæðrar fjölbreytni. Ég kalla þetta t.d. „sambúðarstefnu“. Tveir eða fleiri ókunnugir mætast þar, og lyfta tilveru sinni á hærra plan, með því að gera hið óþekkta þekkt. Ef mannkynið á að þroskast á einhvern hátt tel ég að það hljóti að vera á þennan hátt. Samfélag mann- kyns hefur þróaðst og breyst í sam- hengi við rými á jörðinni. Ennþá hef- ur mannkynið þó ekki náð að þróa þá dýpt sem þarf til sameiginlegrar til- vistar á jörðinni.“ Hann telur að virk samskipti við aðra jarðarbúa eigi að teljast til sjálfsmyndar hverrar og einnar þjóð- ar á jörðinni, ekki síst til sjálfsmynd- ar Íslendinga, á 21. öld. Endurskoðun hugmynda Ólafur Ragnarsson nefndi þetta at- riði einnig: „En hvað sem öllum skil- greiningum líður er kjarni málsins, að við erum umfram allt einstaklingar, fólk úr ýmsum áttum, sem í samein- ingu myndar íslenskt samfélag, hvort sem við lítum á okkur sem Reykvík- inga, Íslendinga, Evrópumenn eða jarðarbúa.“ Ólafur velti annars fyrir sér tveim- ur hliðum þjóðernis; annars vegar borgaralegu og tilfinningalegu. Hann sagði ástæðu umræðunnar vera að stjórn Hollvinafélags heimspekideild- ar Háskóla Íslands vildi spyrja þess- arar spurningar „Hvað er að vera Ís- lendingur?“ í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu – spyrja hvernig greina eigi íslenskt þjóðerni og hvort hægt sé að koma málum þannig, að skil- greiningin geti jafnt átt við gamla rót- gróna landsmenn og nýja íbúa sem upprunnir eru annars staðar í veröld- inni. „Er þá ef til vill ástæða til að endurskoða viðtekna skilgreiningu á því hvað er að vera Íslendingur við nýjar aðstæður?“ spurði hann. Þarf að lesa Njálu á íslensku? Guðmundur Hálfdánarson ræddi m.a. um íslenskuna, en „sú hugmynd er nefnilega mjög gömul í landinu að íslenskan sé á vissan hátt alveg ein- stakt tungumál, sem gefi henni – og þá um leið þeim sem hana tala – mjög sérstaka stöðu í samfélagi þjóðanna“. Sérstaða íslenskunnar tengdist mjög sterkt einangrun landsins, og töldu nokkrir fyrri tíma menn að í þessari einangrun og stöðnun tungumálsins væri styrkurinn fólginn. Guðmundur sagði að óhætt væri að fullyrða að þjóðin væri ekki lengur einangruð og að erlend menningar- áhrif streymdu um landið eftir ótelj- andi leiðum. „…íslenskan lifir góðu lífi. Sjálfsmynd Íslendinga getur aftir á móti tæpast hverfst lengur um hreina og óbreytanlega tungu, eða órofa tengsl við fortíðina, vegna þess að slík einkenni sameina Íslendinga ekki lengur á sama hátt og áður.“ „Það er því hægt að vera Íslend- ingur,“ sagði Guðmundur, „án þess að kunna að beygja orðin kýr eða faðir eftir kúnstarinnar reglum, eða að lesa Njáls sögu hikstalaust á frummál- inu.“ Hann sagði að sjálfsmynd Ís- lendinga hefði tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum vegna þess að tengslin við fortíðina og landið eru allt önnur nú í iðnvæddu þéttbýlissam- félagi en þau voru í sveitasamfélagi fyrri tíma. Tungan og fjölmenningin Vigdís Finnbogadóttir ræddi nokkra þætti þess að vera Íslending- ur í fjölmenningarsamfélagi. Hún sagði: „Í því fjölmenningarþjóðfélagi sem við nú í æ auknum mæli verðum að horfast í augu við tel ég brýnustu þörfina að setja tungumál heima- manna í öndvegi og gera allt sem unnt er til að styðja aðkomna í að læra ís- lensku, sem á heima hér og við teljum enn sem komið er til allrar hamingju sjálfsagt að nota í daglegum tjáskipt- um.“ Hún lagði svo sérstaka áherslu á ís- lenskuna með því að segja að íslensk- an sé sterkasti og merkasti þátturinn í því að vera Íslendingur. „Lífið fer nú einu sinni fram hér á íslensku. Og ég lít á íslenskuna sem sameiningartákn okkar, hana verðum við að varðveita.“ Vigdís sagðist vilja fá umræðu um fjölþjóðasamfélagið og stefnu þess. Mjög mikilvægt væri t.d. að yngsta kynslóð innflytjenda; börnin, ung- lingarnir, finni sig heima með sama rétt og þeir sem fyrir eru, og taki full- an þátt í samfélaginu. Niðurstaðan á umræðufundinum varað vinna þyrfti gegn dulinni að- skilnaðarstefnu sem fælist t.d. í skil- greiningum á hópum, og að þróa þyrfti sambúðarstefnu í samfélagi sem væri núþegar fjölmenningarlegt. „Ég held að virk samskipti við aðra jarðarbúa eigi að teljast til sjálfs- myndar hverrar og einnar þjóðar á jörðinni, ekki síst til sjálfsmyndar Ís- lendinga, á 21.öld,“ sagði t.d. Toshiki Toma. Ef svo er, þá er það að vera Ís- lendingur, að vera alþjóðlegur. Að læra að vera íslenskur Morgunblaðið/Golli „Ef einhver spyr mig hvort mig langi til að kallast „japanskur íslenskur maður“ mun ég svara: mér er sama,“ sagði Toshiki Toma. Guðmundur Hálfdánarson, til hægri, var einnig einn framsögumanna á málþinginu.  Íslendingur án þess að kunna að beygja orðin kýr eða faðir  Íslenskur maður er bæði þjóðlegur og alþjóðlegur guhe@mbl.is Fjölþjóðasamfélagið/Nám er af ýmsum toga. Í einni grein nýrra laga um útlendinga er vísað til þess að þeir sem sækja eftir búsetuleyfi skuli geta vottað að þeir hafi sótt 150 tíma í íslenskunámi. Gunnar Hersveinn sat umræðufund um spurninguna: „Hvað er að vera Íslendingur?“ Það er a.m.k. svolítið annað en að vera íslenskur eða þjóðlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.