Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 27 VETRARÆVINTÝRI Shake- speares telst í hópi þeirra verka hans sem hvað erfiðast þykir að flokka. Þetta er eitt af síðustu leikverkum hans (1610–1611), það er hvorki hreinræktaður harmleik- ur né gleðileikur, heldur er hér blandað saman hvoru tveggja og verkið þykir reyndar eitt besta dæmið um „tragíkómík“ í höfund- arverki Shakespeares. Bygging verksins þykir merkileg hvað þetta snertir; í fyrra hlutanum ræður harmleikurinn ríkjum en í þeim síðari tekur gleðileikurinn við, misgjörðir eru leiðréttar og allt fer vel að lokum. Á milli hlutanna tveggja líða sextán ár, mátulegur tími fyrir þann sem kom illu til leiðar að þjást og iðr- ast synda sinna, áður en hægt er að fyrirgefa honum og koma jafn- vægi og hamingju á aftur. Þessi skörpu skil fyrri og seinni hluta verksins eru að nokkru leyti þurrkuð út í uppfærslu leikhópsins á Nýja sviði Borgarleikhússins á verkinu, sem frumsýnt var í gær- kvöldi undir heitinu Sumarævin- týri, en það kom ekki mjög að sök því sýningin var í alla staði mjög lífleg og skemmtileg leikhúsupp- lifun. Sumarævintýri er leiksýning sem að hluta til er samin af leik- hópnum sjálfum. Áhorfendur eru kynntir fyrir leikhópi sem setur upp Vetrarævintýri Shakespeares og fylgjast með honum allan tím- ann á sviðinu og utan þess. Vissu- lega hvorki ný né frumleg hug- mynd en hún er ekki verri fyrir það (leikhópurinn kannski undir áhrifum frá Brecht sem verið var að leika við hliðina (á stóra svið- inu)). Reyndar er þetta ágætlega viðeigandi nálgun að Shakespeare- verki því eins og kunnugt er urðu flest leikrit hans (að öllum lík- indum) að mestu leyti til á sjálfu sviðinu þar sem hann vann með ákveðnum flokki leikara. Hér er- um við því með „leiksýningu innan leiksýningarinnar“ (sem einnig er klassískt í Shakespeare-verkum). Leikhópurinn heldur sig við hinn skrifaða leiktexta Shakespeare (í arflutningur, sem var mjög skemmtilegur á köflum, átti sinn þátt í því sem sagt var hér að ofan, að þurrka út muninn á stemningu fyrri og síðari hluta sýningarinnar, því í fyrri hlutanum létti hann á hinu harmræna andrúmslofti og í þeim síðari voru sungnar angur- værar ballöður sem hægðu á kóm- íkinni. Allir leikararnir leika fleiri en eitt hlutverk í sýningunni, enda eru hlutverkin ríflega tuttugu en leikararnir aðeins sjö. Þeir fá því flestir að spreyta sig á bæði tragík og kómík og var gaman að fylgjast með þeim skipta um ham. Fyrsta vil ég nefna Halldóru Geriharðs- dóttur sem átti stjörnuleik bæði í hlutverki sínu sem hin smáða drottning Hermione í fyrri hluta og sem gömul hirðingjakona í þeim síðari. Halldóra kom út tár- um á áhorfendum þegar hún túlk- aði sorg og niðurlægingu drottn- ingarinnar og fékk þá til að veltast um að hlátri stuttu síðar í hlut- verki kerlingar. Þau Þór Tulinius og Harpa Arnardóttir eiga sömu- leiðis lof skilið fyrir það hversu fimlega þeim gekk að skipta úr hinu harmræna til þess skoplega. Halldór Gylfason og Sveinn Geirs- son áttu góðan samleik og fóru á kostum sem trúbadorar. Sóley Elíasdóttir ljáði Perdítu kóngs- dóttur skemmtilega kómíska vídd með krúttlegu smámæli og léttum danssporum og Gunnar Hansson var fínn í hlutverki Florizel kóngs- sonar. Samkvæmt stefnuskrá Nýja sviðsins á að ríkja einfaldleiki í sviðssetningum þar, umgjörð á að vera í lágmarki og list leikarans í forgrunni. Þessari stefnu er vel fylgt í Sumarævintýri, sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar er einföld en þjónar sýningunni vel, búningar Guðrúnar Lárusdóttur eru sömuleiðis íburðarlausir en setja engu að síður sterkan svip á sýninguna og taka mið af Elísar- betartímanum. Þá er og lýsingin notuð mjög sparlega. Benedikt Erlingssyni tekst með þessari sýningu að ná fram tveim- ur af meginmarkmiðum Nýja sviðsins (samkvæmt leikskrá): að gera klassík að samtímaverki og að setja list leikarans í forgrunn. Hvort tveggja gerir hann með því að draga áhorfendur inn í vinnu- ferli sýningarinnar (innan og utan sviðs). Hitt er annað mál að Vetr- arævintýri Shakespeares er fyrst og fremst einmitt „ævintýri“ eða „rómansa“ og efni þess á kannski ekki brýnt erindi við samtímann að öðru leyti en því að það er auð- vitað brýnt að menn skemmti sér annað slagið í leikhúsi, og það hljóta flestir að gera á þessari sýn- ingu. Soffía Auður Birgisdóttir LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: William Shakespeare og leik- hópurinn. Leikstjóri: Benedikt Erlings- son. Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir, Sveinn Þór- ir Geirsson og Þór Tulinius. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Guð- rún Lárusdóttir. Lýsing: Kalle Olav Ropp- onen. Nýja svið Borgarleikhússins 10. apríl 2003 Sumarævintýri Harmur og gleði á Nýja sviðinu Morgunblaðið/Jim Smart Sumarævintýri á Nýja sviðinu: List leikarans sett í forgrunn. þýðingu Indriða Einarssonar (1851–1939) frá árinu 1926) þegar hann er á sjálfu leiksviðinu, en ut- an sviðs er um tvenns konar „texta“ að ræða: Skipanir sviðs- stjóra og söngtexta sem leikararn- ir hafa sjálfir sett saman um efni leikritsins og flytja áhorfendum í e.k. trúbadorformi. Þessi tónlist- SLEGIÐ var upp sannkallaðri óp- eruveizlu í gær í fremsta bráða- birgðatónlistarhúsi landsins, Há- skólabíói, og boðið upp á ýmsar frægustu aríur úr höfuðverkum klassískrar óperu ásamt sex forleikj- um eða millispilum úr sömu grein. Einsöngvarinn var af yngri kynslóð en þegar heimskunnur, kínversk- kanadíski sópraninn Liping Zhang, og stjórnandinn, hinn spænski David Gimenés, var Íslendingum að góðu kunnur frá því er hann stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni á eftirminnileg- um tónleikum Josés Carreras í Laugardalshöll fyrir hálfu öðru ári. Dagskráin hófst á einum bezt heppnaða „buffo“-forleik allra tíma, nefnilega innganginum að Brúð- kaupi Fígarós frá 1786 eftir Mozart, sem var hressilega en samt hnífná- kvæmt leikinn. Liping Zhang flutti þá fyrsta söngatriði kvöldsins, Dove sono, aríu greifynjunnar úr téðri óp- eru, af látlausri reisn. Síðan kom hin fræga aría Una voce poco fa, lögð í munn sömu persónu (Rosínu) en hins vegar úr Rakara Rossinis. Sungið var af óaðfinnanlegri tækni, en kannski svolítið á kostnað gáska og kankvísi – þó að túlkunarsvigrúmið sé vissulega einatt minna í konsert- uppfærslum en á óperusviði. For- leikurinn að bartskeranum afskipta- sama, sem eiginlega hefði átt að koma á undan Una voce, var leikinn næst með fínni spennubyggingu og öllum hrynáherzlum Rossinis á sín- um stað. Úr keltnesku drúíðaóperu Vincen- zos Bellinis, Normu, söng Liping ar- íu samnefndrar hofgyðju, Casta Diva, eitt af frægustu glansnúmer- um Maríu Callas á sínum tíma. Þó að röddin hefði vissulega ekki alveg sama dramatíska „bit“ á neðra sviði og hjá Callas, var fátt út á restina að setja, og hæðin var engu minni en glæsileg hjá söngkonunni í Son verg- in vezzosa úr I Puritani eftir sama höfund. Klykkt var út fyrri hálfleik með sjaldheyrðasta atriði dagskrár, Intermezzo (hljómsveitarmillispili) úr lítt þekktri óperu Mascagnis er annars mun kunnastur fyrir Cavall- eria rusticana, L’amico Fritz, og náði eftirtektarverðri dramatík þrátt fyr- ir frekar fábrotna áferð og ótæpa einröddun. Fyrst eftir hlé var leikinn annar milliþáttur, Interludio y Danza úr La Vida Breve eftir Spánverjann Man- uel de Falla við svellandi litríka þjóð- lega orkestrun og með sópandi til- þrifum. Strax í fyrsta atriði söngkonunnar í seinni lotu, aríu Michaelu úr meistaraverki Georges- ar Bizet, Carmen – e.t.v. einni af fimm beztu óperum allra tíma – færðist áberandi meira hold og blóð yfir túlkun hennar, og jókst það frek- ar en hitt í þrem síðustu aríum tón- leikanna sem á eftir komu, þ.e. á eftir hið fræga Adagio úr ballett Arams Khatsjatúríans frá 1956, Spartakusi, er sjónvarpsáhorfendur upp úr miðjum aldri muna margir eftir sem kynningarlaginu við brezku röðina um Ónedin skipafélagið. Sveif þar vængjum (ef ekki seglum) þöndum óbilandi ástar- og frelsisþrá á tíðum orgelpunktum er umbreyttust úr ígildi helsis í hnit hins frjálsa fugls við hreint magnaða spilamennsku. Loks var síðasti klassíski óperu- höfundur tónsögunnar að margra áliti, Giacomo Puccini. Fyrst úr kannski minnst þekktu óperu hans, La Rondine, með hinni stuttu en til- komumiklu aríu Il bel sogno di Dor- etta. Hljómsveitin lék þvínæst hið volduga Intermezzo úr Manon Lescaut. Að því loknu söng Liping aríuna Musettás valse (quando mén vo) úr La Bohème, í sveigjanlegri til- finningaþrívídd. Síðust á dagskrá var aría Madömu Butterfly, Un bel di vedremo, og lét sú draumsýn jap- önsku geisjunnar Cho Cho san, sem átti eftir að reynast átakanleg tálsýn, engan ósnortinn í meistaralegri túlk- un söngkonunnar við afburðasam- hentan meðleik SÍ undir fag- mennskulega fylginni stjórn Davids Gimenés. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Háskólabíó Aríur og forleikir úr óperum eftir Mozart, Rossini, Bellini, Mascagni, de Falla, Bizet, Khatsjastúrían og Puccini. Liping Zhang sópran; Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: David Giménes. Fimmtudaginn 10. apríl kl. 19:30. ÓPERUTÓNLEIKAR Óperu- perluveizla MAGNEA Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja gömul sálmalög á tón- leikum í Laugarneskirkju í kvöld kl. 20 en tónleikarnir marka út- gáfu á nýjum geisladiski þeirra. „Við Guðmundur höfum unnið lengi saman í kirkjunni, og hann kom með þá hugmynd að við kíktum á gömlu sálmalögin sem Smári Ólason föðurbróðir minn hefur verið að rannsaka og út- setja,“ segir Magnea. „Við féllum alveg fyrir þeim og Ásmundur Jónsson í Smekkleysu hafði mikla trú á verkefninu.“ Þetta eru tólf passíusálmar og ellefu aðrir sálmar úr skriflegri og munnlegri geymd, sem Smári hefur skráð af upptökum úr Árnastofnun. „Þarna eru meðal annars sálmar eftir Odd Oddsson, en aðeins eitt lag við sálma hans hefur heyrst áður. Hér leggur hann á eigin hátt út frá Davíðs- sálmum.“ Magnea, sem þekkt er að dramatískum óperusöng, segir raddsvið þjóðlaganna lítið og inn á það þurfi söngvarinn að stilla sig. „Ég hef þó alltaf verið mikil kirkjukona og oft hitað röddina upp með sálmum, þannig að ég þekki þetta. Þetta er persónu- legra en annað sem ég syng, og lögin þjóna textunum algjörlega, meira en í annarri tónlist. En svo eru það líka forréttindi að fá að syngja eitthvað sem ekki hefur heyrst áður. Þetta er menningar- arfleifð sem við teljum okkur bæði vera að varðveita og koma á framfæri við aðra.“ Smári Ólason segir að pass- íusálmalögin séu öll úr munn- legum arfi sem á rætur að rekja til þýsku siðbótarinnar á 16. öld. „Þau komu hingað með Grall- aranum og Hólabók, en breytast svo í meðförum okkar og verða að séríslenskum þjóðlögum. Þau hurfu svo í lok 19. aldar. Þetta er ég að endurvekja núna og þá í nýjum útsetningum.“ Smári segir rannsóknarvinnuna ekki bara hálfgert, heldur algert leynilögreglustarf. „Ég er einmitt að vinna í því núna að rekja lögin frá því þau eru sungin hér sem þjóðlög, til upprunans í Þýska- landi.“ Morgunblaðið/Jim Smart Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Arfur íslenskra sálmalaga KARLAKÓRINN Stefnir frá Mos- fellsbæ heldur vortónleika í kvöld kl. 20 í Hlégarði, Mosfellsbæ og í Langholtskirkju kl. 16 á morgun. Gestir Stefnis að þessu sinni eru Borgarkvartettinn í Reykjavík skipaður Ásgeiri Páli Ágústssyni, Atla Guðlaugssyni og feðgunum Þorvaldi Halldórsyni og Þorvaldi Þorvaldssyni. Félagar úr Stefni, þeir Birgir Hólm Ólafsson og Bjarni Atlason, syngja einsöng með kórnum í nokkrum lögum. Stjórnandi Stefnis er Atli Guð- laugsson og píanóleikari er Sig- urður Marteinsson. Á söngskránni eru bæði íslenzk og erlend lög, mest á léttu nót- unum, m.a. sígild lög frá blóma- barna- og bítlatímanum, lagasyrpa frá Wales með íslenzkum textum eftir Höskuld Þráinsson og frum- samið eftir Atla Guðlaugsson. Vortón- leikar StefnisKARLAKÓR Reykjavíkur, eldri félagar, heldur árlega vortón- leika sína í Ými í kvöld. Stjórn- andi kórsins er Kjartan Sigur- jónsson, en einsöngvari með kórnum á tónleikunum í kvöld er Eiríkur Hreinn Helgason barítonsöngvari. Undirleikari er Bjarni Þ. Jónatansson. „Á tónleikunum verðum við með hefðbundna efnisskrá, en við komum býsna víða við í karlakórsbókmenntunum. Við syngjum þó nokkuð eftir Árna Thorsteinsson, Pál Ísólfsson og Sigurð Þórðarson, og auk þess erum við með nokkuð af erlendu efni, negrasálma, verk eftir Edward Grieg og þar fram eftir götum. Þetta er svona það helsta sem um er að ræða, við syngjum þarna þó nokkur lög og mörg aukalög ef við verðum klappaðir upp,“ segir Kjartan Sigurjónsson kórstjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann lætur vel af starfi kórs- ins í vetur, en með kórnum starfa nú milli 40 og 50 félagar. Kórinn hefur nýlokið söngferða- lagi í Skagafirði, þar sem hann kom meðal annars fram á tón- leikum með Karlakórnum Heimi. „Þetta hefur verið ákaf- lega blómlegt starf í vetur eins og endranær, sem hefur staðið nánast sleitulaust frá því í sept- ember. Í kórnum eru mennirnir sem byggðu upp Karlakór Reykjavíkur, þó að það séu alls ekki allir svo fullorðnir. Sumir félagar eru meira að segja yngri en ég, og mér finnst ég nú alls ekki gamall,“ segir Kjartan Sig- urjónsson og hlær við að síð- ustu. Tónleikarnir í Ými í kvöld hefjast kl. 20.30. Mörg aukalög ef óskað er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.