Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 7 til 10% landsmanna lifa og búa við fátækt, að sögn Hörpu Njáls, en í gær kom út bók hennar Fátækt á Ís- landi við upphaf nýrrar aldar, sem Borgarfræðasetur gefur út í sam- vinnu við Háskólaútgáfuna. „Megin- niðurstaðan er sú að fátækt er stað- reynd á Íslandi,“ segir Harpa. Harpa Njáls stundaði nám í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands og lauk MA-gráðu á sviði velferðar- rannsókna í febrúar í fyrra. Bókin er að hluta til byggð á lokaritgerð hennar en einnig rannsóknum und- anfarin fjögur ár. Um fjórðungur bókarinnar er viðtöl við fólk sem býr við fátæktaraðstæður. „Það er alger- lega nýtt inn í þessa umræðu að raddir þeirra fá að heyrast,“ segir Harpa, en hún greinir og lýsir stöðu fátækra á Íslandi við upphaf nýrrar aldar og segir það nýmæli að hún mæli fátækt út frá algildum fátækt- armörkum. „Mælingin felst m.a. í því að rannsaka hvort lágmarkstekjur, sem mótaðar eru af hinu opinbera með ákvörðunum um upphæðir líf- eyrisgreiðslna almannatrygginga, framfærslustyrkur félagsþjónustu sveitarfélaga og einnig tekjur ófag- lærðra á vinnumarkaði sem í mörg- um tilvikum vinna hjá ríki og borg, dugi fyrir lágmarksframfærslu- kostnaði,“ eins og skýrt er í bókinni. Hún byggir á skilgreiningu félags- málaráðuneytisins um þætti sem all- ir þurfi að geta veitt sér til að komast af í nútímasamfélagi. Hún segir að þessir þættir séu skilgreindir eins á öllum Norðurlöndum og sömu þættir og komi fyrir í mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Hún færi þessa þætti til útgjalda og beri þá saman við tekjur fólks. „Ég kemst að þeirri niðurstöðu að fólk hefur ekki fyrir þessum lág- marksútgjöldum,“ segir hún og bendir á að þarna sé um að ræða líf- eyrisþega, sem hafi aðeins bætur frá hinu opinbera, sjúka, atvinnulausa og fólk sem sé á láglaunavinnu- markaði á Ís- landi, fólk sem taki laun sam- kvæmt kjara- samningum Efl- ingar, fólk sem vinni á leikskól- um og við umönn- un aldraðra. „Staðreyndin er sú að fólk er mjög illa sett, hefur ekki fyrir nauðþurft- um,“ segir hún, en í bókinni kemur fram að það vanti 40.000 til 50.000 kr. á mánuði miðað við nóvember 2000 til að standa undir nauðsynlegum framfærsluþætti. „Niðurstöður mín- ar sýna að fólk vantar 30% upp á að hafa fyrir þessu lágmarki. Þá er ég ekki að tala um upphæðir sem eiga að duga þannig að fólk geti farið í frí eða verið í félags- eða menningar- legri þátttöku.“ Harpa tekur mið af helstu rann- sóknum sem hafa verið gerðar á fá- tækt í íslensku samfélagi. Hún nefn- ir rannsókn Norrænu ráðherra- nefndarinnar um Þróun fátæktar á Noðrurlöndum, sem hafi tekið til ár- anna 1986 til 1995, en þar hafi Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson, sem hafi unnið íslenska hlutann 1996, komist að því að 10% þjóðarinnar lifi við aðstæður undir fátækramörkum. 1998 hafi 7% mælst búa við þessar aðstæður, en þá hafi atvinnuleysi minnkað. „Samt sem áður erum við með hátt hlutfall einstaklinga sem lifir og hefur lifað stöðugt í fátækt á Íslandi vegna þess að þeir hafa ekki haft bjargir til að komast út úr þessu,“ segir hún. „Það er óhætt að fullyrða að það eru milli 7 og 10% þjóðarinnar sem lifa og búa við þess- ar aðstæður.“ Í ljósi þessara niðurstaðna eru settar fram nokkrar tillögur til úr- bóta, m.a. að skerðingarmörk tekna út frá barnabótum verði hækkuð og færð að raunverulegum framfærslu- kostnaði eða fari í 150.000 kr. miðað við stöðuna eins og hún var fyrir 18 mánuðum. Það þýddi að 65,5% ein- stæðra foreldra fengju óskertar barnabætur í stað 11,4%, en Harpa segir í niðurlagi bókarinnar að út- gjöld ríkisins myndu aukast um 2,5 milljarða vegna þessa. Þá leggur hún til að frítekjumörk vegna lífeyris verði hækkuð og að skerðingarhlut- föll á tekjur öryrkja umfram frí- tekjumörk verði lækkuð úr 45% í 20% skerðingu. „Ef vilji ráðamanna er til þess að draga úr fátækt í íslensku samfélagi þarf að taka kerfið út á heildstæðan hátt,“ segir hún og bætir við að nið- urstöður sýni að þetta hafi verið til- viljunarkennt á undanförnum árum. Harpa Njáls Um 7 til 10% þjóðar- innar búa við fátækt Rannsóknir Hörpu Njáls komnar út í bókinni Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar RÍKIÐ þarf að greiða fyrrverandi toll- verði 9,5 milljónir í bætur vegna þess að hann var látinn sæta gæsluvarð- haldi óþarflega lengi og vikið úr starfi án þess að fyrir því væru lagaskilyrði. Hæstaréttur dæmdi með þessum hætti í gær og hækkaði þar með bæt- urnar sem honum vorum dæmdar af Héraðsdómi Reykjavíkur um 4,5 millj- ónir. Einn dómari skilaði sératkvæði. Tollvörðurinn var handtekinn í upphafi árs 1997 vegna gruns um að hafa tvisvar átt þátt í ólöglegum inn- flutningi á áfengi en hann gaf tvívegis bráðabirgðaleyfi fyrir því að gámar færu út af tollsvæði án skoðunar en í þeim var áfengið falið. Var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald sem síðan var tvívegis framlengt. Manninum var í fyrstu veitt lausn úr starfi um stundarsakir og síðan vikið úr starfi að fullu. Ákæra var ekki gefin út fyrr en ríflega 4½ ári síðar en Héraðsdóm- ur Reykjavíkur sýknaði hann þá af öllum kröfum ákæruvaldsins. Maðurinn krafðist skaðabóta vegna handtöku og gæsluvarðhalds að ósekju, missis embættis og dráttar á málsmeðferð. Hæstiréttur taldi að fullt tilefni hefði verið til handtöku mannsins en að varðhaldið hafi verið óþarlega langt svo skeikaði tveimur vikum. Dráttur málsins væri enn- fremur óhæfilegur og óútskýrður en rannsókn málsins lauk endanlega í júní 1998. Þar sem sakir á hendur manninum sönnuðust ekki hafi laga- skilyrðum til þess að víkja manninum úr starfi ekki verið fyrir hendi. Garðar Gíslason, einn hæstaréttar- dómara, skilaði séráliti en hann var ósammála meirihlutanum um að skort hafi skilyrði til að vísa mann- inum úr starfi fyrir fullt og fast. Taldi hann að tollvörðurinn hafi brotið gegn starfsskyldum sínum og þess vegna hefði grunur fallið á hann. Bæturnar væru hæfilegar 1,5 milljón. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið f.h. mannsins og Skarphéðinn Þórisson hrl. fyrir ríkið. Guðrún Er- lendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein mynduðu meirihluta dómsins. Fyrrverandi toll- verði dæmdar 9,5 milljónir í bætur ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, gerði víðreist í gær, á öðrum degi op- inberrar heimsóknar sinnar hing- að til lands. Forsætisráðherrann sem er staddur hér ásamt eig- inkonu sinni, skoðaði meðal annars Bláa lónið og Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þá snæddi hann há- degisverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands á Bessastöðum. Eftir hádegi hélt forsætisráð- herrann og fylgdarlið í skoð- unarferð um Heimaey og skoðaði m.a. Eldfell. Boðið var upp á rúg- brauð sem var seytt í gíg Eldfells, og hákarl sem skolað var niður með brennivíni. Frá Vest- mannaeyjum hélt forsætisráð- herrann aftur til meginlandsins. Vegna veðurs var ekki hægt að skoða Gullfoss og Geysi en danski ráðherrann snæddi kvöldverð á Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og frú. Ráð- herrann hélt til Danmerkur í bítið í morgun. Dimmviðri breytti ferðaáætlun Sökum dimmviðris sem skyndi- lega skall á varð TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að lenda á Kjósarskarðsvegi á Mosfellsheiði þegar hún var á leið til Þingvalla síðdegis í gær með danska for- sætisráðherrann, Anders Fogh Rasmussen, og fylgdarlið hans. Ferðaáætluninni var breytt og rúta send eftir fylgdarliði ráð- herrans til að komast á áfanga- stað. Beið Davíð Oddsson á Þing- völlum eftir hinum danska starfsbróður sínum og bauð hon- um þar til kvöldverðar eftir að hafa farið í skoðunarferð um stað- inn við leiðsögn Sigurðar Líndal. Morgunblaðið/Sigurgeir Danski forsætisráðherrann og frú í heimsókn í Vestmannaeyjum ásamt Þorsteini Pálssyni sendiherra og fleiri gestum. Morgunblaðið/Jim Smart Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, snæddi hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta Íslands. Hér ræða hann og forseti Íslands við Sigríði A. Þórðardóttur, formann utanríkismálanefndar, og Atla Heimi Sveinsson tónskáld. Eiginkona forsætisráðherrans, Anne-Mette Rasmussen, sést einnig á tali við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og Ástríði Thorarensen, eiginkonu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Snæddi rúgbrauð úr gíg Eldfells Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Biðin á Kjósarskarðsvegi var stutt og á myndinni eru dönsku forsætisráð- herrahjónin, Anders Fogh og Anne-Mette Rasmussen, á tali við Ólaf Dav- íðsson, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, í skjóli þyrlunnar. STJÓRN Kvenréttindafélags Ís- lands hefur ákveðið að kæra Flug- leiðir (Icelandair) til kærunefndar jafnréttismála fyrir auglýsingar flug- félagsins sem félagið telur gefa í skyn fjörugt næturlíf á Íslandi og að ís- lenskar konur séu auðfengnar til skyndikynna. Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sagði við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að kæra á grundvelli 18. greinar jafn- réttislaga, en þar segir að „auglýs- andi, og sá sem hanni og birti auglýs- ingu, skuli sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokk- urn hátt.“ Auglýsingarnar sem félagið vísar einkum til hafa birst víða erlendis undir slagorðunum „Dirty Weekend“ og „One night stand“. Þorbjörg sagði kæruna einnig byggjast á heildarút- liti og stefnu auglýsinga Icelandair og því viðhorfi sem virtist vera uppi gagnvart ferðalögum til Íslands. „Við viljum fá rökstutt álit kæru- nefndar á því hvort verið sé að lítils- virða konur með þessari auglýsinga- stefnu. Við höfum fengið ítrekuð tilmæli og ábendingar víða að. Fjöl- margir, jafnt Íslendingar sem útlend- ingar, skilja auglýsingarnar þannig að verið sé að vísa til fjörugs nætur- lífs á Íslandi með auðfengnum kon- um. Þetta er ekki einhver misskiln- ingur örfárra sem ekki kunna ensku,“ sagði Þorbjörg. Kvenréttindafélagið kærir Flugleiðir 19 ÁRA piltur hefur játað á sig vopn- að rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar, hinn 1. apríl síðastliðinn. Pilturinn var handtekinn á föstudag og úr- skurðaður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar. Jafnhliða því sem hann játaði verknaðinn vísaði hann lögreglunni á talsverðan hluta ránsfengsins en ekki fæst uppgefið hversu há fjár- hæð það er. Þegar pilturinn var handtekinn var þegar búið að eyða hluta fengsins. Játar ránið í Sparisjóði Hafnarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.