Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UM 7 til 10% landsmanna lifa og búa
við fátækt, að sögn Hörpu Njáls, en í
gær kom út bók hennar Fátækt á Ís-
landi við upphaf nýrrar aldar, sem
Borgarfræðasetur gefur út í sam-
vinnu við Háskólaútgáfuna. „Megin-
niðurstaðan er sú að fátækt er stað-
reynd á Íslandi,“ segir Harpa.
Harpa Njáls stundaði nám í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands og
lauk MA-gráðu á sviði velferðar-
rannsókna í febrúar í fyrra. Bókin er
að hluta til byggð á lokaritgerð
hennar en einnig rannsóknum und-
anfarin fjögur ár. Um fjórðungur
bókarinnar er viðtöl við fólk sem býr
við fátæktaraðstæður. „Það er alger-
lega nýtt inn í þessa umræðu að
raddir þeirra fá að heyrast,“ segir
Harpa, en hún greinir og lýsir stöðu
fátækra á Íslandi við upphaf nýrrar
aldar og segir það nýmæli að hún
mæli fátækt út frá algildum fátækt-
armörkum. „Mælingin felst m.a. í því
að rannsaka hvort lágmarkstekjur,
sem mótaðar eru af hinu opinbera
með ákvörðunum um upphæðir líf-
eyrisgreiðslna almannatrygginga,
framfærslustyrkur félagsþjónustu
sveitarfélaga og einnig tekjur ófag-
lærðra á vinnumarkaði sem í mörg-
um tilvikum vinna hjá ríki og borg,
dugi fyrir lágmarksframfærslu-
kostnaði,“ eins og skýrt er í bókinni.
Hún byggir á skilgreiningu félags-
málaráðuneytisins um þætti sem all-
ir þurfi að geta veitt sér til að komast
af í nútímasamfélagi. Hún segir að
þessir þættir séu skilgreindir eins á
öllum Norðurlöndum og sömu þættir
og komi fyrir í mannréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Hún færi
þessa þætti til útgjalda og beri þá
saman við tekjur fólks.
„Ég kemst að þeirri niðurstöðu að
fólk hefur ekki fyrir þessum lág-
marksútgjöldum,“ segir hún og
bendir á að þarna sé um að ræða líf-
eyrisþega, sem hafi aðeins bætur frá
hinu opinbera, sjúka, atvinnulausa
og fólk sem sé á
láglaunavinnu-
markaði á Ís-
landi, fólk sem
taki laun sam-
kvæmt kjara-
samningum Efl-
ingar, fólk sem
vinni á leikskól-
um og við umönn-
un aldraðra.
„Staðreyndin er sú að fólk er mjög
illa sett, hefur ekki fyrir nauðþurft-
um,“ segir hún, en í bókinni kemur
fram að það vanti 40.000 til 50.000 kr.
á mánuði miðað við nóvember 2000
til að standa undir nauðsynlegum
framfærsluþætti. „Niðurstöður mín-
ar sýna að fólk vantar 30% upp á að
hafa fyrir þessu lágmarki. Þá er ég
ekki að tala um upphæðir sem eiga
að duga þannig að fólk geti farið í frí
eða verið í félags- eða menningar-
legri þátttöku.“
Harpa tekur mið af helstu rann-
sóknum sem hafa verið gerðar á fá-
tækt í íslensku samfélagi. Hún nefn-
ir rannsókn Norrænu ráðherra-
nefndarinnar um Þróun fátæktar á
Noðrurlöndum, sem hafi tekið til ár-
anna 1986 til 1995, en þar hafi Stefán
Ólafsson og Karl Sigurðsson, sem
hafi unnið íslenska hlutann 1996,
komist að því að 10% þjóðarinnar lifi
við aðstæður undir fátækramörkum.
1998 hafi 7% mælst búa við þessar
aðstæður, en þá hafi atvinnuleysi
minnkað. „Samt sem áður erum við
með hátt hlutfall einstaklinga sem
lifir og hefur lifað stöðugt í fátækt á
Íslandi vegna þess að þeir hafa ekki
haft bjargir til að komast út úr
þessu,“ segir hún. „Það er óhætt að
fullyrða að það eru milli 7 og 10%
þjóðarinnar sem lifa og búa við þess-
ar aðstæður.“
Í ljósi þessara niðurstaðna eru
settar fram nokkrar tillögur til úr-
bóta, m.a. að skerðingarmörk tekna
út frá barnabótum verði hækkuð og
færð að raunverulegum framfærslu-
kostnaði eða fari í 150.000 kr. miðað
við stöðuna eins og hún var fyrir 18
mánuðum. Það þýddi að 65,5% ein-
stæðra foreldra fengju óskertar
barnabætur í stað 11,4%, en Harpa
segir í niðurlagi bókarinnar að út-
gjöld ríkisins myndu aukast um 2,5
milljarða vegna þessa. Þá leggur hún
til að frítekjumörk vegna lífeyris
verði hækkuð og að skerðingarhlut-
föll á tekjur öryrkja umfram frí-
tekjumörk verði lækkuð úr 45% í
20% skerðingu.
„Ef vilji ráðamanna er til þess að
draga úr fátækt í íslensku samfélagi
þarf að taka kerfið út á heildstæðan
hátt,“ segir hún og bætir við að nið-
urstöður sýni að þetta hafi verið til-
viljunarkennt á undanförnum árum.
Harpa Njáls
Um 7 til 10% þjóðar-
innar búa við fátækt
Rannsóknir Hörpu Njáls komnar út í bókinni Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar
RÍKIÐ þarf að greiða fyrrverandi toll-
verði 9,5 milljónir í bætur vegna þess
að hann var látinn sæta gæsluvarð-
haldi óþarflega lengi og vikið úr starfi
án þess að fyrir því væru lagaskilyrði.
Hæstaréttur dæmdi með þessum
hætti í gær og hækkaði þar með bæt-
urnar sem honum vorum dæmdar af
Héraðsdómi Reykjavíkur um 4,5 millj-
ónir. Einn dómari skilaði sératkvæði.
Tollvörðurinn var handtekinn í
upphafi árs 1997 vegna gruns um að
hafa tvisvar átt þátt í ólöglegum inn-
flutningi á áfengi en hann gaf tvívegis
bráðabirgðaleyfi fyrir því að gámar
færu út af tollsvæði án skoðunar en í
þeim var áfengið falið. Var hann úr-
skurðaður í gæsluvarðhald sem síðan
var tvívegis framlengt. Manninum
var í fyrstu veitt lausn úr starfi um
stundarsakir og síðan vikið úr starfi
að fullu. Ákæra var ekki gefin út fyrr
en ríflega 4½ ári síðar en Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur sýknaði hann þá af
öllum kröfum ákæruvaldsins.
Maðurinn krafðist skaðabóta
vegna handtöku og gæsluvarðhalds
að ósekju, missis embættis og dráttar
á málsmeðferð. Hæstiréttur taldi að
fullt tilefni hefði verið til handtöku
mannsins en að varðhaldið hafi verið
óþarlega langt svo skeikaði tveimur
vikum. Dráttur málsins væri enn-
fremur óhæfilegur og óútskýrður en
rannsókn málsins lauk endanlega í
júní 1998. Þar sem sakir á hendur
manninum sönnuðust ekki hafi laga-
skilyrðum til þess að víkja manninum
úr starfi ekki verið fyrir hendi.
Garðar Gíslason, einn hæstaréttar-
dómara, skilaði séráliti en hann var
ósammála meirihlutanum um að
skort hafi skilyrði til að vísa mann-
inum úr starfi fyrir fullt og fast. Taldi
hann að tollvörðurinn hafi brotið gegn
starfsskyldum sínum og þess vegna
hefði grunur fallið á hann. Bæturnar
væru hæfilegar 1,5 milljón.
Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti
málið f.h. mannsins og Skarphéðinn
Þórisson hrl. fyrir ríkið. Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein mynduðu meirihluta dómsins.
Fyrrverandi toll-
verði dæmdar 9,5
milljónir í bætur
ANDERS Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, gerði
víðreist í gær, á öðrum degi op-
inberrar heimsóknar sinnar hing-
að til lands. Forsætisráðherrann
sem er staddur hér ásamt eig-
inkonu sinni, skoðaði meðal annars
Bláa lónið og Hitaveitu Suðurnesja
í Svartsengi. Þá snæddi hann há-
degisverð í boði Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands á
Bessastöðum.
Eftir hádegi hélt forsætisráð-
herrann og fylgdarlið í skoð-
unarferð um Heimaey og skoðaði
m.a. Eldfell. Boðið var upp á rúg-
brauð sem var seytt í gíg Eldfells,
og hákarl sem skolað var niður
með brennivíni. Frá Vest-
mannaeyjum hélt forsætisráð-
herrann aftur til meginlandsins.
Vegna veðurs var ekki hægt að
skoða Gullfoss og Geysi en danski
ráðherrann snæddi kvöldverð á
Þingvöllum með Davíð Oddssyni
forsætisráðherra og frú. Ráð-
herrann hélt til Danmerkur í bítið
í morgun.
Dimmviðri breytti
ferðaáætlun
Sökum dimmviðris sem skyndi-
lega skall á varð TF-LÍF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, að lenda á
Kjósarskarðsvegi á Mosfellsheiði
þegar hún var á leið til Þingvalla
síðdegis í gær með danska for-
sætisráðherrann, Anders Fogh
Rasmussen, og fylgdarlið hans.
Ferðaáætluninni var breytt og
rúta send eftir fylgdarliði ráð-
herrans til að komast á áfanga-
stað. Beið Davíð Oddsson á Þing-
völlum eftir hinum danska
starfsbróður sínum og bauð hon-
um þar til kvöldverðar eftir að
hafa farið í skoðunarferð um stað-
inn við leiðsögn Sigurðar Líndal.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Danski forsætisráðherrann og frú í heimsókn í Vestmannaeyjum ásamt
Þorsteini Pálssyni sendiherra og fleiri gestum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, snæddi hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta Íslands. Hér
ræða hann og forseti Íslands við Sigríði A. Þórðardóttur, formann utanríkismálanefndar, og Atla Heimi Sveinsson
tónskáld. Eiginkona forsætisráðherrans, Anne-Mette Rasmussen, sést einnig á tali við Sigurð Helgason, forstjóra
Flugleiða, og Ástríði Thorarensen, eiginkonu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Snæddi
rúgbrauð úr
gíg Eldfells
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Biðin á Kjósarskarðsvegi var stutt og á myndinni eru dönsku forsætisráð-
herrahjónin, Anders Fogh og Anne-Mette Rasmussen, á tali við Ólaf Dav-
íðsson, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, í skjóli þyrlunnar.
STJÓRN Kvenréttindafélags Ís-
lands hefur ákveðið að kæra Flug-
leiðir (Icelandair) til kærunefndar
jafnréttismála fyrir auglýsingar flug-
félagsins sem félagið telur gefa í skyn
fjörugt næturlíf á Íslandi og að ís-
lenskar konur séu auðfengnar til
skyndikynna.
Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður
Kvenréttindafélags Íslands, sagði við
Morgunblaðið að ákveðið hefði verið
að kæra á grundvelli 18. greinar jafn-
réttislaga, en þar segir að „auglýs-
andi, og sá sem hanni og birti auglýs-
ingu, skuli sjá til þess að auglýsingin
sé öðru kyninu ekki til minnkunar,
lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri
stöðu og jafnrétti kynjanna á nokk-
urn hátt.“
Auglýsingarnar sem félagið vísar
einkum til hafa birst víða erlendis
undir slagorðunum „Dirty Weekend“
og „One night stand“. Þorbjörg sagði
kæruna einnig byggjast á heildarút-
liti og stefnu auglýsinga Icelandair
og því viðhorfi sem virtist vera uppi
gagnvart ferðalögum til Íslands.
„Við viljum fá rökstutt álit kæru-
nefndar á því hvort verið sé að lítils-
virða konur með þessari auglýsinga-
stefnu. Við höfum fengið ítrekuð
tilmæli og ábendingar víða að. Fjöl-
margir, jafnt Íslendingar sem útlend-
ingar, skilja auglýsingarnar þannig
að verið sé að vísa til fjörugs nætur-
lífs á Íslandi með auðfengnum kon-
um. Þetta er ekki einhver misskiln-
ingur örfárra sem ekki kunna
ensku,“ sagði Þorbjörg.
Kvenréttindafélagið
kærir Flugleiðir
19 ÁRA piltur hefur játað á sig vopn-
að rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar,
hinn 1. apríl síðastliðinn. Pilturinn
var handtekinn á föstudag og úr-
skurðaður í gæsluvarðhald að kröfu
lögreglunnar.
Jafnhliða því sem hann játaði
verknaðinn vísaði hann lögreglunni á
talsverðan hluta ránsfengsins en
ekki fæst uppgefið hversu há fjár-
hæð það er. Þegar pilturinn var
handtekinn var þegar búið að eyða
hluta fengsins.
Játar ránið í
Sparisjóði
Hafnarfjarðar