Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 33 ÁGÆT grein Guðmundar Þorsteins- sonar bónda á Skálpastöðum í Morg- unblaðinu á miðvikudag vakti athygli mína á grein Jóhanns Ársælssonar frá 1. apríl, þar sem hann skýrir stefnu Samfylkingarinnar í landbúnaðar- málum. Ekki er stefnan trúverðug, enda er það undirliggjandi, að Samfylk- ingin vill aðild að Evrópusambandinu, sem myndi þrengja mjög kosti bænda. Jóhann Ársælsson leggur út frá því krataguðspjalli, að mismunun felist í því að styrkja sérstaklega mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt. Ég kannast við tóninn síðan ég var landbúnaðarráð- herra í samsteypustjórn með Alþýðu- flokknum. Mér þykir rétt að rifja upp hvaða rök liggja að baki stuðningnum. Fljótlega upp úr 1940 voru teknar upp niðurgreiðslur á mjólk og kindakjöti í tengslum við kjarasamninga til að koma til móts við barnafjölskyldur og þá, sem lægst höfðu launin. Síðan hefur þessi stuðningur haldist í grófum dráttum. Mjólkin er heilsudrykkur og væri mjög vanhugsað að hækka hana í verði á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af of mikilli neyslu gos- drykkja. Lambakjötið er þjóðarréttur og sauðfjárbændur eru útvörður byggð- ar í harðbýlustu sveitunum. Jóhann talar fyrir því að innleiða sama ástand í mjólkurframleiðslunni og á kjötmarkaðnum. Það er þokkalegur boðskapur á sama tíma og bændur standa frammi fyrir því að þurfa að að- laga sig nýjum og strangari alþjóða- samningum, sem fela í sér minnkandi stuðning við landbúnaðinn og meiri samkeppni erlendis frá. Það eru inn- antóm orð að tala um nýliðun í þessum greinum undir þessum kringumstæðum og undir formerkjum Jóhanns Ársæls- sonar. Bændur eiga ekkert traust í Samfylkingunni í þeim samninga- viðræðum sem nú standa yfir innan Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar og leidd- ar verða til lykta á næsta kjörtímabili. Með því að láta Jóhann Ársælsson kynna fyrir bændum stefnu sína í land- búnaðarmálum hefur Samfylkingin hlaupið 1. apríl. Samfylkingin hleypur 1. apríl í landbúnaðarmálum Eftir Halldór Blöndal „Það eru innantóm orð að tala um nýliðun í þessum greinum undir þessum kringumstæð- um og undir formerkjum Jó- hanns Ársælssonar.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra. AÐALRITARI féll fram á landsfundi Flokksins og bað um grið í fjögur ár. Lengur ætlaði hann ekki að sitja sem forsætisráðherra. Sló þó varnagla, sem vonlegt var. Þessi beiðni um grið gilti auðvitað einnig um formann Fram- sóknar, enda allt unnið fyrir gýg ef hann yrði stífður, eins og Reykvíkingar virðist hafa í hyggju. Grið í fjögur ár til þess að: I. Festa í sessi stjórnskipulag fisk- veiða sem gengur senn af flestum byggðum landsins dauðum; færa lung- ann úr þjóðarauði á örfáar hendur; ganga frá aðalfiskistofni; neyða veiði- menn til stjórnlauss brottkasts fisks; hindra endunýjun stéttar fiskimanna og útiloka með öllu frjálsa samkeppni. II. Hannes Hólmsteinn geti haldið áfram að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar í anda Thatcher hinnar ensku. Grið í guðs bænum til þess að: III. Halda áfram einkavinavæðingu, þar sem styrktarmenn stjórnarflokk- anna ganga fyrir, samanber sölu Lands- banka og Búnaðarbanka, en fjárreiður flokkanna í lokuðum hirzlum Finns og Kjartans. IV. Áhangendur Thatcherismans í röðum ungra sjálfstæðismanna í heil- brigðismálum komi fram stefnu sinni í heilbrigðismálum um greiðslu sjúklinga fyrir sjúkrahúsvist, húsnæði, mat og lyf, en öryrkjar vandir af leti og aldraðir af ómennsku. V. Sanna að fátækt sé hugarburður, en skorti fólk einhver lífsgæði sé óreglu um að kenna, sem ungir Súsarar vilja leysa með því að selja brennivín með mjólk og brauði því alfrelsi eigi að ríkja á öllum sviðum nema í sjávarútvegsmálum. Í guðanna bænum grið í fjögur ár til þess að: VI. Afgreiða styrk til deCODE upp á tuttuguþúsund- milljónir strax 12. maí og svo ábót út griðatímann eftir þörfum fyrirtækisins og Vatnsmýringa. Grið, grið, kjósendur góðir til þess að: VII. Koma fyrir kattarnef mönnum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa í frammi leiðinlega og óábyrga fram- komu og látast ekki vita hver ræður; láta hjá líða að leita leyfis Æðsta ráðs, en bjóða yfirvöldum birginn í tíma og aðallega ótíma, þegar þjóðin öll á að sýna samheldni og staðfestu, en stað- festa er mikilvægust innanlands og utan nú um stundir stríðsátaka. Sturla Sighvatsson bað sér líka griða á Örlygsstöðum og kom fyrir ekki, enda unnið sér til óhelgi í Apavatnsför. Hætt er við að hinum nýju Sturlungum verði pólitísk grið torsótt eftir Íraksför. Grið! Eftir Sverri Hermannsson „Þessi beiðni um grið gilti auðvit- að einnig um formann Fram- sóknar, enda allt unnið fyrir gýg ef hann yrði stífður, eins og Reykvík- ingar virðist hafa í hyggju.“ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Á MORGUN fögnum við því að 50 ár eru liðin síðan Menntaskólinn að Laug- arvatni hóf starfsemi sína. Á þessum merku tímamótum óska ég forsvarsmönnum og nemendum Mennta- skólans hjartanlega til hamingju með hálfrar aldar afmæli skólans. Um leið og við minnumst þess góða starfs sem for- verar og frumkvöðlar hafa unnið eru nú- verandi starfsmenn hvattir til dáða við áframhaldandi uppbyggingu skólastarfs að Laugarvatni. Laugarvatn er okkur Sunnlendingum afar kær staður enda hafa mörg okkar sótt þangað menntun og þroska. Með til- komu Héraðsskólans á Laugarvatni og síðar Menntaskólans opnaðust fjölda landsbyggðarfólks leiðir til menntunar. Þeir eru því margir sem hafa sterkar taugar til skólanna á Laugarvatni og vilja veg staðarins sem mestan og best- an. Þetta á auðvitað einnig við um Íþróttafræðisetur Kennaraháskóla Ís- lands sem starfar á Laugarvatni. Upp- bygging nemendagarða á vegum Banda- lags íslenskra sérskólanema eru táknræn fyrir stórhug og áhuga fólks á að festa starfsemi þessarar háskólastofn- unar í sessi á staðnum. Nemendagarðar eru hluti af nauðsynlegri undirstöðu há- skólanáms. Ánægjulegt er að peningar hafa fengist til viðhalds og endurbyggingar Mennta- skólans því vissulega hefur húsnæði mikið að segja þegar nemendur velja sér skóla til framhaldsnáms þó að vissulega hafi hið innra starf alltaf mest að segja. En betur má ef duga skal. Aukin aðsókn að skól- anum skiptir framtíð hans miklu máli. Einnig hafa breytingar á námsstyrkjum (dreifbýlisstyrkjum) og aukið fjármagn til þeirra mikið að segja. En á þessu kjör- tímabili hafa verið gerðar jákvæðar breytingar á úthlutunum styrkjanna og brýnt að gera enn betur í þeim efnum. Einhverjir ráku upp stór augu þegar veitt var fé á fjárlögum til endurbygg- ingar gamla íþróttahússins og gufubaðs- ins á Laugarvatni og reyndu að gera þá úthlutun tortryggilega. Þetta er í sjálfu sér ekkert til þess að undrast yfir því saga þessara bygginga er í raun mjög merk í sögu staðarins og um leið þjóðarinnar allrar. Þess vegna erum við sem að þess- ari fjárveitingu stóðum stolt af því að ýta verkefninu úr vör. Upphaf þessarar sögu er að gamla íþróttahúsið var flutt til Laugarvatns eftir þjóðhátíðina á Þing- völlum 1930 og endurreist þar. Fyrir skömmu voru Hollvinasamtök gufubaðs- ins á Laugarvatni stofnuð og stjórn mynduð. Ástæða er til að hvetja alla þá sem hafa áhuga á framgangi og endur- uppbyggingu Laugarvatns að ganga í þessi samtök og styðja þannig við áform um að endurreisa þessar merku bygg- ingar. Í framhaldi af þessu átaki verðum við á sama hátt að beita okkur fyrir því að gamla héraðsskólahúsið verði lagfært og nýtt á viðeigandi hátt en segja má að það sé í raun tákn fyrir sögu skólans og al- menningsmenntun í landinu. Það er metnaðarmál okkar Sunnlend- inga að skólarnir á Laugarvatni eflist og dafni því framtíðin er þeirra þjóða sem eiga bestu skólana. Merk tímamót í skólastarfi að Laugarvatni Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „Fyrir skömmu voru Hollvina- samtök gufu- baðsins á Laug- arvatni stofnuð.“ Höfundur er alþingismaður. g að kvótanum er einungis ns árs í senn. Breytingar á a sífellt yfir vegna sífelldrar rýstings á stjórnmálamenn. hefur enda úrskurðað að Al- enær sem er, breytt kerfinu m fyrirvara. in hefur líka lagt áherslu á kmarkaða til að fiskverk- flað sér hráefnis án þess að n útgerð svo hver gæti ein- ví sem hann er bestur í. Sala arkaði tryggir líka meiri a um þann hluta kjara þeirra g verkföll og dómar hafa ndanförnum árum. Okkar leg til að skapa viðunandi eildstæð og byggist á mark- rá úthlutun kvóta til sölu efur þeim tækifæri sem hafa u til að hasla sér völl í grein- Heildstæð auðlindastefna Það mun ekki nást viðunandi sátt í sjávarútvegi fyrr en Samfylkingin leiðir það mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt hvað hann getur. Hann telur sig kominn á enda með veiðigjaldi sínu. Um það gjald var þó ekki sátt við neinn nema e.t.v. LÍÚ, enda stendur til að aflétta kostn- aðargjöldum af útgerðinni á móti. Og for- maður Sjálfstæðisflokksins gat ekki vegna ágreinings í eigin flokki staðið við það fyrirheit að þjóðaeign á sameig- inlegum auðlindum yrði staðfest með ákvæði í stjórnarskrá. Honum var þó ljóst að hin svokallaða sátt auðlindanefnd- arinnar hvíldi á þessu atriði. Samfylkingin telur líka óeðlilegt að ein- ungis sjávarútvegurinn greiði fyrir að- gang að sameiginlegri auðlind eins og rík- isstjórnin virðist stefna að. Við viljum heildstæða auðlindastefnu þar sem hið sama á við um alla þá sem fá að nýta þær takmörkuðu auðlindir sem nú eru skil- greindar í ríkiseign eða ríkisforsjá, svo sem vatnsréttindi til orkuframleiðslu eða fjarskiptarásir. Okkar stefna á að tryggja jafnræði milli fyrirtækja og milli atvinnu- greina, stöðugleika og viðunandi sátt þar sem eigandi auðlindarinnar fær líka sinn réttláta skerf. sátt ndi Höfundur er þingmaður Samfylkingar. örn sín í íþróttir eða annað rf. er orðið mikilvægur hluti g skólastarfi auk þess að g. En íþrótta- og tóm- r ekki bara gagnlegt í sjálfu félagsstarf ekki síður mik- ndlega heilsu barna og ung- rlindsson prófessor hefur nir á fylgni milli þátttöku inga í félagsstarfi og and- is þeirra. Niðurstöður hans ra sem unglingar stunda mun minni líkur eru á að kvíða, þunglyndi eða öðrum da. Til dæmis var hlutfall bekk sem haldnir voru ðal þeirra sem töldu sig þjálfun en mun lægra, eða 15% hjá þeim sem töldu sig í mjög góðri þjálfun. Þunglyndi tengist einnig mati nemenda á eigin líkamsástandi. Ríflega 44% nem- enda í 9. bekk sem eru í lélegri líkams- þjálfun eru þunglynd en hlutfallið er hins vegar 13,5% meðal þeirra sem eru í mjög góðri þjálfun. Rannsóknir Þórólfs á fylgni á milli íþróttaiðkunar og vímuefnaneyslu sýna að þeir unglingar sem taka mikinn þátt í íþróttum nota síður áfengi og hass en þeir sem stunda íþróttir í minna mæli. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að svipuð tengsl voru á milli íþróttaþátttöku og reykinga. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hef- ur einsett sér að veita íþrótta- og æsku- lýðsfélögum fjárhagslegan stuðning til að sinna barna- og unglingastarfi svo æf- ingagjöld og annar kostnaður komi ekki í veg fyrir að börn og unglingar geti stund- að þær íþróttir og þá tómstundaiðju sem þau óska. Með því móti væri öllum gefinn kostur á að taka þátt í íþrótta- og tóm- stundastarfi óháð efnahag foreldra og um leið væri verið að efla forvarnarstarfið í landinu. Þeim fjármunum yrði varla bet- ur varið annars staðar. ng arf u sér ður su Höfundur er nemi í umhverfisverkfræði og skipar 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. eytingum á óréttlátu kerfi fur landsbyggðina grátt. amsóknarflokksins hefur í alla umræðu um fiskveiði- reynt að drepa á dreif allri málið og reynt að leiða mræðuna út um víðan völl, gsanlega aðild að Evrópu- og skatta framtíðarinnnar. að beri að fagna þessari gmannsins sérstaklega, þar viðurkennir að núverandi óknarflokksins í sjávar- sé ill og hafi stuðlað að n. geta að frambjóðandi lokksins í 1. sæti í Norðvest- u, Magnús Stefánsson, er aður óréttláts kvótakerfis vilja raunverulegar breyt- ingar á kvótakerfinu er þar með ómögu- legt að kjósa Framsóknarflokkinn í Norð- vesturkjördæminu. Kjósum Frjálslynda flokkinn Vísasti vegurinn til að breyta núver- andi kerfi er að kjósa Frjálslynda flokk- inn. Sjávarútvegsstefna Frjálslynda flokksins byggist á því að komast út úr öngstræti vonlauss kvótakerfis og á því að færa fiskveiðiréttinn aftur til fólksins í landinu, þannig að þeir kraftmiklu ein- staklingar sem vilja leggja þessa mik- ilvægu atvinnugrein fyrir sig fái tækifæri til að njóta sín á jafnréttisgrundvelli í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar. Enginn vafi leikur á því að rétt- urinn til fiskveiða umhverfis landið er sjálf undirstaða búsetu meðfram strönd- um Íslands. Stefnu Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum er að finna á heima- síðu flokksins xf.is. Ég hvet því Kristin H. Gunnarsson jafnt sem alla aðra sem segj- ast vilja réttlátar breytingar á fisk- veiðistjórn Íslendinga til að kynna sér stefnu Frjálslynda flokksins og setja x við F 10. maí nk. óknar ugðist því kstur þorsk- mtalsvert n fyrir daga Höfundur er líf fræðingur og er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.