Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 20
STRÍÐ Í ÍRAK 20 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐBRÖGÐ arabískra fjölmiðla við endalokum stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta hafa verið lík viðbrögðum alls almennings í arabaheiminum, undrun og jafnvel reiði og eitt blaðanna neitaði jafn- vel að viðurkenna, að Bagdad væri fallin. Öll forsíða samarabíska dagblaðsins Asharq al- Awsat var lögð undir eina ljósmynd af falli Sadd- amstyttunnar í Bagdad með þessari áletrun: „Stjórn Saddams er fallin – Mikil vonbrigði í höf- uðborgum arabaríkja, fögnuður í Bagdad, styttur brotnar og opinberar byggingar rændar.“ Margir arabar, líka þeir, sem litu á Saddam sem einræðisherra, hafa upplifað átökin í Írak sem bar- áttu á milli hinna veikburða araba og erlendra inn- rásarherja, sem hafi fyrst og fremst áhuga á írösku olíunni. Fall Bagdadborgar var því mörgum mikið áfall og alls konar samsæriskenningar eru þegar komnar á flot. „Það, sem gerðist í Bagdad er með öllu óskilj- anlegt,“ sagði Mohammad Kawash í leiðara jórd- anska dagblaðsins Al-Arab al-Yawm og í egypska stjórnarandstöðublaðinu Al Wafd var bara látið sem harðir bardagar geisuðu í írösku höfuðborg- inni. Þar sagði, að íraskir og arabískir hermenn berðust fyrir því að halda Gomhura-brúnni yfir Tígris-fljót til að innrásarherinn kæmist ekki inn í miðborgina. Ekki var á það minnst, að miðborgin var þá á valdi bandarískra hermanna. Enn ein niðurlægingin Í sumum fjölmiðlum var ósigur íraska hersins sagður enn ein niðurlæging araba frammi fyrir bandarískri hertækni og í því sambandi nefnt Sex- dagastríðið 1967 þegar Ísraelar sigruðu fjölmenna heri arabaríkjanna með vestrænum herbúnaði. Maher Othman, aðalritstjóri Al Hayat, minnti á, að bandarískar Apache-þyrlur væru ekki aðeins not- aðar í Írak, heldur líka gegn Palestínumönnum. Al-Khaleej, helsta dagblaðið í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, sagði í leiðara, að ekki væri víst, að Írakar fögnuðu lengi. „Það er skammt á milli kúgunar og hernáms. Martröðinni í Bagdad mun ekki ljúka fyrr en Írakar taka sjálfir við stjórninni.“ Baktjaldamakk og svik? Í líbönsku fjölmiðlunum var mikið um vangavelt- ur um baktjaldamakk og svik og Al-Liwa velti því fyrir sér hvort um hefði verið að ræða fall eða samn- inga. „Var samið á elleftu stundu? Var þetta ráða- brugg sett saman þegar halla tók undan fæti? Var þetta afleiðing af grundvallarmissætti meðal leið- toga stjórnarinnar?“ sagði í blaðinu, sem bætti við, að þetta gæti verið upphafið að uppreisn írösku þjóðarinnar gegn hernámi Bandaríkjamanna og Breta. Togstreita í sálinni Atburðirnir í Írak hafa verið mörgum aröbum mjög erfiðir vegna þess, að þeir hatast við innrás Bandaríkjamanna og Breta í arabískt land en játa flestir um leið, að Saddam hafi ekki verið neitt ann- að en grimmur einræðisherra, blóðugur upp fyrir axlir. „Ég þoli ekki afskipti Bandaríkjamanna en við bara báðum um þau,“ sagði Tannous Basil, hjarta- sérfræðingur í Sídon í Líbanon. „Sem dæmi má nefna, að þeir eiga ekkert erindi til Finnlands en hingað koma þeir vegna þess, að þessi heimshluti er uppfullur af einræðisherrum á borð við Saddam Hussein.“ Viðbrögð arabískra fjölmiðla við falli Saddamstjórnarinnar Undrandi á skyndilegri uppgjöf Írakshers AP Tveir menn í Damaskus í Sýrlandi lesa um fall stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta. Margir arabar líta á ósigur Íraksstjórnar sem enn eina niðurlæginguna Kaíró. AP. Bush segir martröð lokið Washington, London, Bagdad. AFP. GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti hét Írökum því í ávarpi sem var sjónvarpað í Írak í gær að þeir myndu sjálf- ir fá að stjórna landi sínu nú þegar þeirri „mar- tröð“, sem stjórnartíð Saddams Hussein hefði verið, væri lokið. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði einnig írösku þjóðina og fullvissaði hana um að her- sveitir bandamanna, sem háð hefðu stríðið undanfarnar þrjár vikur, væru vinir þeirra og frelsarar, ekki útsendarar nýlenduvelda. Ávörpin voru tekin upp þeg- ar Blair og Bush hittust í Bel- fast á Norður-Írlandi sl. mánu- dag. Þeim var sjónvarpað kl. 18 í gær til Íraka, kl. 14 að ísl. tíma, og eru liður í átaki Bandaríkjastjórnar sem er ætlað að sannfæra Íraka um að þeir þurfi ekki að vantreysta áformum bandamanna. Er m.a. stefnt að því að hefja útgáfu dagblaðs í Suður-Írak nk. laug- ardag sem í upphafi kæmi út í um 10 þúsund eintökum. Rafmagnsleysi í Bagdad og ekkert sjónvarp Ávörpunum í gær var hins vegar sjónvarpað úr C-130 Hercules-flutningavélum sem eru á sveimi yfir Írak og sjón- varpa nú fimm klukkustundum af efni á hverjum degi, fimm daga vikunnar, á tíðni sem áð- ur tilheyrði íraska ríkissjón- varpinu. Hefur sjónvarpsstöðin nýja fengið nafnið „Fram til frelsis“. Fæstir íbúa Bagdad gátu þó séð sjónvarpsávarpið í gær, að sögn fréttamanna AFP, vegna rafmagnsleysis sem enn plagar borgina. Írakar munu stýra Írak „Eini óvinur okkar er grimmdarstjórn Saddams – og sú stjórn er einnig óvinur ykk- ar,“ sagði Bush við Íraka, en ávarpi hans var sjónvarpað með arabískum texta. „Mar- tröðinni sem þið hafið mátt þola undir Saddam Hussein verður senn lokið,“ sagði for- setinn einnig. „Þið eigið skilið að lifa sem frjálst fólk. Og ég fullvissa hvern einasta íbúa Íraks: þjóð ykkar verður senn frjáls.“ Sagði Bush að bandamenn myndu ekki linna látum fyrr en Saddam og allir hans kónar hefðu verið hraktir frá völdum. Hann hét því einnig að Banda- ríkjamenn og Bretar myndu ekki dvelja lengur í landinu en nauðsynlegt væri. Blair tók í sama streng: „Við munum vinna með ykkur að því að byggja upp friðsælt og velmegandi Írak, í samræmi við óskir ykkar og eins og þið eigið skilið. Þessu Írak verður ekki stýrt af Bretlandi, eða af Bandaríkjunum, eða af Sam- einuðu þjóðunum. Því verður stýrt af ykkur, írösku þjóð- inni,“ sagði hann. Ávörpin til Íraka komust lítt til skila George W. Bush DAGBLÖÐ hvarvetna í Evrópu lögðu í gær forsíður sínar undir frá- sagnir af falli stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta, en jafnframt var varað við því að stríðinu væri ekki lokið. „Saddam steypt af stóli“ var samhljóða fyrirsögn þriggja breskra morgunblaða, ásamt myndum af því þegar bandarískir landgönguliðar felldu styttuna af Saddam í miðborg Bagdad í fyrradag. „Frelsisstyttan,“ sögðu bæði The Sun, mest selda blaðið í Bretlandi, og helsti keppinautur þess, Daily Mirr- or, sem verið hefur blaða eindregnast á móti stríðinu. Handan Ermar- sundsins fagnaði franska blaðið France Soir „endalokum einræðis- herra“, en hægrablaðið Le Figaro sagði einfaldlega: „Bagdad er fallin.“ Undir táknrænum myndum af falli styttu Saddams í Bagdad veltu evr- ópsk dagblöð fyrir sér örlögum Sadd- ams sjálfs eftir 24 ára valdatíð. The Times of London sló varnagla: „Stríð- inu er ekki lokið.“ Líkt við fortíðina í Þýskalandi Þýsk blöð líktu atburðunum í Bagdad við fortíð Þýskalands. Stærsta blað landsins, Bild, sagði að myndirnar af fagnandi Írökum sýndu að loks hefði bandamönnum orðið að ósk sinni. „Stjórnin fellur, hlekkir einræðisins eru brotnir. Stytturnar af Saddam hrynja, líkt og stytturnar af Hitler, Stalín, Maó og Milosevic hafa hrunið,“ sagði Bild. „En við Þjóð- verjar vitum að stríðinu mun ekki ljúka fyrr en frelsið helst í hendur við lög og reglu.“ Íhaldsblaðið Frankfurter Allge- meine sagði að þótt Íraksstjórn hefði fallið hraðar en vænst hefði verið mætti ekki „draga þá ályktun að lýð- ræði muni rísa úr rústunum líkt og nýtt hús. Þegar stríðsreykurinn hverfur munu á ný koma upp átök á milli shíta og súnní-múslima, Kúrda og araba. Reyndir, evrópskir sam- félagssmiðir eiga mikið verk fyrir höndum.“ Viðbrögð fjölmiðla í Rússlandi voru svipuð. George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, geta „fagnað, þeir hafa staðið við þau fyrirheit sín að sigra í stríðinu, steypa blóðþyrstri stjórn“, en forðast um leið blóðbað, sagði miðjublaðið Ísvestía. „En erfiðasti og hættulegasti hlut- inn er rétt að byrja,“ sagði blaðið ennfremur. „Munu bandamenn koma á friði í hinu sigraða ríki? Munu þeir koma á raunverulegri stjórn, en ekki aðeins nokkrum strengjabrúðum? Munu þeir koma í veg fyrir borg- arastríð, koma í veg fyrir vöxt rót- tæks Íslams, komast hjá handahófs- kenndum hefndaraðgerðum hryðjuverkamanna?“ Sænska blaðið Dagens Nyheter sagði í leiðara að enn ætti eftir að uppfylla sex skilyrði til þess að herför bandamanna til Íraks, sem meirihluti heimsbyggðarinnar hefði verið andsnúinn, væri réttlætanleg. Skilyrðin væru að leiðtogar Íraks næðust, dauðir eða lifandi; komið yrði á lögum og reglu; Írakar fagni frels- uninni; lagðar verði fram sannfær- andi vísbendingar um að Írakar hafi átt, eða hafi haft getu til að framleiða gereyðingarvopn; stefnt verði að sjálfsstjórn Íraka og stuðningur Sameinuðu þjóðanna verði tryggður. Vestanhafs einbeittu stærstu blöð- in í Bandaríkjunum sér að eftirleik stríðsins. „Þrátt fyrir „stórkostlegar myndir,“ sagði The Washington Post, „er sigurinn ekki alger svo lengi sem ekki er vitað hvað varð um Saddam.“ Finna þurfi gereyðingarvopn Íraka og sýna þau umheiminum til þess að þau verði ekki lengur ógn og til að sanna að Bush hafi haft réttmæta ástæðu til að fara í stríðið. Þá hvatti blaðið Bandaríkjastjórn til að sýna „meiri sveigjanleika“ við að endurbyggja Írak og koma þar á lýðræði en hún hefði sýnt fyrir stríð- ið. Varaði blaðið við því að þau verk- efni sem nú tækju við yrðu óvinnandi ef Bandaríkjamenn myndu vitandi vits útiloka Evrópu, Sameinuðu þjóð- irnar eða Íraka sem þeim félli ekki við frá þátttöku í þeim. Vestrænir fjölmiðlar fagna en segja stríðinu ekki lokið París, Washington. AFP. Reuters Írakar veifa til bandarískra hermanna í Bagdad út um brotna framrúðu. ’ Við Þjóðverjar vit-um að stríðinu mun ekki ljúka fyrr en frelsið helst í hendur við lög og reglu. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.