Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjá Póstinum er hugtakið kjörþyngd ekki til. Þungar og léttar vörusendingar eru jafn velkomnar til dreifingar hjá okkur. Þegar létta þarf álagið í þínu fyrirtæki skaltu leita til Póstsins. Öryggi alla leið Við getum á okkur aukakílóum bætt Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 9 4 9 „ÞAÐ er bjargföst sannfæring mín að sameining af slíkum toga, sem sameining SH og SÍF gæti orðið, styður við þá stefnu SH að verða leiðtogi á völdum mörkuðum fyrir sjávarafurðir,“ sagði Róbert Guð- finnsson, formaður stjórnar SH, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði ennfremur svo um þessi mál: „Á aðalfundi SH á síð- asta ári lýsti ég þeirri skoðun minni að rétt væri að sameina SH og SÍF. Í kjölfarið sendi stjórn SH bréf til stjórnar SÍF þar sem ósk- að var eftir viðræðum. Eftir næsta stjórnarfund SÍF barst okkur bréf frá stjórn SÍF um að hún teldi við- ræður um sameiningu ekki tíma- bærar. Í byrjun desember sl. barst bréf frá SÍF þar sem lýst var yfir áhuga á sameiningarviðræðum. Í kjölfar bréfsins ákváðu stjórnir SH og SÍF að kanna formlega hvort forsendur væru fyrir sam- einingu fyrirtækjanna. Ljóst þótti að um veruleg samlegðaráhrif væri að ræða. Þótt áherslur hvors fyrirtækis um sig væru nokkuð ólíkar hvað afurðir varðar var ljóst að víða áttu fyrirtækin samleið. Á mörgum mörkuðum myndi samein- að fyrirtæki verða mun öflugra en áður. Það myndi svo aftur skapa aukin sóknarfæri til enn frekari vaxtar. Í byrjun mars kom hins vegar í ljós að verulegt bil var milli hugmynda stjórna hvors fyr- irtækis um verðmat á fyrirtækj- unum og tóku stjórnirnar ákvörð- un um að hætta frekari við- ræðum.“ Róbert ræddi viljayfirlýsingu um kaup SH á bandaríska fyr- irtækinu OTO, stöðuna á mörk- uðunum og starfsemi SH. Mikil tækifæri „SH leggur áherslu á að vaxa út frá forsendum sem hver markaður fyrir sig skapar. Fyrirtæki sam- stæðunnar þjóna viðskiptavinum sínum með það vöruúrval sem þeir þurfa á að halda og þau nýta þau tækifæri sem finnast. SH leggur áherslu á að eflast á núverandi mörkuðum með aukinni þjónustu og dýpri markaðssókn en forðast að dreifa sér um of hvort heldur landfræðilega eða á ólíkum mörk- uðum. Sameiningar fyrirtækja og stækkun rekstrareininga á smá- sölumarkaði annars vegar og veit- ingaþjónustu hins vegar hefur leitt til verulega aukins innkaupastyrks viðskiptavinanna. Aukinn inn- kaupastyrkur þeirra kallar á sterkari sölu- og markaðsfyrirtæki sem geta veitt víðtækari lausnir á sviði sjávarfurða. SH telur að mik- il tækifæri felist í eflingu og stækkun fyrirtækisins með sam- vinnu, sameiningum eða uppkaup- um á fyrirtækjum í skyldum rekstri á þeim mörkuðum sem áherslan liggur,“ sagði Róbert. Loks ræddi hann um nánustu framtíðarhorfur: Neyslan flyst inn á heimilin „Horfur um efnahagsástand á mörkuðum þeim sem SH starfar á eru í raun ekki uppörvandi um þessar mundir. Þá má fastlega gera ráð fyrir að afdrifaríkir at- burðir eins og stríðið í Írak setji strik í reikninginn. Draga mun úr ferðalögum fólks og samdráttar má vænta í veitingaþjónustu. Neysla fólks flyst þá meira inn á heimilin. Áherslur SH á aukna hlutdeild í smásölu munu vega á móti samdrætti í veitingaþjónustu. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir því að hagnaður nemi yfir hálfum milljarði á þessu ári og er þar ekki gert ráð fyrir söluhagnaði af fastafjármunum eins og raun varð á sl. ári. SH hefur búið vel í haginn fyrir komandi tíma. Fyrirtæki samstæð- unnar mynda mjög góðan grunn til að byggja á. SH hefur þannig alla burði til að verða leiðandi fyrir- tæki á sviði framleiðslu, sölu og markaðssetningar sjávarafurða. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á vöxt og vill vaxa bæði innan frá og með sameiningum og kaupum á öðrum félögum. Til marks um það eru kaup á sjávarréttafyrirtækjum austanhafs og vestan. Breytingar sem orðið hafa á eignarhaldi SH að undanförnu eru táknrænar fyrir þá trú sem fjárfestar hafa á fram- tíðarmöguleikum SH og þeirri stefnu sem mótuð hefur verið við rekstur félagsins.“ SH leggur áherslu á aukna hlut- deild í smásölu Á mörgum mörkuðum myndi sameinað fyrirtæki SH og SÍF verða mun öflugra en áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, flytur erindi sitt á aðalfundi fé- lagsins. Við borðið sitja Pétur Guðmundarson fundarstjóri, Gunnar Svav- arsson, forstjóri SH, og Árni Geir Pálsson fundarritari. RÓBERT Guðfinnsson var endur- kjörinn formaður stjórnar SH á fundi hennar að loknum aðalfundi í gær. Fækkað var í stjórn félagsins úr 9 í 7 og úr stjórninni hurfu Andri Teitsson, Brynjólfur Bjarnason, Kristján G. Jóakimsson, Ólafur Mar- teinsson og Þorsteinn Vilhelmsson. Nýir menn í stjórnina voru þeir Baldur Guðnason, Þórður Már Jó- hannsson og Haraldur Sturlaugs- son. Auk þeirra og Róberts voru þau Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, Guðbrandur Sigurðsson og Rakel Olsen kjörin í stjórnina. Aðalfundurinn samþykkti að breyta erlendu nafni félagsins í Ice- landic Group, samþykkti að greiða 15% arð, og heimild til kaupa félags- ins á eigin hlutum. Þá var horfið frá því að kjósa formann stjórnar sér- staklega en auk þess voru sam- þykktar ýmsar smávægilegar breyt- ingar á samþykktum félagsins. Róbert formaður stjórnar SAMANLÖGÐ velta dótturfyrir- tækja SH í Bretlandi fór í fyrra í fyrsta sinn fram úr veltu Cold- water í Bandaríkjunum. Bæði löndin voru hvort um sig með um 28% af heildarsölu samstæðunnar. Heildarsalan á síðasta ári nam 54,5 milljörðum króna og dróst saman um 1%, vegna gengisbreytinga, en í erlendri mynt jókst salan um 3%. Þetta kom fram í erindi Gunn- ars Svavarssonar, forstjóra SH á aðalfundinum í gær. Árið áður var hlutdeild Banda- ríkjanna 31% og Bretlands 27%. „Hér koma nokkrir þættir til sög- unnar. Nokkur aukning varð í hefðbundinni starfsemi í Bretlandi en að auki gætti áhrifa frá kæli- vörufyrirtækinu frá miðjum júlí. Þá hafði veiking Bandaríkjadals gagnvart pundi sitt að segja. Fjórðungur sölu samstæðunnar var til meginlands Evrópu og þar af um helmingur á vegum Ice- landic Iberica á Spáni. Annað er selt af Icelandic fyrirtækjunum í Þýzkalandi og Frakklandi. Icelandic Japan var með 15% sölunnar. Frá Tókýó er selt til Japan, Kína, Tævan og annarra landa í Asíu stýrt. Salan hefur á undanförnum árum gengið mjög vel og er Icelandic Japan með af- gerandi stöðu á markaði fyrir vörur sem frá Íslandi koma,“ sagði Gunnar Svavarsson. Óvissa á mörkuðunum Hann fjallaði síðan um rekstr- arumhverfið og þróun markaða á síðasta ári: „Það eru gömul og ný sannindi að öll þurfum við að borða. En margir þættir geta haft áhrif á neyzlumynstur okkar. Þannig getur bágt efnahagsástand og óöryggi valdið því að neytendur halda sig frekar heima við en að borða á veitingastöðum. Af þess- um sökum óx sala á matvörum víða í verzlunum, en að sama skapi dróst sala á veitingastöðum sam- an. SH hefur um nokkurt skeið stefnt að því að efla þann þáttinn sem að smásölunni snýr og dreifa þannig áhættunni sem skapast vegna sveiflna á markaði. Staða Coldwater fyrirtækisins í Bretlandi gagnvart smásölukeðj- um er mjög sterk og er stærstur hluti sölunnar til þeirra. Á árinu hefur víða orðið merkjanlegur ár- angur af sókn í smásölu og nú er tæpur helmingur af sölu í Frakk- landi og Þýzkalandi til smásölu- keðja og jafnframt hefur orðið aukning á Spáni og í Bandaríkj- unum. Á árinu var haldið áfram að afla fanga víðar, breikka vörulínur og þróa nýjar afurðir. Á veitinga- markaði hefur fyrirtækið lagt áherzlu á sölu afurða undir Ice- landic-vörumerkinu, og hefur það náð sterkri stöðu á mörkuðum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Efnahagsástand í Evrópu hefur einkennzt af óvissu á árinu. Upp- taka evrunnar í upphafi ársins hafði þau áhrif um álfuna að neyt- endur urðu tortryggnir í garð veit- ingahúsa, sem sum hver nýttu sér gjaldmiðilsbreytinguna til að hækka verð. Þetta leiddi almennt til verulegs samdráttar í sölu á veitingamarkaði á árinu þótt ekki hafi það bitnað mikið á SH,“ sagði Gunnar Svavarsson. Meira selt til Bretlands en Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.