Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristján
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, á fundinum á Akureyri.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi á Akureyri í
gærkvöldi að öll skilyrði sem Samfylkingin
hefði sett fram fyrir hugsanlegu stjórnarsam-
starfi að loknum kosningunum í vor væru óað-
gengileg, „ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur
fyrir íslensku þjóðina“.
Forsætisráðherra sagði í ávarpi á fundinum
að hann væri „óskaplega ánægður“ með að
heyra að talsmaður Samfylkingarinnar teldi
þau ummæli sín hræðsluáróður þegar hann
segði að yrðu úrslit kosninganna í samræmi við
nýjustu skoðanakannarnir væri grundvöllur
fyrir myndun stjórnar Vinstri grænna, Sam-
fylkingarinnar og Frjálslynda flokksins.
Davíð vísaði til ummæla sinna í Kastljóss-
þætti Sjónvarpsins í fyrrakvöld. „Ég var ekki
að mynda neina ríkisstjórn, ég var bara spurður
og svaraði svona.“
Davíð sagði svo að talsmaður Samfylking-
arinnar hefði haldið því fram á Stöð 2 [í gær-
kvöldi] að þessi ummæli hans væru hræðslu-
áróður. „Ég var óskaplega ánægður með það að
[talsmaður] Samfylkingarinnar skyldi telja að
það að ég skuli nefna hugsanlega vinstristjórn
sé hræðsluáróður. Bragð er að þá barnið finnur.
Ég ætlaði bara að útskýra þessar tölur en auð-
vitað er þetta rétt; þetta er raunverulegur
hræðsluáróður. Þegar viðreisnarstjórnin féll ’71
tók við vinstristjórn, sem sat að vísu ekki út
kjörtímabilið frekar en aðrar, verðbólga rauk
upp í 50% og það tók tuttugu ár að laga þá óár-
an sem þá hófst. Það tekur ekki nema sekúndu
að kveikja eld í stóru vöruhúsi með eldspýtu en
það getur tekið slökkviliðið marga sólarhringa
að slökkva það sem gerðist í einni sviphend-
ingu.“
Davíð segir Sjálfstæðisflokkinn ekki útiloka
samstarf við aðra flokka en sagðist mjög
ánægður með hvernig til hefði tekist í núver-
andi stjórnarsamstarfi. „Okkur finnst hafa ver-
ið heilindi milli manna. Það er ágreiningur milli
þessara flokka og iðulega tekist á innan rík-
isstjórnarinnar, við getum viðurkennt það, en
það hefur verið gert samt sem áður af heil-
indum og þegar menn hafa staðið upp eftir átök
um málefni og tekist í hendur hefur það ríg-
haldið. Nákvæmlega eins og það á að vera á
milli manna. En ég tók eftir því þegar tals-
maður Samfylkingarinnar var spurður um sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn þá var það út af
fyrir sig ekki útilokað en sagt að viðkomandi
vildi ekki ræða um stjórnarmyndunarsamstarf
á þessu stigi, menn yrðu að ganga að skilyrðum
Samfylkingarinnar, það er að segja að taka upp
skattastefnu þeirra – eyðileggja staðgreiðsluna
og koma með hina háu skatta; menn yrðu að
samþykkja að landið yrði eitt kjördæmi; menn
yrðu að samþykkja að fara 10% fyrningarleið –
setja landsbyggðina á annan endann og eyði-
leggja íslenskan sjávarútveg – til þess að Sam-
fylkingin væri til í stjórnarsamstarf með öðrum
flokkum. Ég hef aldrei áður heyrt kröfur settar
fram með þessum hætti. Einhliða skilyrði með
þessum hætti, og það sem meira er að þau eru
öll óaðgengileg, hvert og eitt þeirra. Ekki fyrir
Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir íslensku þjóð-
ina,“ sagði Davíð Oddsson.
Öll skilyrði Samfylkingar fyrir
stjórnarsamstarfi óaðgengileg
Akureyri. Morgunblaðið.
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AUKINN ÞORSKKVÓTI
Fram kom í máli Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra á opnum
fundi á Akureyri í gærkvöldi að
hægt væri að auka þorskkvótann
um 30 þúsund tonn á næsta fisk-
veiðiári. Við þetta gætu útflutn-
ingstekjur aukist um 7–8 milljarða
króna.
Sýrlendingum hótað
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Colin Powell, telur það
koma til greina að beita Sýrlend-
inga pólitískum og efnahagslegum
refsiaðgerðum en fjölskyldur fyrr-
verandi ráðamanna í Írak eru
sagðar reyna að leita sér skjóls í
Sýrlandi.
Læknastöð í OR-húsinu
Lækna- og sjúkraþjálfunarstöð
með allt að 70–100 starfsmönnum
hefur rekstur í hinu gamla hús-
næði Orkuveitu Reykjavíkur við
Suðurlandsbraut í haust, ef samn-
ingar takast um leigu við eigendur
hússins, fasteignafélagið Landsafl.
Yfirverð á húsbréfum
Yfirverð myndaðist um skamma
stund á húsbréfum á markaði í
gær en við lok viðskiptadags voru
afföll algengustu húsbréfaflokka
0,5 til 1,5%. Yfirverð hefur ekki
sést á markaðnum í fjögur ár.
Meira út úr skattalækkun
Lækkun tekjuskatts um fjögur
prósentustig myndi gagnast yfir-
gnæfandi meirihluta skattgreið-
enda betur en hækkun skattleys-
ismarka um 10 þúsund krónur á
mánuði, samkvæmt útreikningum
ríkisskattstjóra.
Velferð í huga kvenna
Meðal kvenna skipta félagsleg
velferðarmál mestu máli þegar
þær velja flokka og sjávarútvegs-
mál og kvótakerfið eru kjósendum
á landsbyggðinni mun hugleiknari
en í Reykjavík og Suðvesturkjör-
dæmi, samkvæmt könnun Félags-
vísindastofnunar fyrir Morgun-
blaðið.
Þriðjudagur
15. apríl 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað B
Kjörhiti
í hverju herbergi
Íslenskir aðalverktakar hf Höfðabakki 9 110 Reykjavík sími 530 4200 fax 530 4205 www iav is
• 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi
• Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar
• Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi
• Frábær staðsetning • Hagstætt verð
• Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda
• Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum
Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og
5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík.
Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða
afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem
verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin.
Verðdæmi:
með sér stæði í bílageymsluhúsi
2ja herb. 72 fm verð frá 11.230.000 kr.
3ja herb. 84 fm verð frá 12.620.000 kr.
4ra herb. 105 fm verð frá 14.760.000 kr.
Frábær staðsetning – hagstætt verð
Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Óvenjulegur
varmaskiptir 38
Íþakavið
Bókhlöðustíg
Sveitavilla
íHollandi
Merkileg bóka-
safnsbygging 42
Tengsl við
náttúruna 46
GÓÐ hreyfing hefur verið á fast-
eignamarkaðnum í vetur. Sala hefur
gengið vel en framboð mætti vera
meira, einkum á minni eignum. Af-
föll af húsbréfum eru miklu minni en
lengst af á síðasta ári og allar horfur
á, að ávöxtunarkrafa húsbréfa hald-
ist lág og afföllin um leið.
„Ástæðan fyrir litlum afföllum á
húsbréfum er m.a. sú, að nú er farið
að selja húsbréf á erlendum skulda-
bréfamörkuðum og það hefur aukið
eftirspurnina eftir þeim,“ segir
Björn Þorri Viktorsson, formaður
Félags fasteignasala. „Erlendir fjár-
festar hafa áttað sig á því að íslenzk
húsbréf, sem eru verðtryggð og með
ríkisábyrgð, eru mjög öruggur fjár-
festingarkostur og með ágætum
langtímavöxtum.
Þetta er að segja til sín núna í vax-
andi mæli, sem lýsir sér í því, að
þrátt fyrir það að húsbréfaútgáfan á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs
er um 40% meiri en á sama tíma í
fyrra, þá hefur það ekki haft nei-
kvæð áhrif á ávöxtunarkröfuna.
Þetta er nýtt og er gríðarlega já-
kvætt fyrir fasteignamarkaðinn.
Þetta hefur stækkað og dýpkað
markaðinn fyrir húsbréfin, en sá
markaður hefur verið býsna tak-
markaður og viðkvæmur, sem lýsir
sér hvað bezt í því, að ekki hefur
þurft annað en að fyrirsvarsmenn líf-
eyrissjóðanna fari í sumarfrí, þá hef-
ur markaðurinn fyrir húsbréfin
dregizt saman og ávöxtunarkrafan
hækkað og afföllin aukizt um leið.
Með stækkandi markaði fyrir hús-
bréfin má gera sér vonir um að
ávöxtunarkrafan verði mun stöðugri
og sveiflur minni á afföllunum um
leið.
Þá er það einnig fagnaðarefni, að
íbúðir í fjölbýli hækkuðu umtalsvert
umfram verðbólgu á síðasta ári. Það
sýnir, að fjárfestar eru farnir að
horfa á fasteignir sem raunhæfan
fjárfestingarkost og að þær hafa
leyst hlutabréfin af hólmi, að
minnsta kosti að nokkru leyti.
Þá er það líka jákvæð þróun, að
lóðaframboð virðist vera að aukast á
höfuðborgarsvæðinu. Þar má nefna
Norðlingaholt og Landsímalóðina í
Reykjavík, Vatnsendaland í Kópa-
vogi, Strandhverfið í Arnarnesvogi í
Garðabæ, Velli í Hafnarfirði og nýtt
svæði í Teigahverfi í Mosfellsbæ.“
Morgunblaðið/Kristinn
Góð sala og töluverð bjart-
sýni einkenna markaðinn
SENN verður farið að úthluta lóðum
við Tröllateig í Mosfellsbæ. Þar er um
að ræða nýtt byggingarsvæði suð-
austur af miðbæ Mosfellsbæjar og
gert ráð fyrir að þar verði byggðar
rúmlega 120 íbúðir, ýmist í tveggja
hæða rað- og parhúsum eða fjölbýlis-
húsum á jöðrum svæðisins.
Í miðju svæðisins og umhverfis
húsagarð verða sambyggð þriggja til
fjögurra hæða fjölbýlishús með lyftu
og bílageymslu neðanjarðar.
Í viðtalsgrein, þar sem rætt er við
þá Gylfa Guðjónsson arkitekt, sem
skipulagt hefur svæðið, og Ásbjörn
Þorvarðarson, byggingafulltrúa í
Mosfellsbæ, er fjallað um þetta svæði,
sem án efa verður mjög eftirsótt.
Því veldur m.a. nálægðin við miðbæ
Mosfellsbæjar, en öll þjónustumann-
virki eins og skólar og verzlanir eru
þegar fyrir hendi. Gott útsýni er m.a.
til Esjunnar og svæðið liggur vel við
samgöngum.
Fyrirspurnir eru þegar farnar að
berast um lóðir á þessu svæði og ljóst
að þeir eru margir sem gætu hugsað
sér að búa í hjarta Mosfellsbæjar.
/ 26
Lóðir í Mos-
fellsbæ
!"!#$!
% "
#$
&'(
)*+
&'(
) *+
,
,
!
"#
$%# &%%'
-%.$/#$
%"/++%
01%23+
456#0!+
(1+1/7+ !+
8+ 23+
'%" 9+
"
! :$+;
% ":$+;
$!+%.+
! :$+;
% ":$+;
(
(%<) "%"+$
+$ 1+=""+)>>>1+
?"/@+AB
*
*
*
*
" " " " #,
$%
)*
+& /@AB
--
%
.
&"
'%
$/
'
$00
&#.'/
$"1-
0
2&1'
$$12
6+B
3! 4
! # 0#
$'# &%%'
8%"+#$!
&"
%""+
#
#
# #
Raforka úr
heitu vatni
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 13/114 Minningar 32/37
Erlent 14/18 Hestar 38
Höfuðborgin 19 Bréf 42
Akureyri 20 Dagbók 44/45
Suðurnes 21 Kvikmyndir 48
Landið 22/23 Fólk 48/53
Neytendur 23 Bíó 51/53
Listir 24/25 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
TIL AÐ geta reist þúsund manna
þorp við Kárahnjúkavirkjun, með til-
heyrandi mannvirkjum eins og skóla-
húsnæði og heilsugæslustöð, þurfa
forráðamenn ítalska verktakafyrir-
tækisins Impregilo að leggja fram
deiliskipulag inn til viðkomandi sveit-
arfélags, sem í þessu tilviki er Norð-
ur-Hérað. Engin slík gögn hafa borist
sveitarfélaginu eða fyrirspurnir, að
sögn Sveins Þórarinssonar, verk-
fræðings og byggingarfulltrúa Norð-
ur-Héraðs.
Sveinn segist ekki hafa áhyggjur af
stórhuga áformum Ítalanna. Ekki sé
heldur endanlega ljóst hve vinnubúð-
irnar verði umfangsmiklar. Sveitarfé-
lagið muni sjá til þess að öllum reglu-
gerðarákvæðum heilbrigðis-,
hollustuverndar- og eldvarnamála
verði fylgt í hvívetna.
Áform Ítalanna hafa hvorki komið
til umfjöllunar innan umhverfis- né
iðnaðarráðuneytisins, að sögn ráð-
herranna Sivjar Friðleifsdóttur og
Valgerðar Sverrisdóttur. Siv bendir á
að vinnubúðir af þessu tagi séu hvorki
umhverfismatsskyldar né tilkynning-
askyldar til Skipulagsstofnunar. Gert
sé ráð fyrir vinnubúðum í svæðis-
skipulagi og framkvæmdin þurfi að
fara fram í nánu samstarfi við sveitar-
félagið.
Landsvirkjun hefur sett sér sér-
staka stefnu í umhverfismálum við
virkjunarframkvæmdir þar sem
helstu markmið eru að halda um-
hverfisröskun á byggingartíma í lág-
marki og að frágangur í verklok verði
til fyrirmyndar. Sigurður St. Arnalds
verkfræðingur, sem sér um almanna-
tengsl fyrir Landsvirkjun vegna
Kárahnjúkavirkjunar, segir að
grannt verði fylgst með því að Impr-
egilo fari eftir umhverfisstefnunni,
enda sé hún hluti af útboðsgögnum og
samningi Landsvirkjunar við Ítalina.
Minnir Sigurður einnig á að áform
Impregilo liggi ekki endanlega fyrir.
Þá sé ljóst að eingöngu stjórnendur
og tæknimenn Impregilo komi hingað
með fjölskyldur sínar, ekki sé hefð
fyrir því að eiginkonur og börn verka-
manna fylgi þeim um allan heim. Því
megi aðeins búast við nokkrum tug-
um fjölskyldna til landsins á vegum
Impregilo.
Samkvæmt útboðsgögnum er mið-
að við að vinnubúðir verði á fjórum
stöðum, þar af þrennar minni búðir
við öll gangaopin; fyrir ofan stöðvar-
húsið í Fljótsdal, í Glúmsstaðadal fyr-
ir innan Hrafnkelsdal og við Axará.
Loks er reiknað með aðalbúðum við
Fremri-Kárahnjúk, á mel inn með
lónsstæðinu að vestanverðu og fyrir
innan Kárahnjúkastífluna.
Þúsund manna þorp Impregilo
við Kárahnjúkavirkjun
Áformin hafa
ekki verið kynnt
í N-Héraði
Í GEITAHJÖRÐINNI á Háafelli í
Hvítársíðu eru 46 fullorðin dýr.
Þorvaldur Reynir tilheyrir þeirri
hjörð, en hann mun vera eini hrein-
kollótti hafurinn á landinu.
Hjónin Jóhanna B. Þorvaldsdóttir
og Þorbjörn Oddsson búa á Háafelli
ásamt börnum sínum. Þorbjörn
vinnur utan býlisins en þau eru með
sauðfé, ásamt geitunum. Jóhanna er
að reyna að ná upp kollótta geita-
stofninum sem var að deyja út. Hún
stefnir á að markaðssetja geita-
mjólk og hefur þá helst í huga þá
sem ekki þola kúamjólk. Ýmis vand-
kvæði eru við að koma þessu í fram-
kvæmd, og segir hún að helst standi
í veginum að koma upp gerilsneyð-
ingaraðstöðu, því það sé mjög dýrt.
Jóhanna telur að geitakjöt sé mjög
hollt þar sem það sé fitusnautt, auk
þess að vera bragðgott.
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Hreinkollóttur hafur
Reykholti. Morgunblaðið.
HLÝTT loft verður yfir landinu
yfir páskana og er gert ráð fyrir
að hiti verði á bilinu 8–15 gráður
á skírdag og föstudaginn langa,
samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands. Hlýjast
verður inn til landsins á Norður-
og Austurlandi þar sem skýjað
verður með köflum. Búast má
við vætu um sunnan- og vest-
anvert landið og vindi á bilinu 5–
10 metrar á sekúndu en hægari
vindi fyrir norðan og austan.
Hins vegar kólnar á laugar-
dag er kuldaskil ganga yfir land-
ið og má búast við vindi og rign-
ingu eða jafnvel slyddu
sunnanlands, en hann gæti
hangið þurr um norðan- og aust-
anvert landið. Hiti verður á
bilinu 3–10 gráður.
Á páskadag og annan í pásk-
um verður áfram fremur hlýtt
loft yfir landinu en vindur orð-
inn breytilegri. Enn verður
vætusamt um sunnan- og vest-
anvert landið en áfram að mestu
þurrt fyrir norðan og austan.
Hlýindi um
páskana