Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6 og 10.kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30.Sýnd kl. 6 og 8.kl.10.05. B.i 14.  HÖJ Kvikmyndir.com  SV MBL Sýnd kl. 9. B.i 12. ALMENNT MIÐAVERÐ 750 KR. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Spennandi og áhrifarík rómantísk stórmynd með Cate Blanchett (“Elizabeth”, “The Gift”) og Billy Crudup (“Almost Famous”) Með enskum texta. With english subtitles Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Kvikmyndir.is HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI sv mbl Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Tilboð 500 kr. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI Reglur aðdráttaraflsins (The Rules of Attraction) Drama Bandaríkin 2002. Myndform VHS/DVD. (110 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Roger Avery. Aðalhlutverk James Van Der Beek, Shannyn Sossamon, Jessical Biel, Kip Pardue. ÞEIR sem Bret Easton Ellis þekkja ættu að vita ná- kvæmlega hvert innræti þessarar myndar er. Sérsvið hans er firring samtímans, úrkynjun mannsins, öfga- kennd hegðun hans, villulíf og illska. Allt það kemur við sögu hér, í þessari op- inskáu og ögrandi ung- lingamynd, sem maður fær á tilfinn- inguna að hafi verið gerð til höfuðs gömlu saklausu unglinga- myndunum úr smiðju Johns Hughes (Breakfast Club, Sixteen Candles, Pretty in Pink). Svona eins og ákveðið hefði verið að sýna það sem gerðist eftir að Hughes var búinn að slökkva á tökuvél- inni. Jason Van Der Beek, Dawson sjálfur, er líka held- ur betur að storka gömlu ímynd sinni. Leikur sjálfs- elskan kvennaflagara (á að vera yngri bróðir Patricks Batemans, American Psycho) sem lendir óvart í því að falla fyrir stelpu, finna fyrir tilfinningu í hennar garð. Eins og gjarnan vill verða með hugarsmíðar Easton Ellis þá er æði margt sem dansar línudans á mörkum hins siðsama og vissulega fellur myndin í því gryfju á köflum að vera hreint smekklaus og gera út á að hneyksla án augljóss til- gangs. En vissulega gefur hún að mörgu leyti sannari mynd af lífi unglinga en gömlu John Hughes-vellurnar, sem mað- ur vel að merkja drakk í sig hér í denn, gagnrýnilaust.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Kvöld- verðar- klúbburinn ENGAN byrjendabrag er að finna á fyrsta leikstjórn- arverkefni George Clooney. Hann hefur löngum sýnt að hann er áhugaverðari og dýpra þenkjandi en flest hin kyntáknin í Hollywood, og nú hefur karlinn sannað að hann er bara fjandi klár. Hann velur sér mjög áhugavert verkefni, segir sögu og kafar inn í huga náungans Chuck Barris sem var sjónvarpsframleiðandi og að sumra áliti upphafs- maður gæðahnignunar í sjónvarpi. En hann er hug- myndasmiður margra bandarískra sjónvarpsleikja, sem nú má sjá í sjónvörpum víða um heim, einsog „The Dating Game“ sem hjá okk- ur nefnist Djúpa laugin. Hann er mjög greindur náungi, og viðurkennir að flestar hugmyndir sínar fékk hann í raun af fyrirlitn- ingu sinni fyrir meðaljónin- um. Hann vildi sjálfur verða jafnoki Einstein eða Joe Di- Maggio, en fannst hann ekki ná því. Hann segir frá því í sjálfsævisögu sinni að hann hafi því tekið tilboði banda- rísku alríkislögreglunnar að gerast morðingi fyrir hana, og að hann hafi drepið 33 manns. Hvort það er síðan satt veit enginn, og George Clooney leikur sér með það. Hann sýnir okkur ýmislegt úr lífi kauða, sem bendir til geðröskunar, og í leikstjórn sinni finnst mér hann frekar hallast að því að Barris sé ímyndunarveikur. Sjálfur leikur Clooney náunga sem fær Barris til starfans, og sú týpa er ekki líkleg til að vinna fyrir CIA. Því síður að hann fari að pikka upp slagsmálahund af bar, eins- og Barris var. Ég held nú frekar að þessir morðingjar séufengnir úr sérsveitum hersins eða einhverjum ámóta stað. Frásögnin af morðunum og fyrirkomulag- inu er líka skemmtilega ein- földuð, oft húmorísk, klisju- kennd og samstarfsmaður Barris í úrlöndum, njósnar- inn Patricia, sem Julia Ro- berts leikur, er mjög dæmi- gert tálkvendi sem karlmenn gætu fantaserað yfir. En Clooney tekur samt enga afstöðu, heldur lætur okkur um að ákveða hvað sé satt og logið. Og línan er fín og vandfarin, en George Clooney þræðir hana með glans. Hann hefur með sér gæðafólk í öllum stöðum. Leikararnir eru frábærir og það er ekki spurning að hinn sjáldséði Sam Rockwell á eftir að fá áhugaverð til- boð eftir þessa mynd. Hand- ritshöfundurinn er enginn annar en sá frjói Kaufman, sem nú á aðra mynd í bíó Aðlögun, og kvikmynda- tökumaðurinn Sigel er margreyndur og tók m.a listilega vel kvikmyndina Þrír kóngar, sem Clooney lék í. Þrátt fyrir það ætla ég að hrósa leikstjóranum fyrir verkið, sem leikur í höndum hans. Leikaraleikstjórnin er hárfín, kvikmyndatakan stórgóð og svo til öll skot mjög skemmtileg, ryþminn er fínn og notkun á tónlist frábær. Samt er útlitið ekk- ert að taka frá sögunni, hún situr í fyrirrúmi. Hún er margræð og margslungin, í sálfræðilegri, samfélagslegri og sögulegri skoðun sinni á manni og málefnum. Hún er áhugaverð á alla vegu og virkilega gáfulega og snyrti- lega vel sett fram. Það væri kannski ekkert leiðinlegt að fá líka að kíkja inn í kollinn á George Clooney... svona við tækifæri. Sjálfsfyrirlitning og morð KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjórn: George Clooney. Handrit: Charlie Kaufman eftir sjálfsævisögu Chucks Barris. Kvikmyndataka: Newton Thomas Sigel. Aðalhlutverk: Sam Rock- well, George Clooney, Drew Barrymore, Julia Roberts og Rutger Hauer. 113 mín. BNA. Miramax Films 2002. JÁTNINGAR HÁSKALEGS HUGAR/ CONFESSIONS OF A DANGEROUS MIND Því er spáð að Sam Rockwell eigi eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Hildur Loftsdóttir EINHVER óvæntasti glaðn- ingurinn í fyrra fyrir unn- endur góðra spennumynda var myndin Skipt um akrein, eða Changing Lanes, með þeim Ben Affleck og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndina gerði Bretinn Roger Michell, sem á að baki býsna frábrugðnar myndir, eins og gamanmyndina Nott- ing Hill og dramað Titanic Town. Skipt um akrein er hins vegar vel ígrunduð spennu- mynd, með nettum ádeilu- broddi á firringu samtímans, græðgina, stressið og ein- staklingshyggjuna. Affleck leikur gerspilltan ungan lög- fræðing sem lendir í árekstri við skrifstofublókina Jack- son, sem sér fram á að þurfa að horfa á eftir konu sinni ganga á dyr með börnin þeirra vegna óreglu hans og skapofsa. Sýður gjörsamlega upp úr þegar þessum ólíku mönnum lendir saman og upphefst æsilegt sálarstríð þeirra á milli. Aðrar myndir sem út koma á myndbandi í vikunni eru m.a. Njósnakrakkarnir 2: Eyja týndu draumanna, mynd um frekari ævintýri systkinanna kláru og baráttu þeirra við vonda karla. Þess má geta að þegar er hafinn undirbúningur þriðju mynd- arinnar, sem kemur til með að bera undirtitilinn Game Over. Leyndarmál Ya-Ya- systrafélagsins hefur verið sögð „konumynd“, hvað svo sem það nú þýðir. Hún skart- ar að minnsta kosti góðum hópi eðalleikkvenna, Söndru Bullock, Ellen Burstyn, Ashl- ey Judd, Maggie Smith o.fl., og gengur út á samband mæðra og dætra um leynd- ardóma umrædds systra- félags sem myndin heitir eft- ir. Þess má geta að myndin er fyrsta leikstjórnarverk- efni Callie Khouri, sem samdi Óskarsverðlauna- handrit að Thelmu og Louise. Simon er gamansöm vísindaádeila með Al Pacino í hlutverki kvikmyndagerð- armanns sem fellst á að nota tölvugerða leikkonu í nýj- ustu mynd sína. Frumsýningar vikunnar eru svo minna þekktar myndir; spennumyndirnar Meggido: The Omega – Dul- málslykillinn 2 með Michael York, Ofureldur (Superfire) með D.B. Sweeney, Svindlið (The Hustle) með Robert Wagner og fangelsisdramað Sakfelling (Conviction) með Omar Epps. 4 5 $ 6 *         7 6 6 6  78 9 : ; < 7: 7:  = 77 6> 7< 79 7 7? *  9 7 7 7 <  : 9 ? :   9 ? < 7  = 78 9 2      @ @   @ @   @ @ @ @   @   @   @   4$ 4$ @ @   4$ @   @   @   @   @/ @/ @/ @/ @/ @/ @/ @/ @/ @/ @/                 !  "     # $%  #    & !  '   ( " )  !  #   *   +  ) ,,, ( -%  !  .  (   '  (  ( /  012 03    ! Út af sporinu Skipt um akrein og Njósnakrakkar 2 meðal nýrra myndbanda skarpi@mbl.is ÞRJÁR sýningar voru opnaðar í Ný- listasafninu um helgina. Á annarri hæð safnsins stendur yfir sýning Sólveigar Að- alsteinsdóttir Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru dönsku listakonurnar Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað- hæfingar eða Territorial Statements í suð- ursal. Í norðursal á sömu hæð sýnir landi þeirra Kaj Nyborg sýn- inguna Nágranni eða Next door neighbour. Birgit Johnsen og Hanne Nielsen á sýningu sinni. Stað-hæfingar / Territorial statements er innsetning með heimildarmyndaþema sem tekur útgangspunkt í bilinu á milli kvik- myndagerðar og raunveruleika viðmælenda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Marta María Einarsdóttir, Stefanía Sörheller, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir við verk Sólveigar. Efniviður verka hennar er gjarnan það afgangsefni sem til fell- ur, umbreytt sem minnst, en sett saman svo nýtt samhengi og ástand myndist. Norðurlandalist Nýlistasafnið við Vatnsstíg er opið frá mið- vikudegi til sunnudags frá kl. 14–18. Sýning- arnar standa til 11. maí. TENGLAR ........................... www.nylo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.