Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 11 einhverju að hverfa. Bræðurnir játuðu líkamsárásina að hluta. Fórnarlambið hlaut fjóra skurði á höfði, tólf stungusár í andliti og á líkama, þrettán marbletti, glóðar- auga báðum megin auk nefbrots og fleiri áverka. Alvarlegast var þó höfuðkúpubrot og blæðing sem af því hlaust en minnstu munaði að hann hlyti bana af. Ragnheiður sagði að atlagan hefði verið „dæmalaust hrottaleg“ og mætti helst líkja henni við pyntingar. Miðað við framburð nágranna hefðu barsmíðarnar staðið yfir í nokkra klukkutíma og síðan aftur hafist á göngustígnum um morg- uninn. Ummerkin í íbúðinni töluðu sínu máli. Á mörgum áhöldum í íbúðinni hefði fundist blóð og upp um veggi og loft voru blóðslettur sem bentu til þess að blóðugum hlut hefði ítrekað verið sveiflað af krafti, væntanlega í höfuð, enda væri það blóðríkast. Ragnheiður sagði lítið að græða á framburði bræðranna en ljóst að þeir bæru í sameiningu ábyrgð á árásinni. Hvorugur vildi þó kann- ast við að hafa valdið höfuðkúpu- brotinu og Brynjar Níelsson og Ómar Stefánsson hdl., verjendur bræðranna, sögðu að ekkert hefði verið sannað umfram það sem bræðurnir hafa játað. Bræðurnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa ráðist tvívegis á mann á Eiðistorgi. Samkvæmt framburði mannsins sem varð fyr- ir árásinni kom annar þeirra að honum og bað hann að gefa sér sígarettu. Maðurinn sagðist hafa verið dauðhræddur við hann, enda augnaráðið tryllingslegt, og því orðað það sérstaklega kurteislega að hann gæti ekki gefið honum sígarettuna en upp úr því hefði verið ráðist á hann. Verjendur bræðranna sögðu á hinn bóginn að maðurinn hefði haft í frammi ögr- anir. Bræðurnir ávörpuðu báðir dóm- inn og sögðust sjá eftir verkn- aðinum og hétu því jafnframt að losa sig úr þeim vítahring sem líf þeirra væri í. UPPELDISSAGA bræðranna er dapurleg og það var faðir þeirra sem leiddi þá inn á þá braut sem þeir eru komnir á. Þegar þeir voru 12–13 ára þáðu þeir fíkniefni hjá föður sínum og urðu upp úr því neyslufélagar hans. Hann ýtti und- ir ofbeldishneigð þeirra með því að segja hetjusögur af slagsmálum og kallaði jafnvel á þá til að taka þátt í handalögmálum. Móðir þeirra var ekki nægilega sterk til að sporna gegn þessu. Báðir hafa ítrekað komist í kast við lögin og verið dæmdir fyrir líkamsárásir og þjófnað. Svona lýsti Ragnheiður Harð- ardóttir saksóknari uppvaxtarsögu tveggja bræðra, sem ákærðir eru fyrir hrottafengna líkamsárás á heimili þeirra á Skeljagranda og á göngustíg þar fyrir utan, í mál- flutningsræðu sinni fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Áður hafði sálfræðingur lýst því að bræðurnir hefðu mótast af lang- varandi fíkniefnanotkun auk þess sem uppeldisaðstæður þeirra hefðu haft veruleg áhrif á persónu- leika þeirra. Báðir sæju eftir árás- inni en töluðu þó ekki vel um fórn- arlambið, gamlan vin sinn. Brynjar Níelsson hrl., verjandi eldri bróðurins, spurði hvort hann ætti „möguleika á að koma sér út úr þessu öllu saman“ og taldi sál- fræðingurinn að vissar forsendur væru til þess hjá þeim báðum en til þess þyrfti gott betur en að hætta fíkniefnaneyslu. Sníða þyrfti þeim mjög þröngan ramma til langs tíma og þeir þyrftu að temja sér „hversdagslega lífshætti“ og benti á að þeir hefðu aldrei verið undir vinnu- eða námsaga. Fram kom að sá eldri á kærustu og á von á barni með henni og var það talið auka möguleika hans á að bæta líf sitt. Hann ætti a.m.k. að Saksóknari segir föður „Skeljagranda-bræðr- anna“ hafa ýtt undir fíkniefnaneyslu og ofbeldi Líkti atlögunni við pyntingar NÓI-SÍRÍUS hefur ákveðið að inn- kalla svokölluð púkapáskaegg með Markúsi fótboltapúka á, þar sem í ljós kom að boltinn sem festur er við höfuð hans getur í sumum til- fellum losnað af, að sögn Gunnars Sigurgeirssonar, markaðsstjóra hjá Nóa-Síríus. „Við ákváðum að inn- kalla eggin bæði vegna hættu á að yngstu börnin gætu sett boltann upp í sig og af því að hér er um er að ræða vörugalla sem við viljum bæta fyrir.“ Hann segir að á púkaeggjunum séu fimm fígúrur auk Markúsar svo ekki sé um mikið magn að ræða. Eggin hafa nú verið fjarlægð úr búðum en Gunnar hvetur þá sem hafa keypt páskaegg með Markúsi fótboltakappa til að hafa samband við fyrirtækið sem muni senda nýtt páskaegg um hæl. Í ljós hefur komið að boltinn á Markúsi getur stundum losnað af. Innkalla páskaegg með fót- boltapúka MEÐAL kvenna skipta félagsleg velferðarmál mestu máli þegar þær velja flokka til að kjósa fyrir þing- kosningarnar og sjávarútvegsmál og kvótakerfið eru kjósendum á landsbyggðinni mun hugleiknari en í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Þetta má m.a. lesa út úr könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands sem gerð var fyrir Morgun- blaðið á fylgi flokkanna dagana 6. til 11. apríl síðastliðinn. Spurt var hvaða málefni myndu ráða mestu um hvaða flokk eða lista svarendur myndu kjósa í Alþingis- kosningunum 10. maí nk. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra lands- manna á aldrinum 18–80 ára. Net- tósvörun var 66,5%, 20% neituðu að taka þátt í könnuninni og ekki náð- ist í 13,5% úrtaksins. Eins og fram kom í blaðinu í gær skipta skatta- og velferðarmál mestu máli um val kjósenda á því hvaða flokka þeir velja. Þriðja mik- ilvægasta málefni voru sjávarút- vegsmál og kvótakerfið. Einnig komu í ljós mismunandi áherslur eftir því hvaða flokka fólk ætlaði að kjósa. Séu svörin skoðuð eftir kyni svar- enda kemur í ljós að ekki er munur milli kynja hvað skattamálin varðar. Um þriðjungur hvors kyns telur þau málefni skipta miklu máli. Fé- lagsvísindastofnun segir tölfræði- lega marktækan mun ekki vera á svörum karla og kvenna hvað sjáv- arútvegsmálin varðar, en ívið fleiri karlar (11,8%) nefndu þann mála- flokk en konur (4,7%). Áberandi fleiri konur, eða 36,6% þeirra á móti 19,8% karla, töldu félagsleg velferð- armál skipta miklu um val þeirra, þ.e. húsnæðismál, menntamál, heil- brigðismál, velferðarkerfið og mál- efni aldraðra, öryrkja og ungs fólks. Velferðarmál oftar nefnd meðal kjósenda í borginni Að mati Félagsvísindastofnunar er marktækur munur á svörum kjósenda í Reykjavík annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar varðandi velferðarmál. Ríflega 35% kjósenda í Reykjavík telja velferð- armál skipta mestu um flokksval þeirra en rúm 19% kjósenda í lands- byggðarkjördæmunum, sem reikn- uð voru saman í einu lagi, þ.e. Norð- vesturkjördæmi, Norðausturkjör- dæmi og Suðurkjördæmi. Tæp 28% kjósenda í Suðvesturkjördæmi nefndu þau málefni. Ekki er sagður tölfræðilega marktækur munur á svörum eftir kjördæmum varðandi önnur mál- efni. Þó eru hlutfallslega mun fleiri í landsbyggðarkjördæmunum sem nefna sjávarútvegsmál og kvóta- kerfið, eða 15,9%, á móti 6,2% kjós- enda í Suðvesturkjördæmi og 3,2% í Reykjavík. Skattamál eru ofarlega í huga þriðja hvers kjósanda á þess- um svæðum, eða frá 28,2% til 35,2%. Skoðanakönnun á því hvaða málefni skipta kjósendur mestu máli Kvótakerfið á landsbyggðinni og velferðarmál meðal kvenna 3!      5!    5  *   5!!:%+%"$1"7 !; 4++ 40!+ -%.$/#$!+$/7+<3 ! #%"!+$/7+<3 C<2. +$/7+<3   ! "!  !    ! $    7 7  7 77 #  7 ##7 #7 #7  7 47! =#<"01!+D 6+  7 &    7  #7 THEÓDÓR Júlíusson, leikari í Borgarleikhúsinu, grípur í hvað sem er á milli sýninga og hefur meðal annars séð um að koma tómum flöskum í leikhúsinu í endurvinnslu. „Ég tók þetta að mér 1989 og hef séð um það síðan, en þetta er ólaunað hugsjónastarf,“ segir hann. Að sögn Theódórs var ekkert skipulag á þessum mál- um og því ákvað hann að taka þau að sér, en hann segir að skilaverðið haldist í hendur við aðsóknina, það sé gott þegar aðsóknin að leikhúsinu sé góð. „Afraksturinn fór í starfsmannasjóð og var notaður til að gleðja starfsmenn á hátíðlegum tímamótum eins og í lokahófum og á jóla- gleði, en leikhúsið í sinni fátækt þarf á þessum peningum að halda og notar þá nú til reksturs,“ segir hann. Um þessar mundir er Theódór í einu aðalhlutverk- anna í leikritinu um Púntila og Matta, leikur Púntila bónda. „Ég er leikari að aðalstarfi en get gripið í hvað sem er,“ segir hann og bætir við að reynslan í ruslinu geti nýst sér síðar. Morgunblaðið/Kristinn Í rusli á milli sýninga FYRST verður leitað að innlendum kunnáttumönnum áður en gefin verða út atvinnuleyfi til erlendra kunnáttumanna vegna virkjunar- framkvæmda á Austurlandi, sam- kvæmt frétt frá Vinnumálastofnun. Útgáfa atvinnuleyfa fer fram í samræmi við ákvæði laga um at- vinnuréttindi útlendinga en þar kemur m.a. fram að tímabundin at- vinnuleyfi skuli aðeins gefa út þegar fyrir liggur að kunnáttumenn verði ekki fengnir innanlands, atvinnu- vegi landsins skorti vinnuafl eða aðrar sérstakar aðstæður mæli með leyfisveitingu. Í frétt frá Vinnumálastofnun er áréttað að stofnunin fari með útgáfu atvinnuleyfa í umboði félagsmála- ráðherra og á vegum stofnunarinnar starfi svæðisvinnumiðlanir víða um land. „Í ljósi atvinnuástandsins nú um stundir mun stofnunin kanna vandlega með aðstoð svæðisvinnu- miðlana hvort kunnáttumenn fáist ekki innanlands til starfa við fram- kvæmdirnar á Austurlandi. Vinnu- málastofnun vill árétta að það er að- eins eftir að slík könnun hefur átt sér stað að hægt er að meta fjölda þeirra erlendu starfsmanna sem stofnunin kemur til með að veita heimild til að starfa hérlendis að þessu verkefni.“ Ennfremur segir að stofnunin muni í samvinnu við aðila vinnu- markaðarins ganga úr skugga um að þeir erlendu starfsmenn sem hingað koma frá evrópska efnahags- svæðinu njóti kjara í samræmi við lög og kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Fyrst verður leitað að inn- lendum kunnáttumönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.