Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 39

Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 39 Jóhann Ársælsson Anna Kristín Gunnarsdóttir Eftir fjölsótta fundaferð um byggðir landsins boða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson til síðasta fundar vorsins undir yfirskriftinni „Fundur um pólitísk aðalatriði“. Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnesi í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Fundur í Borgarnesi um pólitísk aðalatriði Þriðjudagur 15. apríl, kl. 20 ÖKUMENN óku óvar- lega um helgina því 38 umferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík. 78 öku- menn voru grunaðir um of hraðan akstur og ellefu um ölvun við akstur. Ellefu sinnum voru menn teknir með fíkniefni í fórum sínum um helgina. Síðdegis á föstudag var óskað að- stoðar að bensínstöð í austurborginni. Þar hafði ökumaður á bifreið orðið óþolinmóður. Kona var að taka bensín við dælu og var að ljúka dælingu þeg- ar ökumaðurinn vildi komast að og ók á bifreið konunnar til leggja áherslu á mál sitt. Engar skemmdir urðu þó á bifreiðinni. Lögreglan fór í húsleit í iðnaðarhúsnæði í vesturbænum. Þar inni reyndist vera marijuanaræktun. Einnig fundust þar ætluð fíkniefni, hass og amfetamín. Á gjörgæslu – grunur um neyslu e-töflu Sérstakt eftirlit og fíkniefnaleit var á hljómleikum í Laugardalshöll. Af- skipti voru höfð af 40 manns en fimm reyndust vera með fíkniefni meðferð- is og verða þeir kærðir. Lítilræði af amfetamíni og nokkrar e-töflur fund- ust. Sérstakt eftirlit og fíkniefnaleit var á hljómleikum í Laugardalshöll. Stúlka var flutt með sjúkrabifreið frá Laugardalshöll á slysadeild meðvit- undarlaus, grunur er um e-töflu neyslu. Stúlkan var sett á gjörgæslu. Nokkru síðar var önnur stúlka flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Hún kvaðst hafa drukkið kók sem einhver maður hefði laumað dufti út í. Um miðnættið var enn eftirlit við Laug- ardalshöll vegna tónleikanna en mik- ill mannfjöldi var utandyra og ölvun. Nokkur órói var þar og þurfti atbeina lögreglu nokkrum sinnum við að stilla til friðar en erfitt var að komast um svæðið vegna mannmergðar. Áberandi mikið af ungum krökk- um, 13–14 ára, voru á svæðinu án for- eldra sinna að því er virtist en einnig nokkuð um að foreldrar væru með börnum sínum. Eftir miðnætti var óskað eftir lög- reglu að veitingastað í miðborginni. Þar var verið að vísa manni út vegna óláta þegar annar lenti á milli en sá hafði fram að því ekki tengst ólátun- um. Þessi maður brást þá ókvæða við og lamdi dyravörð þrisvar í höfuðið með flösku þegar dyraverðir reyndu að yfirbuga hann. Í kjölfarið kom til talsverðra átaka sem linnti ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn. Margsinnis var lögregla kvödd að veitingahúsum þessa nótt vegna slagsmála ölvaðra gesta húsanna. Snemma á laugardagsmorgun réð- ust tveir menn á þann þriðja á Lauga- vegi og fann sá til eymsla í viðbeini og rifbeinum. Gerendur voru handteknir og færðir á lögreglustöð en hinn slas- aði var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúð við Skólavörðustíg. Þar voru tekin sjónvörp, myndbandstæki, dvd- spilari, leikjatölva, dvd-myndir, far- tölva, stafræn myndvél og fleira. Slagsmálahundur fluttur á dýraspítala Laus boxer-hundur flaugst á við annan hund í Efstasundi. Hundurinn var ómerktur og var hann nokkuð blóðugur eftir átökin. Hann var flutt- ur á dýraspítalann og síðan á hunda- hótel. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað öðrum með byssu. Þegar lög- reglumenn komu á vettvang í hús í austurbænum þá mættu þeir mann- inum byssulausum og handtóku hann. Í íbúðinni fannst talsvert magn af ætl- uðu hassi og áhöldum til fikniefna- neyslu en engin byssa. Par var hand- tekið og flutt í fangamóttöku. Lögreglumenn veittu tveimur mönnum athygli í bifreið í austurbæn- um. Grunur kviknaði um að þar færu fram fíkniefnaviðskipti. Rætt var við mennina og þeir látnir tæma vasa sína. Í vösum annars fundust 34 grömm af hassi en eitt gramm var í vasa hins. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina þar sem leit var gerð í bifreiðinni. Mennirnir viðurkenndu fíkniefnaviðskipti. Starfsfólk hótels óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ungmenna sem sóttu þangað inn en þar gista menn sem kenna sig við Jackass. Kona rann til á blautu dansgólfi og datt. Hún var flutt á slysadeild og er líklega handleggsbrotin. Stuttu síðar var tilkynnt um að kona hefði verið að dansa á öðrum skemmtistað, runnið til og dottið og væri líklega fótbrotin. Nokkru eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags var lögregla kölluð að veit- ingahúsi við Laugaveg. Hafði manni verið hrint niður stiga og fékk hann einnig glas í höfuðið og var lítillega skorinn. Síðar um nóttina kom til ryskinga milli tveggja manna á veit- ingahúsi við miðbæinn. Annar þeirra sló hinn með bjórglasi í andlitið svo mikið blæddi úr og var stór skurður frá auga og að eyra. Úr dagbók lögreglu 11.–14. apríl Fimm fíkniefnamál á tón- leikum í Laugardalshöll Ungir frambjóðendur í Suðvest- urkjördæmi reyna með sér í kapp- ræðum, sem fram fara í Hraunholti í Hafnarfirði, Dalshrauni 15, kl. 20 miðvikudaginn 16. apríl. Tveir ungir fulltrúar frá hverjum stjórn- málaflokki etja kappi í tveimur málaflokkum, sem eru menntamál og verkefni framtíðarinnar. Ýmis skemmtiatriði verða milli kapp- ræðna en að loknum fundahöldum eru seldar léttar veitingar. Framsóknarflokkurinn í Norð- vesturkjördæmi opnar kosninga- skrifstofu í Brautarhvammi á Blönduósi, á morgun, miðvikudaginn 16. apríl kl. 20.30. Frambjóðendur ávarpa gesti. Léttar veitingar og uppákomur. Hitt Húsið og JC á Íslandi býður ungu fólki á aldrinum16–30 ára á stefnumót við frambjóðendur stjórn- málaflokkanna, í Hinu Húsinu, Póst- hússtræti 3–5, í dag, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20. Frambjóðendur í Reykjavík kynna stefnumál sín fyrir ungu fólki og kynnast sjónarmiðum þeirra. Eins gefst fólki tækifæri til þess að koma með spurningar. STJÓRNMÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.