Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      ! "#!$#!                !" ##$ %$$  &'(')*+,+-.,+/,  '0,-  * ,1-- 1 -2+-&3 444/,+/,5,&"6& SJÖ manns hafa látist til viðbótar í Hong Kong af völdum HABL, heil- kennis alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, og 40 ný tilvik hafa greinst, að sögn AFP-fréttastofunn- ar. Vísindamenn vonast til að finna bóluefni gegn HABL á næstu vikum. Læknir við Michael Smith-stofn- unina í Vancouver segir vísindamenn hafa fundið erfðamengi veirunnar sem talin er valda HABL og því sé skammt þangað til bóluefni verði þróað. Erfðamengið hefur verið birt á sérstakri vefsíðu (www.bcgsc.bc.ca) á Netinu svo að vísindamenn víðs vegar um heiminn geti aðstoðað í baráttunni gegn út- breiðslu HABL. Alls hafa 132 látist af völdum veikinnar og rúmlega 3.200 veikst. Kanada er það land ut- an Asíu sem hefur orðið verst úti af völdum HABL. Þrettán Kanada- menn hafa látist af HABL og 283 veikst. Baráttan gegn HABL-lungnabólgunni Erfðamengi veirunnar greint MÁNUÐI eftir þingkosningarnar í Finnlandi hafa leiðtogar þriggja stjórnmálaflokka, Miðflokksins, Jafnaðarmannaflokksins og Sænska þjóðarflokksins, náð sam- komulagi um myndun meirihluta- stjórnar, að sögn AFP-fréttastof- unnar. Anneli Jäättenmäki, leiðtogi Miðflokksins, verður forsætisráð- herra, fyrst finnskra kvenna til að gegna því embætti. Finnland verður nú eina landið í Evrópu þar sem bæði forseti og for- sætisráðherra eru konur. Miðflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu í átta ár, hann hlaut 55 þingsæti af 200 í kosning- unum 16. mars sl. og er stærstur á þingi. Jafnaðarmannaflokkur Paavos Lipponens, fráfarandi for- sætisráðherra, fékk 53 þingsæti. Sænski þjóðarflokkurinn er nú með átta sæti og átti ráðherra í fráfar- andi samsteypustjórn Lipponens. Flokkurinn samþykkti að verða þriðja aflið í nýrri stjórn og tryggja henni þar með meirihluta á þingi. Ráðherrar verða 18 og fær hvor flokkur um sig, Miðflokkur og Jafn- aðarmannaflokkur, átta ráðherra- stóla en Sænski þjóðarflokkurinn tvo. Ný stjórn í Finnlandi Reuters Anneli Jäättenmäki, hinn nýi for- sætisráðherra Finnlands. AFTÖKU þriggja manna, sem reyndu að ræna kúbanskri ferju, hefur verið mótmælt harðlega víða um lönd en þær og ofsóknir Kúbu- stjórnar gegn andófsmönnum þykja sýna, að fullkominni hörku verður beitt gegn þeim, sem voga sér að ögra Fidel Castro forseta og kommúnistaflokknum. Í yfirlýsingu frá Kúbustjórn sagði, að mennirnir þrír hefðu „fengið réttláta meðferð fyrir dómstólunum“ en þeir voru síðan skotnir síðastliðinn föstudag. Aðrir fjórir voru dæmdir í lífstíðarfang- elsi, einn í 30 ára fangelsi og þrjár konur fengu tveggja til fimm ára fangelsi. Í ríkisráðinu, sem Castro veitir forstöðu, var fólkinu neitað um að áfrýja dómunum. Fólkið rændi ferjunni 2. apríl sl. en hún varð olíulaus áður en hún var komin hálfa leið til Flórída og var þá dregin aftur til Kúbu. Aftökurnar komu á hæla mjög harðra dóma yfir 75 andófsmönn- um en þeir voru dæmdir í sex til 28 ára fangelsi fyrir að ógna ör- yggi ríkisins. Stóðu réttarhöldin yfir þeim aðeins í nokkrar klukku- stundir. Þessir dómar og aftökurnar í síðustu viku hafa verið fordæmd harðlega á Vesturlöndum og meðal annars hefur verið efnt til mót- mæla á Spáni þar sem þess hefur verið krafist, að Fidel Castro verði skipað á bekk með Saddam Huss- ein og ETA, hryðjuverkasamtök- um baskneskra aðskilnaðarsinna. Óttast framtíðina Portúgalski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Jose Sara- mago, gamall vinur og stuðnings- maður Castros, segir í grein, sem birtist í gær í spænska blaðinu El Pais, að aftaka mannanna þriggja hefði verið algjörlega óafsakanleg. „Kúbustjórn hefur ekki afrekað neitt með dauða þessara manna. Hún hefur hins vegar eyðilagt von- ir mínar, svikið drauma mína og vináttu,“ segir Saramago, sem er kommúnisti, en hann byrjaði grein sína og endaði með þessum orðum: „Nú er mælirinn fullur.“ Aftökurnar voru eitt aðalmálið í öllum spænsku fjölmiðlunum og í leiðara El Pais sagði: „Eftir alræðisvald í 43 ár og í skjóli Íraksstríðsins hefur Fidel Castro hrint af stað mestu of- sóknum í landinu í áratugi. Það sýnir hve mjög hann óttast um framtíð sinnar steinrunnu stjórn- ar og hve lítils hann metur álit umheimsins.“ Aftökum á Kúbu harðlega mótmælt „Nú er mælirinn fullur,“ segir Kúbuvinurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Jose Saramago AP Aftökum og dómum yfir andófsmönnum á Kúbu mótmælt í Madrid á Spáni. Á spjaldinu stendur: „Á Kúbu er það glæpur að hugsa og tala.“ Havana, Madríd. AP, AFP. ÞRJÁTÍU og þrír Evrópumenn, sem hurfu í Saharaeyðimörkinni fyrir nokkrum vikum, eru líklega ekki lengur í Alsír. Er það haft eft- ir foringja í alsírska hernum, sem leitað hefur mannanna, en talið er að mönnunum hafi verið rænt. Ekkert er þó vitað um mannræn- ingjana eða hugsanlegar kröfur þeirra. „Ég tel að þeir séu enn á lífi en ekki lengur í Alsír,“ sagði foring- inn, sem hefur aðsetur í Ouargla, um 800 km fyrir sunnan Algeirs- borg. Mennirnir, 12 Austurríkis- menn, 15 Þjóðverjar, fjórir Sviss- lendingar, Hollendingur og Svíi, hurfu fyrir nokkrum vikum og þeir fyrstu um miðjan febrúar. Hafa yf- irvöld í Alsír staðið fyrir mikilli leit að þeim á svæði, sem er alls um tvær milljónir ferkílómetra. Ferðafólkið var í sex hópum án innfæddra leiðsögumanna og spurðist síðast til þess á svæðinu milli Ouargla, Djanet og Taman- rasset, um 1.900 km suður af Al- geirsborg. Hafa leitarmenn farið vítt og breitt um svæðið á jeppum og úlföldum og svipast um eftir fólkinu úr þyrlum búnum nætur- sjónaukum en án árangurs. Telur foringinn útilokað, að það hafi villst vegna þess, að Bandaríkjamenn lokuðu fyrir GPS-kerfið vegna Íraksstríðsins, og bendir á, að það hafi verið með gervihnattasíma. Al-Qaeda að verki? Alsírska blaðið El Watan segir, að á þessu svæði hafi áður verið ísl- amski stríðsherrann Mokhtar Bel- mokhtar en nokkuð sé síðan hann hörfaði með lið sitt til Nígers og Malís. Vegna þess telur blaðið ekki óhugsandi, að liðsmenn al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, hafi rænt mönnunum auk þess sem smyglarar, þar á meðal eiturlyfjasmyglarar, fari oft um þetta svæði. Hvarf fólksins vekur mikla furðu og alsírsk yfirvöld fullyrða, að hirð- ingjar á þessum slóðum hafi hvorki orðið varir við það né hugsanlega ræningja þess. Enn er þó vonast til, að það sé á lífi og hafa Þjóð- verjar og Austurríkismenn sent sérþjálfaða menn til að taka þátt í leitinni. Tímaritið Der Spiegel seg- ir, að þýska stjórnin telji, að „ókunn hryðjuverkasamtök“ hafi rænt fólkinu. Hvarf 33 Evrópumanna í Sahara-eyðimörkinni Hugsanlega fangar hryðjuverkasamtaka Tamanrasset. AFP. VAXANDI spenna er í samskiptum stjórnvalda í Kólombíu og Venesúela en stjórnarherinn í síðarnefnda ríkinu er sakaður um að styðja vinstri- sinnaða skæruliða í Kólombíu með beinum hætti. Koma þessar ásakanir fram í yfir- lýsingu frá AUC, Sameinuðum sjálfs- varnarsveitum Kólombíu, en þær hafa lengi barist gegn FARC eða Kól- ombíska byltingarhernum. Í yfirlýs- ingunni segir, að flugherinn í Venes- úela hafi tekið þátt í árás FARC á stöðvar AUC í Catatumbo-héraði í mars og apríl. Hafi liðsmenn FARC þá komið frá bækistöðvum í Venes- úela þar sem þeir haldi til í skjóli þjóð- varðliðsins í Venesúela. Íbúar í La Gabarra-héraði styðja einnig þessar ásakanir og segja, að 21. mars sl. hafi venesúelskar orr- ustuflugvélar og þyrlur látið að sér kveða í átökum þar. Carolina Barco, utanríkisráðherra Kólombíu, hefur tekið þetta mál upp við kollega sinn í Venesúela, Roy Chaderton, og það verður einnig rætt á fundi forsetanna, Hugo Chavez, for- seta Venesúlea, og Alvaro Uribe, for- seta Kólombíu, 23. þessa mánaðar. Hafa samskipti landanna farið hríð- versnandi síðan vinstrimaðurinn Chavez komst til valda í Venesúela. Spenna milli Venesúela og Kólombíu Chavez sagður styðja skæruliða Reuters Hugo Chavez , forseti Venesúela, syngur þjóðsönginn á útifundi. Bogota. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.