Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 25 SÝNING á listvefnaði Þorbjargar Þórðardóttur myndlistarmanns stendur um þessar mundir yfir í and- dyri Hallgrímskirkju. Náttúran er kveikjan að verkum Þorbjargar, og notast hún við óvenjuleg efni í mynd- verkum sínum. „Það sem ég er að sýna á þessari sýningu er í beinu framhaldi af því sem ég hef verið að gera undanfarin ár,“ segir Þorbjörg í samtali við Morgunblaðið. „Áferðin er stór þáttur í verkum mínum og er að verða það í ríkari mæli.“ Þorbjörg vinnur verk sín úr garni sem hún spinnur sjálf úr margvísleg- um náttúruefnum, hrosshári, hör, ull og sisal. Hún notar spólurokk við spunann, en þeirri aðferð kynntist hún í framhaldsnámi sínu við Konst- fackskólann í Stokkhólmi á áttunda áratugnum að loknu námi við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. „Þá spann ég að mestu í ull, en það urðu ákveðin tímamót á ferli mínum þegar ég var beðin að vinna verk fyrir Bændaskólann á Hvanneyri árið 1989. Þeir gerðu það að skilyrði að ég ynni með efni frá staðnum sem var mjög spennandi fyrir mig, og þá gat ég auðvitað nýtt ullina, en komst jafnframt í kynni við hrosshárið. Þá tók ég aftur fram spólurokkinn og hef unnið með hann og hrosshárið síðan,“ segir hún. Náttúran er áhrifamikil Þorbjörg litar allt efnið sem hún spinnur úr sjálf og segist fá við það meiri breidd í litavalið. „Ég hef líka alltaf spunnið hrosshárið mjög frjálslega, svolítið villt, og fengið þannig skemmtilega áferð.“ Íslensk náttúra hefur alltaf verið Þorbjörgu hugleikin í listsköpun hennar. Hún segist telja að þannig sé því farið með flesta íslenska lista- menn. „Þó að útkoman í verkum mínum sé oft á tíðum óhlutbundin, er kveikjuna að finna í náttúrunni,“ segir hún. „Þó það sé kannski gamall frasi að vinna útfrá náttúrunni, þá er hún allt í kring hér á Íslandi og það er einfaldlega staðreynd að hún er mjög áhrifamikil.“ Verkin á sýningunni í Hallgríms- kirkju hafa verið í fjögur ár í und- irbúningi hjá Þorbjörgu, en hún hef- ur tekið þátt í alþjóðlegum textíl- sýningum í Póllandi að undanförnu, auk þess sem hún rekur galleríið Meistari Jakob við Skólavörðustíg ásamt tíu myndlistarmönnum. „Því miður hefur það orðið svo að flest verkin mín hafa selst til útlanda. Það er alltaf svolítil eftirsjá að sjá á bak börnunum sínum til útlanda, ef svo má að orði komast, því helst vildi ég vita af þeim á Íslandi. Útlendingar virðast ekki síður hrifnir en Íslend- ingar af því mikla handverki sem felst í verkunum mínum, enda vanir hefðinni og fyllast lotningu yfir öll- um þeim tíma sem ég eyði í verkin mín. Sjálfri finnst mér þetta skemmtilega á skjön við hraða nú- tímans. Og þó verkin mín séu að mörgu leyti þjóðleg sökum uppruna síns, þá tel ég að þau séu um leið al- þjóðleg á vissan hátt.“ Þorbjörg heldur úti heimasíðu, www.thorbjorg.com. Sýningunni lýkur 26. maí. Náttúran í hrosshár Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorbjörg Þórðardóttir við verk sín í Hallgrímskirkju. MENNINGARMÁLANEFND Hafn- arfjarðar veitti 17 styrki til menn- ingar- og liststarfsemi og styrki úr Húsverndarsjóði Hafnarfjarðar á dögunum að upphæð 2.350.000 kr. en í febrúar var undirritaður samn- ingur við átta kóra, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Sveinssafn, Ljósa- klif og Kammersveit Hafnarfjarðar að upphæð 4.800.000 krónur. Styrki til menningar og liststarf- semi hlutu Kári Árnason vegna heiðurstónleika sem halda á Guð- mundi Steingrímssyni trommuleik- ara, Þóra Þórisdóttir til uppsetn- ingar og sýningar á skúlptúr, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir vegna sýningar á vídeóverki, Brynja Árnadóttir vegna myndlist- arsýningar, Ragnheiður Gests- dóttir og Dansleikhús með Ekka vegna uppsetningar á leik- og dans- verki fyrir börn, Birgir Svan Sím- onarson vegna ljóðabókar fyrir börn og vinnslu á geisladiski, Örn Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúla- son vegna útgáfu á textum frá 17. öld, Kvikmyndafélagið Þeir tveir vegna lokavinnslu á stuttmynd, Flensborgarskólinn og Sjónvarp Flensborgar til gerðar á heimild- armynd um Lista- og menningarhá- tíðina Bjartir dagar sem haldin verður 1.–23. júní nk. Styrk úr Húsverndarsjóði hlutu Brekkugata 12 (1905), Suðurgata 52 (1904), Norðurbraut 13 (1931), Suðurgata 33 (1907), Brekkugata 9 (1913), Hringbraut 51(1915), Hraunhvammur 3 (1926), Lækjar- gata 12 (1927). Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhússins, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frum- kvöðlastarf í menningar- og listalífi Hafnarfjarðar. Nefndina skipa Ása Björk Snorradóttir, Símon Jón Jó- hannsson og Magnús Kjartansson. Morgunblaðið/Jim Smart Handhafar menningar- og listastyrkja 2003 í Hafnarfirði. 17 styrkir til menningar www.solidea.com 4. flokki 1992 – 38. útdráttur 4. flokki 1994 – 31. útdráttur 2. flokki 1995 – 29. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.