Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Loksins á Íslandi!
kamínur
Njarðarnesi 1, Akureyri,
sími 462 2244
fyrir sumarbústaðinn og heimilið.
Leitið upplýsinga.
Fyrir dömur Fyrir herra
Hefur þú prófað nýja DIESEL ilminn?
— Hann er kominn í verslanir
DIESEL GREEN SPECIAL EDITION
TELJA má öruggt að Sýrlending-
ar hafi ekki skotið skjólshúsi yfir
háttsetta leiðtoga úr fallinni stjórn
Saddams Husseins fyrrverandi
Íraksforseta, og eru Sýrlendingar
fremur pólitískt skotmark Banda-
ríkjamanna en hernaðarlegt, sögðu
hermálasérfræðingar í gær.
Daniel Neep, við rannsóknar-
stofnunina Royal United Services
Institute for Defence Studies í
London, sagði að ríkisstjórn
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta væri líklega mun óviljugri til
að hefja aðra herför en margir
vildu vera láta.
„Bandaríkjamönnum er ljóst
hversu erfitt það var, ekki aðeins á
pólitískum vettvangi heldur að
mörgu leyti líka hernaðarlega, að
fara í stríð í Írak, einkum og sér í
lagi nú þegar eftirmálar stríðsins
eru að koma í ljós,“ sagði Neep.
Skírskotaði hann þar til alþjóð-
legrar andstöðu við herförina og
ásakana um að Bandaríkjamenn
komi nú í veg fyrir að Sameinuðu
þjóðirnar fái að gegna leiðandi
hlutverki við skipan nýrrar stjórn-
ar í Írak. „Ég held að þetta sé
yfrið nóg til að fæla þá frá því að
takast á við annað ríki.“
Bush gagnrýndi Sýrlendinga á
sunnudaginn og hélt því fram að
þeir hefðu skotið skjólshúsi yfir
háttsetta íraska embættismenn á
flótta. Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði að sýrlenskir sjálfboðaliðar
hefðu barist við hersveitir banda-
manna í Írak.
Sjálfseyðingarhvöt
eða fíflska
En Toby Dodge, prófessor við
Háskólann í Warwick í Bretlandi
og kunnur sérfræðingur í málefn-
um Mið-Austurlanda, sagði að leið-
togar Sýrlands væru „haldnir
sjálfseyðingarhvöt eða fullkomin
fífl ef þeir leyfa háttsettum Írök-
um að koma, vitandi að Donald
Rumsfeld er með þá í sigtinu. Ég
fæ ekki betur séð en sýrlenska
stjórnin sé hyggin og vel með á
nótunum.“
Dodge taldi ekki heldur líklegt
að Sýrlendingar hafi tekið við
íröskum gereyðingarvopnum, en
aðrir sérfræðingar í London segðu
að Saddam hafi verið byrjaður að
flytja slík vopn yfir landamæri
ríkjanna áður en stríðið hófst 20.
mars.
Sýrlendingum þætti skiljanlega
að sér stæði ógn af „Bush-kenn-
ingunni“ svonefndu, sem kveður á
um að gripið sé til fyrirbyggjandi
aðgerða gegn hryðjuverkaógn er
talin sé vofa yfir, sagði Dodge. En
hann kvaðst viss um að hafi Írakar
átt efnavopn væru þau „ennþá hjá
Saddam í Tikrit eða Bagdad“.
Þessi vopn væru það eina sem
Saddam ætti eftir til að styrkja
samningsaðstöðu sína.
Michael Clarke, við rannsókn-
armiðstöðina International Policy
Institute í London, sagði að það
væri skynsamlegt af Bandaríkja-
mönnum að setja Sýrlendingum
skýrar reglur, fremur en að und-
irbúa annað stríð. „Það er ekki til
of mikils ætlast, frá sjónarmiði
Bandaríkjamanna, að meiri stuðn-
ingur komi frá Sýrlendingum í
átökunum í Írak.“
Bandaríkjastjórn vilji að Sýr-
lendingar sitji ekki lengur hjá, og
hugsanlega geti Sýrlendingar haft
það upp úr krafsinu að hætta
stuðningi sínum við Hizbollah-
samtökin í Líbanon gegn því að
Ísraelar gefi eftir í friðarumleit-
unum í Mið-Austurlöndum.
Mestar áhyggjur
af Hizbollah
Hizbollah, og ógnin sem sam-
tökin eru við Ísrael, er það sem
Bandaríkjamenn hafa mestar
áhyggjur af í sambandi við Sýr-
land, einkum þar sem Sýrlending-
ar hafa verið samvinnufúsir í bar-
áttu Bandaríkjamanna gegn
hryðjuverkastarfsemi, sagði
Clarke.
Hann sagði ennfremur að þótt
ljóst væri að Sýrlendingar hefðu
„tök á að framleiða eiturefni“ benti
ekkert til að þeir gætu breytt
þeim í vopn. Þar af leiðandi standi
þeir höllum fæti gagnvart Ísrael-
um, sem talið er víst að eigi í fór-
um sínum kjarnorkuvopn. Ísraelar
hafa ekki undirritað alþjóðasamn-
inga um bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna.
Hýsa grann-
þjóðirnar
liðsmenn
Saddams?
Sýrland sagt vera fremur pólitískt
skotmark Bush en hernaðarlegt
London. AFP.
AP
Háskólanemar í Damaskus mótmæla hernaði bandamanna í Írak. Baath, stjórnarflokkurinn í Sýrlandi, var upp-
runalega hluti af sömu hreyfingu og Baath-flokkur Saddams Husseins en samskiptin höfðu samt lengi verið slæm.
JACK Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, hvatti í gær stjórnvöld í
Sýrlandi til að gera sér ljóst að „nýr
veruleiki“ ríkti nú í nágrannaríkinu
Írak.
Sagði hann að Sýrlendingar
þyrftu „að svara ýmsum spurning-
um“ og vísaði þannig til ásakana
Bandaríkjamanna þess efnis að
fyrrum hátt settir Írakar hafi kom-
ist undan á flótta um Sýrland.
Straw lagði áherslu á að engin
áform væru uppi um að fara með
hernaði gegn Sýrlendingum. Því
hefði Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, áður lýst yfir.
Ljóst væri á hinn bóginn að þörf
væri á víðtækum viðræðum við
stjórnvöld í Sýrlandi um ýmislegt í
þessu samhengi.
Geoffrey Hoon, varnarmálaráð-
herra Bretlands, kvaðst í gær hafa
af því áhyggjur að íraskir sérfræð-
ingar fengju hæli í Sýrlandi í þeim
tilgangi að aðstoða stjórnvöld þar
við þróun og smíði gereyðingar-
vopna. Vitað væri að Sýrlendingar
hefðu haft uppi áform um smíði
slíkra vopna.
„Engar sannanir“
Reuters-fréttastofan hafði í gær
eftir Hoon að breska ríkisstjórnin
teldi að Saddam Hussein, fyrrver-
andi Íraksforseti, og aðrir hátt sett-
ir embættismenn úr stjórn hans
væru enn í Írak og
hefðu ekki fengið hæli
í nágrannaríkjunum.
„Þar til við fáum vitn-
eskju um að þeir hafi
farið yfir landamærin,
þá gerum við ráð fyrir
að þeir séu enn í
Írak,“ segir Hoon.
„Við höfum engar
sannanir fyrir því að
þeir hafi farið yfir
landamærin og ég, líkt
og ég hef sagt áður, vil
að önnur ríki komi til
samstarfs við okkur til
að hindra að það geti
gerst,“ sagði Hoon á
blaðamannafundi í Lundúnum.
Hoon sagði að það yrði æ betur
ljóst að samverkamenn Saddams
nytu ekki stuðnings annarra.
Hátt settir menn á
lista þeim sem birtur
hefur verið með nöfn-
um eftirlýstra Íraka
hefðu gefið sig fram.
Íraskir borgarar hefðu
bent á aðra.
„Ég tel að við mun-
um sjá meira af slíku á
næstu dögum,“ sagði
varnarmálaráðherrann.
Þá sagði Hoon að
mikilvægt væri í stríð-
inu gegn Írak að hafa
hendur í hári Saddams,
lífs eða liðins, en það
væri þó ekki frumskil-
yrði.
Aðspurður hvort stríðið væri unn-
ið var Hoon tregur til að lýsa yfir
sigri og sagði að enn væri veitt mót-
spyrna á stöku stað í Írak.
Bretar þrýsta á Sýrlendinga
Óttast að íraskir sérfræðingar að-
stoði við þróun gereyðingarvopna
Geoff Hoon
Manama, Kúveit. AFP.