Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 43 AUGLÝSING FRÁYFIRKJÖRSTJÓRN REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIS SUÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA Framboðsfrestur til alþingiskosninga 10. maí 2003 rennur út föstudaginn 25. apríl n.k. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00-12.00 á bókasafni Hagaskóla, Fornhaga 1, 2. hæð. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Engin kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði skilað á tölvutæku formi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 10. maí n.k., verður aðsetur yfirkjörstjórnar í Hagaskóla, þar sem talning atkvæða, að kjörfundi loknum, mun fara fram. Reykjavík, 12. apríl 2003 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður. Grafarvogur Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 15. apríl, kl. 20.00. Skrifstofan er í Hverfafold 5. Boðið verður uppá veitingar, létt spjall með frambjóðendum og kosningastemmningu. Allir velkomnir. Stjórnin Nes- og Melahverfi Opnunm kosningaskrifstofu á Hjarðarhaga 47 í dag kl. 18.00 Frambjóðendur láta ljós sitt skína. Björg Ísaksdóttir myndlistarkona sýnir verk sín. Óvænt uppákoma. Léttar veitingar. Gerum okkur glaðan dag og hittumst í góðra vina hópi. Allir velkomnir. Stjórnin VEGNA mistaka birtist ekki listi fermingarbarna sem fermdust í Norðfjarðarkirkju á pálmasunnu- dag. Er beðist velvirðingar á því. Þau sem fermdust eru: Bjarki Sveinsson, Blómsturvöllum 34. Björgúlfur Kristinn Bóasson, Hlíðargötu 27. Fannar Árnason, Marbakka 5. Guðrún Eiríksdóttir, Sverristúni 3. Halldóra Auður Jónsdóttir, Blómsturvöllum 1a. Hrafn Bjarnason, Tröllavegi 3. Ingvi Már Gíslason, Blómsturvöllum 22. Jónína Harpa Njálsdóttir, Sæbakka 9. Rósa Dóra Sigurðardóttir, Hlíðargötu 26. Rúnar Óli Birgisson, Ekrustíg 2. Salóme Rut Harðardóttir, Breiðabliki 4. Vordís Eiríksdóttir, Nesgötu 29. Þorsteinn Heiðar Jóhannsson, Urðarteigi 4. Þórður Sturluson, Marbakka 1. Bæna- og morgunmessa í Hallgrímskirkju Á ÞRIÐJUDAGSMORGNI er bænaguðsþjónusta kl. 10.30 í kap- ellu á orgellofti í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Á miðvikudags- morgni er morgunmessa kl. 8 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Biskup Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, hefur hugleiðingu. Helgihald á páskum í Hjallakirkju Á SKÍRDAGSKVÖLD, fimmtudag- inn 17. apríl kl. 20, verður pass- íustund í Hjallakirkju, Kópavogi. Atburðir skírdagskvöldsins verða rifjaðir upp, þátttakendur í stund- inni feta í fótspor lærisveina Jesús er þeir áttu samfélag við hann við stofnun heilagrar kvöldmáltíðar. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiðir sálmasönginn. Á föstudaginn langa, 18. apríl kl. 20, verður stund sem við nefnum Kvöldvöku við krossinn. Þá er leit- ast við að lifa atburði dagsins á myndrænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. Í kór- dyrum kirkjunnar verður reistur kross sem minnir á krossinn á Gol- gatahæð, þann sem frelsari okkar og Drottinn var negldur á og líflát- inn. Við hann munu fermingarbörn lesa sjö orð Krists á krossinum. Fólk úr kirkjustarfinu annast lestur písl- arsögunnar og Kór kirkjunnar leið- ir safnaðarsöng. Þátttakendur í kvöldvökunni yfirgefa kirkjuna myrkvaða. Í henni verða ekki tendr- uð ljós fyrr en árla á páskadags- morgun. Þá hefst hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis, sannkölluð upprisuhátíð. Verður þess minnst að tíu ár eru síð- an kirkjan var vígð, en vígslan fór fram á páskadag árið 1993. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safn- aðarsöng. Að guðsþjónustunni lok- inni er kirkjugestum boðið í afmæl- ismorgunkaffi. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Hjallakirkju yfir páskahátíðina. Samkoma á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi Á SKÍRDAG kl. 11 verður samkirkjuleg guðsþjónusta hjá Hjálpræðishernum í Herkast- alanum v. Kirkjustræti í Reykjavík. Majór Knut Gamst leiðir samkom- una. Ræðumaður er Pétur Ásgeirs- son frá íslensku Kristskirkjunni. Fulltrúar Hjálpræðishersins, Að- ventkirkjunnar, Hvítasunnukirkj- unnar, Kaþólsku kirkjunnar, Óháða safnaðarins og Þjóðkirkjunnar flytja bænir, lestra og blessunarorð. Kafteinn Mirjam Óskarsdóttir syngur einsöng og tvísöng ásamt Andreu Tómasdóttur. Einnig syng- ur Gospelhópur Hjálpræðishersins. Forspil og eftirspil annast Björn Tómas Njálsson. Komum saman á Her og treystum kærleiksbönd kristinna manna. F.h. Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, María Ágústsdóttir,formaður. Í fótspor Krists – Föstuvaka í Háteigskirkju MIÐVIKUDAGINN 16. apríl kl. 20 verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá í tali og tónum í Háteigskirkju. Kór Háteigskirkju flytur föstu- sálma, kórverk eftir Felix Mendels- sohn og Edward Elgar og frumflutt verður á Íslandi messan „Guðs son- ur“ eftir James Whitbourn en í því leikur sópransaxófónn stórt hlut- verk. Joel Pálsson, einn fremsti saxófónleikari landsins, leikur með kórnum ásamt Jónasi Þóri, organ- ista í Lágafellskirkju. Einnig flytja þeir spuna út frá föstusálmunum. Erla Berglind Einarsdóttir syng- ur einsöng og stjórnandi er Douglas A. Brotchie, organisti og kórstjóri Háteigskirkju. Séra Tómas Sveinsson og séra Helga Soffía Konráðsdóttir flytja hugleiðingu um veg þjáningarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna þetta kvöld sem er undir- búningsstund fyrir föstudaginn langa og fagnaðarhátíð páskanna. Aðgangur er ókeypis. Ferming í Norð- fjarðarkirkju Morgunblaðið/KristinnNorðfjarðarkirkja. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera for- eldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Tólf spora fundur kl. 19 og opinn bænafundur á sama tíma fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM & K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusál- malestur kl. 12.15. Eldri borgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíu- sálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarsson. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving, sál- gæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12– 12.30. Hljóð bænastund. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN – Starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella og Hólakirkja. Mömmu/foreldra- morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hall- grímsdóttur, djákna, fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri, mömmur, pabba, afar og ömmur, öll velkomin með eða án barna. Kaffi, spjall og páskaföndur í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11– 12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kór- æfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsóknar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. AD KFUK í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58. Fundur í kvöld kl. 20. Lofgjörð- ar- og bænasamvera í umsjá Þórdísar Ágústsdóttur og Hrannar Sigurðardóttur. Ath. breyttan fundarstað. Allar konur vel- komnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30. Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10. Safnaðarstarf Skarthúsið s. 562 2466, Laugavegi 12. Fermingargjafir Fermingarhárskraut Fermingarskartgripir Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.