Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 15 ÞEGAR dyrnar opnuðust blasti við draumaíbúð dæmi- gerðs glaumgosa á sjöunda áratugnum, svefnherbergi með stórum speglum á tveimur veggjum, lampar með lögun kvenna, málverk af berbrjósta ljóshærðri konu og hetju með yfirvaraskegg sem berst við krókódíl. Bandarískir hermenn telja að þetta hafi verið heimili hjákonu Saddams Husseins þótt í stofunni og svefn- herberginu séu myndir af honum með eiginkonu sinni. Yfirmaður hermannanna telur þá hafa fundið einn af mörgum griðastöðum Saddams. „Þetta hlýtur að hafa verið ástarhreiður Saddams,“ sagði bandaríski liðþjálfinn Spencer Willardson. Húsið er í hverfi í miðborg Bagdad þar sem hers- höfðingjar og æðstu embættismenn Baath-flokksins bjuggu. Bandarískir hermenn settu upp varðstöð í hverfinu um helgina og leituðu dyrum og dyngjum að vopnum og ræningjum sem stálu öllu steini léttara úr íbúðarhúsum og opinberum byggingum. Í næstu íbúð, þar sem allir gluggarnir voru lokaðir með járnplötum, fundust meðal annars um 6.000 Ber- etta-skammbyssur, 650 Sig Sauer-skammbyssur, 248 Colt-marghleypur og tólf kassar af léttum vélbyssum. Ennfremur fundust þar tugir þúsunda skothylkja, sprengjuvörpur, gamlar skammbyssur og þungar vél- byssur. Íbúð hjákonu sem flúði Íbúðin við hliðina var öllu hlýlegri, með húsgögn sem voru í tísku á sjöunda áratugnum, plastblóm, nið- urgrafið eldhús og herbergi fyrir þjón. Á barnum voru birgðir af 20 ára gömlu rauðvíni frá Ítalíu, dýrt koníak og skoskt viskí, sömu tegundir og fundist hafa í nokkr- um forsetahöllum Saddams. Glösin voru með sama mynstur og glermunir sem fundust í að minnsta kosti þremur forsetahöllum sem bandarískir hermenn hafa skoðað frá því að stjórn Saddams féll. Á glösunum var innsigli írösku stjórnarinnar og á brúnunum var gull- mynstur. Í íbúðinni voru einnig leirmunir með innsigli kon- ungsfjölskyldunnar í Kúveit, með gylltu og dumbrauðu mynstri. Bandaríski höfuðsmaðurinn Chris Carter sagði að íbúðin virtist hafa verið einn af griðastöðum Saddams Husseins. Bandarískir embættismenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Parisoula Lampsos, sem segist hafa verið hjákona Saddams, hafi búið í íbúðinni áður en hún flúði til Líbanons í fyrra. Hún er nú talin fara huldu höfði. Eiginkona Saddams, Sajida Khairallah Tulfah, er einnig frænka hans. Hún ól Saddam þrjár dætur og tvo syni, Uday og Qusay. Talið er að Saddam hafi átt þriðja soninn, Ali, með annarri konu. AP Bandarískur hermaður virðir fyrir sér málverk í húsi sem talið er hafa verið leynilegt „ástarhreiður“ Sadd- ams Husseins og hjákonu hans í höfuðborginni Bagdad. Fundu „ást- arhreiður“ Saddams Bagdad. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.