Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM var skrifað undir samkomulag í Túni, tómstunda- og menningarhúsi fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára, þess efnis að rekstur húss- ins yrði tryggður til næstu tveggja ára. Þar með hefst aftur reglulegt starf í Túni eftir að hafa legið niðri um skeið og sagði Sveinn Hreinsson tóm- stundafulltrúi Húsavíkurbæjar að þetta yrði reynslutími. Ef reynslan af þessum tveimum árum yrði góð væri stefnan að Húsavíkurbær yfirtæki reksturinn að þeim loknum og mótaði hann til framtíðar. Ef hinsvegar kæmi í ljós að ekki væri þörf á starf- semi af þessu tagi þá yrði henni hætt. Það má því segja að þetta verði undir ungmennunum sjálfum komið sagði Sveinn. Í samkomulaginu felst m.a. að þrír aðilar leggja starfseminni til fé, Húsa- víkurbær, Framhaldsskólinn á Húsa- vík og Rauði kross Íslands. Að auki koma að þessu verkefni Húsavíkur- kirkja, Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga og Sýslumannsembættið á Húsavík. Helga G. Halldórsdóttir skrifstofu- stjóri innalandsdeildar Rauða kross- ins sagði við þetta tækifæri að Rauði krossinn tæki þátt í samskonar starf- semi á Ísafirði, Akranesi og Blöndu- ósi auk Húsavíkur. Í farvatninu væri stofnun kaffi- og menningarhúsa fyrir ungt fólk á fleiri stöðum á landinu enda væri þetta mikilvægt forvarn- arverkefni. Sigurður Illugason hefur verið ráð- inn forstöðumaður Túns í hálfu starfi, og tjáði hann fréttaritara að starfið væri að komast í gang, ungmennin farin að láta sjá sig og t.a.m. stóðu þau fyrir tónleikum í Hvalamiðstöðinni á dögunum þar sem hin færeyska tón- listarkona Eivör Pálsdóttir tróð upp. Rekstur tóm- stundahússins Túns tryggður Húsavík Á AFMÆLISHÁTÍÐ Menntaskólans að Laugarvatni s.l. laugardag fór fram undirritun friðunarskjals Hér- aðsskólahússins á Laugarvatni. Þorsteinn Gunnarsson formaður húsfriðunarnefndar, Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og Halldór Páll Halldórsson, skólameistari ML undirrituðu friðunarskjalið að við- stöddu fjölmenni í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Héraðsskólahúsið er teiknað af Guðjóni Sam- úelsyni, húsameistara ríkisins, byggt 1928 en síðar endurbyggt eftir bruna. Húsið er staðartákn Laug- arvatns og einstakt í útliti með burstirnar sem minna á Kálfstindana sem gnæfa yfir Laugarvatnsvöllum, en vísa einnig til gamallar sveitamenningar og burst- abæjastílsins. Þannig var Laugarvatnsskólinn tákn menntunar og menntaseturs í sveit. Morgunblaðið/Kári Jónsson Þorsteinn Gunnarsson, formaður húsfriðunarnefndar, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Halldór Páll Halldórsson, skólameistari ML, undirrituðu friðunarskjal vegna Héraðsskólahússins á Laugarvatni að viðstöddu fjölmenni. Á bak við þau standa nokkrir nemendur ML. Kristinn Kristmundsson, fv. skólameistari, var heiðraður á samkomunni en hér er hann á fremsta bekk ásamt Rannveigu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, Margréti Gunnarsdóttur, Óskari Ólafssyni, fv. aðstoðarskólameistara, þingmönnunum Ólafi Erni Haraldssyni, Drífu Hjartardóttur og Guðna Ágústssyni og fleiri gestum. Friðun Héraðsskólahússins staðfest með viðhöfn Laugarvatn 50 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni INGVAR Þorvaldsson opnaði sl. laugardag málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík. Þar sýnir hann rúmlega fimmtíu olíu- og vatns- litamyndir. Margar myndirnar eru af hans heimaslóðum hér fyrir norðan og margt mynd- efnið kunnuglegt fyrir heimamenn. Ingvar sem fæddur er á Húsavík hélt sína fyrstu málverkasýn- ingu á Húsavík 1971 og eru þær nú orðnar fjörutíu sýning- arnar sem hann hefur haldið víðs- vegar um landið frá þeim tíma. Sýning Ingvars í Safnahúsinu verður opin daglega frá kl. 14–19 til 21. apríl næstkomandi. Ingvar Þorvaldsson við mynd sína „Í Sandi“. Málverkasýning í Safnahúsinu Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarssson E C C O E S O F T H E W O R L D ® VO R / S U M A R 2 0 0 3 ECCOblaðið fylgir Morgunblaðinu á morgun SAMKOMULAG um stofnun Frum- kvöðlaseturs Austurlands á Horna- firði var undirritað nýlega. Setrið verður til húsa í Nýheimum, þekk- ingar- og menningarsetri Hornfirð- inga. Meðal þeirra sem undirrituðu samkomulagið og fluttu ávarp var Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Dagleg starfsemi Frumkvöðlaset- ursins verður í samstarfi við starfs- menn Impru á Iðntæknistofnun, At- vinnuþróunarfélag Austurlands og fleiri aðila. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Ari Þorsteinsson verk- fræðingur. Formleg starfsemi hefst í byrjun maí. Leitað verður til reyndra atvinnurekenda sem fúsir eru til að taka þátt í stjórnun fyr- irtækja þeirra frumkvöðla sem að- stöðu hafa hjá Frumkvöðlasetri Austurlands. Hlutverk þeirra er að miðla reynslu og þekkingu til frum- kvöðlanna. Einnig að efla tengsl þeirra við atvinnulífið og hjálpa þannig til við að koma frumkvöðla- fyrirtækjum á legg. Sérfræðingar Iðntæknistofnunar, Útflutningsráðs Íslands, Viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytis, Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins, Há- skólasetursins á Hornafirði, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunar- félags Austurlands og annarra þjón- ustustofnana atvinnulífsins verða hvattir til að heimsækja Frum- kvöðlasetrið reglulega. Morgunblaðið/Sigurður Mar Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Berglind Hallgríms- dóttir, forstöðumaður Impru, Óðinn Gunnar Óðinsson, frá Þróunarstofu Austurlands, Gunnar Örn Guðmundsson, frá Nýsköpunarsjóði, Snorri Björn Sigurðsson, frá Byggðastofnun, og Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, sem var fulltrúi atvinnurekenda á Hornafirði, undirrituðu samkomulagið. Frumkvöðlasetur stofnað Hornafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.