Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is ÍSLAND er með eitt ódýrasta vel- ferðarkerfi sem þekkist meðal ríkra þjóða heimsins. Þetta kom m.a. fram í máli Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands, á málþingi Al- þýðusambands Íslands um velferð- armál fyrir nokkru. Kerfið er ódýrt fyrst og fremst vegna þess að trygg- inga- og atvinnuleysisbætur eru lág- ar og tekjutengingar víðtækar. Hinir sameiginlegu sjóðir landsmanna hagnast á þessari stefnu stjórnvalda. Þetta bitnar hins vegar hart á þeim sem síst skyldi, atvinnulausum og þeim sem þurfa á treysta á trygg- ingabætur til framfærslu vegna veikinda eða slysa. Í þessum hópi eru geðfatlaðir ein- staklingar, fólk sem oft verður sjúkt á það ungum aldri að lífeyriskerfi landsmanna er því lokað. Trygginga- bæturnar eru því það eina sem nokk- ur hópur geðfatlaðra þarf að reiða sig á, stundum alla ævi. Landsmenn gera því miður ekki vel við þennan hóp, hvort sem miðað er við lág- marksframfærslu hér á landi eða í samanburði við nágrannalönd okkar. Við berum hér saman geðfatlaðan einstakling sem býr einn í leiguhús- næði, annars vegar á Íslandi og hins vegar í Svíþjóð. Miðað er við að báðir greiði 40 þúsund krónur fyrir litla íbúð. Ísland Svíþjóð Til umráða eftir skatt 84.390 89.269 Húsnæðisbætur 11.000 33.192 Samtals 95.390 122.461 Af dæminu má sjá að ólíkt betur fer um þann geðfatlaða í Svíþjóð en hér á landi, a.m.k. hvað fjárhaginn varð- ar. Mestu munar um húsnæðisbæt- urnar og raunar má segja að þær skipti sköpum. Þegar húsaleiga er frádregin standa eftir 51.290 krónur fyrir öryrkjann á Íslandi en 82.461 fyrir þann í Svíþjóð. Sá í Svíþjóð fær að auki ókeypis strætisvagna- eða sporvagnakort en öryrkinn á Íslandi þarf að greiða nokkuð fyrir farið. Heilbrigðisráðherra hefur boðað hækkanir á grunnlífeyri um næstu áramót, mest 20 þúsund fyrir 18 ára og yngri. Slíkur einstaklingur myndi hafa til ráðstöfunar um 63.000 á mánuði, aðrir minna. Þótt hækkunin sé talsverð mun enn muna mjög miklu á því að vera fatlaður á Íslandi eða í Svíþjóð. Aðstandendur geðfatlaðra á Ís- landi vita nokkur dæmi þess að geð- fatlaðir hafa hrakist til annarra landa, einkum Norðurlandanna, bæði vegna úrræðaleysis í heilbrigð- is- og félagsmálum og vegna bágrar fjárhagsafkomu. Félagsleg tengsl sem geðfatlaðir þarfnast svo sárlega verða öllu minni í umhverfi þar sem gamlir vinir og skyldmenni eru fjarri. Það hljóta að vera sjálfsögð mannréttindi veikra Íslendinga að geta búið hér við sæmileg kjör og góða velferðarþjónustu og notið samvista við ættingja og vini. Til viðbótar við hin bágari kjör ör- yrkja á Íslandi bætist sívaxandi lyfjakostnaður. Reglugerðir og flók- ið fyrirkomulag á endurgreiðslum eru þar að auki sumum geðfötluðum ofviða þannig að þeir sækja ekki þær endurgreiðslur sem þeir kynnu að eiga rétt á. Dæmin eru því miður allt of mörg þar sem geðfatlaðir veikjast aftur vegna lyfjakostnaðar sem þeir ráða ekki við og flókinna reglna. Það er sárt til þess að vita að þau veikindi hefði mátt fyrirbyggja með einföld- um hætti, svo ekki sé talað um þann óþarfa sjúkrahússkostnað sem þeim fylgja. Við trúum því að Íslendingar séu almennt þeirrar skoðunar að hér eigi að ríkja velferðarkerfi í samræmi við það sem best gerist erlendis. Þjóðin er meðal hinna ríkustu í heimi og sem betur fer búa velflestir við góð kjör. Því meiri ástæða er til þess að tryggingakerfi okkar virki sem gott velferðarkerfi en ekki ölmusukerfi og fátækragildra. Aðstandendur geðfatlaðra taka heilshugar undir kröfur og hugmyndir Alþýðusam- bands Íslands um Velferð fyrir alla og fagna boðuðum hækkunum á líf- eyri öryrkja. Um leið hvetjum við alla til að sameinast um að hækka þennan lífeyri þannig að allir fatlaðir geti lifað mannsæmandi lífi, óháð aldri. Ölmusa eða velferð? Eftir Auði Styrkárs- dóttur, Jónínu Kristínu Helgadóttur og sr. Sighvat Karlsson Höfundar eru aðstandendur geðfatlaðra. „Dæmin eru því miður allt of mörg þar sem geðfatlaðir veikjast aftur vegna lyfjakostnaðar sem þeir ráða ekki við og flókinna reglna.“ Sighvatur Karlsson Jónína K. Helgadóttir Auður Styrkársdóttir FYRIR skömmu bárust fréttir af því að á næstunni yrði hafin málsókn á hendur íslenska ríkinu af hálfu tób- aksframleiðanda nokkurs, með aðstoð íslenskrar tóbaksbúðar. Ástæður þessarar málshöfðunar eru, að sögn kærenda, þær helstar að gildandi auglýsingabann á tóbaki ásamt reglum um afgreiðslu tóbaks og stað- setningu þess í verslunum séu ekki í samræmi við reglur Evrópusam- bandsins um viðskiptafrelsi og valdi því að illmögulegt sé að versla með þessar vörur. Um viðskiptareglur Evrópusam- bandsins veit ég fátt og hætti mér ekki út í rökræður um þær, en ég spyr: Hvers vegna og fyrir hverja hafa reglur um viðskiptafrelsi verið settar? Ég hef þá trú að það hafi verið hugsað og gert til þess að auka hag- sæld okkar. Til að veita okkur tæki- færi á að skapa okkur og börnum okk- ar auðugra líf, réttlæti og jafnan rétt til að velja og hafna, betri líðan, heil- brigðara líf, meiri gleði og betri heilsu. Ætli tóbaksreykingar hjálpi til við slíka þróun? Ekki hafa mínar reykingar gert það. Hef þó ekki slegið slöku við þá iðju í rúm fimmtíu ár. Hef dregið andann í gegnum tóbaksvön- dul í tuttugu sinnum fjórar mínútur á dag þennan tíma. 80 mínútur á dag, 20 sólarhringa á ári, 2,7 ár af þessari hálfu öld. Ég legg það hvorki á hjarta mitt né ykkar að reikna út hvað þetta hefur kostað í útlögðu fé. Yfirlýsing tóbakssölumannsins um hve illmögulegt er að selja vöru sem hvorki má sjást í versluninni né held- ur segja frá „á prenti“ hvar fæst er að vísu skiljanleg út frá hans mjög þrönga sjónarmiði. En hvers vegna og fyrir hverja ætti að fella úr gildi þessar takmarkanir? Við sem reykjum lendum sjaldnast í vandræðum vegna þess að við vitum ekki hvar tóbakið fæst. Við látum það ekki aftra okkur frá að fá stautana okkar að þeir sjást ekki í hillunum. Við erum heldur ekki upp á auglýs- ingarnar komin. Við erum heldur ekki sá markhópur sem væntanlegir aug- lýsendur vilja ná til. Fíknin sér til þess að við erum öruggir kúnnar þeirra verslana sem best liggja við, þar sem við eigum leið um. Flest höf- um við séð þessar tóbaksauglýsingar sem birtast í erlendum blöðum, þar sem gefið er í skyn að hetjurnar og átrúnaðargoðin okkar eigi árangur sinn, fegurð og glæsileika því að þakka að þau noti rétta tegund af tób- aki. Lágkúrulegt en virkar. En okkur reykingafólkinu fækkar og fækkar ört. Sum okkar ná að hætta sem betur fer, en aðrir halda áfram þar til þeir hafa reykt undan sér fæt- urna og komast ekki lengur í búð til að ná sér í tóbak, eða komast ekki nema armlengd frá súrefniskútnum vegna mæði. Ná því jafnvel ekki að kveðja framleiðandann og sölumann- inn, og þakka þeim fyrir viðskiptin. Já og frelsið. En þarna liggur hundurinn graf- inn. Það vantar nýliðun í hóp við- skiptavinanna, og þegar það kvisast nú út líka að stöðugt fækki þeim ung- mennum sem hefja reykingar er ekki nema von að framleiðendur og sölu- menn verði uggandi um sinn hag. Verði sárir út af því að frá þeim eru tekin sóknarfærin. Tálbeiturnar til að ná til unga fólksins. Til að afla nýliða í viðskiptavinahópinn í stað þeirra sem falla frá, af eðlilegum ástæðum, og þeirra sem tóbaksnotkunin drepur. Okkur fer nú að verða ljóst hvers vegna og fyrir hverja okkar ágætu takmarkandi viðskiptareglur er best að hafa eins og þær eru. En hafa regl- ur Evrópusambandsins um viðskipta- frelsið þá aldrei verið hugsaðar fyrir okkur, fjöldann, þjóðina? Þetta frelsi sem okkur finnst jú öll- um að við þurfum að hafa til að ákveða sjálf hvort við viljum tilheyra hópnum sem reykir, eða hinum sem ekki reyk- ir. Mikið rétt, það eru í flestum til- fellum eðlileg mannréttindi að hver og einn eigi sjálfur þetta val fyrir sig. Ég vil þó minna á, að þegar við not- um þennan rétt, frelsið til að velja okkur lífsstíl, reyklausan eða með tóbaksreyk, erum við í flestum tilfell- um að velja fyrir alla ævina. Valið er fyrir mörg okkar óafturkræft. Síðar á lífsleiðinni rekum við okkur á það að með þessu vali hafa mörg okkar tak- markað möguleikana til að velja okk- ur störf og vinnustaði. Jafnvel sam- komustaði til að skemmta okkur á í hópi þess fólks sem við gjarnan viljum eiga samleið með. Þeim störfum, vinnustöðum og samkomusölum fjölgar stöðugt þar sem tóbaksreyk er hafnað. Mín niðurstaða er því sú, að við skulum halda frelsi einstaklinganna til að velja milli þess að reykja eða reykja ekki, og réttinum til þess að hafa aðgengi að tóbakinu í verslunum, með þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. En vona um leið að þessi ófögn- uður eldist af þjóðinni. Að fleiri og fleiri velji sér reyklaust líf. Höfnum því frelsi tóbaksframleið- andans og sölumanna hans til að hefja sókn í sölumálum með auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi, með æskuna sem markhóp. Hvers vegna og fyrir hverja? Eftir Jökul Guðmundsson „Höfnum því frelsi tób- aksframleið- andans og sölumanna hans til að hefja sókn í sölumálum með auglýs- ingum og annarri kynn- ingarstarfsemi.“ Höfundur er atvinnulaus vélvirki. ÞORSTEINN Sigurlaugsson er einn af þeim fjölmörgu sem halda því fram að Kárahnjúkavirkjun komi ekki nokkurn tíma til með að skila arði. Þor- steinn er lærður maður hvað stærð- fræði áhrærir og hann styður mál sitt sterkum rökum, meðal annars sækir hann tölur í skýrslur sem Landsvirkj- un lét vinna á sínum tíma. Önnur stað- reynd er, að það hefur ekki nokkur maður fært fyrir því rök að umrædd virkjun verði nokkuð annað en baggi á þjóð vorri um ókomin ár. Enginn hefur sýnt með óyggjandi hætti að virkjunin sú arna muni bera arð. Nú hefur iðnaðarráðherra sagst efast um að Landsvirkjun hafi í hyggju að fara í framkvæmdir við Kárahnjúka, án þess að menn hafi fært fyrir því rök að þær fram- kvæmdir muni gefa okkur góðan gróða. Og um leið og sú fróma frú læt- ur þau orð falla hrjóta af vörum henn- ar setningar sem gefa efanum vængi. Okkar ágæta Valgerður lét þess nefnilega getið í Kastljóssþætti nú í sumar, að þeir sem að málinu koma líti á Landsvirkjun sem tæki til orku- fölunar. Ráðherra veit semsagt að Landsvirkjun er ekkert annað en tæki til að afla orku. Hvíta lygin kom ekki fram, því Valgerður vill ekki segja okkur, að það gildir einu hvort Landsvirkjun fær síðan nóg af krón- um fyrir þessa orku. Landsvirkjun er rekin á lánum – fyrirtækið nærist á framkvæmdum, því ekki getur það nærst á orkusölu til stóriðju, þar eð orkan er nánast gefin. Iðnaðarráðherra ætti að vita að hér er ekkert verið að reyna að fara að einhverjum leikreglum sem endilega þurfa að standast. Og þrátt fyrir afar einkennilega framkomu annað veifið, og þrátt fyrir að Valgerður iðnaðar- ráðherra láti út úr sér fara furðuleg orð endrum og sinnum, þá veit þessi fína frú að Landsvirkjun er fyrirtæki sem háð er því að fá að láni fjármagn til framkvæmda. Fyrirtækið verður að fá pening til að eyða í framkvæmd- ir og þetta merkilega fyrirtæki verður aldrei sett á hausinn, þar verða menn aldrei reknir fyrir bruðl, þeir verða ekki einu sinni dregnir til ábyrgðar þótt allt fari á versta veg. Samtrygg- ingin er nefnilega slík og svo eru öll lán sem Landsvirkjun tekur ríkis- tryggð – skattgreiðendur borga það sem borga skal. Það er látið í það skína að fram- kvæmdum þeim sem Landsvirkjun er að ýta af stað um þessar mundir sé ætlað að gefa þjóðinni arð. En þar eð menn veigra sér við að færa sönnur á slíkar fullyrðingar, t.d. með því að upplýsa um verð orkunnar til kaup- andans, verður vart sagt að boðskap- urinn geti talist trúverðugur. Frú Valgerður fullyrðir að fyrirhug- uð framkvæmd eigi eftir að verða mik- ill fengur fyrir íslenskt atvinnulíf, hún fullyrðir að mengun þeirra Alcoam- anna verði minni en sú sem Hydro- bræður ætluðu að láta okkur í té. Val- gerður nefnir líka að Norsk Hydro hafi ekki hætt við verkið vegna þess að það hafi verið svo bagalegur kostur, hún segir að þeir hafi þurft að sinna öðrum verkefnum. En orðin þau arna sýna okkur sem viljum vita, að einhver til- slökun hlýtur að hafa átt sér stað síðan þeir norsku komu að máli – verðið á raforkunni verður ekki þungt í skauti. Valgerður segir náttúrulega að verk- efnið hafi náð slíkum þroska þegar Al- kóaliðið mætti á staðinn, að fyrir þeim vaki ekkert annað en bretta upp erm- ar, setja Landsvirkjun í það að byggja við Kárahnjúka og byrja svo einhvern tíma í náinni framtíð að semja við stjórnvöld um áframhald. Okkar ágæta Valgerður Sverris- dóttir fullyrðir að Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð komi til með að skila arði. Hún talar jafnvel um að allt þetta brambolt verði okkur til góða. En um leið og hún segir þetta segir hún að ekki sé búið að semja um raforkuverð eða annað sem tengist þessu máli. Og ekki tekur hún þar tillit til þess að náttúruperlum er fórnað á altari auðvalds. Kannski veit ráðherra eitthvað sem við hin vitum ekki, þegar hún heldur því fram að Kárahnjúkavirkjun eigi eft- ir að færa okkur gull og græna skóga. Hún ætlar að minnsta kosti að fara í fylkingarbrjósti og verður væntanlega studd ríkisstjórn og meirihluta Alþing- is þegar hersingin tekur heil og óskipt á sig þá skóggangssök að fórna náttúru- perlum Íslands á altari auðhringa. Gull og grænir skógar Eftir Kristján Hreinsson „… ekki nokkur mað- ur hefur fært fyrir því rök að umrædd virkjun verði nokkuð annað en baggi á þjóð vorri um ókomin ár.“ Höfundur er skáld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.