Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 27 Sími 860 1180 Móðuhreinsun glerja •16 ára reynsla í móðuhreinsun glerja. •Móðuhreinsun glers er einungis 7-10% af heildarkostnaði nýs glers. •Notum aðferð sem er viðurkennd af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Hringdu, við komum á staðinn og metum verkið þér að kostnaðarlausu. Ath.: Lokað laugardag fyrir páska 25% afsláttur Hoppuróla Nú 4.125 kr. Áður 5.500 kr. Ferðarúm í tösku Nú 7.425 kr. Áður 9.900 kr. – O, JAMM! Oft er skammt á milli Hróa Hattar og fógetans í Notting- ham. Fyrir mörgum árum stóð Fram- sóknarmafía landbúnaðarins í vegi fyr- ir að frjálslyndir bændur fengju starfsleyfi fyrir sláturhúsið sitt norður í landi. Bændurnir stóðu að öðru leyti vel að vígi með gott sláturhús og þing- maður þeirra var enginn annar en Eyj- ólfur Konráð Jónsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins. Eyjólfur Konráð var landnemi á mörgum sviðum athafnalífsins og hafði kjark frumherjans til að brjóta hlekki framsóknarmanna af sláturhúsinu og skjóta sjálfur fyrsta hrútinn. Fræg mynd birtist af þingmanninum með hrútinn í Morgunblaðinu og vitaskuld varðaði athöfnin við einokunarlög framsóknarmanna á sláturhúsum. Spurður að því hvort þessi einkaslátr- un þingmannsins væri ekki brot á lög- um svaraði Eyjólfur Konráð fullum hálsi og er svarið mér ferskt í minni: – Er nokkur munur á því að brjóta lög eða brjóta fólk niður með lögum! En hratt flýgur stund og mannkyns- sagan gengur í hring eftir hring eftir hring. Í dag hefur Framsóknarmafía landbúnaðarins sem betur fer slakað á klónni í landbúnaði Íslendinga en því miður hert tökin á sjávarútvegi lands- ins að sama skapi. Framsóknarmafían stendur ekki lengur frjálslyndum bændum fyrir þrifum heldur frjáls- lyndum hrafnistumönnum. Framsókn sér um kvótann og kvótinn sér um sína. Hér vantar illa fólk á borð við Eyjólf Konráð Jónsson. Vinur minn og samherji Gunnar Örn Örlygsson er einn af fjölda Ís- lendinga sem hefur lifað og hrærst í heftum sjávarútvegi kvótans hvar fólk er miskunnarlaust brotið niður með Lögum um fiskveiðar við Ísland. Orrustan um aflann er bardagi upp á líf og dauða fyrir sjómenn, kvótalaus veiðiskip, fiskverkun og heilu byggð- arlögin að almenningi ótöldum. Kvóti ljóti er mesta eignaröskun þjóðarinn- ar frá dögum móðuharðinda. Hvað hefði Hrói Höttur og hans frjálslyndu kappar gert kvótalausir við sömu aðstæður í Skírisskógi? Ekki er gott um það að spá en hitt er víst: For- ystusveit Íslendinga fyrir sunnan þarf óhefðbundna kjarkmenn til að brjóta hlekki kvótans og hleypa af fyrsta skotinu eins og norðan heiða á sínum tíma. – O, jamm! Skammt er á milli Hróa Hattar og fógetans í Nottingham! Að brjóta fólk niður með lögum! Eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Höfundur er verslunarmaður. „Hvað hefði Hrói Höttur og hans frjálslyndu kappar gert kvótalausir við sömu aðstæður?…“ ÝMSIR hafa spurt um það að und- anförnu hvort hægt verði að tæma uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar, Hálslón, ef nauðsyn krefði. Ástæðan er m.a. sú að gefið var í skyn í nýlegri sjónvarpsmynd Ómars Ragnarssonar að fyrirkomulag við Kárahnjúkastíflu yrði öðruvísi en við Glengljúfrastíflu í Bandaríkjunum. Þetta atriði bar einnig á góma í grein Jakobs Björns- sonar og Jóhanns Más Maríussonar í Morgunblaðinu 26. mars sl. og svar- grein Ómars í Morgunblaðinu. Skemmst er frá því að segja að Kára- hnjúkastífla er hönnuð á sama hátt og nefnd stífla í Glengljúfrum hvað varð- ar möguleika á að tæma uppistöðu- lónið. Aðalhönnuður Kárahnjúkastíflu er íslenskur verkfræðingur að nafni Pálmi Jóhannesson. Hann er mjög reyndur sérfræðingur á þessu sviði og hefur hannað stíflur í 14 löndum í meira en þrjá áratugi. Kárahnjúkas- tíflu hannar Pálmi í nafni ráðgjafar- fyrirtækisins Harza í Bandaríkjun- um. Eftirfarandi byggist m.a. á upplýsingum frá honum. Botnrásir undir stíflur eru sérstök göng með lokubúnaði til tæmingar á uppistöðulónum. Þær eru fyrst og fremst öryggisatriði. Mest reynir reyndar á þennan öryggisbúnað stíflumannvirkja þegar lónin eru fyllt af vatni í fyrsta sinn. Þá kemur í ljós hvort allt sé með felldu og að ekki leki t.d. meira undir stífluna en góðu hófi gegnir. Á rekstrartímanum geta kom- ið upp ýmsar ástæður tengdar viðhaldi sem gera það að verkum að opna þarf botnrásir. Vangaveltur um botnrás í Kárahnjúkastíflu hafa hins vegar eink- um verið af annarri ástæðu en þeirri er varðar öryggi. Þær snúast um það hvort hægt verði að tæma þetta lón einhvern tíma í framtíðinni ef afkom- endur okkar vilja leggja virkjunina niður. Svarið við þeirri spurningu er JÁ! Það verður líka hægt að fjarlægja stíflur við Kárahnjúka ef ákvörðun verður tekin um það. Neðst undir Kárahnjúkastíflu verða tvenn jarðgöng, hjáveitugöng, sem áin mun renna um á bygging- artíma stíflunnar. Þessum jarðgöng- um verður síðan lokað með steyptum töppum. Í öðrum göngunum verður hins vegar komið fyrir lokubúnaði fyrir neðan steypta tappann og grafin göng upp í lónið ofan við gljúfurbarm- inn. Það er botnrás Kárahnjúkastíflu. Með henni má losa út um 96% af heildarvatnsmagni lónsins ef þörf krefur öryggis vegna. Ástæða þess að inntakið fyrir botn- rás Kárahnjúkastíflu er ofan við gljúf- urbarminn er sú ein að forðast það að opið geti stíflast. Í gljúfrið ofan stífl- unnar getur nefnilega safnast aur- framburður úr jökulvatninu. Þessu fyrirkomulagi, sem er hliðstætt því sem gerist við Glengljúfrastíflu, líkir Ómar í grein sinni við að „kjallari húss Landsvirkjunar sé uppi á fjórðu hæð“. Við Glenglúfrastíflu er nefni- lega sama upp á teningnum af sömu ástæðum og við Kárahnjúka, botnrás- in þar er 74 metra yfir botninum, sem er 42% af hæð stíflunnar. Þar er þessi hæð valin þannig að opið er 10 metr- um hærra en áætluð 100 ára set- myndun ofan við stífluna. Botnrás Kárahnjúkastíflu verður um 90 metra yfir botninum, sem er um 47% af hæð stíflunnar. Ef Hálslón verður tæmt með botn- rásinni sitja aðeins eftir um 4% af heildarvatnsmagni lónsins. Ef ein- hverjar ástæður kalla á að tæma lónið algerlega er það tæknilega enginn vandi. Steyptur tappi í hjáveitugöng- unum og aurset í gljúfrinu mun ekki vefjast fyrir afkomendum okkar. Hægt verður að tæma lónið ef þörf krefur Eftir Sigurð St. Arnalds „Ef ein- hverjar ástæður kalla á að tæma lónið algerlega er það tækni- lega enginn vandi.“ Höfundur sér um almannatengsl vegna Kárahnjúkavirkjunar fyrir Landsvirkjun. „AFAR óheppilegt,“ segir utanrík- isráðherra um þá staðreynd, að Ísland er að finna á lista yfir þau lönd sem styðja stríðsreksturinn í Írak. Af hverju þá ekki að leiðrétta þennan misskilning? Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir í netviðtali á visir.is nýver- ið: „Auðvitað eru Íslendingar á móti því að fara þurfi með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Það er afar skiljanlegt og það er vissulega ekki með glöðu geði að við höfum talið okkur þurfa að sýna samstöðu með Sameinuðu þjóð- unum (SÞ) á þann hátt, að þurfa að fara með valdi á hendur Írak til að tryggja afvopnun þeirra.“ Hér er um misskilning að ræða; þáttaka Íslend- inga í stríðinu er ekki „samstaða“ við SÞ heldur stuðningur við skoðanir To- nys Blairs og Georges W. Bush. Það náðist aldrei samstaða í SÞ um málið! Nokkrar af stærstu aðildarþjóðum SÞ eru alls ekki ánægðar með framvindu mála, þar á meðal Rússland, Kína, Frakkland og Þýskaland. Ritstjórnargrein Morgunblaðsins hinn 20. mars vitnar í Davíð Oddsson forsætisráðherra, þar sem sterklega er gefið til kynna að tryggðabönd Ís- lands við Breta og Bandaríkjamenn vegi þungt á vogarskálunum. Ritstjórn spyr einnig (sem betur fer) seinna í grein sinni: En hver er málstaðurinn? Og hún veltir fyrir sér nokkrum svar- möguleikum, en spyr því miður hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra álits á „málstaðnum“! Einsleit ákvörðun Þátttaka landa í samstarfi SÞ miðar að því að setja upp ákveðnar leikreglur í samskiptum þeirra og hegðun. Þau lönd sem ekki aðlaga sig að þessum reglum eru oft gagnrýnd fyrir vikið; einræðisherrar, bananalýðveldi, mol- búaháttur, o.s.frv. Svo virðist sem lög- fræðinni og hennar rökum hafi verið fleygt af alefli fyrir borð og einungis pólitísk sjónarmið verið notuð til rök- stuðnings innrásar í Írak. Stríð er rétt- lætt með tilvísun í lýðræðislegar betr- umbætur í Írak. En er það lýðræðislegt að hundsa þær reglur sem þjóðir hafa sameinast um? Er það í tísku að gera eins og Hussein; hundsa alþjóðlegar leikreglur? Í niðurlagi sk. 1441-samþykktar ör- yggisráðs SÞ segir að það muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér fari Írak ekki að tilskipun öryggisráðs- ins, án þess þó að skilgreina það nánar við hvað sé átt. Vitnað er í Davíð Odds- son forsætisráðherra á forsíðu Morg- unblaðsins hinn 18. mars, þar sem seg- ir um hundsun Husseins á samþykktum SÞ: „Ef það gerist er augljóst að hann hefur brugðist álykt- uninni og er nauðbeygður að horfast í augu við afleiðingarnar og allir vissu hverjar þær yrðu.“ Ég endurtek: „... og allir vissu hverjar þær yrðu“! Utan- ríkismálanefnd Alþingis bætir því mið- ur ekki um betur í niðurstöðum sínum um málið og segir: „... óhjákvæmilegt var að grípa til aðgerða.“ Bush og Blair sáu um nánari útfærslu á „afleið- ingunum“ og lögðu til hvernig og hve- nær væri „óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða“. Hefði nú ekki verið nær fyr- ir okkur Íslendinga að halda okkur við leikreglurnar og krefjast afstöðu frá öryggisráði SÞ? Utanríkisráðherra vill ekki láta und- an þrýstingi Evrópusambandsins og margfalda framlög Íslands til þess. Að það samsvari eftirgjöf á fullveldi lands- ins „… og það verður aldrei gert með- an ég sit í stóli utanríkisráðherra,“ seg- ir Halldór Ásgrímsson í frétt í Morgunblaðinu hinn 19. mars. Tveim- ur dögum seinna er utanríkisstefna Ís- lands öllu reikulli. Af umfjöllun fjöl- miðla má ráða, að utanríkisráðherra standi ráðalaus gagnvart þeirri stað- reynd, að Ísland er að finna á lista yfir helstu stuðningsþjóðir Bandaríkja- manna og Breta í yfirstandandi stríði í Írak. Skv. fréttum Fréttablaðsins hinn 21. mars segir ráðherra þetta vera „af- ar óheppilegt“. Hér er farið mildum orðum um klúðrið. Hvernig væri að leiðrétta þennan „afar óheppilega“ misskilning? Það ber vott um ráðþrot og stefnu- leysi æðsta yfirvalds utanríkismála á Ís- landi, að geta ekki tekið af skarið og leið- rétt lista Bandaríkjamanna og þar með þvegið stríðsmálninguna framan úr ís- lensku þjóðinni. Ráðherra ber að taka skýrari afstöðu en nú hefur verið gert. Það þýðir ekkert að koma fram í fjöl- miðlum og vera leiður yfir öllu saman. Það var enginn að henda fúleggi í þvottasnúru nágrannans. Við erum að tala um utanríkismál og -stefnu lítillar þjóðar sem hefur barist hart fyrir því að ná og halda sjálfstæði sínu. Afstaða óskast Það kemur skýrt fram í máli tals- manna annarra Norðurlanda (Finn- land, Noregur, Svíþjóð) að gengið hafi verið framhjá SÞ í þessu máli – og að það sé miður. Það má því draga í efa orð utanríkisráðherra um það, að þátt- taka Íslands sé stuðningur við „sam- stöðu“ við SÞ. Getur ráðherra útskýrt þessa mótsögn? Íslendingar virðast ekki vera í stríði af fúsum og frjálsum vilja; tryggð við bandamenn er dyggð, en það er slæm- ur ávani að láta leiða sig í taumi í al- þjóðasamstarfi. Það verður glæsilegt að hafa þessa forsögu í farteskinu þeg- ar ESB býður okkur byrginn! Eða hvað? Utanríkisráðherra; þori, skal, get og vil? Eftir Árna Halldórsson „Það ber vott um ráð- þrot og stefnuleysi æðsta yf- irvalds utanríkismála á Íslandi, að geta ekki tekið af skarið… “ Höfundur er lektor og í 9. sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.