Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjafir í miklu úrvali TAMNINGAKENNSLAN á Hvanneyri gegnir því mikilvæga hlutverki að viðhalda og efla kunn- áttu bændastéttar í frumtamningu hrossa. Allt frá því að land byggðist hafa tamningar hrossa og hrossa- rækt verið stunduð af bændum sem aukabúgrein og er mikilvægt að svo verði um ókomna framtíð og því nauðsynlegt að bændaefnin öðlist grundvallarþekkingu í þessum efn- um. Að þessu sinni tóku tólf nemendur þátt í skeifukeppninni og er þetta í fertugasta og sjötta sinn sem hún er haldin á Hvanneyri. Hestamanna- félag Hvanneyringa, Grani, er þrem- ur árum eldra en skeifukeppnin og því mun félagið halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt á næsta ári og sagði formaður þess, Baldur Gauti Tryggvason frá Selfossi, að við hæfi væri að halda veglegan skeifudag af því tilefni á næsta ári. Rektor Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri, Magnús B. Jónsson, skaut því þá að úr sæti að líklega dygði ekki minna en tveggja daga mót og brosti við. Við verðlaunaafhendingu kom fram í máli Agnars Þórs Magnússonar sem kenndi bændaefnunum tamningar í vetur að sigur í skeifukeppninni hefði að stórum hluta ráðist af dagsformi hrossanna, svo jafn hafi þessi hópur verið. Kvaðst hann ánægður með út- komuna eftir veturinn og sagði nem- endur yfir höfuð hafa staðið sig vel í verkefninu þótt vissulega hafi stund- um verið við vandamál að glíma. Hluti af skemmtun skeifudagsins er að lesa hið árlega blað hesta- mannafélagsins en þar eru „greinar- góðar“ lýsingar á því hvernig gekk hjá hverjum og einum nemanda fyrir sig og í mörgum tilvikum vikið að út- liti hrossa og tamningamanna. Fer vel á því að grípa niður frásagnirnar: „Þótt Greifi sé lítill, loðinn og á litinn eins og uppspörkuð þúfa í ofbeittu landi leyna hæfileikarnir sér ekki og hafa þeir félagar, Greifi og Ágúst Ingi Ketilsson (en báðir eru þeir frá Brúnastöðum), farið mikinn á öllum gangi í vetur. Ekki er nóg með að klárinn sé lítill og furðulegur því hann er einnig geðvondur og hefur gert ítrekaðar tilraunir til að éta bæði börn og gamalmenni. Geðprýð- in hefur einnig komið fram með þeim hætti að Greifi hefur unnið húsbónda sinn í kapphlaupi heim að hesthúsi á góðviðrisdögum.“ Þá segir af viðureign Jóhanns Jenssonar frá Teigi í Fljótshlíð við einn grjótharðan fola úr Landeyjum sem hér er kallaður Tyson. „Loka- bardaginn var síðan háður við Tyson með stórum kaðli og þremur mönn- um sem endaði með því að öll fram- leiðsla á erfðaefni Framsóknar- flokksins var eyðilögð með einu sparki og puttar hálf duttu af Öxfirð- ingnum. Að þessu loknu var Tyson eða hvað hann nú heitir sá ágæti hestur, sendur heim og hefur lítið til hans spurst síðan. Að vísu gleymdist að taka af honum múlinn.“ Um Trausta Hjálmarsson frá Langsstöðum segir: „Það skal þó ekki tekið af Trausta að hann hefur gert góðan mat úr því kjötfjalli sem Feita-Brúnka (Þrá frá Langsstöð- um) var í upphafi árs. Hún bæði töltir og brokkar með ágætum, hrekkir og vargast, stoppar vel og síðast en ekki síst hefur hún sýnt einkar góða átlyst á öllu! Þar með talið skít, börnum, gömlum göngumönnum, milligerðum reiðtygjum og hálmi sem Hálms- staðabóndinn hefur verið óspar á í vetur.“ Síðar segir um Trausta: „Hvort veður og staða himintungl- anna verður Trausta og Feitu- Brúnku hagstæð á Skeifudaginn kemur í ljós en þremur spurningum er þó enn ósvarað. 1. Verður Trausti montnari en hann sjálfur ef hann vinnur? 2. Hvor er með feitari rass, Feita-Brúnka eða Trausti? 3. Eyði- lagði Tyson allt erfðaefni Trausta?“ Vel fer á að enda á sigurvegara skeifukeppninnar, Einari Atla Helgasyni frá Snartarstöðum í Öx- arfirði: „Þar sem hestar þrífast vart norður við heimskautsbaug ákvað Öxfirðingurinn knái að fá lánaða bleika truntu í Kjósinni. Bleikur fékk fljótlega mikla athygli og leiddist Öx- firðingnum það ekki og notaði hvert tækifæri til að bölva Bleik svo aðrir myndu hrósa honum.“ Bleikur þessi heitir í raun Fífill frá Flekkudal og mun hann vera undan Geysi frá Keldudal og Dömu frá Flekkudal en eigandi er Guðný Ív- arsdóttir. Það hefur verið um langa tíð í tísku að tala um aðstöðu til hestamennsku á Hvanneyri sem lengi vel framan af þótti afar bágborin. Nú er orðin breyting á, hesthúsið gamla hefur verið tekið vel í gegn og básar aflagð- ir fyrir tveimur árum. Þá hefur gömlu fjárhúshlöðunni verið breytt í reiðsal og nýtist hún vel þótt ekki sé hún stór. Má því með sanni segja að allt horfi þetta til betri vegar. Ein- hver heyrðist minnast á að reiðhallar væri þörf og má hiklaust taka undir þá skoðun því slík aðstaða gæti nýst Landbúnaðarháskólanum á ýmsan máta og þá er það spurning hvort hestamannafélagið Faxi í Borgarfirði gæti ekki komið að slíkri uppbygg- ingu með einhverjum hætti. Á staðn- um er risið hestahúsahverfi og vel mætti hugsa sér að með tilkomu reið- hallar væri lagður grunnur að því að miðstöð hestamennsku í Borgarfirði yrði á Hvanneyri. Bændaefnin stóðu sig vel við tamningar í vetur og má ætla að í framtíðinni muni einhverjir úr þessum hópi stunda tamningar meðfram búskapnum. Keppt um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri Öxfirðingur- inn hreppti skeifuna Skeifudagurinn var bjartur og fagur á Hvanneyri þar sem nemendur bænda- deildar sýndu afrakstur af tamningum vetrarins og kepptu um Morgunblaðs- skeifuna á laugardag. Valdimar Kristinsson mætti með hina eftirsóttu skeifu og skoðaði hestakost nemenda. Þeir félagar Fífill frá Flekkudal og Einar Atli Helgason unnu vel sam- an í vetur og á skeifudaginn gekk allt upp hjá þeim. Uppskáru þeir sigur í skeifukeppninni en auk þess hlutu þeir ásetuverðlaun Félags tamningamanna. Skeifukeppnin 1. Einar A. Helgason á Aþenu frá Flekkudal 2. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir á Ask frá Möðrudal 3. Ragnar Skúlason á Ljósbrá frá Þórshöfn 4. Trausti Hjálmarsson á Þrá frá Langsstöðum Ásetuverðlaun FT: Einar Atli Helgason Eiðfaxabikarinn hlaut: Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Búnaðarbankatölt Faxa og Grana 1. Jakob Sigurðsson og Sæli frá Skálakoti, 7,64 2. Jóhannes Kristleifsson og Steinarr frá Litla-Bergi, 6,97 3. Ómar Pétursson og Hákon frá Hraukbæ, 6,88 4. Haukur Bjarnason og Gná frá Skáney, 6,53 A-flokkur 1. Björn Einarsson og Gabríel frá Hóli 2. Jakob Sigurðsson og Sandra frá Skrúð 3. Ólafur Sigurðsson og Brellir frá Akra- nesi 4. Einar A. Helgason og Aþena frá Flekkudal B-flokkur 1. Elisabeth Jansen og Fengur frá Sauðárkróki 2. Oddur B. Jóhannesson og Blæja frá Húsey 3. Ólafur Sigurðsson og Bót frá Akranesi 4. Haukur Bjarnason og Gná frá Skáney Börn 1. Sigurborg H. Sigurðardóttir og Rökkvi frá Oddsstöðum 2. Heiðar Á. Baldursson og List 3. Lára M. Karlsdóttir og Fagri-Blakkur frá Langafossi 4. Erna D. Pálsdóttir og Reykur frá Stein- um Unglingar 1. Anna H. Baldursdóttir og Ljósbrá Ungmenni 1. Elísabet Fjeldsted og Vinur frá Akranesi Opna MR-mótið haldið í Reiðhöllinni í Víðidal Tölt: Pollar I 1. Konráð V. Sveinsson, Prestur frá Kirkjubæ. 2. Ragnar B. Sveinsson, Leiknir frá Laugavöllum. 3. Jóhanna M. Snorradóttir, Glóð frá Keflavík. 4. Alexander Freyr Þórisson, Krákur frá Skarði 18v brúnn. Börn II (byrjendur í keppni) 1. Berta M. Waagfjörð, Svalur frá Blesastöðum. 2. Úndína Ý. Þorgrímsdóttir, Óðinn frá Reykjavík. 3. Hörður Arnarson, Leikur frá Bakkakoti. 4. Eva M. Þorvarðardóttir, Fiðla frá Sælukoti. Börn I (keppnisvanir) 1. Vigdís Matthíasdóttir, Gyðja frá Syðrafjalli. 2. Rúna Helgadóttir, Birtingur frá Brú. 3. Sara Sigurbjörnsdóttir, Hjörtur frá Hjarðarhaga. 4. Agnes H. Árnadóttir, Öðlingur frá Langholti Unglingar 1. Valdimar Bergstað, Sólon frá Sauðárkróki. 2. Linda R. Pétursdóttir, Valur frá Ólafsvík. 3. Eyvindur H. Gunnarsson, Huld frá Auðsholtshjáleigu. 4. Ellý Tómasdóttir, Víðir frá Holtsmúla. Ungmenni 1. Sigurður Straumfjörð, Prins frá Syðra-Skörðugili. 2. Elva B. Margeirsdóttir, Stika frá Kirkjubæ. 3. Anna K. Kristinsdóttir, Patti frá Reykjavík. 4. Auður S. Ólafsdóttir, Tenór, Rifshalakoti. Tvígangur: Pollar 1. Jóhanna M. Snorradóttir, Glóð frá Keflavík. 2. Ragnar B. Sveinsson, Leiknir frá Laugavöllum. 3. Konráð V. Sveinsson, Prestur frá Kirkjubæ. 4. Andrea Jónsdóttir, Mósart. Fjórgangur: Börn II (byrjendur í keppni) 1. Eva M. Þorvarðardóttir, Fiðla frá Sælu- koti. 2. Erna B. Sverrisdóttir, Perla frá Votmúla. 3. Hörður Arnarson, Leikur frá Bakkakoti. 4. Freyja Pétursdóttir, Garpur frá Hvammi. Börn II (keppnisvanir) 1. Sara Sigurbjörnsdóttir, Hergill frá Oddhóli. 2. Vigdís Matthíasdóttir, Gyðja frá Syðra-Fjalli. 3. Ragnar Tómasson, Perla frá Bringu. 4. Lilja Ó. Alexandersdóttir, Ör frá Miðhjáleigu. Unglingar 1. Linda N. Pétursdóttir, Valur frá Ólafsvík. 2. Valdimar Bergstað, Haukur frá Akurgerði. 3. Unnur G. Ásgeirsdóttir, Hvinur frá Syðra-Fjalli. 4. Eyvindur H. Gunnarsson, Þróttur frá Voðmúlastöðum. Ungmenni 1. Elva B. Margeirsdóttir, Stika frá Kirkjubæ. 2. Signý Á. Guðmundsdóttir, Framtíð frá Árnagerði. 3. Anna K. Kristinsdóttir, Gaumur frá Ketu. 4. Auður S. Ólafsdóttir, Tenór frá Rifshalakoti. Fimmgangur: Unglingar 1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Hlátur frá Þórseyri. 2. Eyvindur H. Gunnarsson, Huld frá Auðsholtshjáleigu. 3. Viggó Sigurðsson, Fröken Sara frá Hvítárvöllum. 4. Valdimar Bergstað, Bryngeir frá Bringu. Ungmenni 1. Gunnar M. Jónsson, Drífa frá Skálmholti. 2. Íris F. Eggertsdóttir, Tign frá Hvítárholti 3. Anna K. Kristinsdóttir, Stígandi frá Stóra-Hofi. 4. Þóra Matthíasdóttir, Gosi frá Auðsholtshjáleigu 3. Vetrarmót Sleipnis, haldið á Selfossi Opinn flokkur 1. Christina Lund og Trymbill frá Glóru 2. Sigursteinn Sumarliðason og Þota 7 v., frá Úthlíð 3. Hugrún Jóhannsdóttir og Sprettur 12 v., frá Glóru 4. Sigríður Pétursdóttir og Dofri 6 v., frá Þverá Stigahæsti knapi vetrarmótanna 2003 Hugrún Jóhannsdóttir Áhugamenn 1. Ingimar Baldvinsson og Töfri 6 v,. frá Selfossi 2. Grímur Sigurðsson og Hilma 8 v., frá Austurkoti 3. Haukur Baldvinsson og Glitnir 6 v., frá Selfossi 4. Guðmundur Árnason og Eik 7 v., frá Arnarstöðum Stigahæsti knapi vetrarmótanna 2003 Grímur Sigurðsson Ungmenni 1. Sandra Hróbjartsdóttir og Hekla 5 v., frá Oddgeirshólum 2. Lena Valdimarsdóttir og Stígandi 11 v., frá Raufarfelli Stigahæsti knapi vetrarmótanna 2003 Sandra Hróbjartsdóttir Unglingar 1. Jóhanna Magnúsdóttir og Goði 7 v., frá Strönd 2. Guðjón Sigurðsson og Skjanni 11v., frá Hallgeirshjáleigu 3. Sigrún A. Brynjarsdóttir og Stikla frá Voðmúlastöðum 4. Ástgeir R. Sigmarsson og Kolbrá 7 v., frá Hárlaugstöðum Stigahæsti knapi vetrarmótanna 2003 Jóhanna Magnúsdóttir Börn 1. Bjarni Sveinsson og Þór 12 v., frá Borgarhóli 2. Hjalti B. Hrafnkelsson og Leiknir 10 v., frá Glóru 3. Hildur Ö. Einarsdóttir og Óskadís 6 v., frá Halakoti 4. Sigurður O. Karlsson og Ingi Hrafn 14 v., frá Stokkseyri Stigahæsti knapi vetrarmótanna 2003 Hildur Ö. Magnúsdóttir Unghross 1. Haukur Baldvinsson og Snilld 5 v., frá Dalsmynni 2. Christina Lund og Hektor 4 v., frá Herr- íðarhóli 3. Ólafur Ólafsson og Skorri 5 v., frá Ragn- heiðarstöðum 4. Sigurður Ó. Kristinsson og Önn 4 v., frá Háholti 150 m skeið 1. Sigursteinn Sumarliðason og Hekla 8 v., frá Vatnsholti, 16,02 sek. Skeifudagur Grana og Faxa haldinn á Hvanneyrarvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.