Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSING FRÁYFIRKJÖRSTJÓRN REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIS NORÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA Framboðsfrestur til alþingiskosninga 10. maí 2003 rennur út föstudaginn 25. apríl n.k. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00-12.00 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Engin kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði skilað á tölvutæku formi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 10. maí n.k., verður aðsetur yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða, að kjörfundi loknum, mun fara fram. Reykjavík, 12. apríl 2003 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður GERÐARDÓMUR, sem skipaður var þremur dómurum, hefur úr- skurðað að heildarverðmæti Norð- urmjólkur sé 820 milljónir króna. Þetta þýðir að kaupverð Auðhumlu, félags mjólkurframleiðenda í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum, sem á tæplega 67% hlut fjárfestingar- félagsins Kaldbaks í Norðurmjólk, er um 550 milljónir króna. Niðurstaða gerðardóms er bind- andi fyrir báða aðila. Áður höfðu dómkvaddir matsmenn metið að heildarverðmæti Norðurmjólkur væri um 940 milljónir króna og kaupverð Auðhumlu því um 625 milljónir króna. Forsvarsmenn Kaldbaks sættu sig ekki við þá nið- urstöðu og töldu verðmæti félagsins metið of lágt. Því fór málið fyrir gerðardóm, sem komst að þeirri niðurstöðu að verðmæti félagsins væri um 120 milljónum króna lægra en hinir dómkvöddu matsmenn töldu það vera. Stefán Magnússon formaður stjórnar Auðhumlu sagðist þokka- lega ánægður með niðurstöðu gerð- ardóms varðandi heildarverðmæti Norðurmjólkur en hann hafði þó ekki séð forsendur úrskurðarins í gær. „Við í stjórninni fáum gögn málsins í hendur á morgun (í dag) og ætlum að setjast strax yfir þau. Það var kominn tími á að niðurstaða fengist í þessu máli, því það hefur staðið Norðurmjólk fyrir þrifum að þetta mat hafi ekki legið fyrir. Nú verður hægt að fara að huga frekar að framtíðinni,“ sagði Stefán. Auðhumla átti um þriðjungs eign- arhlut í Norðurmjólk og keypti hlut Kaldbaks sl. sumar. Í kjölfarið seldi Auðhumla svo 60% af eignarhlut sínum í félaginu til Kaupfélags Ey- firðinga, Kaupfélags Skagfirðinga, Osta- og smjörsölunnar, Mjólkur- bús Flóamanna og Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Ekki náðist í Eirík S. Jóhannsson framkvæmdastjóra Kaldbaks í gær. Heildarverðmæti Norðurmjólkur 820 milljónir króna Matið lækkaði um 120 milljónir króna TÖLUVERT hefur verið um skemmdarverk á Akureyri í vetur og um helgina voru um eitt hundrað rúður brotnar í tveimur grunnskól- um Akureyrar, rúmlega 80 í Síðu- skóla og tæplega 20 rúður í Gler- árskóla. Tjón vegna þessara skemmdarverka er á aðra milljón króna, að sögn Sigurðar Ágústs- sonar, fullrúa hjá Fasteignum Ak- ureyrarbæjar, sem er svipuð fjár- hæð og eftirlitsmyndavélar við báða skólana kosta. Aðkoman í skólunum var ekki glæsileg, þar sem glerbrot höfðu spýst inn um allt, meira að segja inn í skólamöppur í hillum. Ekki kom til þess að gera þyrfti hlé á skólahaldi, þar sem páskafrí nemenda hófst eftir kennslu sl. föstudag. Ólafur Ásgeirsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði að búið væri að upplýsa mörg þeirra mála sem komið hefðu upp í vetur en ekki öll og þau brot sem framin voru um helgina voru óupp- lýst í gær. Mikið hefur verið um rúðubrot í grunnskólum bæjarins og skemmd- ir unnar á biðskýlum SVA, svo eitt- hvað sé nefnt. Eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp við Lundar- skóla og Giljaskóla og sagði Ólafur að ekki hefðu verið unnar skemmd- ir þar eftir að vélarnar voru settar upp. Þá stendur til að setja upp eft- irlitsmyndavélar við Síðuskóla. Ólafur sagði að þarna væru ekki neinir smákrakkar á ferð, því það þyrfti töluvert afl til að brjóta þess- ar litlu rúður í Síðuskóla. „Það er of mikið agaleysi meðal unglinga í dag og það er ekki borin nógu mikil virðing fyrir eignum annarra. Ég held að þar vanti eitthvað í uppeld- ið.“ Ólafur sagði mjög mikilvægt að fólk sem byggi yfir upplýsingum um þessi skemmdarverk hefði sam- band við lögregluna. „En það er ljóst að „stóri bróðir“ verður að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar, annað virðist ekki duga.“ Morgunblaðið/Kristján Sæmundur Friðfinnsson og Frank Oertwig frá fyrirtækinu Tréborg voru að skipta um rúður í Síðuskóla í gær. Hjá þeim stendur Sigurður Ágústs- son, fulltrúi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar. Um 100 rúður brotnar í tveimur grunnskólum bæjarins Tjónið á aðra milljón króna ÞAÐ vakti töluverða athygli hversu fáir keppendur mættu til leiks á Skíðamóti Íslands í Hlíð- arfjalli um helgina og þá fór frekar lítið fyrir áhorfendum. Björn Þór Ólafsson, skíðafrömuður í Ólafs- firði, sem tekið hefur þátt í 40 landsmótum, nú síðast í Hlíðarfjalli um helgina, sagði það sorglegt hversu fáir keppendur hefðu mætt til leiks og að skíðaíþróttin ætti í vök að verjast. Björn Þór sagði að veturinn hefði verið erfiður og þá væri allt- af að verða meira og meira í boði fyrir fólk. „Þegar aðstæður í öðr- um greinum batna hefur það áhrif á svona litlum stöðum eins og í Ólafsfirði og við höfum heldur eng- an framhaldsskóla. Við erum yf- irleitt með stóran hóp keppenda á Andrésar Andar leikunum en svo eru krakkarnir farnir frá okkur um 15 ára aldurinn. Við höfum ekki verið með nema einn og tvo keppendur í hvorum flokki í alpa- greinum. Og á Ísafirði, sem er mun stærri bær og með stærra svæði en við, hefur gengið erfiðlega að halda uppi skíðaíþróttinni.“ Um 25 keppendur mættu til leiks í alpagreinum kvenna og rúmlega 30 í karlaflokki en í göngu voru keppendur innan við 20, þar af fjórir keppendur eldri en 50 ára. Björn Þór sagði að fyrir nokkrum árum hefðu keppendur á unglinga- meistaramótum verið þetta 150– 170 talsins og á landsmóti upp und- ir 100 keppendur, bara í alpagrein- um. „Skíðaíþróttin á í vök að verjast, við stöndum í varnarbar- áttu og þurfum að berjast.“ Björn Þór sagði það einnig hafa verið slá- andi hversu fáir áhorfendur voru á landsmótinu. „Það er eins og fólk hafi ekki trúað því að hægt væri að halda mótið vegna snjóleysis.“ Ég náði síðasta sætinu Björn Þór keppti á sínu fyrsta landsmóti árið 1960 og hann hefur aðeins sleppt úr þremur mótum frá þeim tíma. Áður hafði hann tekið þátt í þremur unglingameist- aramótum, sínu fyrsta í Hlíðarfjalli árið 1957. Björn Þór keppti í göngu með hefðbundinni aðferð á laugardag. „Mér gekk ágætlega og ég náði síðasta sætinu. Maður hef- ur ekki stigið á skíði í Ólafsfirði í allan vetur. Ástandið hefur verið alveg hræðilegt og við höfum aldr- ei getað gert göngubraut hér í vet- ur og það er vissulega saga til næsta bæjar. Við höfum oft bjarg- að okkur með því að fara á dali en það hefur heldur ekki verið hægt.“ Skíðamót Íslands fer fram á Ísa- firði að ári og hyggst Björn Þór mæta þar til leiks, „maður reynir að rölta eina og eina göngu.“ Björn Þór Ólafsson keppti á sínu 40. Skíðalandsmóti Morgunblaðið/Kristján Það vakti athygli hversu fáir áhorfendur mættu á landsmótið en fram- kvæmd mótsins var með miklum ágætum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skíða- íþróttin á í vök að verjast Morgunblaðið/Kristján Björn Þór Ólafsson í keppni í göngu með hefðbundinni aðferð á Skíða- móti Íslands í Hlíðarfjalli. STJÓRN Fasteigna Akureyrar- bæjar hefur staðfest sölu á eign- um bæjarins í Skjaldarvík, til Eignarhaldsfélagsins Skjaldar- víkur ehf. Söluverðið er 57 millj- ónir króna. Um er að ræða sölu á tveimur íbúðarhúsum, húsnæði á tveimur hæðum, þar sem dvalarheimili aldraðra var til húsa, skemmu, vélaskemmu og geymslu, fjósi, kálfahúsi og hlöðu. Fasteignir í Skjaldarvík seldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.